Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 23

Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991 4- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 23 ÍWtrgminMaliil* Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Frá ráðhúsi til Þjóðarbókhlöðu Gengið var til kosninga til borgarstjórnar Reykjavík- ur á síðasta ári eins óg annarra sveitarstjórna. Oft og víða hef- ur verið talin hætta á því að fjármál sveitarfélaga færu úr böndum á kosningaári, þar sem keppst væri við að ljúka verk- efnum eða stofna til skuldbind- inga í von um að rausnarleg ráðstöfun á opinberu fé kynni að skila einhverjum stjórnmála- flokki fleiri atkvæðum en ella. Af þeim sökum og vegna lof- orða í kosningabaráttunni kann gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár eftir kosningar oft að verða vandkvæðum bundin. Verið er að jafna yfir gamlar syndir og halda inn á nýjar brautir. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1991 var til meðferð- ar í borgarstjórn í fyrradag. Við afgreiðslu hennar kom enn í ljós, að fjárhagsstaða höfuð- borgarinnar er sterk undir for- ystu samhents meirihluta sjálf- stæðismanna. Stingur sú festa sem þar ríkir á áberandi hátt í stúf við vandræðin við fjármála- stjórn ríkisins. Frá því að sjálf- stæðismenn fengu endurnýjað umboð til að taka við stjórn borgarinnar 1982 eftir fjögurra ára meirihlutasamstarf vinstri manna hefur verið undið ofan af þeim skattahækkunum, sem urðu á kjörtímabili vinstri meirihlutans. Fasteignaskattar voru lækkaðir frá því sem var í tíð vinstri manna og einnig útsvar. Þótt álögum hafi verið haldið í skefjum í Reykjavík hefur það ekki bitnað á félagslegri þjón- ustu eða framkvæmdum. Er sú þjónusta öflugri í Reykjavík en hjá öðrum sveitarfélögum og ver borgarsjóður hærra hlut- falli tekna sinna til félagsmála en gert er í öðrum sveitarfélög- um. Framkvæmdir á vegum borgarinnar hafa einnig verið miklar. í viðtali sem Morgunblaðið átti við Davíð Oddsson borgar- stjóra í tilefni af afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar sagði hann meðal annars: „Það er ljóst, að enginn staður á landinu býr við sama framkvæmdamagn og þjónustustig eins og höfuðborg- in. Borgin hefur gætt þess að stofna sér ekki í skuldir og ana ekki út í of mörg verkefni í einu. Lykillinn að þeim árangri, sem náðst hefur á undanförnum árum, er sá, að hún hefur verið í höndum samstillts hóps. Hins vegar sýnir málatilbúnaður vinstri manna nú, að þar hefur aldrei ríkt jafn mikil sundrung.“ Menn þurfa ekki að fara langt til að sjá muninn á því hvernig Reykjavíkurborg stendur að framkvæmdum ann- ars vegar og ríkið hins vegar. Ekki eru nema nokkur hundruð metrar á milli ráðhússins sem Reykjavíkurborg er að reisa við norðurenda Tjarnarinnar og Þjóðarbókhlöðunnar sem ríkið er að reisa við Birkimel. Öllum er ljóst, að staðið verður við áætlunina sem borgaryfirvöld hafa gert um að ráðhúsið verði tekið í notkun vorið 1992. Eng- inn veit hvenær lokið verður við Þjóðarbókhlöðuna, sem hefur þó verið miklu lengur í smíðum en ráðhúsið og átti meðal ann- ars að fjármagna með sérstök- um skatti. Peningarnir hurfu í ríkishítina og rætt er um Þjóð- arbókhlöðuna sem minnisvarða um dugleysi við framkvæmd hátíðlegrar yfirlýsingar sem var gefin í tilefni af ellefu alda af- mæli byggðar á íslandi árið 1974. Þjóðarbókhlaðan sem átti að vera einskonar sameiningar- tákn þjóðarinnar vegna þessa afmælis stendur í hálfgerðu reiðileysi og vekur hneykslan og deilur á sama tíma og mark- visst er unnið að smíði ráðhúss- ins, sem