Morgunblaðið - 16.01.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991
19
Fulltrúar allra kirkjukvenfélaga og safnaðarfélaga
í Reykjavíkurprófastdæmi hittust síðastliðinn laug-
ardag í boði biskupshjónanna á heimili þeirra til að
ræða sameiginlegt starf félaganna. Einnig voru við-
staddirþeir Pétur Sveinbjamarson, stjórnarformaður
Sólheima í Grímsnesi, og Ólafur Mogensen, forstöðu-
maður, en starf félaganna er meðal annars fólgið í
stuðningi við Sólheima, sem nánast frá upphafi hafa
verið undir verndarvæng kirkjunnar. Að sögn Ebbu
Sigurðardóttur biskupsfrúar var meðal annars rætt
um að færa Sólheimum gjöf frá prófastdæminu í
tilefni af 60 ára afmæli starfseminnar á síðasta
ári, en ekki hefur enn verið ákveðið með hvaða
hætti það verður.
Tryggingastofnun:
Endurgreiðslur vegna
tannréttinga hafnar
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur byrjað endurgreiðslur vegna Þá kemur fram að kostnaður
tannréttinga sem hófust á timabilinu 1. nóvember 1989 til 31. desemb- vegna tannréttinga sem hófust fyr-
er 1990. Endurgreiðslurnar eru samkvæmt sömú reglum og giltu ir 1. nóvember 1989 verði áfram
fram til 1. nóvember 1989 þannig að greiddur er helmingur kostnað- greiddur samkvæmt þeim reglum
ar. Þetta kemur fram í frétt frá Tryggingastofnun. sem þá giltu.
Samþykktir bygginganefnda á öllu landinu:
Fækkun 1990 um
44% frá árinu áður
Yiðbrögð við sölutregðu á markaðnum, seg-
ir Gunnar S. Björnsson byggingameistari
FJÖLDI samþykkta sem bygg-
inganefndir sveitarfélaga gáfu
út fyrstu 10 mánuði ársins 1990
er um 44% minni en á sama tíma
árið áður, samkvæmt athugun
sem unnin hefur verið upp úr
gögnum bygginganefnda hjá
BYKO hf. Um er að ræða heildar-
fjölda samþykkta á landinu öllu,
þar með taldar íbúðir, atvinnu-
húsnæði, viðbyggingar og annað
sem samþykki bygginganefndar
þarf til. Gunnar S. Björnsson
byggingameistari og s^jórnar-
maður í Húsnæðismálastjórn seg-
ir þetta vera greinileg og óvenju
skjót viðbrögð við sölutregðu á
fasteignamarkaði á síðasta ári.
„Eftir því sem við höfum kannað
þá virðist vera 44% samdráttur á
samþykktum bygginganefnda á
landinu öllu,“ sagði Jón Guðmunds-
son framkvæmdastjóri hjá BYKO
hf. í samtali við Morgunblaðið.
Gunnar S. Björnsson sagði, að
þetta kæmi heim og saman við þró-
unina á íbúðamarkaði. Þar hefur
verið sölutregða á síðasta ári og
enn lengur varðandi atvinnuhús-
næði. Óseldar nýbyggðar íbúðir eru
um allt að 500-600 'á landinu öllu
samkvæmt áætlunum, að megin-
hluta þó á höfuðborgarsvæðinu.
„Stór hluti af þeim íbúðum sem
núna standa auðar og óseldar sem
voru samþykktar á árinu 1989 og
eru að koma til byggingar fyrst á
árinu 1989 og eru í byggingu 1990.
Vegna þess hve lítið seldist á árinu
1990 hve treg sala er strax í upp-
hafi þessa árs hægja menn mjög
mikið á sér í sambandi við að sækja
um lóðír á árinu 1991. Menn hægja
á sér vegnáþess að þeir óttast sölu-
tregðuna, “ sagði Gunnar.
Gunnar sagði koma á óvart hve
skjót viðbrögðin eru, miðað við
reynslu fyrri tíma. „Þetta þýðir
bara að menn eru farnir að fylgjast
mikið betur með hlutunum heldur
en áður.“
-------♦ ♦ ♦
Jökulsá rann
framhjá brúnni
JÖKULSÁ á Fjöllum rann fram
hjá Jökulsárbrú og yfir þjóðveg-
inn aðfaranótt mánudags. Um
morguninn fór áin að renna und-
ir brúnna að nýju.
