Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 24
24 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Sýnum hug okkar í verki Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur borið blak af blóðverkum Rauða hers- ins í Vilnius. Hann hefur lýst því, hvernig ákvörðun var tekin um að ráðast á almenna borgara með skotvopnum og skriðdrek- um og sagt að ákvörðun um það hafi ekki verið tekin af sér en hann hefur ekki andmælt henni. Sem valdamesti maður Sov- étríkjanna ber Gorbatsjov ábyrgð á þessum verkum. Hann getur ekki skotið sér undan því. Þau minna á atburðina á Torgi hins himneska friðar í júní 1989, þegar skriðdrekum var ekið yfir friðsama námsmenn þar, er kröfðust lýðræðislegra stjórnar- hátta. Eftir þá atburði var grip- ið til margvíslegra alþjóðlegra aðgerða til að þrengja að kínverskum stjórnvöldum og viðbrögðin voru skjót og mark- viss. Þegar þjóðirnar í Austur-Evr- ópu tóku að fikra sig undan sovésku valdi, óttuðust þær mest að ráðist yrði á borgara þeirra við friðsöm mótmæli að kínverskri fyrirmynd. Þegar ljóst varð að Rauða hernum yrði ekki beitt í fylgiríkjum Kreml- verja hrundu einræðisherrar og ríkisstjórnir þeirra hver af ann- arri. Menn sannfærðust um að Gorbatsjov hefði horfið frá vald- beitingarstefnu þeirra Nikíta Khrútsjovs og Leoníds Brez- hnevs. Var á það minnt að Gorb- atsjov hefði verið á ferð í Kína í þann mund sem námsmenn tóku að sækja í sig veðrið í lýð- ræðisbaráttunni. Tengdist nafn hans þeirri baráttu, þótt reist væri eftirmynd af Frelsisstytt- unni við New York á Torgi hins himneska friðar til áréttingar lýðræðisást mótmælenda. Eftir valdbeitinguna í Vilnius er Gorbatsjov í sömu sporum og kínverskir ráðamenn eftir blóð- baðið á Torgi hins himneska friðar. í Sovétríkjunum eins og Kína á ekki að túlka breytt við- horf valdastéttarinnar til efna- hagsstjórnar á þann veg, að hún þoli lýðræðislega stjórnarhætti sem eru forsenda þess að efna- hagur blómstri við markaðsbú- skap. Kommúnistar eru enn við völd þótt þeir hafi hafnað komm- únismanum. Þessi skilgreining á þróun mála í Sovétríkjunum leiðir til þeirrar niðurstöðu, að undir for- ystu Gorbatsjovs sé ekki að vænta frekari marktækra skrefa í átt til frjálsræðis þar. Eftir að hafa sveiflast á miðjunni um nokkurt skeið hefur hann ákveð- ið að veðja á herinn og harðlínu- menn. I rúm sjötíu ár hafa nágrann- ar Sovétríkjanna búið við þetta vald. Þeir hafa lagað sig að því eftir aðstæðum hveiju sinni. Sumir hafa barist við það, aðrir gert við það bandalag á stríðstímum og snúist gegn út- þenslu þess á friðartímum. Sam- starfið hefur aldrei orðið eins náið eða meiri vonir verið bundn- ar við það en í stjórnartíð Gorb- atsjovs. Þeim mun meiri verða vonbrigðin þegar hann tekur að beita hemum gegn almennum borgurum. Astæðulaust er að gefa upp vonina um að frelsisandi geti feykt einræðisherrum á brott úr einstökum lýðveldum Sov- étríkjanna eða jafnvel Kremlar- kastala sjálfum. Þótt Rauði her- inn sýni vígtennurnar, hefur Gorbatsjov ekki þaggað niður í hugdjörfum leiðtogum lýðveld- anna. Andstaðan gegn Moskvu- valdinu er mögnuð heima fyrir og hún magnast. Á viðsjárverðum tímum vegna hættunnar við Persaflóa eiga vestræn stórveldi erfiðara