Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 31
um fjárhop fóreldra sinna og eignað- ist einnig kindur sjálfur. Hef ég fyr- ir satt að Eyvindur hafi alla tíð síðan átt fkindur. Eyvindur hóf störf hjá Verzlunar- félagi Borgarfjarðar á árinu 1941 og starfaði þar til ársins 1948 er hann gerðist bifreiðastjóri hjá Kaup- félagi Borgfirðinga. Arið 1950 hóf hann nám í 'bifvélavirkjun hjá Bif- reiða- og-ti-ésmiðju Borgarness og lauk því námi á tilskildum tíma en starfaði áfram hjá fyrirtækinu til ársins 1956 er hann fór til starfa að Hvítárvöllum í Andakílshreppi um eins árs skeið. Er Eyvindur og íjöl- skylda hans komu aftur í Borgarnes eftir dvölina á Hvítárvöllum hóf hann störf sem verkstjóri hjá Verzlunarfé- lagi Borgarfjarðar. Einnig var hann á haustin sláturhússtjóri hjá verzlun- arfélaginu og kjötmatsmaður. Á sama tíma byggði hann sér íbúðar- hús á Borgarbraut 18 í Borgarnesi þar sem íjölskyldan hefur búið síðan. Á árunum 1964-1968 starfaði Nið- ursuðuverksmiðja Borgarfjarðar lif. í Borgarnesi og vann Eyvindur þar sem verkstjóri. Síðan fór hann aftur til starfa hjá Bifreiða- og trésmiðju Borgarness um eins árs skeið er hann hóf störf á Bifreiðaverkstæði Ragnars Jónssonar. Hinn 1. júlí árið 1980 kom Eyvindur til starfa hjá Hitaveitu Akraness og Borgarljarð- ar sem eftirlitsmaður og hefur starf- að þar síðan. Eyvindur Ásmundsson var mjög félagslyndur maður og nutu mörg félög góðs af ágætum störfum hans. Ungur gekk hann til liðs við Ung- mennafélagið Skallagrím. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Borgarness, gegndi þar nær öllum trúnaðarstörfum og starfaði af áhuga til hinstu stundar. Hestamað- ur var Eyvindur mikill og starfaði fyrir Hestamannafélagið Faxa og sat í stjórn félagsins um árabil. Eyvindur var góður söngmaður og hafði mikla og fagra rödd. Á unga aldri var hann félagi í karlakór er starfaði í Borgarnesi og um langt árabil var hann ein styrkasta stoðin í kirkjukórnum. Kom iðulega fyrir að hann söng einsöng í kirkju sinni og víðar um héraðið. Hinn 7. október 1950 stóð brúð- var greiði gerður. Á síðari árum var heilsan mikið farin að bila, einkum voru fæturnir orðnir þreyttir. Þau hjónin ur0u því að bregða búi og flytja á mölina. Mikil sárabót var að Högni dóttursonur þeirra tók við búinu á Ósi og sáu þau því sitt lífsstarf halda áfram hjá sínum af- komendum. Margs er að minnast eftir nærri 30 ára tengdii’ og lengri kynni við þessa mannkostakonu. Og nú þegar leiðir skilja er mjög gott að eiga ljú- far minningar um mæta og merka konu er gengin er á braut langt um aldur fram, því hún átti svo margt ógert af því sem hún ætlaði að gera eftir að hún settist í helgan stein. Ég bið Guð að veita öldruðum eftirlifandi eiginmanni styrk í sorg- inni og blessa minningar hans um góða eiginkonu. Jón M. Egilsson Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. (Jónas Hallgrímsson) Föstudaginn 15. febrúar fyllti vetrarsólin og lognið víkina okkar, en snögglega dró sorgarský fyrir sólu er amma okkar varð burtkölluð úr þessum heimi. Ebba amma var mikill náttúruunnandi og hefur notið þess að ganga heim úr vinnunni á degi sem þessum. Hún hefur sjálf- sagt litið heim að bænum sínum, i Ósi, og séð hann í hinsta sinn baðað- an sólskini. Hún hlakkaði alltaf til vorsins og sumarsins og naut þess að sjá lífið kvikna