Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991
13
FÖNDUR
Myndlist
BragiÁsgeirsson
„í hjartans einlægni" er nafn á
sýningu sem Nýlistasafnið stendur
fyrir í húsakynnum sínum á
Vatnsstíg 3B og lýkur 20. janúar.
Er hér um að ræða sýnishorn af
skapandi tómstundaiðju almúga-
fólks víðs vegar að af landinu og
er einnig nefnd æskulist í sýningar-
skrá, og er þá höfðað til þess, að
hér er hið barnslega og upprunalega
ræktað á ýmsa vegu.
Hin skapandi og upprunalega tjá-
þörf mannsins er að sjálfsögðu
mest í bemsku, þegar allt er nýtt
og stórkostlegt og það er nú ein-
mitt galdurinn við alla mikla list,
að viðhalda þessari forvitni gagn-
vart umhverfi sínu og heiminum
og sjá alltaf hlutina í kringum sig
í nýju og fersku ljósi.
Það er og einmitt þetta, sem
skáldið George Bernhard Shaw var
m.a. að vísa til, er hann sagði:
„Æskan er yndisleg, en synd að
splæsa henni á unga fólkið."
Á síðustu árum hefur hugtakið
föndur öðlast nýja og æðri merk-
ingu í núlistum og ýmsir listamenn
hafa farið að vinna út frá því svo
sem hefur jafnvel sést á sýningum
hér heima. Fræðingar hafa tekið
þessa strauma upp á arma sína og
skrifað lærðar greinar um fyrir-
bærið og jafnframt hefur hnoðið
og glingurlistin öðlast nýja merk-
ingu og hafa bæði fyrirbærin ratað
inn í listaskóla, listasöfn svo og á
alþjóðlegar listastefnur.
Bernsk list hefur þetta einnig
verið nefnt og er í þessu tilviki
vafalítið réttasta skilgreiningin því'
að í orðinu er dýpri og algildari
merking en t.d. æskulist eða næf
list (naive art), en síðasttalda orðið
er alþjóðlega heitið á fyrirbærinu.
Hér hefur víða skapast nokkur rugl-
ingur og hefur margt verið sett
undir hugtakið næf list, sem getur
tæplega talist til hennar, t.d. list
truflaðra og geðsjúkra þótt hún búi
oft yfir bernskum streng.
En list næfistanna einkennir
hreinn og beinn lífsþorsti og fals-
laus undrun yfir sköpunai'verkinu
og svo er sem alltaf sé gott veður
og sunnudagur í myndunum og
fólk í hátíðarskapi. Enda hefur iðjan
einnig verið nefnd sunnudagslist
og þá í upphafinni merkingu.
Þá má og geta þess, að sumir
næfistarnir búa yfir ótrúlega mik-
illi og sérstæðri tækni, eins og t.d.
Henri Rousseau, (1844-1910) sem
er nafnkenndastur þeirra og þróaði
athöfnina til fullgilds þáttar núlista.
Hér má það og koma skýrt fram,
að listasagan aðgreinir næfa list frá
alþýðulist og frumstæðri list, þ.e.
list frumstæðra þjóðflokka, á þann
veg, að hún sé fullkomlega einstakl-
ingsbundin, sjálfsprottin athöfn
leikmannsins og óháð ríkjandi list-
stefnum. Oftast iðkuð í tómstund-
um eða eftir að viðkomandi er sest-
ur í helgan stein og telst hún tíma-
laus.
Það skýtur því dálítið skökku við
er lærðir núlistamenn fara að vinna
þetta meðvitað og sú athöfn þarf
auðvitað sérheiti, enda forsendurn-
ar þá aðrar.
