Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 2

Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 Morgunblaðið/KGA Norræn ungmenni kynna kristilegt unglingastarf í gær var undirritaður samstarfssamningur á milli landssambands KFUM og KFUK og fræðslu- nefndar kirkjunnar í Laugarneskirkju um svokallað „Ten Sing“ unglingastarf. Hópur unglinga frá Nor- egi hefur verið hér á landi að undanförnu til að kynna þetta starf og hafa verið haldin námskeið með söng, dansi og leikrænni tjáningu. Norsku ung- mennin héldu tónleika og sýndu leikatriði í Laugar- neskirkju í gær þegar unglingastarfið var kynnt prestum og leiðtogum í æskulýðsstarfi innan kirkj- unnar. Fengu þau séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprest Laugarneskirkju, til að taka þátt í einu leikatriðanna. Staðfest 4 ára fangelsi fyrir gríinunauðgini Launahækkun opinberra starfsmanna vegna viðskiptakjarabata: Engin efnahagsleg rök mæla með hækkuninni kjör, sérstaklega þegar litið væri til eins mánaðar í senn. Hann lagði áherslu á varasamt væri að taka viðskiptakjör eins mánaðar til við- miðunar því nákvæmnin væri ekki mjög mikil. Samkvæmt upplýsingum Þórðar voru viðskiptakjör 2,6% betri í des- ember í fyrra en þau voru í janúar sama ár. Viðskiptakjör, án stóriðju- afurða, hefðu hins vegar batnað um 6,7% á sama tíma. Hluti viðskipta- batans var ekki til ráðstöfunar í fyrra vegna þess að hann var lagð- ur til hliðar með greiðslum í Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Sé tekið tillit til þessa alls voru við- skiptakjörin 3,8% betri í desember í fyrra en þau voru í janúar 1989. „Hvort það er nægilega mikið til að hækka kaup verða þeir sem um þessi mál fjalla á vinnumarkaði að dæma um,“ sagði Friðjón. Gæsluvarð- hald staðfest HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þann úrskurð sakadóms Reykja- víkur að 28 ára þroskaheftur maður, sem játað hefur að hafa deytt 24 ára stúlku, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. apríl næst- komandi. Veijandi mannsins hafði kært úrskurð sakadóms og taldi að vegna þess hvernig högum hans og heilsu- fari væri háttað bæri að vista hann í sjúkrahúsi í stað fangelsis. í dómi Hæstaréttar er vísað til álitsgerðar geðlæknis sem skoðaði manninn síðastliðinn þriðjudag og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki haldinn neinum þeim líkamlegum eða andlegum sjúk- dómum sem geri það að verkum að hann sé í þörf fyrir sérstaka læknisfræðilega meðferð. Ekkert mæli gegn því að hann sæti áfram- haldandi gæsluvarðhaldsvist ef nauðsyn krefji. Hæstiréttur: HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 29 ára gamalan mann, Gísla Grétar Þórarinsson, til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að hafa grímuklæddur og vopnaður hnífi ráðist að konu í Kópavogi og neytt hana til samræðis við sig með hótunum um að beita ofbeldi. Arásin var gerð aðfara- nótt 17. nóvember 1989. Hæsti- Atkvæði ekki greidd um fjár- hagsáætlun UMRÆÐUM um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fyrir- tækja hennar lauk á sjöunda tímanum í gærmorgun. Fundi borgarstjórnar var þá frestað og er fyrirhugað að honum verði fram haldið næstkomandi þriðjudag. Mun þá fara fram at- kvæðagreiðsla um áætlunina og breytingartillögur við hana. Sjá fréttir bls. 16 og miðopnu. réttur gerði manninum að greiða konunni 800 þúsund króna miskabætur. Maður þessi var handtekinn í ágúst á síðasta ári eftir að niður- stöður rannsókna sem gerðar voru á DNA-erfðaefni hans og um 60 annarra leiddu til þess að grunur beindist að honum. Hann játaði brot sitt og hefur síðan verið í haldi. í dómi Hæstaréttar er hon- um gert að greiða fímmta hluta af rúmlega 1,7 milljónum króna sem kostað var til erfðaefnarann- sóknarinnar. í sakadómi var maðurinn einnig dæmdur til fjögurra ára fangelsis- vistar en gert að greiða konunni 500 þúsund króna miskabætur. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómaramir Guðmund- ur Jónsson, Hörtur Torfason, Hrafn Bragason, ásamt Gunnari Guðmundssyni settum hæstarétt- ardómara og Auði Þorbergsdóttir borgardómara. Hjörtur Torfason hsestaréttardómari skilaði séráliti og taldi refsingu hæfilega 3 ára fangelsi og miskabætur hæfílegar 700 þúsund krónur. Hann taldi hæfilegt að gera sakborningnum að greiða tíunda hluta rannsóknar- kostnaðar. um hvaða viðskiptakjör verið væri að ræða. „Ekki er verið að ræða viðskiptakjör ríkissjóðs því hann á ekki krónu upp í þetta, enda rekinn með meiri halla en nokkru sinni fyrr. Það þarf augljóslega að slá fyrir þeim tugum milljóna sem þetta kostar,“ sagði Þórarinn. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, tók í sama streng. „Við sjáum ekki marktækar viðskiptakjarabætur umfram þær forsendur sem við vor- um með í samningunum. Það var reiknað með því að viðskiptabatinn yrði örlítið meiri í febrúar en í des- ember og því má segja að við séum nokkurn vegin á pari núna. Þetta er einhliða pólitísk ákvörðun og við sjáum ekki nein efnisleg rök fyrir þessu. Hvað ætla þeir að gera ef viðskiptakjörin versna örlítið? Á þá að taka kauphækkunina til baka?