um vik en ella að bregðast af hörku við ofbeldi Sovétstjórnar- innar. Þeim mun meiri ástæða er fyrir smáþjóðir að láta að sér kveða. Samhljóða ályktun Al- þingis á mánudag var framlag til þess og jafnframt aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Þau hafa hins vegar rekið sig á, að litið er á aðförina að Litháum sem sovéskt innanríkismál, sem ekki eigi heima á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Sú staðreynd ætti að ýta undir vilja íslensku ríkisstjórnarinnar til að stíga skrefið til fulls og viðurkenna' sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna með formlegum hætti. Við eig- um að að taka upp stjórnmála- samband við þau og láta á það reyna, hvort þau geta tekið við sendiherrum eða ræðismönnum. Þá skal enn skorað á íslensk stjórnvöld að tilkynna Sovét- stjórninni að starfsmönnum í sendiráði hennar hér á landi skuli fækkað. Sérhvert land verður að bregðast við þróuninni í Sov- étríkjunum eftir því sem geta þess og hagsmunir leyfa. Of- beldið gagnvart Eystrasaltsríkj- unum höfðar sterkt til okkar Islendinga, þjóðirnar þar eru nánastar okkur af þeim, sem vilja losna undan sovéska ný- lenduvaldinu. Viðbrögðin eiga að vera í samræmi við það. Menntamálaráðherra um útsendingar á efni frá CNN; Til athugnnar að breyta reglum um þýðingarskyldu Reglugerðin ekki í samræmi við anda laganna, segir sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra, segist velta því fyrir sér að breyta reglugerð um þýðingarskyldu á erlendu sjónvarpsefni um gervi- hnött. Sagði hann að forráðamenn CNN hefðu haft samband við ráðu- neytið og óskað eftir að kannað yrði hvort þýðingarskylda ætti við um viðstöðulausar sendingar frá stöðinni um gervihnött. Að mati Þorbjörns Broddasonar formanns útvarpsréttarnefndar, standast beinar útsending- ar Stöðvar 2 frá CNN ekki fyllilega reglur um þýðingarskyldu. Þorvarð- ur Elíasson sjónvarpsstjóri telur að ákvæði reglugerðar um þýðingar- skyldu sé ekki í samræmi við anda útvarpslaganna ef þau verða notuð til að stöðva þessar útsendingar. Tveir nefndarmenn í útvarpsréttar- nefnd og ritari nefndarinnar funduðu um þetta mál með sjónvarps- stjóra og einum starfsmanni Stöðvar 2 í gær. Nefndin tekur málið form- lega fyrir á fundi sem væntanlega verður haldinn síðdegis I dag. Menntamálaráðherra sagði, að hann liti á útsendingar Stöðvar 2 á efni frá CNN sem tilraunaútsending- ar og engin áform væru uppi um að stöðva þær. „Ég hef velt fyrir mér að breyta reglugerðinni en ekki tekið endanlega ákvörðun," sagði hann. Þorvarður Elíasson sagði, að Stöð 2 hefði fengið ókeypis rétt til útsend- inga á efni CNN í einn mánuð í til- raunaskyni. „Það á eftir að ganga frá ýmsum málum hér heima, bæði þýðingarskyldunni og samningum við Póst og síma, en við erum að vinna að því,“ sagði hann. Hann sagði að ekki hefði verið sótt um undanþágu til útvarpsréttamefndar. „Ég held að það sé skoðun okkar og sumra í útvarpsréttamefnd að það sé ekki í samræmi við anda laganna ef þau eru notuð til að stöðva svona fréttasendingar á þessum tíma. Ef andi laganna og reglugerðin stangist á, þá eigi reglugerðin að víkja. Reglu- gerðin byggist á þeirri grein útvarps- laga sem segir að íslenskt mál skuli vemdað. Við . teljum okkur ekþi stofna íslensku máli í neina hættu með þessari útsendingu, sem er í til- raunaskyni og óvíst hvað henni verð- ur haldið lengi áfram.