Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 43

Morgunblaðið - 23.02.1991, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LÁCfGARITÁóLJR3. FEBRÚAR 1991 43 KÖRFUBOLTI / ÚRVALSDEILD ÍR-ingar láguí Ljóna- gryfjunni Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á ÍR-ingum í Ljónagryfj- unni í Njarðvík í gærkvöldi. Leikur liðanna var illa leikinn framan af og bauð ekki uppá Bjöm mikla skemmtun. Blöndal Fyrri hálfleikur var ®^ar.frá lengstum jafn, en í upphafi síðari hálf- leiks urðu kafiaskil þegar ÍR skor- aði ekki í 5 mínútur og Njarðvíking- ar náðu 15 stiga forskoti, 72:57. Eftir þessa slæmu byijun var allur vindur úr ÍR- ingum og ekki bætti úr skák þegar Bandaríkjamaðurinn Booker varð að fara meiddur af leikvelli 7 mínútum fyrir leikslok. Eftirleikurinn var svo Njarðvíkinga sem með sigrinum hafa hlotið flest stig í undankeppninni. Teitur Örlygsson var bestur í liði UMFN ásamt, þeim Friðriki Ragn- arssyni og Ástþóri Ingasyni sem gætti Bookers ákaflega vel. ísak Tómasson náði sér vel á strik í síðari hálfleik, en Rondey Robinson var óvenju daufur. Franc Booker var allt í öllu hjá ÍR-ingum sem aldrei náðu upp baráttu, en hann ætlaði sér stundum fullmikið og sú leikaðferð gafst ekki vel að þessu sinni. Morgunblaðið/Einar Falur Teitur Örlygsson skoraði 26 stig og var bestur hjá Njarðvíkingum, sem hafa fengið flest stig í deildinni. UMFN-ÍR 107:84 Iþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, Úi-valsdeild, fostudaginn 22. febrú- ar 1991. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 10:10, 26:26, 33:32, 42:32, 60:40, 54:49, 58:57, 72:57, 80:64, 92:70, 100:79,107:84. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 26, Rondey Robinson 24, Friðrik Ragnarsson 16, ísak Tómasson 12, Ástþór Ingason 9, Kristinn Einarsson 9, Gunnar Örlygsson 7, Stefán Öriygs- son 2. Friðrik Rúnarsson 2. Stig 1R: Franc Booker 31, Karl Guðlaugsson 18, Eggert Garðarsson 14, Ragnar Torfason 7, Halldór Hreinsson 6, Bjöm Leósson 3, Gunnar Sverrisson 2, Brynjar Sigurðsson 2, Hilmar Gunnarsson 1. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Guðmundur Stefán Maríasson. Áliorfendur: Um 250. BLAK íslandsmót karla: HK-ÍS...................................................................i3:l (15-12, 15-10, 2-15, 15-6) KNATTSPYRNA Tómas Ingi semur við FC Berlín TÓMAS Ingi Tómasson, mið- herji ÍBV, ákvað í gærkvöldi að taka tilboði frá þýska liðinu FC Berlín (áður austur-þýska liðið Dynamo Berlín). Stað- festing á þessu verður símsend héðan f dag og gera má ráð fyrir að Tómas Ingi leiki fyrsta leik sinn með lið- inu í„Oberligunni“ næsta laugardag. Samningurinn gildir út tímabilið eða til 30. júní. Dynamo Berlín var stói-veldi í Austur-Þýskalandi, en þrátt fyrir nær samfellda sigurgöngu um árabil, var liðið óvinsælt vegna þess að Stasi, öryggisþjónustan, stóð á bak við það og var talið að úrslitum væri gjarnan hagrætt því í hag. Fyrir sameininguna þýsku ríkjanna s.l. haust fóru fjór- ir af sjö landsliðsmönrium liðsins til liða í Vestur-Þýskalandi og þeirra á meðal var „íslandsban- inn“ Andreas Thom, sem leikur með Leverkusen. Liðinu hefur gengið illa í „Oberligunni" eftir breytinguna, er í 13. sæti af 14 með 9 stig. Hins vegar eru aðeins Tómas Ingi Tómasson fjögur stig á milli neðsta liðsins og þess í 5. sæti. Tvö efstu liðin leika í sameinaðri „Bundesligu" næsta keppnistímabil, en liðin í 3. - 6. sæti fara í 2. „Bundes- ligu“. Liðin 17,- 12. sæti og tvö efstu í 2. deild leika síðan um sæti í sömu deild. Skoraði í æfingaleik Tómasi Inga var boðið út til félagsins í byijun vikunnar og á miðvikudag lék hann æfmgaleik með liðinu gegn Hertha Berlín. Han gaf tóninn eftir stundarfjórð- ung með góðu marki og sagði þýska blaðið Kicker að hann hefði sýnt að hann væri stórhættulegur framheiji. „Ég fékk mjög góða dóma og þó um æfingaleik væri að ræða voru um 15 til 20 blaða- menn með spumingar á eftir auk útvarps- og sjónvarpsmanna. Til- boðið kom í framhaldi af leiknum og var rætt um að halda opnu að semja til lengri tíma.