þrátt fyrir deilur, verð- ur í senn stjórnsýslumiðstöð borgarinnar og sameiningar- tákn borgarbúa. Væri kannski skynsamlegast að flytja Þjóðar- •bókhlöðuna í umsjá Reykjavík- urborgar? í komandi þingkosningum verður tekist á um það, hvort mynduð verði vinstri stjórn með sama yfirbragði og sú sem nú situr við völd eða ríkisstjórn með þátttöku Sjálfstæðis- flokksins. í Reykjavík sjá menn best þann mun sem er á stjórn- arháttum, þegar margflokka stjórn vinstri manna er við völd eða samhentur meirihluti sjálf- stæðismanna. Fjárhagsstaða og fjármálastjórn gefa góða við- miðun, þegar metin er stjórn á vegum hins opinbera eða einka- aðila. Nú þegar gengið er til þingkosninga blasir við, að fjár- málastjórn ríkisins er í ólestri. Fjárhagur Reykjavíkur var góð- ur fyrir kosningarnar þar í vor og hann er góður enn þrátt fyrir að skattar hafi ekki verið og verði ekki hækkaðir. Ráða- lausir valdsmenn ríkisins vilja hækka skatta fyrir kosningar og einnig að þeim loknum kom- ist þeir í valdaaðstöðu. Tortryggni tekur rúm frá samstöðu í alþjóðamálum eftir Þorstein Pálsson , í vikunni komu góðir gestir frá Eistlandi. Forsætisráðherrann ásamt með utanríkisráðherranum koniu hingað til þess að treysta sam- stöðu íslands og Eistlands og afla málstað þjóðar sinnar frekari skiln- ings og stuðnings. En umfram allt fann maður að þessir leiðtogar Eist- lendinga voru þakklátir íslendingum fyrir einarðan stuðning. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með því hvernig vináttu- bönd milli þjóða hafa orðið til á nokkrum misserum. Víst er að sam- skipti íslendinga og Eystrasaltsþjóð- anna hafa ekki verið mikil á undanf- örnum áratugum en nú hefur þróun- in orðið ör í þeim efnum. Og eðlilegt er að rnenn spyrji hvað það er sem tengir íslendinga og Eystrasalts- þjóðirnar saman í svo mikilli skynd- ingu. Réttlætiskennd í blóð borin í íslendingum er sannarlega sterk réttlætiskennd. Okkur er í blóð borin andstaða við ofríki og valdbeitingu. Ofbeldisverk Sovétstjórnarinnar í byijun þessa árs gagnvart fijálsum friðsömum borgurum hlutu því að kalla á viðbrögð íslendinga. Á hinn bóginn höfum við fundið til samkenndar með Eystrasaltsþjóð- unum fyrir þá sök að þær hafa byggt sjálfstæðiskröfur sínar á ekki ósvip- uðum rökum og við gerðum sjálfir. Reyndar var fullveldi þeirra og sjálf- stæði viðurkennt 1918 sama ár og Island varð fullvalda ríki. Þjóðirnar við Eystrasalt hafa ekki einasta stutt sjálfstæðiskröfur sínar með stoð í viðurkenndum þjóðréttar- reglum. Þær styðja málstað sinn einnig og ekki síður með mjög skýr- um tilvísunum til sögu og þjóðlegrar menningar. Ég hygg að það sé ekki síst þessir strengir í sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsþjóðanna sem gera samstöðu okkar og þeirra eðlilega og einlæga. Forsætisráðherra og utanríkisráð- herra Eistlands ræddu hér stuðning íslendinga. Þeir tóku fram að viður- kenning á Litháen kæmi öllum Eystrasaltsríkjunum til góða. Jafn- framt lögðu þeir á það áherslu að íslendingar gætu hugsanlega komið til aðstoðar í þeim tilgangi að koma á raunverulegum viðræðum milli ríkjanna og Sovétstjórnarinnar. Sumum finnst sem Eystrasalts- þjóðirnar fari of hratt í sjálfstæðis- baráttu sinni. En í því efni verða menn að hafa í huga að óvissan um framtíð Sovétríkjanna er mikil og þessar þjóðir vilja ekki dragast inn í ófyrirséða þróun sem gengið gæti gegn hagsmunum þeirra. Vonir og bjartsýni um nýja heimsmynd Við fall Berlínarmúrsins fyrir' rúmu ári vöknuðu nýjar vonir um slökun spennu í samskiptum ríkjanna og friðsamlegri sambúð þjóða. Sá sögulegi atburður gerðist „Sumum finnst sem Eystrasaltsþjóðirnar fari of hratt í sjálfstæð- isbaráttu sinni. En í því efni verða menn að hafa í huga að óvissan um framtíð Sovétríkj- anna er mikil og þessar þjóðir vilja ekki dragast inn í ófyrirséða þróun sem gengið gæti gegn hagsmunum þeirra.