“ „Að athuguðu máli er það niður- staða mín að útsendingarnar standist ekki fyllilega reglur um þýðingu er- lends efnis,“ sagði Þorbjöm Brodda- son formaður útvarpsréttamefndar í gær þegar álits hans var leitað. í 6. grein reglugerðar um útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum segir m.a.: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku, eftir því sem við á hvetju sinni. Það skal þó ekki eiga við, þeg- ar í hlut eiga erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervihnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni, er sýnir atburði, sem gerast í sömu andrá. I síðast- greindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular.“ Þorbjörn sagði að sendingar Stöðvar 2 á efni frá CNN stönguð- ust á við þessar reglur, að því leyti sem þær væru ekki beinar. Um það væri óþarft að deila. Hann væri ekki í neinum vafa um lögmæti reglugerð- arinnar og hún væri í góðu samræmi við anda útvarpslaganna. Þorbjörn sagði að viss sveigjan- leiki væri í reglunum um þýðingar- skyldu. Sagðist hann vonast til að þegar reynsla væri komin á sendin- garnar tækist Stöð 2 að fara eftir reglugerðinni, til dæmis með því að flytja eftirá samantekt á efninu. Hann sagði að útvarpsréttarnefnd myndi koma saman til að ræða mál- ið, væntanlega síðdegis í dag. Fyrr yrði ekkert gert. Útvarpsréttarnefnd veitir leyfi til útvarpsreksturs. Hún getur afturkailað leyfi sín, að undan- genginni aðvörun, ef stöðvar fara ekki að settum reglum. Formaður útvarpsréttarnefndar tók sérstaklega fram að útsending Stöðvar 2 á efni CNN væri merkilegt framtak. CNN væri að mörgu leyti sérstök stöð, flytti mikið af fréttum í beinum útsendingum og mest allt efni hennar væri nýtt. Þorbjöm sagði útvarpsréttarnefnd ekki hafa viljað bregða fæti fyrir það að hægt væri að greina sem mest og best frá at- burðum á þessum viðsjárverðu tímum, það væri ekki í þágu almenn- ings. Þorvarður sagði að Stöð 2 vildi sjá hvaða viðtökur þetta framtak fengi hjá almenningi áður en ákveðið yrði að semja við CNN um að senda efni þeirra út til frambúðar. „Við erum ekkert sannfærðir um að al- menningur hafi áhuga á því að borga fyrir opnun annarrar rásar, nema á sérstökum óvissutímum eins og nú eru,“ sagði hann. Þorvarður sagði ekki ljóst hvað útsendingar CNN myndu kosta. „Ef það ætti að þýða það sem út er sent yrði það gífurlega kostnaðarsamt og fremur ólíklegt að tekjur stæðu undir slíku.“ Tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að þýða efnið, eins og túlkar þýða beint á ráðstefnum. „En ég held að það yrði ekki til að efla íslenskt mál eða vemda. Það er ekki á færi nokkurs manns að þýða viðstöðulaust yfir á lýtalausa íslensku," sagði Þorvarður. Stöð 2 fékk í gær jákvæð viðbrögð vegna útsendinga á CNN efninu, að sögn sjónvarpsstjórans. Hann sagði að það hefði komið á óvart að fólk hefði hringt til að þakka þeim fyrir að senda efnið út óþýtt, teldi að það myndi skemma útsendinguna að lesa á íslensku ofan í hana. „Okkur er það þó ljóst að það er ekki stór hluti landsmanna sem getur notið