og dafna, sérstakt yndi hafði hún þó af dýrunum. Þeg- ar amma var yngri og átti auðveld- ara með að komast ferða sinna fór hún í gönguferðir fram í hlíðina sína til þess að njóta kyrrðarinnar sem þar var. Henni gafst þó ekki oft tóm til þessara ferða þar sem hún var MDRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 31 kaup Eyvindar og Maríu Ásbjörns- dóttur. _ María er frá Borgarnesi, dóttir Ásbjörns Jónssonar, bifvéla- virkja frá Borgarnesi, og Jónínu Ólafsdóttur frá Hvítárvöllum. Dætur Maríu og Eyvindar eru Jónína Kristín, f. 5. febrúar 1950, hús- freyja á Hraunsmúla í Kolbeins- staðahreppi, gift Magnúsi Krist- jánssyni, bónda þar, og Drífa, f. 14. febrúar 1952, starfsstúlka í Spari- sjóði Mýrarsýslu. Mikill harmur er kveðinn að eigin- konu Eyvindar og dætrum ásamt öðru skylduliði við skyndilegt fráfall hans, en minningin um góðan dreng mun lifa og ég bið algóðan Guð um líkn við þraut. Fyrir hönd stjórnar Hitaveitu Arkaness og Borgarfjarðar eru Ey- vindi Ásmundssyni færðar þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu vei- tunnar er hann nú hverfur til nýrra starfa Guðs um geirn. F.h. stjórnar HAB, Jósef H. Þorgeirsson í dag, 23. febrúar 1991, er kvadd- ur frá Borgarneskirkju Eyvindur Ásmundsson frá Dal í Borgarnesi. Hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 18. febrúar, vegna afleið- inga slyss, sem hann varð fyrir 30. janúar sl. Eyvindur var fæddur 17. október 1927 í Borgarnesi og átti hér heima alla ævi. Hann ólst upp í stórum systkinahópi í Dal í Borgarnesi, var einn Dal-systkinanna, sem svo eru kölluð. Foreldrar þeirra voru hjónin Jónína Eyvindsdóttir og Ásmundur Jónsson. Eyvindur giftist Maríu Ásbjörns- dóttur, einnig innfæddum Borgnes- ingi, og eignuðust þau tvær dætur, Jónínu og Drífu. Eyvindur og María hafa lengst af búið í eigin húsi á Borgarbraut 18, er þau byggðu ná- lægt æskuheimili Eyvindar. Hann vann ýmis störf um ævina, lærði bifvélavirkjun og vann við þá iðn um skeið, var verkamaður og verkstjóri, en hafði hin síðari ár unnið hjá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Árið 1957 stofnuðu 15 menn Lionsklúbb Borgarness og var Ey- vindur einn þeirra. Hann er annar úrþessum hópi, sem kveður jarðlífið. Lionsklúbburinn óx hægt og fast að mannafla og erum við félagar nú um 50. Eyvindur var alla tíð mjög áhugasamur klúbbfélagi, bæði fyrst og síðast. Hafði ýmislegt til málanna að leggja hvað varðaði skipulag og starfsemi klúbbsins og þau verkefni, sem vinna skyldi að. Hann var vanur félagsmálum frá virkri þátttöku, meðal annars í Ung- mennafélaginu Skallagrími. Eyvind- ur var okkur líka til gagns og gleði á skemmtikvöldum og í ferðalögum og oft til hans leitað er hefja skyldi söng, að vera þá forsöngvari, eða hann var fenginn til þess að syngja einsöng. Eyvindur sótti Lionsþing, var rit- ari klúbbsins 1962-63, formaður 1963-64 og Siðameistari 1982-83, gegndi auk þess mörgum störfum fyrir klúbbinn, sem ekki verða talin hér. Með þessum fáu orðum viljum við Lionsmenn í Borgarnesi þakka Ey- vindi samfylgdina og fyrir að vera góður og gegn félagsbróðir. Einnig sendum við Maríu, dætrum og öðrum vandamönnum samúðarkveðjur. Lionsklúbbui' Borgarness, Jón Einarsson í dag, laugardaginn 23. febrúar, verður til moldar borinn frá Borgar- neskirkju tengdafaðir minn, Eyvind- ur Ásmundsson, en