“ í kjölfar mikilla breytinga í alþjóða- málum. Segja má að í fimm ár eða allt frá fundi forseta Bandaríkjanna og leiðtoga Sovétríkjanna hér í Reykjavík haustið 1986 hafi orðið stórstígari framfarir í afvopnunar- málum en nokkurn hafi órað fyrir. I kjölfarið féll svo Berlinarmúrinn og Mið-Evrópuríkin sem töldust vera austan við járntjaldið urðu ftjáls. Allt hefur þetta nánast gerst í einu vetfangi. Hugmyndir manna um nýja framtíð og nýja heimsmynd hafa því verið að breytast. Menn hafa horft til nýrrar aldar með það í hug að þjóðir heims geti tekist á við margv-i ísleg ný verkefni. Með því að tor- tryggni og spenna væri minni en Þorsteinn Pálsson áður. Réttilega hafa menn bundið vonir við að með samstarfi og sam- vinnu mætti bæta velferð og um- hverfi mannsins. Framvinda alþjóða- mála á undanförnum árum hlaut að geta af sér bæði bjartsýni og áræði. En veður skipast fljótt í lofti. Koma góðra gesta frá Eistlandi minnti okkur á hvernig hervaldi var grimmilega beitt í Vilnius höfuðborg Litháen í byijun þessa ár. Þegar saklausir borgarar lágu undir beltum skriðdrekanna spurðu menn sjálfa sig: Má það vera éftir allt sem á undan er gengið að sagan frá Ung- veijalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 sé að endurtaka sig? Þessir atburðir gerðust í sömu mund og frestur Sameinuðu þjóð- anna í Persaflóadeilunni rann út. En Persaflóadeilan er annar atburð- ur af því tagi sem í sviphendingu hefur breytt björtum vonum í angist og kvíða um þróun alþjóðamála. Valdhroki og ofbeldi við Persaflóa elur á tor- tryggni og sundurlyndi Saddam Hussein verður varla lýst með öðrum hætti en sem hrokafull- um ofbeldissegg í hópi þjóðarleið- toga. Á þeirri stundu sl. haust þegar þjóðir heims héldu að draumurinn um traustari frið væri að rætast kaus Saddam Hussein að ráðast á Kúvæt og innlima það í írak. Við- brögð þjóða heims hafa verið sterk og kröftug og ályktanir Sameinuðu þjóðanna eru grundvöllur hernaða- raðgerða bandamanna við Persaflóa um þessar mundir. Menn trúa því að þessi átök verði til lykta leidd á þann eina veg sem viðunandi er að Kúvæt verði frelsað úr höndum íraka. En eftirleikurinn verður erfiður. Menn gera að því nú ■skóna að Sovétríkin freisti þess að auka áhrif sín í þessum hluta með einum eða öðrum hætti. Því er hætt við tortryggni og sundurlyndi í sam- skiptum þjóða taki rúm frá samstöðu og bjartsýni, jafnvel þó að friður komist á innan tíðar. Aðeins einörð samstaða gegn ofríki af þessu tagi getur fært þjóð- irnar að nýju inn á þær brautir, sem allt friðelskandi fólk kýs að ganga eftir til móts við nýja öld og ný verk- efni, sem eiga að auðga mannlegt samfélag og treyst samstöðu og ör- yggi- Höfundur er formnöur Sjálfstæðisflokksins. Sameiginleg yfirlýsing forsætisráðherra íslands og Eistlands: Alþjóðlegur vandi sem krefst alþjóðlegra lausna HEIMSÓKN þeirra Edgars Savisaars, forsætisráðherra Eistlands, og Lennarts Meri, utanríkisráðherra hingað til lands lauk í gærmorgun. Eftirfarandi yfirlýsing, sem þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra, og Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, undirrituðu var gerð opinber að loknum viðræðum þeirra á fimmtudagskvöld: Á fundi þeirra Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra