Morgunblaðið - 23.02.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 23.02.1991, Síða 44
 VOLVO Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. * Aburðar- verð hækk- ar um 7% STEINGRÍMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra hefur heimilað 7% hækkun á áburðar- verði í samræmi við tillögur stjórnar Aburðarverksmiðju ríkisins. Steingrímur kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnar- fundi í gær, en hann segir að hækkunin sé innan þess ramma sem fjárlög geri ráð fyrir. Að sögn Hákonar Björnssonar, framkvæmdastjóra Áburðarverk- smiðjunnar, hafa hráefnisinnkaup verksmiðjunnar verið hagstæð und- anfarið vegna lækkunar á gengi dollars, en mikið af innkaupunum er í dollurum. Hann sagði að 7% hækkun áburðarverðs nú ætti að nægja til að standa undir rekstri verksmiðjunnar. Ólafsvík: Mokveiði í dragnót Ólafsvík. ÞRIR dragnótarbátar lönd- uðu samtals 58 tonnum af þorski á Olafsvík í gærkvöldi eftir mokveiði í blíðskapar- veðri á Vetrarbrautinni vest- ur af Ondverðarnesi í gær. Auðbjörgin SH kom með 30 tonn sem fengust í sjö hölum, Hugborgin SH kom með 14 tonn og Tindurinn, sem er 14 tonna bátur með tveggja manna áhöfn, kom einnig með 14 tonn. Alfons. Morgunblaðið/Leif R. Jansson Sigríði Snævarr sendiherra var ekið í hestvagni til konungshall- arinnar þegar hún afhenti Svía- konungi trúnaðarbréf sitt í gær. Skíðað í Bláfjöllum Morgunblaðið/Stefán Karlsson Spáð er.góðu veðri um helgina og má því búast við .að margir fari á skíði þó snjólétt sé. Töluvert var af fólki á skíðum í Bláfjöllum í gær og ágætis færi á aðalskíðasvæðunum, en víða var stutt í dökku dílana. Loðnuveiðarnar: Athugasemdir frá Noregi og Grænlandi NORÐMENN og Grænlendingar hafa gert athugasemdir vegna ákvörðunar sjávarútvegsráð- herra að heimila veiðar á 175 þús. tonnum af loðnu. Samkomu- lag hefur verið milli þjóðanna um 400 þús. tonna hrygningarstofn en með veiðiheimildinni er gengið yfir þau mörk. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu segir að Grænlend- ingum og Norðmönnum hafi verið skýrt frá þeim vanda sem við væri að glíma hér og kvaðst hann eiga von á að farið yrði yfir stöð- una á fundi í vor. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son fer til loðnuleitar við suðaustan- vert landið í kvöld og fer Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri og útgerðar- maður, með sem fulltrúi LÍU. Fiski- fræðinga og skipstjóra loðnu- skipanna hefur greint á um mæling- arnar og vilja sjómenn að mæld verði stór loðnuganga sem þeir telja sig hafa orðið vara við út af Reykjanesi. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræð- ingur verður leiðangursstjóri í ferð- inni. Sagði hann fiskifræðinga ekki taka mark á upplýsingum skipstjór- anna um milljón tonna loðnu út af Reykjanesi. „Eg mældi þessa göngu' 400 þúsund tonn að stærð á meðan hún var á leiðinni frá Hjörleifshöfða að Þorlákshöfn síðastliðinn mánu- dag,“ sagði hann. Stjórn Landsvirkjunar um skilyrði þess að virkjanaframkvæmdir vegna álvers hefjist: Fyrirvaralaus rafmagns- sammngur liggi fyrst fyrir LANDSVIRKJUN treystir sér ekki til að hefjá virkjunarframkvæmd- ir vegna álvers fyrr en fyrirvaralaus rafmagnssamningur liggur fyr- ir við Atlantsál hf., en ekki eru horfur á að það verði fyrr en í haust. Stjórn Landsvirkjunar telur að þegar séu fyrir hendi nauðsyn- legar lagaheimildir vegna þeirra virkjana sem byggja Jiarf, en Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, segir að lagaheimildir séu til að ráðast í virkjanaröðina að gerðum samningum um nýtt álver, en hins vegar séu ekki fyrir hendi lagaheimildir fyrir undirbúningsfrainkvæmduin. Ekki hefur náðst samstaða í ríkisstjórninni um heimildarlagafrum- varp eða þingsályktunartiliögu sem iðnaðarráðherra vill flytja um málið. Iðnaðarráðhen'a óskaði eftir því með bréfi til Landsvirkjunar að íá mat fyrirtækisins á stöðu samninga um orkusölu til álversins á Keilis- nesi og afstöðu til þess að aflað verði á þessu þingi heimildar til Sigríður Snævarr afhenti Svíakonungi trúnaðarbréf Sænska sjónvarpið sýndi athöfnina í fréttatíma SIGRÍÐUR Ásdís Snævarr aflienti