Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 Er fæðukerfi nytja- stofna veiklað? Stjórnun hafrannsókna eftirKristin Pétursson Undin'itaður hefur oft komið á framfæri aðvörunum um að ekki mætti einblína á stærð flotans ein- göngu og sóknarþunga þegar rætt er um hámarksafrakstur nytja- stofna. Lítið mark hefur verið tekið á þessum aðvörunum. Það er stað- reynd að allt of lítið eftirlit hefur verið haft með fæðukerfi nytja- stofna hér við land og ekki hefur verið tekið beint tiilit til breytilegs fæðuframboðs^ í hafinu við útreikn- inga HAFRÓ á afrakstursgetu nytjastofna. Stjórnun hafrannsókna er alls ekki yfir gagnrýni hafin. Allt of algengt sjónarmið sem maður heyr- ir er: „Verður maður ekki að treysta vísindunum?" Undirritaður er þeirr- ar skoðunar að ráða ætti reyndan farsælan skipstjóra fiskiskips sem forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Vísindamenn eru of dýrmætir til þess að gera þá að rekstrarforstjór- um. Reyndur skipstjóri væri líka hæfari vegna reynslu af því að bera ábyrgð og skipa fyrir verkum. Já og framfylgja skipunum og vera ávallt tilbúinn að bregðast við nýj- um óvæntum aðstæðum og skoða vísindin frá nýjum sjónarhornum. Vísindi eru nú þekkingaröflun og leitun að nýjum staðreyndum að hluta til. Skýrslur HAFRO undanfarin ár „nytjastofnar sjávar og umhverfis- þættir“ (sem koma út áriega) bera mikil merki stöðnunar. Þar með er ekki sagt að vísindamennirnir séu staðnaðir heldur gæti stjórnunin verið stöðnuð. Þessu til staðfesting- ar bendi ég mönnum á qð bera sam- an þessar skýrslur HAFRÓ milli ára. Til dæmis eru níu línur um kolastofninn á hveiju ári. Sami textinn en ártalið og tölur fiskifé- lagsins um afla breytast. Af hveiju var svo kolinn settur inní kvótakerf- ið nú um áramótin? Ekkert stendur um að hann sé í útrýmingarhættu! Fyrsti kaflí skýrslunnar um „ástand sjávar, plöntusvifs og átu“ eru samtals um 44 línur og er þessi kafli vel unninn. Það sem gagnrýni- vert er, er að þessi mikilvægi kafli í hafrannsóknum er einungis byggður á einum leiðangri svoköll- uðum „vorleiðangri". Til þess að fyrirbyggja misskilning skal þess getið að auðvitað bera vísindamenn- irnir ekki ábyrgð á því að HAFRÓ fær ekki nægilegt íjármagn. Sjáv- arútvegsráðherra ber á því höfuð- ábyrgcLog einnig ríkisstjórn og Al- þingi. íslendingar hafa vanmetið hversu feiknamikil arðsemi fyrir þjóðina alla hafrannsóknir eru. Af hveiju gefa nytjastofnanir minna af sér nú en fyrir 20-30 árum? Við þessu vantar fleiri skýringar en ofveiði. Stjórnun fiskveiða hlýtur að eiga að taka mið af því hvort nægilegt fæðuframboð sé á ein- staka árganga fiskistofna. Sé ekki nægilegt fæðuframboð þá mætti spyija hvort ekki væri rétt að auka veiðina því horaður fiskur gefur lakari nýtingu í vinnslu og er verri að gæðum. Rannsóknir á fæðu- kerfi nytjastofna Stærsta gatið í skýrslunni er að það vantar alveg kaflann milli „ástands sjávar, plöntusvifs og átu“ og kaflans um einstaka nytjastofna. Þarna ætti að vera sérstakur kafli um fæðukerfi nytjastofna og breytilegt fæðuframboð milli ára. Engu er líkara en að gengið sé út frá því að nytjastofnar hafi nóg af fæðu. Undirritaður er þeirrar skoð- unar að fæðukerfi nytjastofna sé mjög veiklað um þessar mundir og ástandið alvarlegt vegna aukinnar hættu á seiðaáti og sjálfáti nytja- stofna. Forstjóri Hafrannsókna- stofnunar sagði þó á aðalfundi LÍÚ, sl. haust að „beitilönd loðnu virtust sem eyðimörk". Hins vegar gerði hann grín að sjónarmiðum sem undirritaður hafði sett fram í blaða- grein um að síldin æti þorskseiði. Það vill nú svo til að í ágúst s.l. ár veiddi greinarhöfundur nokkrar síldar og skoðaði magainnihaldið og þar voru m.a. þorskseiði hvort sem forstjóra HAFRÓ líkar það betur eða verr. Því skyldi síldin ekki éta seiði hafi hún ekkert ann- að! „Fleira er matur en feitt kjöt.