Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 Hvert stefnir Dagsbrún? eftir Guðmund J. Guðmundsson Þegar allt of mikill fjöldi verka- fólks er með í kaup frá 40-70 þús- und krónur á mánuði, sem með öllu er vonlaust að lifa af, þá er eðlilegt að spurt sé hvað _ ætlar öflugasta verkalýðsfélag á íslandi að gera? Og sú spurning er eðlileg — og for- ustu félagsins er skylt að svara. Að vísu er hvorki hægt að svara þessu með jái og neii — en það þarf að skýra forsögu og næsta verkefni. Árið 1988 gerðu almennu verka- lýðsfélögin kjarasamninga, sem fólu í sér þó nokkra kaupmáttaraukn- ingu. Með gengisfellingum og verð- bólgu runnu þessar kjarabætur út í verðbólguna og meira til. Árið 1989 voru enn gerðir nýir kjarasamningar enda kaupmáttur þá orðinn minni en fyrir kjarasamninga 1988. Við lifðum það að gengisfellingar urðu tíðari, verðbóigan vaxandi og kaup- mátturinn var minnkandi. Þeir kjarasamningar runnu út um áramótin 1989-1990. Þá hafði kaup- máttur almenns verkafólks rýrnað um rúm 16% á röskum tveimur árum. Þetta er sú saga, sem hefur einkennt verkalýðsbaráttu á íslandi um árabil. Það hefur oft verið léttara að ná fram kjarabótum en að halda þeim. Þegar við stóðum frammi fyrir nýjum kjarasamningum um áramót- in 1990 var okkur efst í huga, hvem- ig hægt væri að komást út úr þess- ari stöðluðu . samningagerð, sem leiddi það sama af sér og áður er lýst. Ástandið í þjóðfélaginu var nánast skelfilegt, íjöldi fyrirtækja var á barmi gjaldþrots og lánskjaravísital- an tryggði það háa vexti að vaxta- kostnaður fjölda fyrirtækja var orð- inn hærri en launakostnaður. Slík eru einkenni á mjög sjúku þjóðfélagi! Fólk — öðru fremur ungt, var að missa íbúðir sínar eða búið að því, það stóð ekki undir vaxtakostnaði lánanna. Venjulegt fólk stóð ekki undir þessum gífurlegu vöxtum, at- vinnuleysi var komið og jókst jafnt og þétt. Þetta var undirrót margra persónulegra harmleikja. Heilu byggðalögin og atvinnugreinar voru að hrynja. Þá var gerð þessi djarfa tilraun með kjarasamningum, sem síðar hlutu nafnið „þjóðarsátt". Menn gerðu sér að fullu grein fyrir því að þarna var ekki verið að reisa kaup- mátt verkafólks. Samningstímabilið var nokkurs konar umþóttunartíma- bil. Stöðva atvinnuleysið og afnema. Það hefur tekist að minnka það veru- lega, en ekki að afnema það. Engar gengislækkanir hafa verið á þessum tíma. Stórlækkun vaxta, hluti þeirra hefur lækkað um helming. Að öðru leyti hafa bankarnir verið mjög erfið- ir og þeir hafa verið hvað erfiðastir. Sjálfvirkar verðhækkanir átti að stöðva, ríkisstjórnin féll frá íjölda verðhækkana, sem hún hafði ákveð- ið. Verðhækkanir hafa aldrei verið minni og verðbólgan, sem áður var um 30%, hefur síðustu mánuðina verið 4-9%. Þessu má fólk ekki gleyma. Verkalýðsfélögin í Reykjavík und- ir forustu Dagsbrúnar hafa sett upp og rekið verðgæsluskrifstofu, sem hefur aðsetur á skrifstofu Dagsbrún- ar. Af því starfi hefur verið ótrúlega mikill árangur. Þó hafa ýmsar verð- hækkanir átt sér stað, sem maður sér engar rökrænar ástæður fyrir. í fylkingarbijósti í þessari baráttu hefur Dagsbrún haft algjört forustu- hlutverk. Þó er skylt að geta að verkalýðsfélög t.d. í Borgarnesi, Keflavík, á Höfn og víðar hafa unn- ið vel í þessum málum. Með lækkun verðbólgunnar hefur allur stöðug- leiki vaxið og allir möguleikar á betra þjóðfélagi aukist. Menn spyija af hveiju leggur þú svona mikið upp úr vöxtum? þjóðfélagið er gjörbreytt — nú er stór hluti fólks hlaðinn alls konar fjárhagslegum skuldbinding- um. Þannig að ef vinna dregst sam- an, verðbólga eykst, þá hrynur allt hjá þessu fólki. Skuld — lán, sem var 300 þúsund fyrir nokkrum árum er orðin 1 milljón í dag. Menn sem fengu t.d. lán hjá lífeyrissjóðum verkalýðsfélaganna — segjum 300 þúsund og hafa borgað reglulega af því, skulda milljón í dag. Þetta er leiðin til eymdarinnar. Sjávaraf- urðir hafa stórhækkað í verði á er- lendum markaði. Þegar fyrirtæki bera stórlækkaðan vaxtakostnað, stórhækkað verðlag afurða á erlend- um mörkuðum — ef slík fyrirtæki Guðmundur J. Guðmundsson „Samningaviðræður þurfa að hefjast seinni hluta vetrar — þær verða mjög tímafrekar og einar vandasömustu sem ég hef séð fram á. Atvinnurekendur, ríkisvald og sveitar- stjórnir verða að gera sér grein fyrir því, að um óbreytta samninga verður ekki að ræða.