Morgunblaðið - 07.02.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 07.02.1991, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 í Miðausturlöndum? Hann er hvort sem er veigamikill þáttur alls vand- ans. Hvers vegna skyldu menn ekki grípa til þess ráðs ef tenging þeirra mála gæti leitt til friðar? írakar hófu stríðið við írani og börðust við þá í átta ár. Hundruð þúsunda manna lágu eftir í valnum beggja megin, ef til vill yfir milljón manna. Husein forseti lét ekki hug- fallast þótt þeim átökum fylgdu þessar hörmungar. Því er sú von veik að honum verði komið frá. Ekki verður annað séð en að banda- menn neyðist til að fást við hann, þrátt fyrir mikilmennskubijálæði hans, slæma sögu hans og þau hryðjuverk sem hann hefur unnið, sérstaklega á Kúrdum, írönum og Kúveitum. Mesta hættan sem vofir yfir í þessum átökum er að menn missi þolinmæðina svo að kjarnorkuvopn- um verði beitt. Það eru ekki aðeins arabar sem breyta semkvæmt því fallvallta grundvallaratriði að til- gangurinn helgi meðalið. Hræðileg- ustu mistökin væru þau að missa þolinmæðina og vinna mannkyninu tjón sem ekki yrði bætt í rás hverr- ar kynslóðarinnar á fætur annarri. Setjum svo að konungsríkið Kúv- eit framleiddi bestu kókoshnetur heimsins. Mundi þá fjölmennur her bandamanna vera að beijast fyrir frelsi þess og veija Saudi Arabíu og emh-véldin? Olía og peningar eru mikilvægt atriði hvað snertir þýð- ingu þessara landa og hvað snertir orsök þessa stríðs. Kannski væri vert að spyija hvernig standi á öll- um þessum vopnabúnaði í vopna- búrum Iraka. Hvaða þjóðir seldu írönum efni og tæki, sérfræðiþekk- ingu og vopn og þjálfuðu þá í tortímingu? Hvaða þjóðir þögðu þegar taugagas og áþekkum efnum var beitt? Margar af þeim þjóðum, sem nú mynda heri bandamanna, sáu þeim fyrir þessu — en var það gert til stuðnings við hugmyndir þeirra eða fyrir peninga? Sagan sem hefur verið að gerast í Miðaustur- löndum hefur verið skammarleg. Græðgin í orku hefur líka verið atriði í þessu máli. Sú græðgi er stjórnlaus og er á kostnað mikils hluta þriðja heimsins. Friður byggist á því að réttlætis verði gætt í Miðausturlöndum, að hætt verði vopnasölu, að menn skilji rétt Islams og arabana, að endalausri þolinmæði verði beitt við lausn vandans sem Sameinuðu þjóð- irnar eiga mikla sök á, að alvarlegt átak verði gert til orkusparnaðar, orkurannsókna og skipulags á notk- un hennar. Ég vil trúa því að Guð vilji frið. Við verðum að vinna fyrir frið samkvæmt erfðum kristninnar. Við erum ekki bókstafstrúarmenn og eigum ekki að láta þessi átök þróast til að verða fyrsta kjarnorku- styijöldin, mannkyninu öllu til óbætanlegs tjóns. Slíkar vonir byggjast á kristilegum ásetningi og trú af hálfu leiðtoga bandamanna. En Shah Allah — verði það þannig sem fyrst. Ég er jesúíti og starfaði fimm ár í írak sem menntaskólakennari, skólameistari pg ráðgjafi íraskra æskumanna. _ Ég á marga íraska vini, bæði í írak og utan þess. Á jólakortum sem ég fékk frá Bagdað báðu vinir mínir mig að biðja fyrir sér og einn þeirra orðaði bón sína þannig: „Pray that we may be in piece not pieces." (Biddu þess að við megum vera í heilu lagi en ekki í stykkjum.) Hussein forseti réð því að jesúítar voru reknir 1968 og 1968 frá Bagdað-menntaskóla og Al-Hikma-háskólanum. Ég var líka rekinn í reynd, þótt ég væri þá fjar- verandi. Brottrekstur jesúíta var gerður til þess að sýna Bandaríkja- mönnum andúð. Allir jesúítarnir bera hlýjar tilfinningaf í bijósti til íraka og biðja fyrir þéim, fyrir ör- yggi og friði öllum þeim til handa sem flæktir eru í þessi átök. En Shah Allah, megi þeir njóta friðar og réttlætis sem fyrst. Höfundur er biskup kaþólskra manna á Islandi. Hver býÖur betur? Seljum nýbökub braud og kökur á innkaupsverdi eða án 25% -30% álagningar eins og almennt gerist. Mjólk og léttmjólk 7,5% ódýrari en í jlestum verslunum. Kaffistofa á staðnum, sem býður kaffi og kókó ásamt meðlœti á hóflegu verði. Komið, gerið verðsamanburð og reynið viðskiptin. Odýri brauða & kökumarkaðurinn Suðurlandsbraut 32 Opið Mánud. - Föstud. kl. 9:00 - 18:00 Laugard. kl. 10:00 - 16:00 ODYRI BRAUÐA & KÖKUMARKAÐURINN MATBRAUÐ HF. IAnbúA 8 Fósthólf 9244 129 Kcykjavík Símar: 656222, Vsk.nr.: 27144 Kennitala: 500172-0459 fessss®—*“* IBÉTTIMO jaosEtt A'K > ei"“au9,baí*er baðm°t ÍívÐHEMGI ■■■■■#’ J.þorláksson & Norðmann hf. Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91 -8 38 33

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.