þessa að fullu, til þess þarf fólk að hafa gott vald á erlendu máli," sagði hann. i'vK i 1 ■ í -X p « t L * k 1 í f 1 " 1 Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Þ. Stephensen flytur ávarp sitt, fjær standa Davíð Oddsson og kona hans Ástríður Thorarens- en, Þorsteinn Pálsson, Davíð Stefánsson formaður SUS og Belinda Theriault framkvæmdarstjóri SUS. Um 800 manns á mótmælafundi við sovéska sendiráðið: Samviskan ein er það vald sem frjálsir menn hlýða - sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins „ÞJÓÐIRNAR við Eystrasalt eiga rétt á að njóta sjálfstæðis og full- veldis. Við Islendingar styðjum það heils hugar,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins á mótmælafundi við sovéska sendiráðið í Reykjavík í gær. „Samviskan ein er það vald sem frjáls- ir menn hlýða.“ Til fundarins var boðað af Sambandi ungra Sjálf- stæðismanna til að mótmæla valdbeitingu sovétstjórnarinnar í Lithá- en og voðaverkum Rauða hersins í borginni Vilnius um helgina. Að sögn lögreglu sóttu 800 manns fundinn. Þegar Belinda Theria- ult framkvæmdastjóri SUS afhenti sendiráðsritara Sovétríkjanna ályktun fundarins kölluðu fundarmenn nafn Litháens. Aðrir ræðu- menn voru Davíð Oddsson borgarstjóri og Ólafur Þ. Stephensen blaðamaður. Ólafur rakti hliðstæðar fyrri að- gerðir Rauða hersins. „Uppreisn í Berlín var kæfð í blóði 1953, þá komu innrásir í Ungvetjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968. í skugga sovésks valds tók herinn í Póllandi völdin 1981. Enn ein þjóð hefur orðið fyrir barðinu á grimmdar- æðinu sem grípur Kremlarherrana, þegar þeim virðast völd þeirra þverra. Við getum vonað með Eystrasaltsþjóðunum, hjálpað þeim að halda vakandi von um frelsi og sjálfstæði,“ sagði Ólafur. Þorsteinn Pálsson sagði hryggi- legt að Rauði herinn hefði enn á ný beitt valdi vopnanna til að fót- umtroða rétt Eystrasaltsþjóðanna til að endurheimta frelsi sitt og fullveldi. Vonbrigðin yfir þróuninni væru mikil þar sem vónir voru um að á bak við nýja samninga um afvopnun og um frelsi Austur-Evr- ópuþjóðanna væri ærleg hugsun um viðurkenningu á lýðræði og mannréttindum. „Við höfum orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að leiðtogi Sovétríkjanna fékk fyrir fáum vikum friðarverðlaun Nóbels, og hefur nú svarað fyrir sig með einstæðum hætti,“ sagði hann. „Við erum skelfíngu lostin vegna atburða í lýðveldunum þremur, sem Hitler færði Stalín sem morgungjöf er heimsstyrjöldin seinni hófst,“ sagði Davíð Oddsson. „Við trúðum, að Gorbatsjov umfram aðra menn skildi að hann gæti ekki lengur haft frelsið af þessum þjóðum með vísun til þess eins sem þeim hafði farið á milli, Hitler og Stalín. En, enn skal kastað skuggum þessara fúlmenna fortíðarinnar yfir þessi smáu og saklausu menningarríki." Hann minnti á orð Landsbergis forseta, að sú þjóð sem ekki vildi leggja neitt í sölurnar fyrir frelsi sitt ætti það ekki skilið. „Þótt nú hafi orðið vonarbrestur, skynjum við af orðum hans að í þeim felst að vonir munu vakna á ný í löndun- um þremur. Draumur þeirra um fijálst mannlíf og óbugað at- hafnaiíf í ríki sem virðir þegna sina verður að veruleika," sagði Davíð. Get ekki tekið þetta alvarlega -segir forsætisráðherra