Morgunblaðið - 07.02.1991, Side 21

Morgunblaðið - 07.02.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 21 Haukadalshreppur: Skógræktín fær Laxaborg að gjöf NÝLEGA færði Ingiríður Elísabet Ólafsdóttir Skógrækt ríkisins að gjöf jarðeignina Laxaborg í Haukadalshreppi í Dalasýslu með húsum, rækhin og hlunnindum öllum. Gjöfín er gefín til minningar um eiginmann hennar, Guðbrand Jör- undsson frá Vatni í Haukadal, og einnig í þeim tilgangi að varðveita og auka þá ræktun, sem í Laxa- borg er. Guðbrandur Jörundsson sem lést árið 1980, var einn af brautryðjend- um þjóðarinnar í akstri og rekstri langferðabifreiða. Ungur fékk hann sérleyfi á leiðinni frá Reylgavík í Dali, síðar lengdist leiðin í Reykhól- asveit og loks náði hún til Amgerð- areyrar, og þaðan með Djúpbátnum til Isafjarðar. Guðbrandur keypti árið 1943 þann hluta Þorsteinsstaða, fremri, sem er milli þjóðvegarins og Hauka- þegar fram líða stundir, og staðið sem minnisvarði um skógræktar- framtak þeirra Ingiríðar Elísabetar ög Guðbrands um aldur og ævi. (Fréttatilkynning frá Skógrækt ríkisins) dalsár. Fljótlega reistu þau hjónin sér sumarhús þama, sem síðan hefur gengið undir nafninu Laxa- borg. Þau hófu fljótlega umfangs- mikla tijárækt, og nú er þar vaxinn upp myndarlegur skógarreitur. Mun diýgstur hluti tómstunda þeirra hjóna hafa verið nýttur til þess að hlúa að gróðrinum í Laxaborg. Lengst af hefur landai’eignin, sem er um 50 ha að stærð, verið friðuð. Þar hefur mikil gróðurbreyt- ing átt sér stað, eins og athugulir vegfarendur taka eftir, og gefur hún vísbendingu um það, hvemig . gróðurfari hefur verið háttað í ár- daga Islandsbyggðar. Akveðið hefur verið að hefjast BærinnLaxa- borg er fremst til vinstriá myndhmi. handa í Laxaborg, strax á vori komanda með því að lagfæra girð- ingu þá, sem umlykur landareignina og gróðursetja þar skjólbelti. Gjöf þessi er einhver sú vegleg- asta, sem Skógrækt ríkisins hefur verið gefín. Arður jarðeignarinnar mun geta staðið undir vemlegri skógrækt, og getur því Laxaboig orðið miðstöð skógræktar í Dölum Rokkað á himnum: Gestir orðnir rúm- lega 16 þúsund Rokksýningin „Rokkað á himnum" hefur verið sýnd á Hótel íslandi í fjóra mánuði og er ekkert lát á aðsókn, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá skemmtistaðnum. Hafa nú rúmlega 16 þúsund manns séð sýninguna. Sýningin er byggð á söng, leik og dansi og þema hennar er gullöld ameríska rokksins á árunum 1954- 1964. Fram koma sex einsöngvar- ar, dansarar og hljómsveit, alls um 25 manns. Höfundar sýningarinnar eru Björn G. Björnsson og Björgvin Halldórsson. Aformað er að sýna „Rokkað á himnum“ öll föstudags- og laugardagskvöld til vors. Verð á sýninguna er 4,400 krón- ur fyrir manninn og er þá innifalinn þriggja rétta kvöldverður af 10 rétta matseðli. Boðið er upp á af- slátt fyrir hópa og helgarpakkar Flugleiða og Hótel íslands eru í boði fyrir fólk á landsbyggðinni, segir í frétt frá hótelinu. SOL UR SORTA 15 milljónir land- flótta í heiminum ÁRIÐ 1989 voru 15 milljónir manna taldar landflótta í heiminum vegna stríðs, þurrka eða hungursneyðar. Yfir níutíu af hundraði þeirra flúðu land vegna hernaðarátaka. Þetta kemur fram í bók Upp- salaháskóla „Fórnarlömb stríðs- átaka“. Bókin er gefin út vegna alþjóðaátaks Rauða krossins til þjálpar stríðshijáðum. Hér á landi er átakið undir slagorðinu „Sól úrsorta“. í bókinni kemur enn fremur fram, að áætlað er að um 20 milljónir manna séu