Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991 21 Reuter Helen Sharman verður fyrsti geimfari Breta. ■ LUNDÚNUM. Helen Sharman, 27 ára gamall vís- indamaður, vann samkeppni um að verða fyrsti breski geimfarinn. Henni verður að öllum líkindum skotið út í geim- inn í Sojuz-geimfari í maí í samvinnuverkefni Sovét- manna og Breta. Sharman starfaði í súkkulaðiverksmiðju þegar hún sá auglýsingu: „Geimfara vantar. Engin reynsla nauðsynleg." Tilkynnt var um valið á föstudag í sov- éska Narodny-bankanum í London, sem ijármagnar sam- vinnuverkefnið. Sharman var valin úr 13.000 umsækjendum. Sharman verður skotið út í geiminn 12. maí nk. ásamt sov- éskum geimförum. Þau eiga að gera tilraunir í þyngdarleysi í Mír-geimstöðinni í sex daga. ■ RÓM. Hópur sjóliða úr alb- anska hernum flýði á tank- skipi til hafnar í Brindisi á ít- alíu í gær og að sögn lögreglu hafa sjóliðarnir beðist hælis sem pólitískir flóttamenn. Að sögn hafnarstjóra ■ í Brindisi kom skipið til hafnar í fylgd ítalskra herskipa. Embættis- menn segja að 24 sjóliðar og fjórir óbreyttir borgarar hafa verið um borð. Ekki var ljóst hvort albönsk herskip veittu tankskipinu eftirför. ■ MOSKVU. Sovétmenn hyggjast veija 23 milljörðum rúblna (tæplega 800 milljörð- um ISK) til endurreisnar so- véska olíuiðnaðinum á þessu ári, að sögn Vladímírs Kúram- íns, varaforstjóra stofnunar sem fer með eldneytis- og orku- mál, í gær. Afturför hefur ver- ið í sovéskum olíuiðnaði síðustu 18 mánuði vegna hnignunar í innri uppbyggingu og stjórnun og vegna óstöðugs ástands í efnahags- og stjórnmálum. Valentín Pavlov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sagði í síð- ustu viku að olíuframleiðsla hefðu dregist saman um 60 milljón tonn á síðasta ári. Heild- arolíuframleiðsla árið 1989 var 607 milljón tonn. ■ SÓFÍU. Búlgarska þingið setti í gær lög sem fyrirskipa að landi, sem gert var upptækt fyrir 40 árum af þáverandi stjórnvöldum kommúnista, verði skilað til bænda. „Við samþykktum lög sem eru jafn- vel mikilvægari en stjórnar- skráin,“ sagði Nikola Petkov, leiðtogi Landbúnaðarflokks- ins. Samkvæmt nýju lögunum getur hver búlgörsk fjölskylda sótt um allt að 30 hektara af landi og hafið þar búskap. ■ BONN. í gær voru birtar niðurstöður opinberrar rann- sóknar á bakgrunni Lothars de Maiziere, síðasta forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands. Talsmenn þýsku ríkisstjórnar- innar sögðu að ekki hefðu kom- ið í ljós neinar sannanir fyrir því að de Maiziere hefði njósnað fyrir Stasi, austur-þýsku ör- yggislögregluna, en ekki hefði heldur tekist að hreinsa hann algjörlega af ásökunum í þá átt. Glaðloft á sinn þátt 1 eyðingu ósonlagsins Washington. Reuter. GAS sem verður til við nælon- framleiðslu og sleppt hefur verið út í andrúmsloftið á sinn þátt í eyðingu ósonlagsins, að því er fram kemur í vísindaritinu Scien- ce. Nituroxíð heitir gasið á máli efnafræðinnar en er betur þekkt sem hláturgas og glaðloft. Efnafræðingar við háskólann í San Diego í Kaliforníu rita greinina í Science og eru þar birtar niður- stöður umfangsmikilla rannsókna á áhrifum hláturgass í gufuhvolfi jarðar. Samkvæmt greininni sleppa nælonverksmiðjur gífurlega miklu magni af gasinu út í andrúmsloftið. Sagt er að eðli nituroxíðs sé með þeim hætti að það geti verið viðvar- andi í loftinu jafnvel öldum saman. Geti það gengið í samband við súr- efnisatóm hátt yfir jörðu og myndað efnasamband sem eyðileggur óson- sameindir. Þá sígur glaðloftið í sig infrárautt ljós frá sólinni og eykur með því gróðurhúsaáhrifin, að sögn greinarhöfunda. Þeir segja að rekja megi allt að 10% mælanlegrar aukningar glaðlofts í gufuhvolfinu ■ til gasframleiðslu nælonframleið- enda. -----HM------ Tékkóslóvakía í Evrópuráðið Madríd. Reuter. TÉKKÓSLÓVAKÍA bættist á fimmtudag í hóp aðildarríkja Evr- ópuráðsins. Jiri Dientsbier, utan- ríkisráðherra landsins, sagði í ræðu er hann flutti af þessu til- efni að með þessu hefðu lands- menn stigið fyrsta skrefið í átt til þess að skapa samfélag sem byggði í einu og öllu á hugmynda- fræði lýðræðis. Á fimmtudag kom ráðherranefnd Evrópuráðsins saman til fundar í Madríd á Spáni og var þá tilkynnt að Tékkóslóvakíu hefði formlega verið veitt aðild. í ræðu sinni sagði Dienstbier m.a. að hann teldi þessa ákvörðun til marks um að önnur ríki Evrópu hefðu viðurkennt viðleitni tékkneskra stjórnvalda til að innleiða lýðræði í landinu. aVI IÐNSKÓLINN I HAFNARFIRÐI '&S' Nám i trefjaplastiðn Námskeið til undirbúnings fagprófi í trefjaplastiðn verður haldið við Iðnskólann i Hafnarfirði dagana 3. til 24. apríl. Námskeiðsgjald kr. 15.000,-. Fyrsta námskeiðið er ætlað mönnum sem hafa starfað í trefjaplastfyrirtæki í minnst 4 mánuði. Innritun er á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9.00 til 13.00. Símar 51490 og 53190. Til sölu Mercedes Benz 1633, árgerð 1983. Selst með eða án vörulyftu. Upplýsingar í síma 98-22130 eftirkl. 19.00. ALLT AÐ ASLATTUR Opið í dag frá kl. 10-17 Fullur salur af góðum bílum á ótrúlegu verði MAÐIfí fí/lífí Hekluhusinu v/Laugaveg, s. 695660 tl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.