Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 19

Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR' 23. FEBRUAR 1991 19 Viðbúið að ol- íuverð snar- lækki komi til landhernaðar Singapore. Reuter. BUAST má við að olíuverð snar- lækki hvort sem Irakar kalla her- sveitir sínar í Kúveit heim eða landher bandamanna gerir innrás í Kúveit, að sögn sérfræðinga í olíuviðskiptum í gær. „Hvað sem gerist er þess ekki langt að bíða að endi verði bundinn á stríðið,“ sagði sölustjóri stórs olíu- félags. „Um leið og fjölþjóðaherinn gerir öfluga árás á Iraka munu menn líta svo á stríðinu sé lokið,“ sagði evrópskdr sérfræðingur í olíuvið- skiptum. „Verðið kynni að verða sveiflukennt en það verður þó lægra vegna of mikils framboðs af olíu.“ Fjögur araba- ríki aðstoða ír- aska stjórnar- andstæðinga Kaíró. Reuter. EGYPTAR, Sýrlendingar, Saudi-Arabar og íranir hafa veitt íröskum stjórnarandstöðuhreyf- ingum lið í tilraunum þeirra til að steypa Saddam Hussein íraks- forseta af stóli, að sögn egypska dagblaðsins al-Abram í gær. Dagblaðið sagði að leiðtogar ír- askra stjórnarandstæðinga hefðu að undanförnu lagt ríka áherslu á að mynda stjórn sem tæki við af Saddam Hussein og byltingarráði Ba’ath-flokksins. „Stjórnvöld í Teh- eran, Damaskus, Riyadh og Kaíró gegna miklu hlutverki í þessum umleitunum," sagði blaðið. Nokkrir leiðtogar stjórnarand- stöðunnar hafa búið í íran, sem er hlutlaust í stríðinu fyrir botni Persa- flóa. Sýrlendingar og Egyptar hafa hins vegar sent þúsundir hermanna til liðs við fjölþjóðaherinn í Saudi- Arabíu. íraskur stjórnarandstæðingur í Damaskus skýrði frá því á þriðju- dag að í ráði væri að rúmlega 200 stjórnarandstæðingar og 50 fulltrú- ar arabískra flokka og frelsishreyf- inga kæmu saman í Beirút í næsta mánuði til að ræða framtíð íraks. Reuter Skyggnst út í eyðimörkina Egypskir hermenn höfðu í gær komið sér fyrir á nýjum stöðum við sandöldur nálægt norðurlandamær- um Saudi-Arabíu. Þeir horfa hér út í eyðimörkina gegnum linsur og annar gefur um leið skipanir í síma. Reuter Hermenn í Tirana Lögreglumenn, sérþjálfaðir í að kveða niður óeirðir, hafa hér komið sér fyrir við skriðdreka á „Breiðstræti píslai-vætta þjóðarinnar" í Tir- ana, höfuðborg Albaníu, á fimmtudag. Viðbúnaður lögreglunnar kom í kjölfar uppþota stúdenta í borginni á miðvikudag þegar þeir felldu risastyttu af Enver Hoxha, fyn-verandi einræðisherra í Albaníu. GATT-viðræðurnar: Þráðurinn tekinn upp að nýju í Genf Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Yfirsamninganefnd hinna svokölluðu Uruguay-viðræðna innan GATT hefur verið boðuð til fundar næstkomandi þriðjudag í Genf. Ágreiningur um niðurskurð á styrkjum og niðurgreiðslum í land- búnaði sigldi viðræðunum í strand í Brussel í byrjun desember á síðasta ári. Evrópubandalagið (EB) hefur nú fallist á að samið verði um samræmdan niðurskurð á tilteknum sviðum innan land- búnaðar. Stefnt er að því að ljúka viðræðunum fyrir lok þessa árs. Á fundi í vikunni samþykktu fulltrúar allra samningsaðila að gangast undir tiltekinn niðurskurð og aðgerðir á þremur sviðum í landbúnaði, þ.e. í framleiðslu- styrkjum, útflutningsbótum og innflutningsstjórn. EB hefur fram að þessu neitað að fallast á þessar forsendur og frekar kosið að samningsaðilum sé í sjálfsvald sett hvar er skorið niður og árangurinn verði síðan metinn í heild. Frans Andriéssen, einn framkvæmda- stjóra EB, kveðst svartsýnn á ár- angur í viðræðunum en leggur áherslu á þá afstöðu EB að skoða eigi viðræðurnar í heild og varar við að landbúnaður sé tekinn úr samhengi við heildarmarkmið Ur- uguay-viðræðnanna. Ljóst þykir að fyrirhugaðar breytingar á landbúnaðarstefnu EB hafi umfram annað blásið nýju lífi í landbúnaðarþátt GATT-við- ræðnanna en varað er við of mik- illi bjartsýni um árangur, a.m.k. má fullyrða að endurskoðun land- búnaðarstefnunnar verður tímaf- rek. Þær tillögur sem lágu fyrir ráðherrafundi GATT í Brussel í desember verða lagðar til grund- vallar viðræðunum sem heljast á þriðjudag. A KONUDAGINN Blómaframleiöendur Félag blómaverslana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.