Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR II. APRÍL'1<)91 -
63
Um hjartahlýtt hjúkrunarfólk
Hún var 12 ára þegar hún hrap-
aði í klettum þéssi gáskafulla og
góðlynda dóttir vina minna. Skyndi-
lega varð þessi lífsglaða vinkona mín
í sjúkrarúmi, umkringd hjúkruna-
rfólki daga og vikur. Mánuðir liðu
áður en hún var svo heppin að ná
heilsu. Eftir á hafði hún margs að
minnast af sjúkrahússlegu sinni og
sagði móður sinni, sem er hjúkrunar-
fræðingur, og skildi hana því betur.
Það sem henni var minnisstæðast
voru ekki veikindi með öllum sínum
sársauka og óþægindum, heldur
hversu misjafnar manneskjurnar
voru sem hjúkruðu henni.
Um það talaði hún oftar en ann-
að, hve þessi hjúkrunarkona væri góð
og blíð og önnur hryssingsleg og
óþægileg. Það skipti hana mestu
máli að fá þær góðu að sænginni
sinni. í barnslegri hreinskilni sagði
hún móður sinni hvað hún ætti erfitt
með að skilja hvað sumir þeir er
önnuðust hana væru óþolinmóðir.
Eftir að ég varð fyrir þeirri óþægi-
Íegu lífsreynslu að hrapa af pöllum
11 metra, raskaðist heilsufar mitt
verulega. Fyrstu 6-7 mánuðina mátti
varla við mig koma svo ég fyndi
ekki verulega til, upp ur því fór bati
að gera vart við sig. A þessum tíma
varð mér oft hugsað til vinkonu
minnar og þess sem hún hafði sagt
um hjúkrunarfólk.
Meðan ég lá á Borgarspítala fann
ég all verulegan mismun á fólki, þó
voru fleiri sem mér líkaði betur við.
Eftir að ég kom á Grensásdeild byrj-
aði sjúkraþjálfun fyrir alvöru, en þar
upplifir maður meiri háttar óþægindi
í bytjun og var þar ekki við neitt að
sakast nema slæmt ástand mitt. Þar
er sú kona til aðstoðar sjúkraþjálfur-
um sem að öðrum ólöstuðum ber af
hvað snertir nærgætni og skilning á
líðan sjúklinga. Fljótlega varð ég var
við hversu vel hun fylgdist með
hvernig um mig færi, hvort mér liði
illa og hvort hún gæti gert eitthvað
fyrir mig.
Þegar hér var komið var byijað
að setja mig á svokallaðan vipp. Það
er bekkur sem úr láréttri stöðu er á
misjafnlega löngum tíma og þá eftir
hvað sjúklingurinn þolir, smátt og
smátt færður í lóðrétta stöðu. Tíminn
er yfirleitt ekki minna en mánuður
en oft meira. Þegar ég hafði verið í
u.þ.b. hálfan mánuð á þessum æf-
ingabekk, fór ég að geta séð í kring-
um mig í fyrsta sinn eftir 7 mánaða
legu. Þá fór ég að sjá fólkið sem ég
einungis hafði heyrt í áður.
Bergþóra Guðnadóttir, eða amma
Grensás eins og hún er oftast kölluð,
er fyrrnefnd aðstoðarkona. Nú fór
ég að geta fylgst með henni og öðru
fólki á deildinni við störf. Það sem
vakti athygli mína var hversu óhemju
miklu þessi 69 ára gamla kona gat
áorkað, starifsgleði hennar var með
slíkum ólíkindum að mér varð star-
sýnt á. Hún á að heita aðstoðarmað-
ur, en ég vil fullyrða að í þessu sam-
félagi fjölmargra verkstjóra, þar sem
hver keppist um að kalla á aðstoð
eftir þörfum, sé hún í raun einn af
Margir hafa gaman af deilum,
en ég ekki, því að mér sýnist sem
ýmislegt þarft sé til að vinna, sem
þó verður aldrei unnið, m.a. vegna
deilnanna og þeirra krafta sem til
þeirra er varið. Eitt af því sem deilt
hefur verið um, er bygging sú í
Eskihlíð eða Öskjuhlíð, sem þar er
nýlega risin, og ekki ófríð tilsýnd-
um, en nærri henni hef ég aldrei
komið.
