Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 23 ísraelar verja heimili sín gegn efnavopnaárásum Jerúsalcm. Reuter. ÍSRAELAR bjuggu sig undir hugsanlegar árásir frá írak og hermdar- verk araba í gær er frestur íraka til að hverfa frá Kúveit var að renna út. Viðbúnaður hersins náði hámarki og almenningur var hvattur til að gera ráðstafanir til að verja heimili sín gegn hugsanlegri efnavopna- árás íraka. Reuter Richard Roth, fréttamaður bandarísku sjónvarpskeðjunnar CNN, tekur við kassa með gasgrímu í fjölmiðlamiðstöðinni í Jerúsalem og fyrir aftan hann bíða erlendir starfsbræður hans og myndatöku- menn eftir að röðin komi að þeim. Hundruð erlendra fréttamanna hafa komið til Israels vegna stríðshættunnar við Persaflóa. Þúsundir Israela báðu fyrir friði í Jerúsalem en margir létu sér nægja að sækja teiti í krám borgarinnar. Saddam Hussein íraksforseti hefur hótað að ísráel verði fyrsta skotmark íraka í hugsanlegu stríði við Persaf- lóa og ísraelsk stjórnvöld töldu hættu árás á landið á hverri stundu. Hern- um var fyrirskipað að halda uppi hámarks viðbúnaði, sem felur meðal annars í sér að flugmenn verða allan sólarhringinn í stjórnklefum orrustu- þotna. Herinn taldi einnig hættu á árás- um Palestínumanna frá Líbanon þar sem Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), hafði fyrirskipað þúsundum skæru- liða sinna þar að beijast með írökum gegn fjölþjóðahernum við Persaflóa. Þá var mikill lögregluviðbúnaður vegna hugsanlegra hermdarverka Palestínumanna innan landamæra landsins og á hernumdu svæðunum. Leiðtogar Palestínumanna á Gaza- svæðinu og Vesturbakka Jórdanar höfðu hvatt íbúana til að „skapa nýja víglínu" ef stríð brytist út'. Herinn ráðlagði ísraelum í fyrsta sinn að útbúa herbergi í húsum sínum til að veijast hugsanlegum efna- vopnaárásum Iraka. Biðraðir mynd- uðust í verslunum þar sem fólk gat keypt límbönd, plastklæðningar og fleira til að þétta heimili sín. Hafist var handa í gær við að dreifa gasgrímum til Palestínumanna á hernumdu svæðunum, sem óttast einnig efnavopnaárásir frá írak. Hæstiréttur ísraels hafði kveðið upp þann úrskurð að Palestínumönnum bæri að fá gasgrímur eins og gyðing- ar. Varnarmálaráðuneytið sagði að farið yrði eftir úrskurðinum en herinn hefði nú aðeins birgðir handa uml 0% af íbúum hernumdu svæðanna. Óvíst væri hversu langan tíma tæki að afla nægra gríma handa öllum. Flestir íbúar ísraels hafa þegar fengið gasgrímur. í upphafi var ekki ráðgert að dreifa þeim á hemumdu svæðunum þar sem ólíklegt var talið að Irakar gerðu árásir á þau. Um helgina var hins vegar ákveðið að dreifa þeim til gyðinga á hernumdu svæðunum, sem eru um 90.000. FJOLVI STÓRA BÓKAVEISLA FJÖLVA (ALGER RYMIWCARBTSALfl) VASA » * vA>V //*. °*// opnum á morgun kl. 12 & * Grensásvegi ÍZ Mesta og ódýrasta bókaútsala sem nokkur V bókaútgáfa hefur haldií. ALLTÁ AÐ SELJAST. - Mörg hundrud titlar og pakkar á ótrúlegu hlunnindaverði I------------ | Natn J Kennitala I Ileinuli I T I * I . I I Myndagetraun. Alllr Sá verðlaun! Taktu þ&tt i getrauninni með þvi að krossa & myndina viö: 1. Prina Valíant, sem alltaf er aÖ lelta í þokunni aö Aletu sinni. 2. Þorstein afa gamla, sem gaf út fyrir ykkur Lukku-L&ka, Stóru flugvélabókina, | Póstnúmer | liatasöguna, Prins Valiant, Grimmsœvintýri, Gosa og Á Toppnum. I Stóru skordýrabókina, Stóru hundabókina, Stóru listasöguna, Stóru byggingar- 3. Léttfeta, sem er g&faöri en húsbóndi hans, og reykir hvorki né drekkur. Merkið krossa á myndina og sendið til FJölva NJörvasundi 15 a, 104 Reykjavík. Setjið nafn ykkar og heimilisfang og umfram allt aldur. Öllum sem merkja rétt, þó þeir yrðu 20 þúsund, sendum við glaðning, einhverja Fjölva-Vasa-bók, sumar ódýrar sumar mjög verðmætar, VASA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.