“ standa ekki betur en áður þá geta þau sjálfum sér um sakað, eða að minnsta kosti ekki verkafólkinu. Eitt höfuðatriði þessa.ra samninga var að engin önnur stétt fengi meiri kauphækkun en um var samið. Þetta var forsenda allra samninganna. Ekki gamla sagan að þeir láglaun- uðu semdu fyrst og svo fengju þeir hærra launuðu meira síðar. Getur nokkur úr hópi verkafólks, þegar slík sátt er gerð, stutt það, að þeir sem eru hærra launaðir fái meiri hækkanir? Er ekki nógu oft búið að leika þennan leik-við þá lægst laun- uðu? Við munum beijast með vaxandi krafti gegn verðhækkunum og þeir sem leyfa sér þær, verða að taka á sig þá ábyrgð að allt þetta samkomu- lag fari út um þúfur. Ég held að menn verði að athuga að kaupmáttarrýrnun hefur ekki orðið á „þjóðarsáttar“-tímabilinu, heldur á árunum fyrir „þjóðarsátt". Sjálfsagt minnast menn réttilega á minni yfirvinnu en áður var og þess vegna minna kaup — en yfirvinnan hefði orðið mikið minni og atvinnu- leysið mikið meira, ef ekki hefði komið til þessarar „þjöðarsáttar“. Kaupmáttur ætti að öllu eðlilegu að standa í stað á þessu tímabili, þó getur hækkun orðið t.d. á olíu og vegna styijaldarhættu en það ræður enginn við. En í eðlilegu ástandi gæti kaup- máttur líka hækkað eitthvað með lækkun á vöruverði og vöxtum. Þessi slagur um að halda vöruverði stöð- ugu og þjónustu mun standa hvern dag og ijarri fer því að nokkuð sé tryggt í þeim efnum. En hvað að hausti? Þá renna samningar út. Og um hvað á að semja? Kaup það sem nú er greitt, 40-70 þúsund krónur á mánuði, er bæði virðingarleysi fyrir vinnunni og manneskjunni. Því verða meðal- laun og lægri laun að hækka. Hægt er að auka kaupmáttinn með lækkun á sköttum og lækkun á brýnustu lífsnauðsynjum, t.d. matvöru. Og það er auðvitað með öllu óviðunandi að á meðallaun og lægri sé lagður 40% skattur. Þarna verður kannske að koma sambland af öllu þessu. Kauphækk- un, skattalækkun og lækkun verð- lags á brýnustu nauðsynjum. En eitt er skilyrði fyrir öllum nýj- um kjarasamningum að hækki kaup um einhveija ákveðna prósentutölu, þá má ekki sú sama prósentutala fara á vöru og þjónustu. Svo einhver tala sé nefnd, ef kaup hækkar um 10% þá má ekki allt koma hlaupandi á eftir með sömu hækkun. Síðan er vandinn ekki minnstur að fá þær stéttir sem eru á hærri launuðum að samþykkja, að þeir sem eru á lægstu laununum fái meira. Ef þeir sem nú eru á röskum 40 þúsundum fengju 10 þúsund í hækk- un, þá má sá sem er með 200 þús- und ekki fá sömu prósentuhækkun, því þá fengi hann 50 þúsund í við- bót við 200 þúsundin sín. Samningaviðræður þurfa að hefj- ast seinni hluta vetrar — þær verða mjög tímafrekar og einar vandasöm- ustu sem ég hef séð fram á. Atvinnu- rekendur, ríkisvald og sveitarstjórnir verða að gera sér grein fyrir því, að um óbreytta samninga verður ' ekki að ræða. Atvinnulífið hefur þá haft 18 mánaða umþóttunartíma til þess að undirbúa sig og að mæta auknum kaupmætti. „Þjóðarsáttin“ að hausti verður að byggjast á því að kaupmáttur almenns verkafólks hækki verulega. Ef atvinnurekendum og valdhöfum ber ekki gæfu til að skilja þetta, þá verður ekki um að ræða neina „þjóð- arsátt". Stéttarmunur hefur farið vaxandi á íslandi — það verður ekki „þjóðar- sátt“ á að auka hann eða viðhalda honum. Meginstefna Dagsbrúnar í gegn- um tíðina hefur verið að hindra að hér myndist fátæk láglaunastétt — þessari stefnu viljum við reynast trú- ir — þá hafa menn stefnu Dagsbrún- ar! Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Frá slysstaðnum. Slasaðist í umferðinni UNGUR maður slasaðist í hörð- um árekstri á mótum Kringlu- mýrarbrautar, Suðurlandsbraut- ar og Laugavegar á sunnudags- morgun. Maðurinn ók litlum sendibíl norð- ur Kringlumýrarbraut og beygði áleiðis vestur Laugaveg en ók í veg fyrir sendibíl sem ekið var suður Kringlumýrarbraut. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið en að sögn lögreglu reyndust meiðsli hans ekki jafnalvarleg og óttast var í fyrstu. Tölvuvetrarskóli 10-16 ára © <%> Frábært 12 vikna námskeiö fyrir börn og unglinga 10-16 ára! Sæti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum! Næstu námskeiö hefjast 26. og 27. janúar. <%> % Tölvu- og verkfræöiþjónustan .<• Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu -t-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.