Til þess að koma í veg fyrir, að
sú bygging verði eitt af deilumálun-
um í þeirri hríð sem nú er framund-
an, tel ég að nægja mundi ein
spurning, og eitt svar, varðandi
uppruna þeirra hugmyndar að reisa
þarna hús í líkingu við það sem nú
er risið. Það eru hátt í 63 ár síðan
sú hugmynd kom fyrst fram —
reyndar viku eftir að ég fæddist,
að mér telst, svo að segja má að
aðal þjálfurunum. Hún virðist hafa
ómældan tíma til að gera allt fyrir
alla og alltaf af sömu alúðinni og
dæmalausu gjafmildinni sem er svo
rík í hennar fari. Þessi elskulega vin-
kona mín og reyndar allra á Grensás
hefur svo oft fórnað hluta af sínum
tíma fyrir okkur sjúklingana að ég
hef ekki getað orða bundist og þá
er alltaf sama viðkvæðið. Minnstu
ekki á það, mín er ánægjan. Hún
hefur oftar en einu sinni komið með
mat úr eigin búri til sjúklinga, þegar
lyst þeirra hefur verið í lágmarki og
sjúkrafæðið orðið leiðigjarnt.
Slík kona eins og Bergþóra er til
alls góðs vís, mér var ómögulegt
annað en að segja frá henni og sýna
fram á að gersemar liggja oft í lág-
inni. Bergþóra er gersemi okkar á
Grensás, ég vil að fólk viti af henni
því að henni á ég svo margt að þakka.
Á öllum deildum Grensás er fjöldi
fólks í erfiðum og krefjandi störfum,
en þó á skammarlega lágum launum.
ekki fari illa á því að ég hafi orð á
þessu. Allir ‘fornir Reykvíkingar
sem nokkuð muna fyrri tíma, vita
hvað átti að koma þarna og hver
bar þetta fram; þess vegna er óþarfi
að segja það öðruvísi en til að minna
á það. Allt fram til 1950-60 mátti
segja, að þetta vekti fyrir í almenn-
um umræðum, jafnvel í stjórnmála-
flokkum. — Og nú er spurningin
þessi: Var þarna verið að byggja
til þess að hrinda í framkvæmd
hinni löngu framkomnu hugmynd?
Vakti sú hugsjón fyrir hjá nokkrum
þeirra, sem fyrstir hvöttu til þess
að slík bygging yrði reist?
Spurningin er komin fram, en
eftir er að sjá, hvort svarað verður.
Borgarstjóri, hitaveitustjóri og
margir aðrir ættu að vita rétta svar-
ið.
Þorsteinn Guðjónsson
Höllin á hæðinni
Háskótomeimtaðir ríkisslarfsmeaa!
Þetta eru ráðherrarnir, sem
settu bráðabirgðalögin:
Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalagi,
Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi,
Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi.
Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðuflokki,
Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki,
Jón Sigurðsson, Alþýðuflokki.
Júlíus Sólnes, Borgaraflokki,
Óli Þ. Guðbjartsson, Borgaraflokki.
Guðmundur Bjarnason, Framsóknarflokki,
Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki,
Steingrímur Hermannsson, Framsóknarflokki.
Gefið þeim ekki annað tækifæri.
Félag íslenskra náttúrufræðinga.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Komniraftur
Ath.: Skórnir eru með sérstaklega þykkum
sóla og úr góðu leðri.
Litur: Svartur.
Stærðir: 36-41.
Póstsendum samdægurs.
5% staðgreiðsluafsláttur
Kringlunni, Dómus, Toppskórinn,
S. 689212 s. 18519 s.21212
Fermingargjöfin í ár
skólaritvélin
brother.
BORGARFELL
aðeins kr. 18. iOOr stgr.
Skólavöröustig 23,
sími 11372.
MetsöliMad á hverjum degi!