Állt þetta má koma fram í sam-
bandi við sýninguna í Nýlistasafn-
inu og til nánari skilnings á fyrir-
bærinu, en hér er fyrst og fremst
um tómstundavinnu leikmanna að
ræða. Tómstundavinna, sem hefur
verið unnið í kyrrþey að loknum
vinnudegi eða gripið til á gamals
aldri og ber iðulega með sér upp-
runaiegan bernskan streng. Getur
í sumum tilvikum eins og t.d. hjá
Birni Guðmundssyni (f. 1906) frá
Laufási í Víðidal og Ragnari
Bjarnasyni (1909-1977) frá Ónd-
verðarnesi í Grímsnesi talist hreinn
næfismi, en í mörgum tilvikum tóm-
stundaföndur leikmannsins með
sköpunarþörfina að leiðarljósi sem
er að sjálfsögðu ekkert síðra.
Myndrænt eðli íslendinga hefur
í aldanna rás einmitt komið fram í
iðju sem slíkri ásamt heimilisiðnað-
inum, sem að sjálfsögðu er skipu-
legra fomj listiðkunar, en býr yfir.
miklum skapandi möguleikum.
Væri t.d. vafalítið hægt að setja
saman margar sýningar sem þessa.
í Nýlistasafninu því að ótrúlega víða
rekst maður á svipaða tómstunda-
iðju og alvöruþrungið gaman frá
brauðstritinu, sett fram af hjartans
einlægni og ríkri upprunalegri tjá-
þörf.
Og þótt kímið sé hið sama er það
nokkuð langsótt að líkja þessu við
hellaristur fortíðarinnar, sem voru
mikil og þróuð list og það er ekki
heldur allskostar rétt að segja að
bernsk list sé lögð að jöfnu við
klaufaskap, því að það gerir enginn
víðsýnn listamaður, en skil eru
dregin á milli þróaðrar listar hins
þjálfaða listamanns og ferskrar
túlkunar leikmannsins. Tjákraftur-
inn hrífur alla sem á annað borð
eru móttækilegir fyrir hann, hvort
sem að baki er snilld atyinnumanns-
ins eða upprunaleiki leikmannsins.
Að auki er sjálfur tjákrafturinn iðu-
lega borinn upp af furðulegri sjálf-
sprottinni tækni sem undirstrikar
hana á þróttmikinn hátt.
Það er upplífgandi að ganga um
sali Nýlistasafnsins og virða fyrir
sér gripina og um sumt er þetta
lífmesta sýning sem sett hefur ver-
ið saman í húsakynnum safnsins
frá því að þau voru færð í núver-
andi horf.
Þeir sem eiga verk á sýningunni
eru nítján talsins og eru þeir auk
þeirra tveggja sem þegar eru nefnd-
ir: Ásgeir Emilsson (1931), Seyðis-
firði, Egill Ólafur Guðmundsson
(1908), Hvammstanga, Emil Ás-
geirsson (1907-1988), Gröf í
Hrunamannahreppi, Finnbogi
Bernódusson (1892-1980), Bolung-
arvík, Guðjón R. Sigurðsson (1903),
Fagurhólsmýri, Guðrún Nielsen
(1914), Kópavogi, Gunnar Kárason
(1931), Sólheimum í Grímsnesi,
Halla Sigmarsdóttir (1912),
Reykjavík, Halldðr Einarsson
(1893-1977) frá Brandshúsum í
Gaulveijabæjarhreppi, Halldóra
Kristinsdóttir (1930) frá Ánastöð-
um í Vatnsnesi, Jóhann Steinþórs-
son (1890) frá Valþjófsdal í Önund-
arfirði, Pétur Hraunfjörð (1922), í
Reykjavík, Snæbjörn Eyjólfsson
(1897-1973) frá Kirkjubóli í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi, Svava Skúla-
dóttir (1910), Reykjavík, Svein-
bjöm Pétursson (1890-1990), Flat-
ey á Breiðafirði, og Þorsteinn Dímó-
desson (1900-1983), Hvamm-
stanga.