“ Tómas lngi er á 22. ári, en var 16 ára, þegar hann lék fyrst með meistaraflokki ÍBV. Hann á einn A-landsleik að baki — var með gegn Færeyjum s.l. sumar. „Ég hef lengi stefnt að því að leika erlendis og mér líst vel á þetta lið. Það er sterkt og takmarkið er að tryggja sæti í 2. deild sam- einaðs Þýskalands næsta keppn- istímabil," sagði Tómas Ingi, sem kom með samninginn til landsins í gær til að fá samþykki ÍBV, en hann fer síðan aftur út um helg- ina. HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐIÐ Kristín ekki með Kristín Pétursdóttir, FH, hefur dregið sig út úr landsliðshópn- um, sem undirbýr sig nú af kappi fyrir C-keppnina, sem verður á Ítalíu í næsta mánuði. Hún hefur hug á að stunda nám í markaðs- fræðum og ætlar að taka inntöku- próf í norskan skóla 15. mars. Það rekst á við landsliðið og því tók hún þessa ákvörðun, en annars hefði hún þurft að bíða í eitt ár eftir næsta tækifæri. Gústaf Björnsson, landsliðsþjálf- ari, sagði að Kristín, sem leikur í vinstra horninu, hefði átt víst sæti í landsliðinu, en góðar hornastúlkur væru ekki á hveiju strái. Hins veg- ar ætlaði hann ekki að velja aðra stúlku í hópinn í staðinn. 1 Kristín Pétursdóttir KNATTSPYRNA / ENGLAND Dalglish hættur hjá Liverpool KENNY Dalglish, yfirþjálfari enska meistaraliðsins Liverpool, sagði starfi sínu lausu á fimmtudagsmorgun og hætti strax í gær. Ástæðuna sagði hann þá að hann þyldi ekki þá miklu pressu sem fylgdi starfinu. Noel White, stjórnarformaður fé- lagins, tilkynnti þetta í gærmorgun, og er óhætt að segja að fréttin hafi komið gríðarlega á óvart. Ronnie Moran, aðstoðar- maður Dalglish, var þegar í stað skipaður í starfið tímabund- ið og stjórnar liðinu ídag í Luton. Breska útvarpið, BBC, skýrði frá því í gærkvöldi að Moran yrði að öllum líkindum ráðinn til starfans, en aðrir voru einnig nefndir, t.d. Alan Hansen, fyrirliði liðsins sem orðinn er 35 ára og hefur-verið frá f allan vetur vegna meiðsla, Graeme Souness, fyrrum leik- maður liðsins og nú stjóri Rangers í Skotlandi og John Tos- hack, sem lék með félaginu á árum áður en var síðan við stjórnvölin hjá Real Sociedad og Real Madrid á Spáni. Liverpool hefur þriggja stiga forskot í ensku 1. deildinni og er enn í bikarkeppninni, þann- ig að ákvörðun Dalglish kom mjög á óvart. Hann tilkynnti stjórn fé- lagsins ákvörðun sína á fimmtu- dagsmorgun, og sagði stjórnar- formaðurinn að þrátt fyrir miklar fortölur yrði henni ekki breytt. „Hann [Dalglish] er ákveðinn að íjúka afskiptum sínum af atvinnu- mennsku í knattspyrnu. Hann fullvissaði okkur um að ekkert fengi því breytt," sagði Noel White í gær. Dal'glish hefur verið gagnrýnd- ur harðlega af sumum breskum fjölmiðlum undanfarið, m.a. fyrir að halda enska landsliðsmannin- um Peter Beardsley fyrir utan lið- ið og hversu mikla áherslu hann hefurlagt á varnarleik í útileikjum liðsins. „Mér fannst rangt að villa um fyrir fólki með því að láta það halda að allt sé í stakasta lagi hjá mér.“ Iíann sagði ekkert ósætti milli sín og stjórnar félags- ins en hann þyldi ekki lengur þá pressu sein starfinu fylgdi. „Þetta er-í fyrsta skipti síðan ég kom til félagsins að ég tek ákvörðun sem kemur sér betur fyrir Kenny Dalglish en Liverpool.