um viðvörun 14 einstaklinga STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, hafnar því að hægt sé að draga íslensk stjórn- völd til ábyrgðar vegna afleið- inga stríðs við Persaflóa en 14 einstaklingar á Islandi, sem eiga vini og ættingja á hugsanlegum átakasvæðum, sendu ráðherrum viðvörun fyrir helgina þar sem því er lýst að ráðherrar verði dregnir til ábyrgðar vegna af- leiðinga stríðsins. „Ég skil vel áhyggjur þessa fólks en kann engin ráð,“ segir Steingrímur. í bréfinu segir m.a. að einstakl- ingarnir 14 áskilji sér rétt til að draga persónulega til ábyrgðar, lagalega eða með öðrum hætti, hvern og einn ráðherra í ríkisstjórn- inni vegna afleiðinga sem stríð kynni að hafa á ættingja og vini á hugsánlegum átakasvæðum. Steingrímur sagðist telja þetta mjög vafasamt orðalag. Kvaðst hann binda vonir við frumkvæði Frakka til lausnar Persaflóadeil- unni. „Ég tel að íslendingar hafi gengið nokkuð langt í tilraunum til að koma með hugmyndir sem gætu komið í veg fyrir átök. Ríkisstjórnin hefur viljað tengja þetta óbeint Palestínumálinu og að lofað verði að það verði tekið upp eftir að her íraks hefur farid út úr Kúveit," Sagði hann að Frakkar hefðu lagt fram samskonartillögu nú. „Ég er ekki að segja að hugmyndin hafi komið frá okkur en Bandaríkin og Bretar hafa hafnað henni. Við eigum þarna samstöðu með Frökk- um og fleiri þjóðum í Evrópu og höfum ekki farið leynt með það. Ég get því ekki tekið það alvarlega að hægt sé að draga okkur til ábyrgðar, því fer víðsfjarri. Það er dálítill örvæntingarkeimur af þessu en ég skil vel áhyggjur þessa fólks,“ sagði Steingrímur. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagðist vilja benda bréfriturum á að kynna sér frum- kvæði Norðurlandanna til lausnar Persaflóadeilunni en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um bréfið. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, hafði ekki kynnt sér innihald bréfsins þegar haft var samband við hann í gær. Bréfið, sem barst á póstfaxi til fjölmiðla á mánudag var sent frá skrifstofu Alþýðubandalagsins. Kvaðst Ólaf- ur, aðspurður um skýringu á því, ekki vita hvernig á því stæði en . margir fengju að nota faxtækið á flokksskrifstofu Alþýðubandalags- ins. Kirkjan mót- mælir ofbeldi í Eystrasalts- ríkjunum KIRKJURÁÐ Þjóðkirkju íslands hlýddi síðastliðinn mánudag á boðskap Karlis Gailitis erkibis- kups Lúthersku kirkjunnar í Lit- háen, sem biskupi íslands barst í símskeyti. í fréttatilkynningu af því tilefni frá hr. Ólafi Skúlasyni, biskupi, segir að Kirkjuráð mót- mæli harðlega öllu ofbeldi og kúgun. Karlis Gailitis sendi erindi sitt til biskupa og kirkjuleiðtoga í Evrópu og Ameríku. Hann vekur athygli á ofbeldi sovéskra hersveita með stuðningi kommúnistaflokksins í Lit- háen og leitar eftir stuðningi við •* viðleitni þeirra sem vinna að frið- samlegri lausn á frelsisbaráttu Eystrasaltsríkj anna. „Kirkjuráð mótmælir harðlega öllu ofbeldi og kúgun og sendir Eystrasaltsþjóðunum kveðjur sínar og heitir bænum sínum og kirkjunn- ar. Kirkjuráð lýsir einnig yfir stuðn- ingi við framgöngu stjórnvalda á Islandi í málum, Eystrasaltsþjóð- anna,“ segir í tilkynningu biskups. Loðnuveiðibannið framlengt: Forðast ætti