hann lést á gjör- gæsludeild Landspítalans aðfaranótt 18. febrúar. Að kvöldi 29. janúar síðastliðinn varð bilun á aðalæð llitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar og starfsmenn kallaðir til viðgerðar, hann var einn þeirra, við erfiðar að,stæður, nátt- myrkur og mikil gufa og gat enginn þeirra séð fyrir hvar vatnið úr biluðu æðinni hafði grafið um sig. Það varð hörmulegt slys. í tuttugu sólar- hringa var barist hetjulegri baráttu við að reyna að bjarga lífi hans en allt kom fyrir ekki. I voninni getur dauðinn líka verið huggun. Mig langar í örfáum orðurn að minnast tengdaföður míns, ég á honum svo ótalmargt að þakka. Eyvindur var fæddur í Borgarnesi 17. október 1927, sonur Ásmundar Jónssonar og Jónínu Kristínar Ey- vindsdóttur en þau áttu heima í húsi sem alltaf gekk undir nafninu Dalur. Þau sæmdarlijón eru bæði látin. Eyvindur ólst upp í stórum og glaðværum systkinahóp. Dalsfólkið er annálað fyrir glaðværð og létta lund. Á uppvaxtarárum Eyvindar var faðir hans með bústofn í kaupstaðn- um, eins og svo margir aðrir til þess að létta undir framfærslu heimil- anna. Hestarnir áttu hug hans allan, frá því hann mundi eftir sér, hann fór snemma að fylgja föður sínum við gegningar og eignaðist fljótlega kindur og síðar hesta. Langt var oft farið við öflun fóðurs á sumrin. Margar sögur sagði hann mér af heyöflun á Sólbakka, Hvítáivalla- engjum og víðar. Alltaf var tjaldað, kýrin höfð með og dvalist mislengi á hverjum stað eftir tíðarfari. Það var bjait yfir minningum hans frá þessum tímum. Eftir barnaskólanám lærði hann bifvélavirkjun. Tvö sumur var hann á síldveiðum á Eldborginni, einnig á. Laxfossi gamla sem gekk á milli Borgarness og Reykjavíkur. Starfs- inaður hjá Verslunarfélagi Borgar- fjarðar var hann í mörg ár, við ýmis störf. Hafði yfirstjórn með nið- ursuðuverksmiðjunni sem starfrækt var í Borgarnesi um tíma. Starfs- maður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga um tíma, ók þá mjólkurbíl og einnig við kjötmat að haustinu. Hann hafði mjög góða þekkingu á meðferð mat- væla. Vann við iðn sína bæði hjá KB og á bifvélaverkstæði Ragnars Jónssonar. Síðasta áratugvann hann hjá Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar, eða frá upphafi starfrækslu hennar, Á þessu má sjá að Eyvindur tók sér ýmislegt fyrir hendur, fyrir utan alla hjálpina sem hann veitti mér fyrr og síðar. í frístundum sínum hafði hann mesta yndi af hestunum sínum. Átti alla tíð fallega og góða hesta. Hann var mikill dýravinur og náttúruunnandi, sá ýmislegt í náttúrunni sem aðrir komu ekki auga á og þekkti örnefni vítt og breitt um jarðir. Hann var virkur Lionsfélagi í fjölda ára, í kirkjukór Borgarneskirkju í mörg ár, í hesta- mannafélaginu Faxa, Hesteigenda- félagi Borgarness og Iðnsveinafélag- inu. í nokkur ár hætti hann í kirkju- kórnum en var tekinn þar til starfa aftur. Söngurinn var honum mikill gleðigjafi, enda átti hann undurfall- ega tenórrödd, mjúka, hreina og tæra. Hann var eftirsóttur sem ein- söngvari, bæði við kirkjuathafnir og á skemmtunum. Hann var ljóðelsk- ur, sjálfur var hann góður hagyrð- ingur og tækifærisvísur hans eru margar alveg frábærar. 