Morgunblaðið - 07.02.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.02.1991, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1991 Stófl4 BOKAMARKAÐURINN 1991EKNSTORGI AFSLÁTTUR • Ný tilboð daglega. •Aldrei hafa boöist betri bókakaup. • Þúsundir titla á ótrúlega lágu verði. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Magnaðasti bókamarkaður allra tíma \ . Opiö laugardag og sunnudag BÓKAVERSLUN Smánarblettur á landi og þjóð eftir Guðlaugu Sveinsdóttur Geðsjúklingur. Aðeins orðið eitt vekur upp_ hræðslu og fordóma hjá flestum. Ástæðan er einföld. Mál- efni geðsjúkra hafa af einhveijum örsökum ekki átt upp á pallborðið hjá fjölmiðlum — enda á þessi þjóð- félagshópur sér fáa málsvara. Að- standendur geðsjúkra eru auk þess fyrir löngu þrotnir að kröftum — enda búa þeir flestir við mjög erfið- ar aðstæður og þurfa auk þess að takast á við fordóma almennings. Þá má geta þess að geðsjúkir hafa ekki fallið undir lög um málefni fatlaðra og njóta því ekki sömu réttinda og aðrir fatlaðir einstakl- ingar. En nú kann einhver að spyrja hvort geðveiki geti flokkast undir fötlun. Því er til að svara að fötlun geðsjúkra er slik að þeir geta á engan hátt séð sér farborða sökum brenglaðrar dómgreindar sem sjúk- dómurinn hefur í för með sér. Þar af leiðir að sjúklingurinn er ekki fær um að leita sér þeirrar hjálpar og félagslegra réttinda sem nauðsyn er á. Sú meðferð sem þeim stendur til boða er tilviljanakennd og sund- urslitinn og oft er um að ræða skyndilausnir án varanlegs árang- urs. Flestir geðsjúkir dvelja hjá aðstandendum sínum, sem verða af vanmætti að hafa þá þangað til í óefni er komið. Þá er sjúklingnum komið fyrir tímabundið á sjúkra- húsi þar sem hann gengst undir sársaukafulla lyfjameðferð til þess að slá á einkenni sjúkdómsins. Þeg- ar sjáanlegur árangur næst er ein- staklingurinn sendur aftur heim þar sem sama sagan endurtekur sig. Hann er með öðrum orðum útskrif- aður með lyf upp á vasann án þess að neitt sé gert til þess að aðlaga hann samfélaginu þannig að hann geti bjargað sér sjálfur. Sjúklingur- inn kemur berskjaldaður út af stofnun; nakinn á sálinni, úrræða- laus og hræddur. Auk þess verður hann að þola fordóma þeirra sem ekki vita að geðveiki er sjúkdómur. Enginn skyldi ætla að þessi sjúk- dómur sé sársaukalaus fyrir sjúkl- inginn og aðstandendur hans. Geð- veiki er mjög kvalafullur og erfiður sjúkdómur. Sjúklingurinn þjáist dag og nótt og það gera aðstandendur hans líka. Við getum gert okkur í hugarlund hvernig sú líðan er að horfa upp á barnið sitt eða einhvern sér nákominn þjást á líkama og sál án þess að geta nokkuð að gert. Sjúklingurinn smitar allt heimilislíf og þess vegna er algengt að að- standendur, sem oft eru undir miklu álagi, hreinlega brotni niður og eru þá með öllu ófærir um að sjá hinum sjúka fai'borða. Því miður virðist heilbrigðiskerfið gersamlega hafa brugðist í málefn- um geðsjúkra. Þess eru því miður fjölmörg dæmi að aðstandendur hafi mátt þola píslargöngu á milli lækna og sjúkrastofnana svo árum og áratugum skiptir. Venjan er sú að sjúklingurinn er lagður inn í misjafnlega langan tíma — frá tveimur og upp í sex mánuði. Það er oft sú eina hvíld sem aðstandend- ur fá. En það gengur oft ekki þrautalaust að fá lækna og heil- brigðisyfirvöld til þess að skilja nauðsyn þess að geðveikur maður fái inni á sjúkrahúsi. Oftar en ekki er óviðunandi ástand látið vara þangað; til í óefni er komið. Þess eru því miður dæmi að foreldrar og aðstandendur hafi mátt þola svefnleysi og stöðugan ótta í langan tíma áður en viðkomandi sjuklingur fær inni á sjúkrastofnun. í sumum tilfellum eru aðstandendur daglega í bráðri lífshættu vegna hótana frá hinum sjúka. í mörgum tilfellum hættir hinn sjúki að taka lyfin sín og lokar sig inni með sársauka sinn og niðurlægingu. Hann verður erf- iðari og erfiðari og lætur gjarnan vanlíðan sína bitna á þeim sem síst skyldi — sínum nánustu. Afleiðingin er sú að hinn veiki hrapar neðar og neðar, fyllist vanmáttarkennd og reiði út í allt og alla og finnst sér jafnframt útskúfað. Hann fær þá tilfinningu að samfélagið líti nið- ur á sig og sjúkdóm sinn. Og víst er að það er ekki fjarri sanni. Hingað til hefur heilbrigðisþjón- usta við geðveika