Morgunblaðið - 23.02.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.02.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGA'RDAGUR 23: 'FEBRÚAR 1991 '27 Þj óðarflokkurinn: Framboðslisti til þing- kosninga frágenginn STJÓRN kjördæmisfélags Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördænii eystra samþykkti á fundi í fyrradag framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri á Akureyri, verður í 1. sæti á listanum, Anna Helgadótt- ir, kennari á Kópaskeri, í 2., Björg- vin Leifsson, lífefnafræðingur, í 3., Oktavía Jóhannsdóttir, húsmóðir á Akureyri, í 4. sæti, Gunnlaugur Fjórtán gjald- þrot nú í ár FJÓRTÁN beiðnir um gjaldþrot- askipti hafa borist skiptaráðanda bæjarfógetaembættisins á Akur- eyri frá áramótum. Eyþór Þorbergsson skiptaráðandi hjá embættinu sagði að svo virtist sem ekkert lát væri á beiðnum um gjaldþrotaskipti. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé neitt að minnka," sagði Eyþór. Frá áramótum hafa fimm fyrir- tæki verið tekin til gjaldþrotaskipta, Rafmar hf., Fiskverkun Birgis Þór- hallssonar hf., Óskarsson hf., Skrið- jöklar hf. og Norðurfell hf. Þá hafa komið fram níu beiðnir um gjald- þrotaskipti hjá einstaklingum. Sigvaldason, bóndi, Svarfaðardal, í 5., Karl Steingrímsson, sjómaður, Akureyri, í 6., Klara Geirsdóttir, matreiðslunemi, Akureyri, í 7., Helga Björnsdóttir, húsmóðir, Húsavík, í 8., Sigurpáll Jónsson, bóndi, Hálshreppi í 9. og Gíslína Gísladóttir, fulltrúi, Dalvík, í 10. sæti. í 11. sæti er Kolbeinn Arason, flugmaður, Akureyri, Anna Krist- veig Arnardóttir, símvirki, Akur- eyri, í 12. Guðný Björnsdóttir, hús- móðir, Akureyri, í 13. og Valdimar Pétursson, skrifstofumaður á Akur- eyri, í 14. sæti. Þá hefur Þjóðarflokkurinn sent frá sér stefnuskrá, þar sem m.a. segir að flokkurinn hafi verið stofn- aður til að hefja nýja sjálfstæðisbar- áttu sem byggist á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Flokkur- inn berst fyrir frelsi einstaklinga og samtaka þeirra, gegn miðstýr- ingu þjóðfélagsins. Þá berst hann fyrir fækkun þingmanna og veru- legri minnkun á framkvæmdavaldi ráðherra og ráðuneyta. Einnig fyrir valddreifingu ogjafnrétti landshlut- anna og stöðugleika á pólitísku og efnahagslegu sviði. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmenni var á fundi sem Reki, félag rekstrardeildarnema við Háskólann á Akureyri, efndi til um málefni skólans og haldinn var á miðvikudagskvöld. Á fundinutn kom fram mikill og eindreginn stuðn- ingur fundannanua við skólann. Fjölmennur fundur um málefni háskólans: Rætt um nýjar deildir og byggingu stúdentagarða FJÖLMENNI var á fundi um mál- efni Háskólans á Akurcyri sem Reki, Félag rekstrardeildarneina, liélt á þriðjudag. Svavar Gcstsson mcnntamálaráðhcrra flutti ávarp og kynnti m.a. stefnu ráðuneytis- ins í menntamálum. Þá urðu mikl- ar umræður um skólann og var Kærur ganga milli bílstjóra BÍLSTJÓRI á leigubifreiðastöðinni Glæsibíllinn hefur í hyggju að kæra bilstjóra á leigubifreiðastöðinni BSO á Akureyri fyrir að veitast að sér þar sem hann var á ferð í bíl sínum í einkaerindum. Bílstjóri á BSO hefur kært umræddan bílstjóra fyrir farþegastuld. Frá því Glæsibílar tóku til starfa síðla árs 1987 hafa bílstjórar leigubílastöðvanna tveggja eldað saman grátt silfur, en BSO hefur einkaleyfi á rekstri leigubíla- stöðvar á Akureyri og líta þeir því svo á að akstur Glæsibíla með far- þega sé ólöglegur. Glæsibílamenn spyrja hins vegar á móti liver eigi farþega. Forsaga þessa máls er sú, að út- lendur maður sem staddur var á Akureyrarflugvelli hringdi á BSO og óskaði eftir leigubifreið. Að sögn Jakðbs Jónssonar formanns Bifreiða- stjórafélags Akureyrar tók bílstjóri leigubifreiðarinnar sem fór í akstur- inn eftir því að farþeginn var kominn upp í bifreið Glæsibíla. Jakob segir að BSO hafi einkaleyfi til reksturs leigubifreiða á Akureyri og því sé um að ræða ólöglegt athæfi. Hann segir að þetta sé ekki fyrsta kæran sem lögð er fram á hendur bílstjórum Glæsibíla og að minnsta kosti í tví- gang hafi bílstjórar þaðan tekið 'far- þega á Akureyrarflugvelli, sem pant- að höfðu bíla frá BSO. Bílstjórar frá BSO veittu bílstjóra Glæsibíla eftirför, en bílarnir voru stöðvaðir í krika við Möl og sand við Glerár. Bílstjóri Glæsibíla sagði við Morgunblaðið að BSO-menn hefðu veist að sér með háreysti og læti, lamið bíl hans utan og gert tilraunir til að bijótast inn í hann. Ilan kvaðst hafa verið í einkaerindum, á leið í hesthús sitt er atburðurinn átti sér stað. „Þetta var alveg augljós árás og ég lít svo á að ég hafi þegar kært þetta mál munnlega, strax og þetta gerðist," sagði bílstjórinn. Hann sagði að frá því Glæsibílar tóku til starfa hefðu bæði