styrkveiting- ar til loðnuverksmiðjanna - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „VIÐ höfum tekið ákvörðun um að framlengja loðnuveiðibannið og halda Ioðnurannsóknunum áfram,“ segir Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra. „Ég tel að í þjóðfélaginu sé mjög lítið svigrúm til að fara út í miklar styrkveitingar til Ioðnuverksmiðjanna, enda hefur andinn i forystumönnum atvinnulífsins verið sá á undanförnum árum að slíkt ætti að forðast og ég er því sammála. Aftur á móti hljóta alltaf að vera ákveðnar undantekningar. Að mínu mati er fyrst og fremst um það að ræða að bankar framlengj lán og létti greiðslu- byrði af verksmiðjunum," segir Halldór. Jón Ólafsson, framkvæmda- sýóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, segir að ljóst sé að all- ar loðnuverksmiðjurnar séu nú reknar með tapi og sumar þeirra séu í gríðarlegum vandræðum. „Það er alveg ljóst að þegar þjóð- arbúið verður fyrir svona stóru áfalli er engin leið að bæta það. Hitt er svo annað mál að við verðum að reyna að lifa það af og vera í stakk búnir að taka til starfa á nýjan leik þegar loðnan gefur sig á ný. Til þess mun þurfa marg- víslegar ráðstafanir. Við settum á stofn nefnd í desember til að vinna í því máli og hún hefur átt nokkra fundi. Við höfum átt fund með bankastjórum stærstu viðskipta- banka þessara aðila og farið þess á leit við þá að þeir gerðu útttekt á fjárhagsstöðu þeirra og banka- stjórarnir hafa fúslega orðið við því, enda snertir málið þeirra við- skiptavini," segir Halldór. Vil reyna að komast hjá að skerða kvóta annarra skipa „Þá hefur flotinn farið mjög ákveðið fram á það að fá aðrar aflaheimildir í stað loðnunnar. Það verður ekki gert nema með veru- legri skerðingu á hinum hluta flot- ans, sem ég vil reyna að komast hjá, eins og nokkur kostur er, því ég finn mjög fyrir því hversu marg: ir eru óánægðir með sinn hlut. í þetta mál er ekki komin niðurstaða en við munum halda áfram þessu undirbúningsstarfi, þannig að það geti legið fyrir um eða upp úr næstu mánaðamótum," upplýsir Halldór. Hann segir að Hafrannsókna- stofnun sé að vinna að tillögum um nýja loðnurannsóknaáætlun. „Við munum fara eftir þeirri áætlun þeg- ar þeir hafa lokið við hana,“ fullyrð- ir Halldór. „Ef Hafrannsóknastofn- un leggur til að loðnuskipin taki áfram þátt í loðnurannsóknunum, eins og mér heyrist að stofnunin hafi mikinn áhuga á, munum við leita eftir því við flotann að það verði gert. Við gerum okkur hins vegar fulla grein fyrir því að erfitt er að velja þau skip en teljum að það megi ekki koma í veg fyrir að loðnuskip verði með í mikilvægum rannsóknum,“ segir Halldór. Sjávarútvegsráðherra segist telja það á margan hátt eðlilegt að önn- ur loðnuskip taki þátt í þeim loðnu- rannsóknum, sem fyrirhugaðar eru á næstunni, en þau 6 skip, sem tekið hafa þátt í þeim til þessa. Búið er að veiða um 120 þúsund tonn af loðnu í vetur en heildar- loðnukvótinn er 600 þúsund tonn á þessari vertíð. Loðnuveiðar voru hins vegar bannaðar í síðasta mán-- uði. íslensk skip veiddu 85 þúsund tonn af loðnu í haust og erlend skip 25 þúsund tonn, þannig að veidd voru 110 þúsund tonn af loðnu á haustvertíðinni. Þau 6 loðnuskip sem hafa tekið þátt í loðnuleiðangri