“ Fiskarnir eru ekki eins'vitlausir og sumir halda. Greinarhöfundi finnst að minnka ætti síldarstofninn. Það færir þjóðinni gjaldeyri og minnkar álagið á fæðukerfið. Hvernig geng- ur það upp að halda því fram að „beitilönd loðnu virðist sem eyði- mörk“ en steinþegja yfir „beitilönd- um“ annarra stofna? Lítil vísindi það! Fyrir ári var talið að veiða mætti eina milljón tonna af loðnu á vertíðinni núna. Nýjar mælingar sýna hrygningarstofn loðnu 'h af því! Hvað gerðist? Fæðuskortur? Þessi uppákoma með loðnuna núna er talandi dæmi um mikilvægi þess að fylgjast stöðugt með fæðukerf- inu! Hvað með „beitilönd" smáþorsks. Mér virðist að „beitilönd“ smá- þorsks hafi verið og séu hálfgerð eyðimörk a.m.k. fyrir Norður- og Norðausturlandi. Stundum hefur verið talað um „uppseldisstöðvar þorsksins“ á þessum slóðum. A síðustu vertíð kom til hrygningar fyrir Norðausturlandi í verulegu magni; 7 og 8 ára gamall smáþorsk- ur sem aðeins vó um 1,9 til 2 kg með innyflum! Þetta er alvarleg vísbending um fæðuskort. Einig er síaukinn hringormur í þorski vísbending um minnkandi framboð af hefðbundnu fæði sem leiðir til aukinnar botnfæðu. Lífríkið við Langanes á sumrin er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var fyrir 20-30 árum. Allt benti til þess að klak nytja- stofna myndi heppnast vel í vor sem leið. Mikið sólskin var og ört vax- and líf til sjávarins (skynmat undir- ritaðs). Svo kom fréttatilkynning frá HAFRÓ. „Fimmta árið í röð sem þorskklakið misheppnast. Seiðin sem þó fundust voru stór og vel á sig komin.“ Greinarhöfundi fannst þá strax ákveðin mótsögn í fréttayfirlitinu. Spyija má því: Heppnaðist kannski klakið vel en vegna fæðuskorts voru fiskar og fuglar langt komin með að éta seiðin þegar „seiðaleið- angurinn“ fór fram? Um þetta er auðvitað ekkert hægt að fullyrða, en væru stöðugar rannsóknir í gangi væri hægt að svara þessari mikilvægu spurningu og fleiri spurningum. Stórauknar rannsóknir verða nú þegar að fara í gang á fæðukerfinu. Að hluta til eru þessar rannsóknir hafnar hvað hvalina snertir og þar eru mikilvæg Kristinn Pétursson „Hvað með „beitilönd“ smáþorsks. Mér virðist að „beitilönd“ smá- þorsks hafi verið og séu hálfgerð eyðimörk a.m.k. fyrir Norður- o g N orðausturlandi. “ gögn um þessi mál. Við verðum líka að fylgjast betur með stofnstærðum sjófugla sem keppa við nytjastofna um fæðuna. Fjölgun sjófugla hefur verið mikil undanfarna áratugi. Margir sjófuglar eru herramanns- matur og má segja að það sé tímanna tákn að flytja inn kjúkl- ingafóður og byggja hús yfir kjúkl- ingana með tilheyrandi lántökum en hætta að nýta sjófugla til mat- ar, sem eru í milljónum á lager allt í kring um landið. Framtíðarstefna í hafrannsóknum Útgerðaraðilar hljóta að spyija sjálfa sig hvort fjárfesting þeirra sjálfra í hafrannsóknum sé ekki mesta arðsemi sem hægt sé að setja fjármagn í. Útgerðarmenn og sjó- menn geta safnað miklum gögnum með ódýrum hætti næðist um slíkt samkomulag milli útgerðarmanna, sjómanna og HAFRO. Þessi þáttur málsins þyrfti ekki að kosta stórar fjárhæðir en væri kannski vísir að auknu samstarfi HAFRÓ, útgerðar- manna og sjómanna sem væri hið besta mál. Alfriðun smárra hrygningar- bletta kring um land allt þarf að komast í framkvæmd í samráði út- vegsmanna, sjómanna og HAFRÓ. Greinarhöfundur flutti slíka