„Útlitið var ekki gott á sunnu-
dagskvöldið en morguninn eftir
gekk ég þurrum fótum yfir brúna,"
sagði Bragi Benediktsson á Grím-
stöðum á Fjöllum, í samtali við
Morgunblaðið.
Bragi sagði að áin hefði áður
breytt farvegi sínum og benti á að
þá hefði þurft að gera við þjóðveg-
inn. í þetta skipti hefði þess ekki
þurft.
Ástæðan fyrir breyttum árfar-
vegi árinnar við brúna var krapa-
stífla sem jafnaði sig um nóttina.
Ulfært er nú að Grímsstöðum.
Utan Reyjcjavíkur annast um-
boðsmenn Tryggingastofnunar
endurgreiðslurnar, en í Reykjavík
er bent á að þeir sem telja sig eiga
rétt á endurgreiðslu, skuli snúa sér
til afgreiðslu Tryggingastofnunar í
Tryggvagötu 28. I fréttinni segir
að reikningar skuli hafa borist
stofnuninni fyrir 1. mars næstkom-
andi.
Þá segir að áfallinn kostnaður
frá og með 1. janúar 1991, vegna
tannréttinga sem hófust eftir 1.
nóvember 1989, verði endurgreidd-
ur samkvæmt mati á þörf fyrir
tannréttingar í hverju tilviki fyrir
sig, reglugerð vegna þessa verði
gefin út innan skamms.
*
Háskóli Islands:
Settur prófessor í
heimilislækningnm
JÓHANN Ágúst Sigurðsson
heilsugæslulæknir í Hafnar-
firði, hefur verið ráðinii fyrsti
prófessorinn í heimilislækning-
um við Háskóla íslands. Jóhann
Ágúst er skipaður af mennta-
málaráðherra til tveggja ára frá
og með 1. janúar 1991. Það er
Félag íslenskra heimilislækna,
sem gefur Háskóla íslands stöð-
una fyrstu tvö árin.
Jóhann Ágúst er fæddur á Si-
glufirði árið 1948. Hann tók stúd-
entspróf frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1968 og lauk emb-
ættisprófi frá Læknadeild Háskóla
íslands árið 1975. Að loknu kandi-
datsári fór hann í framhaldsnám
í heimilislækningum í Gautaborg
í Svíþjóð og starfaði þá jafnframt
að rannsóknum í faraldsfræði.
Hann varð sérfræðingur í heimilis-
lækningum árið 1980 og varði
doktorsritgerð sína um háan blóð-
þrýsting hjá miðaldra konum við
Gautaborgarháskóla árið 1982.
Árið 1986 var hann ráðinn í hluta-
stöðu lektors í heimilislækningum
við Háskóla íslands og hefur kennt
við deildina síðan.
Jóhann hefur starfað sem heil-
sugæslulæknir í Hafnarfirði frá
árinu 1981 og jafnframt sem hér-
aðslæknir Reykjaneshéraðs.
Sveinn Magnússon heilsugæslu-
læknir í Garðabæ hefur nú tekið
við héraðslæknisembættinu frá og
Jóhann Ágúst Sigurðsson próf-
essor
með 1. janúar en Jóhann mun
áfram starfa sem heimilislæknir í
Hafnarfirði.
Jóhann Ágúst er sonur Gyðu
Jóhannsdóttur og Sigurðar Jóns-
sonar fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Síldarverksmiðju ríkisins og
síðar forstjóra Sjóvár. Hann er
kvæntur Eddu Benediktsdóttur og
eiga þau þrjú börn.
HELGARFERÐiR í JANÚAR FEBRUAR OG MARS
Skemmtiskrepp um helgi,
kostar ekki mikið...
...með Flugleiðum.
AMSTERDAM
Amsterdam iðar af mannlífi og skemmtun. Amsterdam er borg sælkera og
listunnenda. Sigling á síkjunum eða rómantískur kvöldverður - Amsterdam er
lifandi borg að nóttu sem degi. Hagstætt vöruverð og vöruval.
Amsterdam er borg verslunar og glæsileika.
FOSTUDAGUR TIL ÞRIÐJUDAGS
HÓTEL MUSEUM
TVEIR í HERB. KR. 32.6 IO Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjaraötu 2, Hótel Esju og Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir f sfma S 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum