Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 PERSAFLOADEILAN Reuter Járnlúgur voru fyrir flestum verslunum í Bagdad í gær. Logn í Bagdad Bagdad. Rcuter. TILTÖLULEGA rólegt var í Bagdad, höfuðborg íraks, í gær og reyndar hefur svo verið allt frá því íraski herinn réðst inn í Kúveit 2. ágúst sl. Færri voru á kreiki og bílaumferð tiltölulega lítil. Enginn asi var á fólki og því lognmolla í borgarlífinu. En ætla má að það hafi verið lognið á undan storminum. Því eftir því sem á daginn leið lokuðu fleiri og fleiri verslanir, að því er virtist til Jengri tíma. í gær rann út frestur íraka til að kalla innrásarher sinn frá Kú- veit urðu hundruð þúsundir borg- ara við kalli stjórnar Saddams Husseins forseta og þustu út á götur í tilefni dagsins. Hrópaði mannfjöldinn Kúveit er okkar eign og sigrum árásaraðilann. Eftir stutt mótmæli hvarf fólkið af göt- unum, rétt eins og dögg fyrir sólu, og æpandi þögn lagðist yfir hina fjögurra milljóna manna borg. Á Shoija-markaðinum sem venju- lega er það krökkur af fólki að erfitt er að komast leiðar sinnar var engin sála og jámlúgur fyrir flestum búðum. Helsta söluvara verslana sem enn voru opnar voru límbönd og byggingarplastfilma tii að byrgja glugga, kerti, lín og drykkjarvatn en það rann út eins og heitar lummur þó verðið hafi hækkað um 600% að undanfömu í 200 krónur líterinn. Þeir sem voru á ferli slógu um sig með gálgahúmor. „Hvaða dag- ur er í dag? spurði verslunareig- andi er hann afgreiddi viðskipta- vin sem hamstraði kex. „Dóms- dagur, félagi,“ svaraði kúnninn og hló. Ein vinsælasta saga húmo- ristanna í Bagdad aíf undanförnu er á þá leið að almanak ársins 1991 sé nýkomið út og á því séu aðeins 15 dagar. Tengist hún því að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) hafði gefið írökum frest til og með 15. janúar að kalla innrásarher sinn frá Kúveit eða kalla ella yfir sig styrjöld með hræðilegum afleiðingum. Kjarnorkustríð blasir við ef Saddam verður áfram við völd Zíirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SIR John Hackett, fyrrverandi hershöfðingi í breska hemum, er kominn á eftirlaun og nýtur lífsins ásamt konu sinni og dóttur við lestur og skriftir í hálfrar aldar gömlu húsi skammt frá bænum Cheltenham í Englandi. Bók hans „Þriðja heimsstyijöldin" vakti heimsathygli þegar hún kom út árið 1978 og fólk leggur enn við hlustir þegar hann segir álit sitt á hernaðarmálum. Hann tók vel á móti fréttaritara Morgunblaðsins eftir áramótin og sagðist þekkja til Islendinga. „Þeir eiga það til að fara út úr járnbrautavögnum vitláusu megin á lestarstöðvum af því að þeir eru ekki vanir slíkum farartækjum heima hjá sér,“ sagði hann og brosti að kynnum sínum af Islendingum. Sir John hefur haft hugann við Persaflóadeiluna að undanförnu, eins og aðrir, og gerði meðal ann- ars grein fyrir skoðunum sínum í bréfi til dagblaðsins Times í London um jólin. Fyrir honum snýst deilan um hernaðarátök nú eða kjarnorku- styijöld síðar. Hann hefur löngum varað við hættunni af kjarnorku- / JmR vopnum og sagði til dæmis nýút- T ( skrifuðum herforingjum úr West 0jg|j|| '*' * % ' jjK Point-herskólanum í Bandarfkjun- * Yi JH um árið 1984 að þeir mættu búast við að verða kallaðir til átaka út af smávægilegum deilumálum til að koma í veg fyrir að þau yrðu að stórmálum með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum síðar. „Ég tel að Saddam Hussein og stöðu hans hafi ekki verið gefinn nógu mikill gaumur í þessari deilu,“ sagði hann í samtali við- Morgun- blaðið. „Saddam er óhemju metnað- argjarn maður. Hann er ekki óður heldur tekur þaulhugsaðar ákvarð- anir og stefnír ótrauðúr að því að ná ráðum yfir öllum arabíska