Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 15 Kennarar gætu beitt áhrifum með fræðslu og kennarar í barna- skólum eiga að skiptast á um að vera í auknum mæli úti með börnum í frímínútum, til að vernda minni máttar fyrir hinum freku og fyrir- ferðarmiklu. Lögreglustjórinn í útvarpi Ég sagði Böðvari Bragasyni þeg- ar ég kvaddi starf mitt, að ég mundi hugsa og lifa sem lögreglumaður áfram og hér hef ég hugsað upp- hátt. Það sem vakti mig hins vegar til að setja þessar hugleiðingar á blað var það, hvað Böðvar lögreglu- stjóri var hógvær og kurteis í Þjóð- arsálinni á Rás 2 í marsmánuði. Mér fannst eins og hann væri að afsaka að lögreglan gerði ekki nógu vel og hann skyldi sjá um að átak yrði gert til úrbóta. Eftir stóð að fólk heldur að hann sé fær um það svo févana og mannskapslítill sem hann er. Ég er hræddur um að þess vegna sé lögreglu kennt um slæmt ástand á höfuðborgarsvæð- inu i stað þess að sé fyrir rætur meinsins. Þrátt fyrir allt hefir lögreglan margt afburðamanna á að skipa í fátækt sinni. Stærstu verkefnin Áður en ég lýk máli mínu verð ég að segja að auk venjulegra starfa við löggæslu í Reykjavík sem er stærsta höfn landsins, ber henni að vernda forseta íslands, Stjórnar- ráð og Alþingi og öll sendiráð á Islandi og þar eru engin smámál á ferðinni. Þessu fylgir og mikil löggæsla vegna opinberra móttaka þjóðhöfð- ingja og löggæslu þegar pólitískar ráðstefnur eru í Reykjavík. Fíknideild Umræðan um Fíknideild lögregl- unnar hefir breyst undanfarið til hins verra. Ef rétt er að komi til álita að færa stjórn fíkniefnamála beint undir deild í ráðúneyti og þar með taka stjórnina af lögreglustjór- anum í Reykjavík, þá er þeim mál- um illa komið. Almenn lögregla er með marga vel þjálfaða menn sem vinna í góðri samvinnu við Fíknideild þegar upp koma stór verkefni. Ef Fíknideildar- starfsmenn myndu hverfa frá iög- reglustjóranum í Reykjavík færi þessi samvinna úr böndunum. Fljót- lega kæmi krafa um hærra setta yfirmenn Fíknideildar t.d. yfiriög- regluþjón, sem er óþarfi að fjölga á skrifstofu ráðuneytis. Mér heyrist núverandi yfirmaður Fíknideildar taka undir þessa breyt- ingu gegn stefnu Böðvars Braga- sonar lögreglustjóra, en það álit yfirmannsins hlýtur að vera hjá- róma rödd í lögreglunni. Arnar Jensson óskaði að láta af starfi sem stjórnandi Fíknideildar svo prúður og varkár sem hann var og svo vel sem hann hélt á málum deildarinn- ar. Þá þarf að fara varlega gagnvart fjölmiðlum og ef yfirmaður Fíkni- deildar óskar breytinga á hann að iáta vel að stjórn og eiga góða sam- vinnu við lögreglustjórann. Lög- reglustjórinn í Reykjavík er og á að vera æðsti yfirmaður lögreglu- manna sem í Fíknideild starfa og því má ekki breyta. Það er rangt að ætla að koma á breytingum með því að beita þrýst- ingi í fjölmiðlum og það er ekki af hinu góða að auglýsa ástand með því að vera oft að sýna hnífa og önnur tól ógæfufólks í sjónvarpi, síst af öllu ef yfirmaður Fíknideild- ar er með því að benda á og lýsa stuðningi við að breytinga á stjórn- un sé þörf. Með svona framkomu og svo þeim málflutningi sem fylgir, finnst mér að yfirmaður Fíknideildar telji þörf á að vopna starfsmenn sína. Slíkt má aldrei gerast og ég veit að Böðvar Bragason er sammála rriér um að vopnuð lögregla kallar á vopnaða glæpamenn. Lögreglustjórinn í Reykjavík má ekki búa við það, að undirmaður hans, yfirmaður Fíknideildar, sé honum ósammála um aðferðir við úrlausn