“ Hann sagði að fyrst ríkið teldi eitthvert svigrúm til kauphækkana hefði hann kosið að sjá það svigrúm nýtt á annan hátt. „Það kemur á óvart að staðan sé svona góð. Við hefðum heldur viljað að svigrúmið væri nýtt til að hækka skattleysis- mörk, hækka barnabótaauka eða eitthvað slíkt þannig að það nýttist þeim sem mest þurfa á slíku að halda. Með þessum aðgerðum fær símadaman um 150 krónur auka- lega á mánuði á meðan ráðherrann fær um 700 krónur," sagði Ari. Hann sagði að ASÍ hefði krafíst þess að félagsmenn þeirra fengju sömu hækkun um mánaðarmótin. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að nokkur óvissa væri um tölur um viðskipta- Sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra íslands og Eistlands: Aherslum breytt í endanleg- um texta að ósk Eistlendinga 1 SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu forsætisráðherra íslands og Eist- lands, sem undirrituð var á fimmtudagskvöld og gerð opinber í gær koma fram nokkur atriði sem eru efnislega frábrugðin þeirri yfirlýs- ingu sem send var út í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins eftir viðræður ráðherranna á fimmtudagsmorgun. í samkomulagi sem varð um að íslensk sljórnvöld taki að sér sáttahlutverk í samskiptum Sovétríkjanna og Eystrasaltsríkjanna var felldur út sá fyrirvari, að þetta verði gert „ef eftir verður Ieitað“. Eftir viðræður ráðherranna um morguninn varð niðurstaðan_ sú að fyrsta skrefið í sáttaviðleitni íslend- inga „gæti verið" að efna til fundar með fulltrúum Eystrasaltsríkjanna í Reykjavík. í endanlegri yfirlýsingu er hins vegar„samþykkt“ að fyrsta skrefíð „ætti að verða“ að bjóða fulltrúum allra Eystrasaltsríkjanna til fundarins „í mars“. Þá hefur sá fyrirvari verið settur inn í endanlega yfirlýsingu að „hugsanlega" hefði fulltrúi íslend- inga framvegis aðsetur sitt í Tallin í því skyni að koma á sem nánustum samskiptum við Eystrasaltsríkin. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði í gær, að ýmis atriði gengju lengra í yfirlýs- ingu ráðherranna en í fréttatilkynn- ingunni, sem gefin var út eftir fund ráðherranna um morguninn af hálfu forsætisráðuneytisins. „Þessi atriði komu inn á vissan hátt að ósk Eistlendinga og þótti rétt að verða við því. Þrátt fyrir að eist- lensku ráðherrarnir hafi vitað efnis- lega um hvað fréttatilkynningin snerist, var farið nákvæmar yfir textann síðar og þá komu þessar áherslur inn að þeirra ósk sérstak- lega, sem forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra féllust á og ríkis- stjórnin öll eftir að yfirlýsingin var kynnt henni á föstudag,“ sagði Jón. Jón sagði að dagskrá heimsókn- arinnar hefði verið það ströng á fimmtudag að ekki hefðu verið tök á að fara nægilega vel yfir texta yfírlýsingarinnar fyrr en eftir fréttamannafundinn en það var gert síðdegis. Sjá sameiginlega yfirlýsingu forsætisráðherranna á miðopnu. Fjóla Pálmadóttir. Ungfrú Norðurland: Fjóla Pálma- dóttir kjörin Akureyri. FJÓLÁ Pálmadóttir var kjörin Ungfrú Norðurland í Sjallanum í gærkvöldi. Fjóla er 20 ára Akureyringur og stundar hún matreiðslunám. Sveindís Benediktsdóttir, 20 ára Akureyringur, var kjörin besta tjós- myndafyrirsætan. - segja forsvarsmenn ASÍ og YSÍ FORSVARSMENN ASÍ og VSÍ telja ekki marktækan bata á viðskipta- kjörum og því engan efnahagsleg rök fyrir 0,3% kauphækkun opin- berra starfsmanna. Þeir telja að hér sé um einhliða pólitíska ákvörð- un að ræða, eða „örlætisgerning fjármálaráðherra" eins og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri „Þetta er einhliða örlætisgerning- ur fjármálaráðherra. Viðskipta- kjaraforsendan er svipuð og við reiknuðum með. Viðmiðun okkar var 4% í febrúar og samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar var við- skiptakjarabatinn 3,8% í desember. Þessi launahækkun, til handa opin- berum starfsmönnum, er því ekki grundvölluð á efnahagslegum við- skiptakjarabata. Það getur vel verið að menn meti það svo að þetta hafi einhvem pólitískan viðskiptakjara- bata í för með sér, um það skal ég VSI orðaði það. ekki dæma,“ segir Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Hann sagði að VSÍ hefði ekki miklar áhyggjur af þessum 0,3 pró- sentum. „Þetta er engin stærð sem ruggar neinú, en þetta er hins veg- ar fádæma asnalegt og ber þess merki að menn séu ekki að fram- kvæma samninginn upp á punkt og prik. Við teljum afar brýnt að menn standi við samninga, hvort heldur verið er að setja þá uppá við eða niður á við,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist velta því fyrir sér fttftirgiitstMiifrffr Komið hefur fyrir að blað- berar Morgunblaðsins hafi dotlið í hálku og siasast við blaðburð. Það eru því vin- samleg tilmæli afgreiðslu Morgunblaðsins til kaupenda blaðsins að þeir taki tillit til blaðberanna með því að hafa kveikt útiljós á morgnana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.