heim- inum. Hann býst við að ná því tak- marki með þrennum hætti: Með því að tortíma Israel; með því að hafa olíuframboð til Vesturlanda í greip- um sér og með því að bjóða and- stæðingum sínum á Vesturlöndum birginn og sigra þá. Við verðum að losna við Saddam Hussein. Annað skiptir ekki máli,“ sagði gamli hershöfðinginn. „Hann stefnir að því að tortíma ísrael. ísra- el býr yfir kjarnorkuvopnum, að minnsta kosti 200 Jericho-2-flaug- um með kjamaoddum sem geta náð til allra horna íraks, og ísraelar Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Sir John Hackett. Liðsmaður Abu Nidals myrti þrjá PLO-leiðtoga munu ekki hika við að beita kjarn- orkuvopnum sínum. Saddam Huss- ein hefur stefnt að því síðan Guð veit hvenær með vestrænni aðstoð að framleiða kjarnorkuvopn. Hann kemur til með að hafa þau fyrr eða seinna, ef hann hefur þau þá ekki nú þegar. Hann býr yfir Scud-B- flaugum sem hann getur nú búið eiturefnaoddum. Eftir 18 til 24 mánuði getur hann búið þær kjarnaoddum. Saddam Hussein mun ráðast á ísrael þótt síðar verði ef hann kemst upp með innrásina í Kuweit og verð- ur áfram við völd. Þá verður kjarn- orkuvopnum beitt og það mun hafa ófyrirsjáanlega ógæfu í för með sér fyrir mannkynið.“ En hvernig er hægt að losna við Saddam Hussein? „Hans eigið fólk verður að losa okkur við hann,“ sagði sir John. „Arabar, íraskir ara- bar og það sem meira er\íraski herinn verður að gera það. Það er talað um baráttuglaðan her, en það er bölvuð vitleysa, herinn er bar- áttuþreyttur. Það skal enginn segja mér að tugir þúsunda stríðsfanga sem hafa snúið heim eftir nokkurra ára fangavist í íran séu baráttufús- ir. íraskir hermenn eru illu vanir og þeir munu gera það sem þeim er sagt. En Saddam veit að hann er í vanda staddur gagnvart hernum. Hann hefur látið reka, handtaka eða drepa tugi ef ekki hundruð liðs- foringja. Hann hefur skipað nýjan vamarmálaráðherra og yfirmann herforingjaráðsins — við vitum ekki hvort forverar þeirra eru enn á Iífi. Hreinsanir Saddams minna helst á hreinsanir Stalíns í sovéska hernum 1936-37. Herinn mun steypa Sadd- am Hussein af stóli þegar hann sér hvað hernaðarátök við Vesturlönd hafa í för með sér.“ Sir John sagði að hernaðarátök væru hið eina sem gæti bitið á Saddam Hussein. „Það er barnalegt að láta sér detta í hug að viðskipta- bann muni hafa einhver áhrif. Það er verra en ekkert. írakar eru harð- gerð þjóð og illu vanir. Það var metuppskera í landinu í fyrra og þeir hafa nóg að bíta og brenna. Og það mun ekki koma við kaunin á Saddam, sem hefur líf tuga þús- unda Kúrda á samviskunni, þótt nokkur þúsund börn farist kannski úr lyfjaskoiti. írakar hafa haft nægan tíma til að koma sér upp varahlutabirgðum til að halda stríðsvélinni gangandi. Nei, sam- staða þjóðanna gegn írak verður löngu farin að gliðna þegar refsiað- gerðir þeirra fara að bera einhvern árangur. Fólk verður að gera sér grein fyrir að valið stendur á milli her- átaka nú með nokkrum tugum þús- unda látinna eða kjarnorkustyijald- ar í framtíðinni með tugum milljóna fórnardýra." Gamli hershöfðinginn spáði að stríðið við Persaflóa myndi hefjast í síðasta lagi í byijun febrúaf og vonaði að það myndi ekki standa nema í þijár til fjórar vikur. Hann efaðist ekki um að yfirburðir öflugs flughers Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra myndu ráða úrslitum átakanna. „Það er þó ekki •hægt að vinna stríð með yfirburðum í lofti eingöngu," sagði hann. „En þeir koma í veg fyrir að stríð tapist.