verkefna. Lögreglustjórinn hefir skipt lögreglustarfinu í marg- ar deildir eftir verkefnum og honum er í lófa lagið að færa yfirmenn milli deilda svo þeir starfi þar sem þeir eru líklegir til að skila bestum árangri við stjórnun. Kannske á það við nú. Með kærri kveðju Hvernig sem þessu verður tekið er allt sem ég hefi sagt vel meint og vonandi lögreglunni í Reykjavík, sem og víðar, til góðs. Ég ber mik- ið traust til lögreglustjórans í Reykjavík og veit að hann fær að lokum miklu ráðið til úrbóta. Með kærri kveðju til allra fyrrverandi samstarfsmanna minna og henni fylgja góðar óskir til góðra verka. Höíundur er fyrrverandi lögregluþjónn í Reykjavík. Skóla- ojMetJ®- RITMB-AR ShSfu Olympia , og carrera 1 MD vélum- ^larnar-^Canern ^ „ MD minni tyr'r staðqbeiðsuuvebð-. CARREraUMD aeg OLYMP'A KJARAN Skrifstofubúnaður • SlÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 83022« Ráðstefna um iðjuþjálfun innan öldrunarþjónustu ÖLDRUNARRÁÐ íslands og Félag íslenskra iðjuþjálfara gangast fyrir ráðstefnu um iðjuþjálfun innan öldrunarþjónustu föstudaginn 12. apríl 1991 í Borgartúni 6 kl. 13.00. Fundarstjóri verður Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeildar félags- málastofnunar Reykjavíkur. Framsögumenn eru: Kristjana fjallar um nánasta umhverfi á Fenger iðjuþjálfi sem fjallar um virkni hins aldraða. Lilja Ingvars- efnið: Hvað er iðjuþjálfun? Ársæll dóttir iðjuþjálfi ræðir um röskun læknir ræðir um öldrunaíteymið. á vitrænni starfsemi og áhrif á Anne Grethe Hansen iðjuþjálfi daglegtlíf og Jóhannalngólfsdótt- ir iðjuþjálfi kynnir þjónustu við aldraða í heimahúsum. Efni ráðstefnunnar er ætlað til kynningar og fræðslu fyrir starfs- fólk heilbrigðiskerfis og öldrunar- þjónustu. Hún er öllum opin og er fólk hvatt til að mæta. Ráð- stefnugjald er 1.500 kr. kaffi inn- ifalið. (Fréttatilkynning) LÁN OC STYRKIR TIL TÆKNINÝJUNGA OG ANNARRA UMBÓTA í BYGGINGARIÐNAÐI í 11. gr. laga nr. 86/1988, með síðari breytingum, segir m.a. að húsnæðismálastjórn hafi heimild til þess að veita lán eða styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði. í 14. gr. segir m.a. að heimilt sé að veita lán til þess að gera tilraunir með tækninýjungar og aðrar umbætur, sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði, enda fylgi staðfesting á því að umsóknin sé ekki lánshæf hjá sérsjóðum iðnaðarins. Par segir jafnframt, að heimilt sé að hafa fyrirgreiðslu þessa í formi styrkja. í 15. gr. sömu laga segir, að fjárhæð láns og lánstíma skuli ákveða hverju sinni af húsnæðis- málastjórn, með hliðsjón af kostnaði við að koma nýjunginni í notkun, svo og mikilvægi hennar fyrir byggingariðnaðinn. Með vísan til þessa er hér með auglýst eftir umsóknum um ofangreind lán og styrki. Pær geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. í umsókn skal m.a. gera grein fyrir meginefni nýjungar þeirrar eða umbóta sem um er að ræða, á hverju stigi málið er, hverju fé hefur þegar verið varið til þess, hver er áætlaður heildarkostnaður við það, hvenær ætla má að það verði komið á lokastig, hvert gildi það er talið hafa fyrir þróun húsnæðis- og byggingarmála; og annað það, sem talið er máli skipta. Umsóknarfrestur er til 11. maí nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. Reykjavík, 11. apríl 1991. cSd húsnæðisstofnun RlKISINS L_J SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 696900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.