í gær Karli Gústafi sextánda Svía- konungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Svíþjóð. Sænska sjónvarpið fylgdist með atburðinum og sýndi hann í fréttatíma í gær- kvöldi en það mun vera í fyrsta skipti sem athöfn við afhendingu trúnaðarbréfs er sjónvarpað þar í landi. Sigríður sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að fylgt væri gam- alli og hefbundinni siðvenju við af- hendingu trúnaðarbréfs í Svíþjóð. „Hámeistari frá hirðinni sótti mig og sendiráðsritarann og fylgdi okkur í utanríkisráðuneytið, þar sem ég átti fund með fulltrúum þess. Því næst fór ég í hestvagni frá ráðuneyt- inu yfir brúna til hallarinnar. Þar afhenti ég konungi trúnaðarbréf mitt,“ sagði Sigríður. „Þetta var storkostleg stund og táknræn athöfn. Siðvenjur við af- hendingu trúnaðarbréfs eru mjög mismunandi eftir, löndum en kjarn- inn er alltaf sá trúnaður sem bund- inn er við afhendingu skilríkja sem sýna að maður njóti trúnaðar síns þjóðhöfðingja og ríkisstjórnar. Kon- ungi tók á. móti mér og bauð mig velkomna sem sendiherra íslands.“ Sigríður sagði að hugmynþin 'að sjónvarpsupptökunni hefði komið frá fulltrúa konungshirðarinnar, sem hefði viljað sýna hvernig þessi at- höfn færi fram. Fylgdust sjónvarps- menn með för Sigríðar til konungs- hallarinnaií ogi niQtioftunni. áframhaldandi undirbúnings virkj- ana á þessu ári, þannig að selja megi hinu væntanlega álveri raf- orku frá áramótum 1994-95. Ráð- herra óskaði einnig eftir verkáætlun vegna undirbúnings virkjana og upplýsingum um hver lánsfjárþörf Landsvirkjunar væri á þessu ári vegna þess undirbúnings. I bréfi, sem stjórn Landsvirkjunar sendi iðnaðarráðherra á fímmtudag og hann kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær, segir að til þess að hefja undirbúningsframkvæmdir á þessu ári, sem nauðsynlegar eru til að tryggja að hægt verði að byija að afhenda raforku til álversins í árs- byrjun 1995, þurfi Landsvirkjun hemild í lánsfjáriögum eða öðrum lögurn til að taka 580 milljóna króna íán. Þá kemur fram að vegna breyt- inga er varða forsendur verðlags, gengis og fleiri atriða sem hafi áhrif á mat á arðsemi rafmagnssamn- ingsins hafi Landsvirkjun tekið arð- semisútreikninga sína til endurskoð- unar og því geti stjórn Landsvirkj- unar ekki tekið afstöðu til arðsemi samningsins í heild fyrr en þeirri endurskoðun er lokið. Þá segir í bréfi stjórnar Lands- virkjunar að ef lokasamningum og fjármögnun framkvæmda Atlants- áls hf. ljúki ekki fyrr en á tímabilinu ágúst-desember næstkomandi, eins og nú eru horfur á, verði ekki liægt að hefja orkuafliendingu til álvers- ins fyrr en upp úr áramótum 1994-95 og ekki að fullu fyrr en átta mánuðum síðar. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, segir að hann telji kjarnann í bréfi Landsvirkjunar vera beiðni um lán- tökuheimild vegna undirbúnings- verka, og hann vilji afla slíkrar heimildar, en áskilja samþykki sitt í ljósi framvindu samninganna við Atlantsál. „Þetta er meðal þess efn- is sem ég reyni nú að finna þingleg- an farveg fyrir. Lagaheimildir eru ekki fyrirliggjandi fyrir þessum und- irbúningsframkvæmdum, en það eru lagaheimildir til þess að ráðast i virkjanaröðiná, ög þeirra aflaði ég í fyrravor að gerðum samningum um nýtt álver. Þeir samningar hafa því miður ekki verið gerðir, og þess vegna er nauðsynlegt að hafa sér- staka heimild. Eg leita einfaldlega að þeirri aðferð sem er einföldust og líklegust til að koma efnisatriðinu fram, en ég tel mjög mikilvægt að þingið taki af skarið með sinn vilja til að ljúka þessum samningum." Aðspurður um viðbrögð innan ríkisstjórnarinnar við bréfi stjórnar Landsvirkjunar og. tillagna hans varðandi þinglega meðferð málsins sagði Jón að sér fyndist ekki áhuga- vert að ræða áfanga innanhúss í málinu, en hann ynni að samstöðu um það og hann vonaði að sér tæk- ist það. „Eg hef í mörgum umferð- um verið að kynna efni og hugmynd- ir um þetta mál í leit að sameigin- legri niðurstöðu, því mikilvægt er að um þetta takist víðtæk samstaða á þingi. Samstaða hefur ekki enn tekist, en ég held hún sé nálægt,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.