Hafrannsókna- stofnunar í þessum mánuði mega veiða fullfermi af loðnu tvisvar sinn- um sem greiðslu fyrir rannsóknirn- ar, eða samtals um 12 þúsund tonn og sjávarútvegsráðherra segir að önnur loðnuskip, sem taki þátt í loðnurannsóknunum, fái greitt fyrir þátttökuna með sama hætti. Gjaldþrot blasir við fái loðnuskip ekki aukinn kvóta Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að gjaldþrot blasi við útgerðum loðnuskipa ef þær fái ekki skerðingu á loðnuaflakvóta bætta með auknum kvóta í öðrurn tegundum, til dæmis bolfiski, rækju og síld. Kristján upplýsir að niður- stöður mælinga Hafrannsókna- stofnunar séu þær að loðnustofninn sé nú 320 þúsund tonn, eða 50 þúsund tonnum minni en mælingar í haust gáfu til kynna. „Það er hins vegar breytileiki Loðnufrysting í Vestmannaeyj- um. þessara mælinga og það gæti eins verið á hinn veginn að við ætlum. Þessi niðurstaða núna undirstrikar að þetta er ekki sambærilegt við það, sem var í fyrra. Þess vegna leggjum við áherslu á að útgerðar- menn loðnuskipa og áhafnirnar fái að vita hvað þeirra bíði.“ Kristján segir að á fundi sjávar- útvegsráðherra með hagsmunaaðil- um í gær hafi enginn lagt til að loðnuveiðar yrðu leyfðar að sinni. Menn vilji hins vegar fá svör við því hvað veiðimöguleika loðnuskipin eigi að hafa. „Ég vitna til þess að alveg síðan kvótakerfið var sett á, árið 1984, hafa eigendur ioðnuskiþa deilt erfiðleikum með öðrum með þeim hætti að þeirra botnfiskveiði- réttur hefur verið skertur mikið til að létta undir með öðrum. Sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar ekki treyst sér til að kveða upp úr með það hvoit hann treystir sér til að nýta heimild í nýjum lög- um um stjórn fiskveiða til að auka botnfiskkvóta loðnuskipa á kostnað annarra ef loðnuveiðar bregðast. Við erum hins vegar mjög óánægð- ir með það og teljum að ekki sé lengur hægt að draga að taka þær erfiðu ákvarðanir og undan því verði ekki vikist," segir Kristján. Hann segist telja að ekki sé leng- ur ástæða til að gera sér vonir um mikla loðnuveiði í vetur. Hins vegar eigi að fylgjast með loðnunni þegar hún gengur inn á grunnið, inn í bugtirnar, og þá telji menn að betur verði hægt að átta sig á hvaða magn sé á ferðinni. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags fiskmjölsframleiðenda, segir að Hafrannsóknastofnun sé mjög ánægð með samvinnu hennar og loðnuskipstjóra. „Ég held að þessi samvinna sé upphafið að breyting- um á loðnuveiðum okkar, þannig að engar loðnuveiðar verði heimiL aðar fyrr en að afloknu svona loðnu- rallíi. Greiðsla fyrir þátttöku í því yrði þá í formi loðnu,“ segir Jón. Togarar urðu varir við stóra loðnu á Halamiðum Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, segir að tveir togar- ar hafi orðið varir við stóra loðnu á Halamiðum í þessum mánuði. Guðjón segist halda að nauðsynlegt sé að fara að ákveða hvort loðnu- skipin megi veiða eitthvert ákveðið hlutfall af loðnukvóta sínum á þess- ari vertíð. Menn yrðu þá sjálfir að gera það upp við sig hvort sú loðna yrði veidd til bræðslu eða frysting- ar. Sjálfsagt yrði það hlutfall ekki nema 50-70 þúsund tonn til viðbót- ar-við það, sem búið er að veiða af loðnu í vetur, þannig að sum skip væru nú