ís- lands, Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, ,utanríkisráðherra íslands, Edg- ars Savissars, forsætisráðherra Eist- lands, og Lennarts Meri, utanríkis- ráðherra Eistlands, skiptust aðilar á skoðunum og upplýsingum um stöðu sjálfstæðismálaEystrasaltsríkjanna. Aðilar voru sammála um að líta bæri á málið sem alþjóðlegt vanda- mál sem ætti rætur að rekja til síðari heimsstyijaldarinnar og því væri viðeigandi að leita lausnar á þessum vanda á alþjóðavettvangi. Þrátt fyrir miklar breytingar á vettvangi evrópskra stjórnmála á undanförnum árum -eru málefni Eystrasaltsríkjanna enn óleyst. Þrátt fyrir viðleitni Eystrasaltsríkjanna undanfarið ár hafa samningaviðræð- ur við Sovétríkin enn ekki orðið að veruleika. Brýnt et' því að leita nýrra leiða til að unnt verði að ná fram raunhæfri lausn á þessum vanda- málum. Aðilar ræddu þau skref sem stíga þyrfti á leið til sjálfstæðis og voru sammála um að þörf yrði á alþjóðlegum samningum og trygg- ingum. Af íslands hálfu var ítrekaður fullur stuðningur við sjálfstæðisbar- .áttu Eystrasaltsríkjanna. íslensk Tillögur nefndar sem endurskoðaði útvarpslögin: Otakmarkaður fjöldi íbúða geti tengst hvenu kapalkerfi NEFND, sem menntamálaráðherra fól 18. janúar síðastliðinn að endur- skoða núgildandi útvarpslög, skilaði áliti síðastliðinn fimmtudag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að ekkert hámark verði á fjölda þeirra íbúða, sem tengdar eru við hvert kapalkerfi fyrir sig, en nú mega íbúðirnar í mesta lagi vera 36 talsins, samkvæmt túlkun á núgildandi útvarpslögum. Fjallað var meðal ánnars um tillögur nefndarinnar á opnum fundi, sem Bandalag háskólamanna stóð fyrir á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld um fréttaþörf og þýðingarskyldu. Frum- mælendur á fundinum voru Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Markús Orn Antonsson útvarpssljóri, Halldór Ármann Sigurðsson dósent og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði á fundinum á Hótel Borg að þjóðin vildi helst fá sitt efni heima í stofunni hjá sér og þá jafn- vel utan úr geimnum. „Áttatíu af hundraði landsmanna eru þeirrar skoðunar að ég hefði átt að leyfa Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu að endur- varpa útsendingum gervihnatta- stöðvanna CNN og SKY óþýddum. Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir að 80% þjóðarinnar hafi talið æski- legt að leyfa þessar útsendingar og vona að svo sé ekki. Það er rangt að ég hafi h)ýtt kalli Stöðvar 2. Það hefur lengi legið fyrir að reglugerð um þýðingarskyldu og útvarpslögin þyrfti að laga.“ Svavar sagði að margir hefðu gagnrýnt þá ákvörðun hans að breyta reglugerð um þýðingarskyldu og sett hafi verið á laggirnar nefnd 18. janúar síðastliðinn til að endur- skoða útvarpslögin. Hann sagðist innan skamms ætla að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á útvarpslögum. I nefndinni sátu Þórunn J. Haf- stein, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Gústaf Arn- ar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, Þorbjörn Broddason, formaður útvarpsréttarnefndar, Markús. Örn Antonsson útvarpsstjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu, Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Kristján Árnason, formaður íslenskrar mál- nefndar. Ríkisútvarpið greiði ekki til Sinfóníuhljómsveitarinnar Svavar sagði að nefndin hefði lagt til að þeim stöðvum, sem sendu út þráðlaust, bæri skylda til að þýða allt erlent efni, þannig að íslenskt tal eða texti fylgdi erlendu