7. október 1950 gekk hann mikið gæfuspor er hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Maríu Ásbjörnsdótt- ur, dóttur Ásbjörns Jónssonar og konu hans Jónínu Ólafsdóttur, sem bæði lifa tengdason sinn. Börn Ey- vindar og Maríu eru: Jónína Kristín, fædd 5.2.1950, gift undirrituðum, 3 börn: Eyvindur Svanur, Kristján Ágúst og Magnús Helgi. Drífa, fædd 14.2.1952, var gift Vigni Jóhanns- syni en þau slitu samvistir, eitt barn: Marsibil Brák. Einkasonurinn fædd- ist 1964 en dó stuttu eftir fæðingu og varð það þeim hjónum mikill harmur. Heimili afa og ötnmu í Borgar- nesi er hlýtt og notalegt og þar er líka alltaf pláss. Þar eru drengirnir okkar Jónínu allir fæddir. Eyvindur afi hafði yndi af barnabörnunum sínum og það hlýtur að vera ham- ingja hvers barns að fá að njóta samvista við afa sinn. Eyvindur var maður dagfarsprúður, hreinskiptinn og látlaus. íjannig kom hann mér fyrir sjónir. Það var oft gaman yfir kaffibollanum, já gleðistundirnar voru margar og alltaf var mest hleg- ið að hrakfallasögum okkar sjálfra. Nú er Eyvindur afi allur og við sem eftir sitjum syrgjum látinn ástvin. En minningin um hann verður eins og söngur lians, svo mjúk, svo hrein og tær. Elsku Mæja, Jonný, Drífa og afa- börnin, langamma og langafi, systk- ini hans, aðrir ættingjar og vinir. Góður Guð gefi okkur styrk í sorg- inni. Blessuð sé minning Eyvindar Ás- mundssonar. Magnús Krisljánsson húsmóðir á stóru heimili mestan hluta ævi sinnar. Nú síðustu árin hefur hún farið með langömmubörn- in í slíkar gönguferðir og var það alltaf tilhlökkunarefni að fara í „úti- legu“ með Ebbu ömmu. Allt sitt skyldfólk átti amma norð- ur á Skaga og bar sterkar taugar til þess. Hún ólst upp hjá vandalaus- um hér í Bolungarvík við hlýju og gott atlæti. Það var ótrúlegt hvað amma var i góðum tengslum við móðurfólk sitt þrátt fyrir mikinn aðskilnað. Ebba amma var innan við tvítugt þegar hún giftist afa, Kristjáni Högna Péturssyni úr Bolungarvík. Þau eignuðust eitt barn, Guðmundu Ólöfu, mömmu okkar. Amma og afi stofnuðu sitt heimili á Ósi við Bol- ungaivík. Þar byggðu þau upp mik- ið myndarbú og bjuggu þar í 44 ár. Á sumrin var fjölmenni á Ósi og mikil vinna að sinna þörfum heimilis- fólksins sem amma gerði af mikilli rausn og myndarbrag, en auk þess sá hún alla tíð um mjaltirnar. Hún vann líka úti, sérstaklega við hey- skapinn og saknaði þeirrar vinnu sem minnkaði með aukinni vélvæð- ingu. Á veturna voru þau þijú í heim- ili á Ósi, amma, afi og Grímur, Hallg- rímur Jónsson sem átti sitt heimili hjá þeim um árabil þar til hann lést 1986. Amma var einstaklega þrek- mikil kona því þegar heimilis- og sveitastörfjn urðu léttari og fljótunn- ari vegna aukinnar tækni fór hún að vinna utan heimilis. í marga vet- ur vann hún hálfan daginn í frysti- húsinu í Bolungarvík. Hún hafði aldrei bílpróf, því fór hún í vinnuna á hjóli eða gangandi. Síðustu árin sem hún var á Ósi gat hún illa hjól- að og átti erfítt með gang. Samt var það einungis í vondum veðrum sem mátti keyra hana til og frá vinnu. Eftir að hún og afi fluttu niður eft- ir, fyrir fjórum árum, vann amma nær fulla vinnu í frystihúsinu. Þrátt fyrir mikla vinnu alla tíð hafði amma tíma til að sinna stærsta áhugamáli sínu sem var að lesa. Hún las bók- staflega allt milli himins og jarðar og var vel að sér um margt og ekki síður það sem gerðist erlendis en Jiér heima á íslandi. Það besta sem hægt var að gefa Ebbu ömmu var góð bók. Sumar bækur las hún á hveiju ári, eins og t.d. Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson. Á löngum tíma hafa verið margir í sveit á Ósi. Amma og afi komu vel að sér krökkum, það sýndi sig í því að margir þeirra komu sumar eftir sumar í sveitina og hafa haldið einstakri tryggð við þau eftir það. Við systkinin vorum ekki há í loftinu þegar við fórum að vera á Ósi. Þeg- ar við vorum minni var það mikið tilhlökkunarefni að fá að vera nokkra daga hjá afa og ömmu. Þeg- ar eitthvað bjátaði á hjá okkur eða þegar okkur þóttu foreldrarnir vera ósanngjarnir var það fyrsta hugsun- in að komast til ömmu og afa. Þeg- ar við eltumst fórum við að vera í sveit á sumrin og eftir að sauðburð- ur hófst á vorin var hugurinn meira á Ósi en við skólanámið. Beðið var með óþreyju eftir síðasta prófi og farið á hjólinu beint úr skólanum yfir að ðsi og verið þar til hausts. Allir höfðu sín verk þar og fór það eftir aldri hver þau voru. Fyrsta verkið sem við bárum ábyrgð á var að gefa hænunum, síðan var það að reka kýrnar og vera í fjósinu með ömmu. Við heyskapinn áttum við okkar eigin hrífu og fundum ekki annað en við værum fullgilt kaupa- fólk. Við bárum alltaf sérstaka virð- ingu fyrir þeim sem eldri voru en við og sinntu ábyrgðarmeiri störfum, gætti jafnvel óþreyju hjá okkur að verða nægilega gömul til að fá að vinna þau. Á veturna fórum við yfir til skiptis yfir helgar, éinnig þá höfð- um við okkar verk. Það var að fara í útihúsin með afa, stundum var nú kannski meiri fyrirhöfn að hafa okk- ur en gagn. Því að koma inn úr húsunum og beint í kvöldmatinn áður en amma færi í fjósið fylgdi sérstök tilfinning. Þær eru ófáar sendingarnar, af ýmsum toga, sem við höfum fengið frá ömmu og afa bæði meðan við vorum í burtu við nám og eftir að við stofnuðum okkar heimili. Ebba amma var þannig gerð að ef hún vissi af einhveiju sem gæti glatt okkur gerði hún það sem í hennar valdi stóð til að það gæti orðið. Hún amma hafði stórt hjarta og hugsaði meira um aðra en sjálfa sig. Þeir eru ófáip sem hún gladdi og studdi á lífsleiðinni, bæði menn og málleys- ingjar. Má segja að orð Davíðs Stef- ánssonar hafi verið einkennandi fyr- ir hana. „I grýttri jörð má gróðuijurtir yrkja, glópinn má þroska, væskilmennið styrkja örva þá, sem aldrei vildu neitt.“ Eftir að amma og afi fluttu á Hafnargötuna var hennar mesta gleði að hafa langömmubörnin sem næturgesti. Nutu þau þess að kynn- ast Ebbu ömmu á svipaðan hátt og við höfðum gert. Amma gerði þessar heimsóknir eftirminnilegar á ýmsan hátt. Amma hafði gaman af að hafa mikið af fólki í kringum sig og nú síðustu sumrin hafa heimsóknir vina og vandamanna veitt henni nokkuð af þeirri gleði sem hún hafði af því að reka sitt stóra heimili. Við systkinin og Guðmundur, Sunna og Jóhanna getum glaðst yfir minningum okkar um Ebbu ömmu og þar mun hún lifa með okkur áfram. Helga, Högni og Egill Viðtalstími borgarfuiltrúa ^ Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 23. febrúar verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður umhverfismálaráðs, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, formaður ferðamálanefndar og í menningarmáianefnd, og Ólafur F. Magnússon, í stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og heilsugæsluumdæmis Vesturbæjar. w- \.*r w- w- i t i i j. VrtÁ W t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.