Einu vil ég bæta við að ekki er
það allskostar rétt, að úrval fjöl-
miðla og þarmeð fjölmiðlabyltingin
hafi svæft sköpunarþrá nútíma-
mannsins, þvert á móti sækir hann
meira en nokkru sinni til skapandi
athafna, sem sjá má af ásókn í lista-
skóla og aðstreymi almennings í
listasöfn svo og fjölgun listamanna
í öllum listgreinum. Hitt er svo sjálf-
sagt annað mál, að mötunin hvort
sem hún er sljórnmálalegs eðlis eða
kemur frá niðursuðuiðnaði lág-
menningar hefur aldrei átt greiðari
leið til almennings. Þá hefur innan-
tómt lífsgæðakapphlaupið ávallt
sljóvgandi áhrif á menn, en þetta
skal vera afmarkað og aðgreint og
síður gripið til alhæfíngar.
Þannig fæst mun hærra hlutfall
fólks við listir en áður, en hitt er
rétt að brátt mun þurfa meiri leit
að hinum upprunalegú kenndum,
sem koma fram í bernskri list, en
áður, þar sem einangrunin hefur
verið rofin og ljósvakinn þrengir sér
inn í hvert heimili í byggð sem útn-
ára og hver maður er samstundis
upplýstur um heimsviðburðina og
eins og þátttakandi í þeim.
Þarmeð gefst minni tími til að
melta umhverfi sitt og sinna eigip
sjálfi og þá mun alþýðulistin í þessu
formi að mestu heyra fortíðinni til.
Mikil álúð liggur að baki fram-
kvæmd sýningarinnar og sýningar-
skráin er með sanni til fyrirmyndar
á þessum stað.
GARÐUR
s.62-1200 62-1201
Skipholti 5
Urðarstígur. 2ja herb. 60 fm íb. tilb. u. trév. á 2. hæð í nýend- urb. húsi. Verð 4,2 millj.
Risíb. - Kópavogi. Vorum að fá í sölu skemmti- lega 3ja herb. risib. i tvibhúsi á mjög ról. og sólríkum stað í Kóp. Suðursvalir. Tilvalin íb. fyrir húsbréf.
Vesturborgin - laus. 3ja
herb. endaíb. á 2. hæð í blokk.
Að auki eitt rúmg. herb. i risi. (b.
er 2 saml. fallegar stofur, eitt
herb., eldhús og bað. í risi er eitt
herb. og eignarhluti í sameiginl.
baðherb. og eldhúsi. íb. þarfnast
nokkurrar endurn.
Mosfellsbær - sérhæð.
150 fm efri sérhæð i tvíbhúsi.
Hæðin er stofur, 4 svefnherb.,
baðherb., snyrting, þvherb. o.fl.
Bílsk. Góðar geymslur. ib. er ekki
fullgerð en íbhæf. Mjög góður
staður. Mikið og fagurt útsýni.
Eignask. mögul. Verð 10,5 millj.
I smiðum
DalhÚS. Raðhús, tvær hæðir,
175,5 fm ib. auk 31,5 fm bílsk.
Húsið selst fokh. frág. að utan.
Góð teikn. Góður staður. V. 8,6 m.
Leiðhamrar. Parhús, tvær
hæðir, með innb. bílsk. Samtals
Í98,6 fm. Selst fokh., frág. að
utan. Góður staður. Góður frág.
Vantar
Höfum mjög góðan kaup-
anda að einb. i Fossvogi.
Höfum mjög góðan kaup-
anda að einb. í Selási.
Höfum mjög góðan kaup-
anda að einb./raðh. í Grafarvogi.
Höfum mjög góðan kaup-
anda að 4ra herb. íb. í Háaleitishv.
Metsöiubfodá hxrjutn degiJ
á alveg ótrúlegu verði
Bókaðu strax og tryggðu þér sæti
Með sérsamningum sínum getur Veröld nú boðið ferðirtil þessarar heillandi borgar á ótrúlega
lágu verði. Hvort sem þú ferð til að versla, í viðskiptaerindum eða til að njóta menningarlífsins
þá er Amsterdam frábær kostur á einstöku verði.
Verð aðeins kr.
f E R fl A M ID S T DIIIN
*Miðaö viö 2ja manna herbergi á Hotel Classic, Amsterdam, 3 nætur.
AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI (91) 622011 & 622200
MBXnlvSsSHl