tali, og viðstöðulaust, óbreytt og óþýtt end- urvarp erlendra sjónvarpsstöðva yrði eingöngu leyft í kapalkerfum. Nefndin leggur til að ekkert hámark verði á því hversu margar íbúðir megi tengjast hveiju kapalkerfi fyrir sig en nú mega í mesta lagi 36 íbúð- ir vera tengdar sama kapalkerfi, samkvæmt túlkun á núgildandi út- varpslögum. Þá gera tillögur nefndarinnar ráð fyrir að Ríkisútvarpið þurfi ekki lengur að greiða hluta af starfsemi Sinfóníuhljómsveitar íslands en nýtt gjald, kapalkerfisgjald, renni til Menningarsjóðs útvarpsstöðva. Þá leggur nefndin til að hlutur innlends efnis í sjónvarpsstöðvunum verði aukinn. Nefndarmenn voru sammála um þessar tillögur. Svavar sagði að ekki hefði verið hægt að leyfa óþýddar, beinar sjón- varpssendingar nema breyta reglu- gerð um þýðingarskyldu en það var gert 17. janúar síðastliðinn. „Þarna var heimiluð undanþága og af hálfu menntamálaráðuneytisins hefur allt- af verið litið svo á að þetta sé tíma- bundið ástand. Það þarf að setja ný lög, því það er skoðun margra að þýðingarskyldan hafi ekki verið í anda útvarpslaganna frá árinu 1985. í gildandi útvarpslögum er engin þýðingarskylda." , Svavar sagði að reglugerð um þýðingarskyldu hefði eingöngu verið sett á grundvelli þess að vernda þyrfti íslenskt mál og erfitt væri fyrir framkvæmdavaldið að hafa ein- göngu slíka reglugerð að styðjast við. Svavar sagði aftur á móti vera þeirrar skoðunar að lög héldu ekki í trássi við almennan vilja þjóðarinn- ar og þá ætti hann ekki við skoðana- kannanir. „Ég tel að flóðgáttin hafi verið opnuð fyrir löngu. íslensk menning hefur byggst á einangrun og innri styrk, fyrst og fremst í bókmenntum, en ljóst er að hið fyrr- nefnda er fallið.“ Hægt að verja meira fé til innlendrar dagskrárgerðar Menntamálaráðherra sagði að styrkja ætti innlent dagskrárefni og það hlyti að vera hægt að nota meiri peninga til innlendrar dag- skrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu. „Ríkissjónvarpið ver 200 milljónum króna til innlendrar dagskrárgerðar á þessu ári en öll rekstraráætlun Ríkisútvarpsins er upp á tvo millj- arða. Breyta á forgangsröðinni í þágu íslenskrar menningar en það eiga einnig að koma peningar ann- ars staðar frá og ég mun láta á það reyna hvort Alþingi er tilbúið til að taka peninga úr almennum sjóðum til dagskrárgerðar stöðvanna. Hins vegar er ég ekki bjartsýnn á að menn séu tilbúnir til þéss,“ sagði menntamálaráðherra. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagðist vænta þess að breyt- ingar á útvarpslögum yrðu afgreidd- ar á þessu þingi, þannig að óþýddar útsendingar færu eingöngu til þeirra, sem vildu kaupa slíkt efni af kapalkerfum, sem gætu til dæmis boðið upp á 20-30 dagskrárrásir. Markús Órn sagði að aðalatriðið væri að með þessum tillögum nefnd- arinnar um breytingar á útvarpslög- um yrði kapalkerfum heimilt að end- urvarpa óþýddu erlendu efni og það yrði ekki hlutverk fullgildra inn- lendra stöðva að sinna slíku. Hann sagði að 60-80% heimila í Vestur- Evrópu hefðu aðgang að kapalkerf- um, þar sem í boði væru allt að 30 gervihnattarásir og fijálsleg ákvæði væru í Svíþjóð og Noregi um mót- töku á þessu efni. „Við væntum þess að afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækki en ég á ekki von á að neinar stökkbreytingar verði í þeim efnum. Klukkustundar leikið verk í sjónvarpi kostar 7-8 milljónir að meðaltali en við höfum dæmi um 13 milljóna króna útlagðan kostnað fyrir um klukkutíma þátt í sjónvarpi,“ sagði Markús Örn. Menningarsjóður styrki innlenda dagskrárgerð Markús Örn