þegar búin að veiða sinn loðnukvóta,“ segir Guðjón. „Ég þykist sjá það að við tækjum enga sérstaka áhættu þótt loðnu- skipin fengju auknar rækjuveiði- heimildir. Sjálfsagt er einnig hægt að láta loðnuflotann hafa einhverjar síldveiðiheimildir. Við tökum enga sérstaka áhættu í síldarstofninum, enda þótt við leyfðum loðnuflotan- um að veiða 50-60 þúsund tonn af síld. Síðan þyrfti að auka botnfisk- kvóta loðnuskipanna og samanlagt verða þessar bætur sjálfsagt að nema rúmlega 30 þúsund tonnum í þorskígildum talið." Guðjón segir að sparast hafi nokkur þúsund tonn, þar sem afla- kvóti hafi verið skertur vegna ís- fiskútflutnings og hugsanlegt sé að veita ráðherra heimild til að nýta þennan kvóta upp í bætur til loðnu- skipanna á þessu ári. „Síðan er spurning hvort ráðuneytið vill beita sér fyrir því að einhver af stærstu og öflugustu loðnuskipunum færu á gulllaxveiðar og þeim verði veitt- ur sérstakur styrkur til þess.“ Óskar Vigfússon; formaður Sjó- mannasambands Islands, segist ekki telja líklegt að leyft verði að veiða meira af loðnu í vetur. Óskar segir að ef loðnuskipin fái aukinn botnfiskkvóta samþykki fulltrúar sjómanna ekki að þau fái að fram- selja þann kvóta. Snær Karlsson, formaður fisk- vinnsludeildar Verkamannasam- bands íslands, segir að starfsmenn loðnuverksmiðjanna heyri undir fiskvinnsludeildina og þeir séu trú- lega 200-300 talsins. „Loðnuafla- brestur hefur gífurleg áhrif á okkar fólk, bæði atvinnulega og tekjulega og einhveijir eru atvinnulausir vegna aflabrestsins,“ segir Snær. Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, segist halda að tekjutap Seyðisfjarðarbæjar verði 25-30 milljónir króna ef frekari loðnuveiðar verða ekki leyfðar í vetur og að minnsta kosti 40 manns missi vinnuna en á Seyðisfirði búi 977 manns. ^ „Seyðisfjörður fer verst út úr loðnuveiðibanni“ „Ekkert byggðarlag fer jafn illa út úr loðnuveiðibanni og Seyðis- fjörður. Hafnarsjóðurinn tapar í afla- og vörugjöldum 10-12 milljón- um miðað við að hér verði landað 100-120 þúsund tonnum minna af loðnu á þessari vertíð en undanfar- in ár en Seyðisfjörður hefur verið einn af hæstu löndunarstöðunum. Aftur á móti var engin bolfisk- vinnsla hér árið 1989 og Dverga- steinn byijar ekki að vinna bolfisk fyrr en um næstu mánaðamót.“ Þorvaldur segir að hugsanlegt sé að Dvergasteinn kaupi togara á #- næstunni en bæjar- og hafnarsjóður eiga meirihlutann í fyrirtækinu. Hann segir að tvö fyrirtæki, Síldar- verksmiðjur ríkisins og Hafsíld, hafi tekið á móti loðnu á Seyðis- firði og rekstur þeirra verði mjög erfiður ef loðnuveiðibannið verði framlengt. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að þar verði framieiðsluverðmæti loðnu um 1,1 milljarði króna minna en á síðustu vertíð ef ekki verði leyft að veiða meira af loðnu á þessari vertíð. Launakostnaður við fram- . leiðsluna verði hins vegar um 300 milljónum króna minni en á síðustu vertíð. Guðjón upplýsir að fram- leiðsluverðmæti loðnunnar hafi ver- ið 20% af heildarverðmæti þess, sem Vestmanneyingar hafi fram- leitt og beint tekjutap Vestmanna- eyjabæjar verði 35-40 milljónir króna ef ekki verði leyft að veiða ** meira af loðnu í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.