“ Hann sagði þessa ákvörðun ekki tekna í skyndi, heldur hefði hann lengi verið að velta málinu fyrir sér. Fréttin um afsögn Dalglish kom eins og vatnsgusa framan í leikmenn Liverpool. „Þetta kom okkur gjörsamlega á óvart," sagði Ronnie Whelan. „Ég hélt að hann yrði hér lengi enn... Ég hef starf- að með frábærum þjálfurum og hann er einn þeirra allra bestu. Missir félagsins er mikill.“ Reuter Kenny Dalglish Dalglish hafði um 200.000 pund í árslaun skv. fréttum; um 21 milljón ÍSK. Margir furðuðu sig á því að hann hætti nú, á miðju keppnistímabili, en hann sagði að hefði hann beðið með að hætta hefði það ekki verið heilla- vænlegt fyrir hann sjálfan og þar með ekki félagið. „Eg hef verið í knattspyi-nunni síðan ég var 17 ára — verið í fremstu víglínu í 20 ár og hef einfaldlega fengið mig fullsaddann.“ Dalglish var keyptur til Liv- erpool frá Celtic fyrir 440.000 pund í ágúst 1977 tiL að fylla skarðlCeyjija JK^egan,, sepi- fpri Í-U , Þýskalands. Sigurganga Liverpool hefur verið nánst óslitin síðan — sem leikmaður varð Dalglish átta sinnum enskur meistari (þar af tvö síðustu skipt- in einnig sem stjóri), vann deildar- bikarinn fjórum sinnum, ensku bikarkeppnina tvisvar og Evrópu- keppni meistaraliða þrisvar. Hann var kjörinn knattspyrnumaður ársins af blaðamönnum fyrir keppnistímabilin 1978/79 og 1982/83,log í síðara skiptið einnig af leikmönnum deildarinnar sjálf- um. Þá hefur hann leikið fleiri landsleiki fyrir Skotland en nokk- ur annar, 102, og gert 30 mörk í þeim, sem er met sem hann deilir með Denis Law. Hann lék 204 deildarleiki með Celtic á árun- um 1968-77 og gerði 112 mörk í þeim. Síðan tók hann þátt í 354 deildarieikjum fyrir Liverpool og gerði 118 mörk í þeim. Dalglish er eini leikmaðurinn sem skorað hefur 100 mörk eða meira bæði í skosku og ensku deildinni. Hann tók við stjórn Liverpool liðsins sumarið 1985, er Joe Fagan liætti, eftir harmleikinn á Heysel leikvanginn í Brussel fyrir leik liðsins við Juventus í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Dalglish hefur síðan stýrt liðinu til þriggja meistaratitla og eins sigurs í ensku bikarkeppninni. Þá hefur hann þrívegis verið kjörinn þj,álfari ársins ,í Englandi., ÍÞRÚmR FOLK ■ PETR Ivanescu hefur verið rekinn úr þjálfarastarfi úi-valsdeild- arliðs Niederwurzbach í hand- knattleik. Liðinu hefur gengið af- leitlega og þá gekk samstarf hans og aðstoðarmannsins Lommels slæmt. Ivcanescu er á leiðinni til starfa sem ráðgjafi hjá Essen eins og áður hefur komið fram. ■ GROSS WALLSTADT sigraði tyrkneska liðið Biskiiiler 27:20 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í handbolta á dögunum í Þýskalandi. Þjóðverjarnir neituðu síðan að fara til Tyrklands í seinni leikinn, vegna stríðsins við Persa- flóa — en alþjóða handknattleiks- sambandið hefur nú skipað þeim að fara, annars verði þeir úrskurð- aðir úr leik. Þess má geta að þetta tyrkneska lið sló FH út úr keppn- inni fyrr í vetur. ■ TINDASTÓLL hefur ráðið bandaríska knattspymuþjálfarann Tim Hankinson sem þjálfara 2. deildarliðs félagsins. Hann er vænt- anlegur til landsins fljótlega og mun koma með einn eða tvo leikmenn með sér. ■ ÞRIR íslenskir keppendur verða á HM í fijálsíþróttum innan- húss í Sevilla á Spáni 8. - 10. mars. Einar Þór Einarsson, Ár- manni, keppir í 60 m hlaupi, Pétur Guðmundsson, HSK, í kúluvarpi og Þórdís Gísladóttir, HSK, í há- stökki. Stefán Jóhannsson verður þjálfari og Þráinn Hafsteinsson fararstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.