“ — ab. Túnis. Reuter. GRUNUR leikur á að morðin á þremur af helstu leiðtogum Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) í Túnis í fyrrinótt hafi verið liður í innbyrðis deilum Palestínumanna. Hefur skuldinni verið skellt á palestínsk hryðjuverksamtök sem lúta forystu Abu Nidals og notið hafa stuðnings Líbýumanna en er nú með bækistöðvar í Bagdad í írak. Embættismenn sögðu að einn lífvarða PLO, Hamsa Abu Zeid, hefði verið handtekinn og sé hann grunaður um verknaðinn. Ennfrem- ur hefði fjöldi annarra Palestínu- manna sem eru upp á kant við meginsamtökin, Fatah-hreyfing- una, verið tekinn til yfirheyrlsna. Meðal hinna þriggja myrtu var Abu Iyad sem verið hafði hægri hönd Yassers Arafats leiðtoga PLO. Hann er sagður hafa skipulagt hryðjuverkin á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 þegar 11 ísraelskir íþróttamenn voru myrtir. Hinir voru Hael Abdel-Hamid „innanríkisráð- herra“ PLO og Fakhri al-Omari nánasti ráðgjafi Iyads og yfirmaður Öryggismála Fatah. Mennirnir voru á fundi á heimili Iyads í úthverfi Túnsiborgar, Kar- þagó, þegar Abu Zeid réðst inn í fundarherbergiö og skaut þá með sjálívirkri byssu. Tók hann síðan Abu Iyad konu Iyads og börn í gíslingu og hélt þeim í nokkrar klukkustundir áður en hann gafst upp fyrir lög- reglu. I yfirlýsingu sem Fatah-samtökin sendu frá sér í gær sögðu þau að morðinginn hefði verið útsendari sem tekist hefði að smygla sér inn í Iífvörð PLO. Hann hefði komið frá Líbýu í október 1989 og sagst vera liðhlaupi úr samtökum Abu Nidals, Byltingarráði Fatah, sem vilja að PLO stundi mun harðari baráttu en Arafat og Iyad hafa beitt sér fyrir. Fulltrúi PLO í Belgíu, Chawki Armali, skellti í gær skuldinni á ísraela og sagði verknaðinn bera þess merki að þarna hefðu ísrael- skir leýniþjónustumenn verið að verki. Israelsk yfirvöld hafa hins vegar vísað ásökunum af þessu tagi á bug. Þrátt fyrir útgöngubann á hern- umdu svæðunum í ísrael kom til mikilla mótmæla þar í gær vegna morðsins á leiðtogum PLO. Til átaka kom milli araba og ísraelskra hermanna og biðu tveir arabar bana og a.m.k. 65 biðu bana. Evrópa: Matvæli hömstruð Lundúnum. Reuter. MATVÆLI voru hömstruð í nokkrum löndum Evrópu í gær vegna ótta almennings við að stríð kynni að brjótast út við Persaflóa. Stjórn- völd í flestum ríkjum álfunnar sögðu að ekki yrði gripið til bensín- skömmtunar nema allt annað brygðist. Kaupæðið var einna mest á Ítalíu, Spáni og í Grikklandi. Embættis- menn reyndu að sannfæra fólk um að nægar birgðir væru af matvælum en það varð aðeins til þess að kynda enn frekar undir hamstrinu. „Þetta er bijálæði, almenn sturl- un,“ sagði verslunarstjóri útibús stór- markaðakeðju í Róm. Hann sagði að ítalir væru nú í óða önn að safna pasta, hveiti salti og þurrkuðu kjöti. Hillurnar tæmdust jafnóðum og þær væru fylltar. Verslunarstjóri annarr- ar stórmarkaðakeðju á Italíu sagði að matvælasalan hefðu tvöfaldast í gær. Norðurlandabúar héldu ró sinni en í Þýskalandi, þar sem fólk tók stríðshættunni almennt með still- ingu, viðurkenndi 76 ára kona í sam- tali við fréttaritara Reuters að hún væri að birgja sig upp af matvælum í kjallara sínum. „Mér líður eins og þegar heimsstyijöldin síðari skall á,“ sagði hún. Matvælasalan þrefaldað- ist i Sviss. Efnt var til mótmælafunda í flest- öllum höfuðborgum Evrópu og í Bandaríkjunum til að krefjast friðar. Á meðan gengu evrópskar ríkis- stjórnir frá áætlunum um orkusparn- að ef stríð brytist út við Persaflóa. Flestar ætla þær að láta nægja fyrst um sinn að hvetja fólk til að aka minna og draga úr olíunotkun sinni til húshitunar af sjálfsdáðum en síðar kann að verða gripið til harðari að- gerða. Til að mynda kann þá akstur bifreiða verða bannaður á sunnudög- um í ýmsum Evrópulöndum. Sir John Hackett: Þúsundir fómardýra nú eða milljónir síðar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.