sagðist vilja að Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva styrkti innlenda dagskrárgerð, eins og sjóðnum hafi verið ætlað í upphafi. „Ríkisútvarpið greiðir 55 milljónir króna í Menningarsjóð útvarps- stöðva á þessu ári en við gerum okkur í mesta lagi von til þess að fá 25 milljónir úr sjóðnum í ár. Og er eitthvert vit í því að stór hluti af þessu fari til Sinfóníuhljómsveitar íslands?." Markús Örn sagðist vera hlynntur því að gjald af kapalkerfum rynni til innlendrat' dagskrárgerðar og stefna bæri að því að helmingur af útsendu efni væri innlend dag- skrárgerð. Hins vegar væri auðveld- asta ráðið til að auka hlut innlendr- ar dagskrárgerðar að stytta dag- skrána en hún hefði verið lengd mikið á undanförnum árum og reynt Morgunblaðið/KGA Svavar Gestsson menntamálaráðherra í ræðustól á opnum fundi, sem Bandalag háskólamanna stóð fyrir á Hótel Borg á fimmtudagskvöld um fréttaþörf og þýðingarskyldu. Við borðið situr Gunnlaugur Ást- geirsson, fundarstjóri. væri að vanda til þýðinga á báðum stöðvunum. Fjölmiðlar eiga að vera einn hornsteina lýðræðisins Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur sagði að tal manna væri nú fiutt á einni sekúndu um heiminn. „Andstyggileg styijöld birtist á sjón- varpsskjánum kvöld eftir kvöld og í vissum skilningi er heimurinn að verða agnarsmár. Fréttirnar um úr- slit orrustunnar um Waterloo voru hins vegar eina viku að berast frá Waterloo til Lundúna," sagði Kristín. Hún sagði að fjölmiðlar ættu ekki að vera gjallarhorn misviturra stjórnmálamanna, heldur einn af hornsteinum lýðræðisins. Fjölmiðlar eigi að vera sjálfstæðir og spyija áleitinna spurninga. „Spyija má hvort við verðum ónæm fyrir hryllingi styijalda,“ sagði Kristín. „Bagdad var eins og upplýst jólatré, sagði hermaðurinn. Árásin var vel heppnuð, segja frétta- mennirnir. Ætlum við að vera frið- flytjendur eða stríðsæsingamenn?. Eigum við að setja fjölmiðlum ákveðnar siðferðisreglur áður en við verðum ónæm? Ég vil sjá gagnrýnar fréttir unnar af íslenskum frétta- mönnum. Við verðum að skapa og veita, ekki bara gleypa og þiggja ef við ætlum að tryggja íslenska menningu." Kristín sagði að á undanförnum árum hefði gætt vaxandi virðingar- leysis fyrir lögum og reglum og illt væri í efni ef menn kæmust upp með að bijóta reglur og síðan væri reglunum breytt umyrðalaust. Rangt að leyfa óþýddar útsendingar CNN og SKY Halldór Ármann Sigurðsson, dós- ent við Háskóla Islands, sagði að menntamálaráðherra hefði tekið ranga ákvörðun þegar hann leyfði Ríkissjónvarpinu og Stöð 2 að endur- varpa útsendingum SKY og CNN óþýddum. „Reglugerðir hafa hindrað að gervihnattasjónvarp fyndi hér æskilegan farveg. Þær hafa gert illt verra og komið í veg fyrir að kapal- kerfi fengju að þróast hér á eðlileg- an hátt. Sjálfsagt myndi Evrópubandalag- inu ekki muna um að veita okkur þýðingarstyrki en það er illa komið fyrir okkur ef innganga í Evrópu- bandalagið er helst til varnar íslenskri menningu. Það kostar pen- inga að halda uppi íslenskri menn- ingu og það er spurning hvort við höfum metnað til að halda henni uppi eða hvort við viljum alþjóðlega menningu án nafns og heimilis- fangs. Hins végar væri fráleitt að missa móðinn á mestu velmektar- dögum íslensku þjóðarinnar." stjórnvöld munu áfram beita sér fyrir stuðningi við fullt sjálfstæði Éystrasaltstríkjanna á alþjóðavett- vangi. íslensk stjórnvöld fallast einnig á að taka að sér hlutverk málamiðlara í samningaviðræðum Sovétríkjanna og Eystrasaltsríkjanna. Stjórnvöld í Eistlandi munu kanna afstöðu ýfip- valda í Lettlandi og Litháen til þessa máls. Samþykkt var að fyrsta skrefí; ið í slíkri sáttaviðleitni ætti að verða að bjóða fulltrúum allra Eystrasalts- ríkjanna til fundar í Reykjavík í marsmánúði. Aðilar ræddu einnig hvernig efla - mætti samstarf Eistlendinga og'ís- lendinga. Þeirri hugmynd var komið á framfæri að hugsanlega hefði fúll- trúi íslendinga aðsetur í Tállinn til að koma á sem -nánustum samskipt- um við Eystrasaltsríkin. