Morgunblaðið - 07.02.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 07.02.1991, Síða 38
88 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) ** Sjálfsagi hrútsins gerir hon- um kleift að afkasta miklu í vinnunni í dag. Honum berst hjálp úr óvæntri átt og sam- band hans við ákveðinn vin reynist honum frábærlega. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Náinn ættingi nautsins biður hann um hjálp við ákveðið verkefni. Umræður um fjár- mál bera góðan árangur. Tviburar (21. maí - 20. júní) 4» Tvíburanum gengur alit í hag- inn í viðskiptum dagsins. Auk- inn einbeitingarkraftur auð- veldar honum lífsbaráttuna. Hann ætti að beita rökum fremur en tilfínningahita í samskiptum við náinn vin. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HliS Krabbinn einbeitir sér nú að velferð bama sinna. Maki hans kemur honum á óvart á rómantísku nótunum. (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið sinnirýmsum smáverk- efnum heima fyrir í dag. Vin- ur þess kann að reynast óvenju rifrildisgjam. Meyja (23. ágúst - 22. september) 41 Meyjan endurmetur verkefni sem hún hefur haft með hönd- um. Hana langar skyndilega í rómantískt ferðalag, en óvíst er að hún fái þær undirtektir sem hún vonast til. V°g * (23. sept. - 22. október) Vogin sinnir skylduverkefn- um á heimili sínu í dag. Óvæntan gest ber að garði. Hún ætti að sinna skapandi starfi, en forðast óþarfa karp. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn sinnir andlegu verki fyrri hluta dagsins. Eitt- hvað kemur honum þægilega á óvart, en dómgreind hans helst ótrufluð. .Hann gæti samt lent í þrætu út af pen- ingum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Bogmanninum geta áskotnast peningar óvænt í dag. Þó að hann tjái hug sinn skilmerki- lega kann náinn ættingi að bregðast þver við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin heimsækir gamla vini núna. Einhver biður hana um að gera sér greiða, en eirð- arleysi grípur hana í kvöld og heldur fyrir henni vöku. GRETTIR \jSfhuéí LiÓSKA FERDINAND Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberanum er hyggilegast að láta lítið fara fyrir sér um sinn. Hann ætti að einbeita sér að því að ljúka verkefni sem hann hefur með höndum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -omk Vinir físksins gegna mikil- vægu hlutverki í lífi hans í dag. Einkaviðræður sem hann tekur þátt í lofa góðu. Hann þarf að sinna sérstöku verk- efni heima fyrir í kvöld. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra. staóxeynda......... I THINK IT ALL PEPENP5 ON MOU) YOU LOOK AT V0UR5ELF, MARCIE.. Ég held að það velti allt á því hvernig maður lítur á sjálfan sig, Magga. Já, kennari. Látum okkur sjá... ég segi „fimmtán“. RAT5! UUR0N6 AGAlN! Árinn, aftur rangt! BUTI 5TILL HAVE 5ELF-E5TEEM! En ég hef ennþá sjálfs- áiit! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Viðfangsefni sagnhafa er að halda austri úti í kuldanum. Hann má ekki komast inn til að spila tígli í gegnum kónginn. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ DG63 V85 ♦ 53 ♦ ÁD1096 Vestur Austur ♦5 .. + 72 V AKD1097 + 6432 ♦ Á1076 4 0098 ♦ K2 +G74 Suður ♦ ÁK10984 TG ♦ K42 ♦ 853 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur leggur af stað með hjartaás og kóng. Og nú er það spurningin: Hvemig á að fría lauflitinn án þess að austur kom- ist inn á gosann? Ein hugmynd er að svína lauf- drottningu, taka tvisvar tromp og spila laufi að blindum. Dúkka síðan þegar kóngurinn birtist. Þessi spilamennska gengur upp ef vestur er sofandi. En ef hann heldur vöku sinni kastar hann laufkóng í síðara trompið. Er þá betra að taka bara einu sinni tromp? Það gengur upp í þessari legu en er tæplega vitur- legt, því auðvitað getur vestur átt KGx í laufi. Og það er hálf neyðarlegt að dúkka laufkóng- inn og horfa upp á austur trompa í laufásinn í næsta slag. Öruggasta leiðin er að henda hreinlega laufi í hjartakónginn í öðrum slag! Vörnin fær þá slag á hjarta í staðinn fyrir lauf. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Hastingsmótinu um daginn kom þetta endatafl upp í skák stórmeistaranna Jonathan Speel- man (2.605), Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Gyula Sax (2.600), Ungverjalandi. 29. Hxe7! og svartur gafst upp, því biskupinn á e4 er fallinn eftir bæði 29. — Kxe7, 30. Hel og 29. — Hxdl, 30. Hxe4. Báðir þessir meistarar heyja nú áskorendaein- vígi. Þremur fyrstu skákum þeirra Korchnoi og Sax lauk með jafn- tefli, þrátt fyrir að í annarri skák- inni hafi Ungveijinn átt gjörunna stöðu. Einvígi Speelman og Siiort er u.þ.b. að hefjast í London. Af öðrum er það að frétta að tveimur fyrstu skákum Timmans og Hiibn- ers í Sarajevo lauk með jafntefli og Júgóslavinn Nikoiic hefur eins vinnings forskot gegn þriðja stiga- hæsta skákmanni heims, Gelfand (2.700). Dolmatov og Jusupov hafa gert þijár fyrstu skákir sínar jafntefli, Ivanchuk hefur vinnings forskot eftir tvær skákir gegn Judasin og sömuleiðis Anand gegn Dreev.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.