einkennst af skyndilausnum — inn og út af sjúkrastofnunum og lyfjameðferð með misjöfnum árangri. Með öðrum orðum: Uppgjöf. Víst er skilningur á þessum málum meðal fagfólks en það er eins og enginn vilji taka ábyrgðina á sínar herðar. Sjúkra- húsvist er dýr og kostar þjóðfélagið mikla peninga. Þannig kostar t.d. um 30.000 krónur að liggja á sjúkrahúsi í einn sólarhring. Hvern- ig væri að verja þeim peningum sem sóað er í tilgangslitlar innlagnir á sjúkrahús í varanlegar úrbætur? Það er ekki nóg að klóra í bakk- ann. Við verðum að leita varanlegra lausna sem miða að því að gera sjúklinginn sem mest sjálfbjarga þannig að hann geti tekið þátt í daglegu lífi með ákveðnum stuðn- ingi. Þá vantar tilfinnanlega stofn- un eða heimili sem tekur við geð- veiku fólki sem ekki á sér batavon. Eins og nú háttar eru vandamál geðsjúkra svo stór og mikil að að- standendur þeirra eru fullir vonleys- is. Þeir eru langþreyttir á að ganga píslargöngu á milli lækna og sjúkra- stofnana án þess að varanleg lausn sé í sjónmáli. Það þarf að skapa opinskáa umræðu um málefni geð- sjúkra. Umræða sem einkennist af þekkingu eins og fjallað er um aðra sjúkdóma. Umræðu án fordóma. Enginn ætti að þurfa að bera kinn- roða fyrir andleg mein sín. Þess vegna verður að stórauka fræðslu til almennings um þennan erfiða sjúkdóm og uppræta þannig lam- andi áhrif vonleysis og sektar- kenndar, sem einkennt hafa viðhorf í garð geðsjúkra og byggjast að sjálfsögðu á þekkingarleysi. Nú er lag. Við, sem þekkjum þennan sjúkdóm af biturri reynslu, skorum á heilbrigðisyfirvöld að færa þennan málaflokk til betri vegar þannig að sérmenntað starfs- fólk sjúkrastofnana nýti sér fræði- 1 könnuninni var einnig spurt um afstöðu svarenda til ríkisstjórnar- innar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 50,3% styðja ríkisstjórnina en 49,7% voru á móti. Rúmlega 12% sögðust óákveðnir eða vildu ekki MÆLSKU- og rökræðukeppnin sem vera átti í Hlégarði sl. sunnu- dag var frestað vegna veðurs og rafmagnsleysis. Nú er ákveðið að þessi keppni fari fram í Hlé- garði nk. fimmtudag kl. 19.30. Keppnin fer fram á vegum 1. ráðs ITC-deildanna á íslandi. Þátt- takendur eru ITC-deildirnar Björk í Reykjavík, sem leggja til að orðu- veitingar verði lagðar niður hér-. Guðlaug Sveinsdóttir „Við, sem þekkjum þennan sjúkdóm af bit- urri reynslu, skorum á heilbrigðisyf irvöld að færa þennan málaflokk til betri vegar þannig að sérmenntað starfs- fólk sjúkrastofnana nýti sér fræðilega þekkingu sína í þágu geðsjúkra svo varan- legur árangur megi nást.“ lega þekkingu sína í þágu geð- sjúkra svo varanlegur árangur megi nást. En það verður ekki einungis gert með því að skiptast á skoðunum á fínum ráðstefnum og fundum. Nú verða verkin að tala. Það er löngu orðið tímabært að leiða hinn raun- verulega vanda geðsjúkra fram í dagsljósið þvf hann er smánarblett- ur á heilbrigðiskerfinu og landi og þjóð til skammar og brýtur í bága við Stjórnarskrána þar sem skýrt er kveðið á um jafnan rétt til allra þegna þessa lands. Höfundur er móðir og áhugamaður um málefni geðsjúkra. svara. Hringt var í 750 símanúmer og spurningarnar lagðar fyrir alla 18 ára og eldri svarendur. Náðist sam- band við 584 manns eða 77,9% úrtaksins. lendis og andmælandi er Korpa í Mosfellsbæ. Öllum er heimill að- gangur að Hlégarði og hlýða á kon- urnar rökræða um orðuveitingar. ITC-deildin Korpa er stofnuð 1986 og hefur hún starfað af fullum krafti síðan. Fundir er haldnir reglulega í Hlégarði 1. og 3. mið- vikudag hvers mánaðar. Forseti deildarinnar þetta starfsár er Guð- rún Markúsdóttir. - P.H. Skoðanakönnun SKÁÍS; Sjálfstæðisflokkur- inn fengi 50,1% fylgi SKOÐANAKÖNNUN SKÁÍS fyrir Stöð 2 sem gerð var um helgina um fylgi stjórnmálaflokkanna sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50,1% fylgi ef miðað er við þá eingöngu sem tóku afstöðu í könnun- inni. Alþýðuflokkurinn fengi 12,1%, Framsóknarflokkurinn 19,3%, Alþýðubandalagið 7,8%, Kvennalistinn 9,1%, Flokkur mannsins 0,5 og Þjóðarflokkur 0,8%. Borgaraflokkur og Stefán Valgeirsson kom- ust ekki á blað. Óákveðnir og þeir sem ekki tóku afstöðu til flokk- anna voru 36,1%. Rætt um orðuveitingar Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.