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Skiptar skoðanir um greiðslur til foreldra SKIPTAR skoðanir komu fram í borgarstjórn um greiðslur til foreldra barna á forskólaaldri, sem kjósa að vera heima hjá börnum sínum, við umræður um fjárhagsáætlun Reykavíkur á fimmtudag. Sjálfstæðismenn vildu verja til þess 50 milljónum króna á árinu, Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, vildi tvöfalda þá upphæð, en aðrir fulltrúar minni- hlutans lýstu sig andvíga slíkum greiðslum. Fulltrúar minnihlutaflokkanna fluttu ýmsar tillögur um dagvistar- mál við afgreiðslu íjárhagsáætlunar- innar. Sigrún Magnúsdóttir lagði til að 100 milljónum króna yrði varið til foreldragreiðslna. Hún lagði jafn- framt til að lokið yrði smíði leik- skóla í Selási. Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista, lagði til miklar breyt- ingar á fyrirkomulagi dagvistarþjón- ustu í borginni, með það fyrir augum að bæta aðstöðu barna á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Ólína Þorvarðar- dóttir, Nýjum vettvangi, lagði til verulega hækkun fjárveitinga til uppbyggingar dagvistarheimila og gæsluvalla og Siguijón Pétursson, Álþýðubandalagi, flutti tillögu um að leikskólum í Rimahverfi og á Háskólasvæði yrði lokið á árinu. Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvista barna, flutti fyrir hönd sjálfstæðismanna frávísunar- tillögu við allar þessar tillögur. Taldi hún óraunhæft að hækka upphæð til foreldragreiðslnanna jafn mikið og Sigrún vildi og óþarft að hraða framkvæmdum við leikskóla í Selás- hverfi. Anna sagði að ekki væri hyggilegt að samþykkja tillögu Kvennalistans um breytt fyrirkomu- lag í dagvistarmálum, enda væri hún úr takt við vilja foreldra, sem fram hefði komið í umfangsmikilli skoð- anakönnun. Hún sagði að lokum að tillaga Nýs vettvangs um uppbygg- ingu dagvistarheimila og gæsluvalla væri ómarktæk, enda væri þar ekk- ert tilgreint um staðsetningu þeirra og hlutverk og að tillaga Siguijóns Péturssonar um leikskóla í Rima- hverfí og Háskólasvæði væri óþörf og óraunhæf. Loðnuskipið Júpíter landar í Bolungarvík. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Bolungarvík: Þrær loðnuverk- smiðjunnar fullar Bolungarvík. LOÐNUVERKSMIÐJAN Einar Guðfinnsson hf. hefur nú tekið við tæp- lega 5.000 lestum af loðnu frá því að þessi veiðihrota sem nú stendur hófst. Nú eru allar þrær verksmiðjunnar fullar og að sögn Einars Jónatans- sonar framkvæmdastjóra er hugsan- legt að verksmiðjan geti tekið við u.m.þ 800-900 lestum eftir tvo sólar- íiringa. Mest af þessum afla hefur loðnuskip Bolvíkinga, Júpíter, fært að landi eða um 3.500 lestir. En auk þess lönduðu hér á dögunum loðnu- skipin Gullberg um 600 lestuin og ísleifur um 700 lestum. Loðnan er kærkomin atvinnulífinu hér í Bolungarvík enda óneitanlega lyftistöng fyrir byggðarlagið á þess- mn tíma aflakvóta og atvinnuþrefs. Nú vona menn hér helst af öllu að frekari veiðiheimildir verði veittar af loðnu eins og jafnvel reyndustu loðnuskipstjórar flotans hafa þrá- faldlega lagt til síðustu daga. - Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.