tillögu í Alþingi á sl. þingi. En framsókn- armaddaman lét jarða þá tillögu enda ekkert vit í að láta stjórnar- andstöðuþingmann komast upp með að koma svona máli gegn um þingið! Að láta andskotast með dragnót á viðkvæmum hrygningarsvæðum í fjörunum allt i kring um landið á hrygningartímanum eins og núver- andi sjávarútvegsráðherra lætur gera, er að mínu áliti stórhneyksli! Myndi hrygningin takast vel 1 lax- veiðiánni með því að djöflast á jarð- ýtu í hyljunum í ánni? Virðingar- leysið er hrópandi! Og HAFRÓ legg- ur blessun sína yfir allt saman. Greinarhöfundur hefur_ haldið því fram í mörg ár að við ísland væru margir þorskstofnar. Þetta er eitt af því sem rannsaka þarf. Til að rökstyðja kenninguna held ég því fram að á meðan enginn vísinda- maður héfur sannað að þorskurinn sé heimskari en laxinn þá verðum við að telja greindina álíka og hegð- un hans svipaða með staðbundnar hrygningarstöðvar. í framtíðinni ber okkur vonandi líka gæfa til að fylgjast með fæðu- framboði á uppeldisstöðvum laxins, eða er vit í því að sleppa milljónum seiða fyrir ógnarháar fjárhæðir í hafið, en veija engum peningum í að kanna skilyrðin sem þessi grey eiga að búa við? Hvalveiðar og fæðuframboð Hvalveiðar eigum við að helja aftur tafarlaust. Aldrei skulum við láta kúga okkur til að taka upp ranga stefnu í nýtingu auðlinda okkar. Nú er brýnna en nokkru sinni að heíja hvalveiðar vegna minnkandi fæðuframboðs í hafinu. Grænfriðungar eru á jafn réttri leið í baráttu gegn mengun o.þ.h. mál- um og þeir eru á snarvitlausri leið í hvalveiðimálum. Þjóðirnar við Norður-Atlantshaf verða að taka höndum saman og heija aftur hval- veiðar, eða vistkerfið á þessum slóð- um mun allt fara úr skorðum á næstu árum. Alþingi gerði mistök þegar hvalveiðibannið var samþykt. Nú þýðir ekkert að láta nein hræðslu- og aumingjasjónarmið ráða ferðinni. Afrakstursgeta nytja- stofna mun hrapa niður ef við gæt- um þess ekki að reyna að halda jafnvægi í fæðuframboði og stofn- stærðum nytjastofna, þar með talda hvali. Þessi blaðagrein er gagnrýni á þá stefnu sem ríkt hefur í hafrann- sóknum hér á landi síðustu ár. Auðvitað á að íjalla um þá ábyrgð sem sjávarútvegsráðherra ber sem æðsti yfirmaður hafrannsókna. Þoli einhveijir þessa gagnrýni illa þá er það þeirra vandamál. Við komumst ekkert áfram með því að hoppa í kring um hlutina. Þetta eru lang mikilvægustu málefni íslensku þjóð- arinnar og varða velferð hennar í náinni framtíð. Höfundur er annar af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Austurlandskjördæmi. U NÝ HLJOMSVEIT skemmtir í kvöld, fimmtudag, á Tveimur vin- um. Hún heitir Heitir svansar og hana skipa Geiri Sæm, Kristján Edelstein, Hafþór Guðmundsson og Bjarni Bragi. Föstudagskvöldið skemmtir Galíleó. Laugardags- kvöldið skemmtir Sniglabandið. GLTJRANNSOKNARAD RIKISINS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árid 1991 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöó fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum, sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á; — líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, — gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, — hæfni umsækjenda/rannsóknamanna. Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að; — fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, — samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verk efnisins, — samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, — líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekkingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.