BSO-bíl- stjórar og lögreglan hindrað starf- semi félagsins, nefndi hann sem dæmi, að farþegar hefðu þurft að gefa lögreglu skýrslu, lögregla hefði spurt einstaka bílstjóra út í ferðir þeirra á milli staða og þá hefði félag- inu verið haldið í ólöglegu lögbanni um langa hríð. Um meintan farþegastuld sagði bílstjóri Glæsibíla, að ekki væri hægt að segja fyrir um hveijir ættu far- þega. það mál niaima að ef liann fengi að dafna væri um að ræða byggða- mál sem snúið gæti við þeirri byggðaröskun sem orðið hefur í landinu. Ilaraldur Bessason rektor ræddi um framtíðarsýn skólans, Smári Sig- urðsson lektor um stefnumótun og Jón Þór Gunnarsson framleiðslustjóri um mikilvægi hans. Þá fjallaði Krist- inn Hreinsson formaður Reka um sjónarhorn nemenda og fulltrúar stjórnmálaflokkanna lýstu viðhorfum sínum. Á meðal þess sem mikið var rætt voru byggingau við skólann, nauðsyn þess að reistir verði fleiri stúdenta- garðar, um nýjar deildir og viðbót- arnám. Fram komu hugmyndir um að ekki væri úr vegi að komið yrði upp lögfræðideild við skólann og sagði Haraldur Bessason rektor að því máli hefði oft verið hreyft við sig. Þá sagði menntamálaráðherra að hann myndi taka afstöðu til fram- kominnar beiðni um tveggja ára við- bótarnám við rekstrardeild fyrir lok næsta mánaðar. Hvað nýjar deildir varðar var einnig rætt um að æski- legt væri að á Akureyri væri boðið upp á kennaranám, einkum skorti kennára til að kenna raungreinar í framhaldsskólum og lýstu margir yfir áhuga á að unnt yrði að sækja það í bænum. Fundarmönnum varð tíðrætt um hlutverk skólans og þátt hans í að sporna gegn frekari byggðarösk- un og voru í því sambandi tekin dæmi frá Noregi og Svíþjóð, en þar hefðu háskólar verið reistir í fremur afskekktum byggðarlögum í norður- hluta landanna og öflug starfsemi þeirra hefði orðið sveitunum í kring lyftistöng og jafnvel komið í veg fyrir að byggðir færu í eyði. -----t-t-t----- Eyjafjörður: Lionsmenn selja blóm Ytri-Tjörnum. í DAG, þorraþræl, gengst Lions- klúbburinn Vitaðsgjafi fyrir ár- legri blóntasölu á félagssvæði sínu, sem er Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsströnd, í tilefni af konudeginum sem er eins og kunnugt er á morgun. Blómin sem seld verða eru öll framleidd hjá Gróðrarstöðinni Grísarar í Eyjafjarðarsveit. Hús- bændur og aðrir herramenn eru hvattir til að taka vel á móti Lions- mönnum nú, sem endranær. Allur ágóði rennur til Kristsnesspítala. Benjamín Nemendur í Tónskóla Sigursveins. Tónskóli Sigursveins: Tvennir tónleikar á degi tónlistarskóla Á DEGI tónlistarskólanna, laugardaginn 23. febrúar nk., mun Tón- skóli Sigursveins standa fyrir tvennum tónleikum. Þeir fyrri verða haldnir í Tónskól- asalnum, Hraunbergi 2, og heljast kl. 14.00. Hinir síðari verða í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar kl. 17.00. Alls spila og syngja um 60 nemendur skólans á þessum tón- leikum. Eingöngu verður flutt íslensk tónlist, m.a. eftir Sigursvein D. Kristinsson, Atla Heimi Sveinsson, Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, John Speight, Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri. Allir eru velkoninir á tónleikana. ■ ISLANDSMEJSTARA- KEPPNI í gömlu dönsunum verður haldin á Hótel Islandi á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 14. Um 200 pör víða að af landinu hafa skráð sig til þátttöku í keppninni og eru flestir þátttakendurnir á grunnskólaaldri. Dansráð Islands stendur fyrir Islandsmeistarakeppninni í gömlu dönsunum, en það er samtök allra danskennara á landind. Dómnefnd í keppninni er skipuð þeim Sigvalda Þorgilssyni, Iiuldu Hallsdóttur, og Ingibjörgu Róbertsdóttur. ■ RÖSKVA samtök félags- hyggjufólks, gengst fyrir menn- ingar- og listahátíð í skemmtistaðn- um Lídó í Lækjargötu, laugar- dagskvöldið 23. febrúar kl. 21.30- 24.00. Að lokinni menningardag- skrá verður framboðslisti Röskvu í komandi stúdenta- og háskólaráðs- kosningum kynntur. Aðagangur að menningar- og listahátíð Röskvu er ókeypis fyrir alla nemendur Há- skóla íslands en að henni lokinni tekur við almennur dansleikur í Lídó. SJALFSTÆDISFLOKKURINN F É 1. A G S S T A R F Framtíð þjóðarsáttar Fundur verður hald- inn i Alþýðuhúsinu Akureyri nk. sunnu- dag 24. febrúar kl. 15.00. Frummæl- endur verða Magn- ús , L. Sveinsson, formaöur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, Guð- mundur Flallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs, Eskifirði, og Svanhildur Árna- dóttir, húsmóðir og bæjarfulltrúi á Dalvík. Fundarstjóri: Halldór Blöndal. Fundarefni: Framtið þjóðarsáttar og kjaramál almennt. Fjölmennum á fjörugan fund. Allir velkomnir. ■ Kjördæmisráð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.