flóttamenn innanlands í ríkjum heims, helm- ingur þeirra í Afríku. Yfirgnæf- andi meirihluti þeirra hefur hrökklast frá heimkynnum sínum eða verið fluttir nauðungarflutn- ingum vegna hernaðarátaka. Þetta innanlandsflóttafólk er utan lögsögu flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna og verður að reiða sig á að alþjóðleg mannúðar- lög séu virt, en á því er mikill misbrestur. Samið um firnin þúsund sæti FLUGLEIÐIR, Samvinnuferðir- Landsýn og sjö launþegasamtök hafa skrifað undir samning um kaup samtakanna á fimm þúsund sætum I áætlunarflugi Flugleiða til 11 borga í sumar. Sala í ferð- irnar hefst fljótlega en ferðirnar eru í júní, júlí og ágúst. Félögum í BSRB, ASÍ, Verslun- armannafélagi Reykjavíkur, Sam- bandi ísl. bankamanna, Kennara- sambandi íslands, Bandalagi há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna og Farmanna- og fiskimannasam- bandinu standa þessar ferðir til boða en þær verða auglýstar nánar í félagstíðindum samtakanna. Helgi Jóhannsson, forstjóri SL, sagði að samningurinn væri svipað- ur og í fyrra en boðið væri uppá fleiri sæti og borgir og verðið væri líklega heldur lægra. Þijár borgir bætast við: Baltimore, París og Glasgow en flest sætin eru í flugi til Kaupmannahafnar og Luxemb- urgar, enda eru það vinsælustu ferðirnar. „Við gerum ráð fyrir að fjögurra Morgunblaðiö/Arni Sæberg Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða og Sigurður Skagfjörð, fyrir hönd Flugleiða, undirrita samkomulagið. manna fjölskylda geti farið til Evr- ópu og haft bflaleigubíl í tvær vikur fýrir um 24 þúsund krónur á mann,“ sagði Helgi. „Ástæðan fyrir því er að sjálfsögðu sú að hér er um fímm þúsund sæti að ræða og því hægt að ná góðum samningum." Undanfarin ár hafa myndast langar biðraðir við skrifstofur Sam- vinnuferða en Helgi sagði að reynt yrði að koma í veg fyrir það: „Það er óþarfí að fara í langar biðraðir og í fyrra voru til sæti fyrir alla,“ sagði Helgi. Alþýðuleikhúsið æfir Undirleik við morð ÆFINGAR standa nú yfir á þriðja verkefni leikársins hjá Alþýðu- leikhúsinu. Verkið heitir á frummálinu „Music to Murder“ og hefur í íslenskri þýðingu Guðrúnar Bachmann hlotið titilinn Undir- leikur við morð. I verkinu leiða tveir fulltrúar tónlistarsögunnar saman hesta sína, madrigalaskáldið Carlo Gesu- aldo frá 16. öld og Peter Warlock sem lauk ævi sinni árið 1930 eftir stormasamt líf. í sameiningu kveðja þeir á sinn fund bandarí- skan tónlistarfræðing í þeim til- gangi að leiðrétta ýmsan misskiln- ing sem eftirkomendur hafa um líf þeirra, tónlist og hvert þeir sóttu innblástur sinn. Tónlist þessara sérstæðu tónskálda kemur mikið við sögu í verkinu bæði sungin og leikin, en verkið allt er slungin flétta af beittri ádeilu, gamansemi og ógnvekjandi spennu. Leikendur eru þau Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Eggert Þorleifsson, Erling Jóhannesson, Hjálmar Hjálmarsson og Margrét Ákadótt- ir. Stjórnandi tónlistar og undir- leikari á sýningum er Árni Harðar- son, Alda Sigurðardóttir hannar búninga, Árni Baldvinsson sér um lýsingu og leikstjóri er Hávar Siguijónsson. Frumsýning er fyrirhuguð í lok febrúar. (Fréttatilkynning) iXC'ÚV , . WordPerffccl5.0 Mest notaða ritvinnslukerfið á íslandi í dag. Næsta námskeið er að hefjast. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Ath.: VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína aðildarfélaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.