Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 33
MÖRGÚKTBLAÐIÐ 'FIMMTOUAGUK' Yl.' ÁÚRÍL T9S1
Heimsókn Gorbatsjovs til Japans:
Deilan um Kyrra-
hafseyjarnar fjórar
verður efst á baugi
Tókýó. Reuter.
TOSHIKI Kaifu forsætisráðherra Japans sagðist í gær myndu gera
allt sem mögulegt væri í viðræðum sínum við Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseta í næstu viku til þess að koma skrið á viðræður um lausn
deilu Sovétmanna og Japana um fjórar eyjar norður af Japan sem
Sovétmenn hertóku nokkrum dögum fyrir lok seinna stríðsins. Vegna
þessarar deilu hafa ríkin tvö ekki enn samið um lyktir styrjaldarinn-
ar sín á milli.
Kúrdískir flóttamenn á leið yfir fjöllin í Norður-írak til Tyrklands.
Reuter
Háttsettur japanskur embættis-
maður sagði að samkomulag hefði
tekist um að deilan um Kyrrahafs-
eyjarnar fjórar yrði efsta mál á
dagskrá viðræðna Kaifus og Gor-
batsjovs, sem kemur í íjögurra daga
opinbera heimsókn til Japans næst-
komandi þriðjudag. Verður hann
þar með fyrsti leiðtogi Sovétríkj-
anna sem heimsækir Japan.
„Eg mun gera allt sem unnt
er til að þoka deilumálinu áleiðis
svo þjóðirnar tvær finni hjá sér
Hætta á að 300.000, Kúrd-
ar farist á fjölhim Iraks
Þúsund flóttamenn sagðir deyja á hverri klukkustund
Nikosíu, Boston, Ankara, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
STJORNVOLD í Irak sögðust í
gær ætla að senda hjálpargögn
og hjúkrunarsveitir til Kúrda í
norðurhluta landsins, sem þau
eru sökuð um að hafa hrakið á
flótta með grimmdarlegum hern-
aðaraðgerðum. Embættismenn
Sameinuðu þjóðanna sögðu
mikla hættu á að hartnær
300.000 kúrdískir flóttamenn við
landamærin að Tyrklandi færust
af völdum kulda og vosbúðar.
Franskur læknir, sem hefur ver-
ið á svæðinu, sagði að þúsund
Kúrdar létust á fjöllum Norður-
íraks á hverri klukkustund.
„Þetta er harmleikur og mikil
hætta er á því að fólkið hrynji nið-
ur af hungri og vosbúð. Tyrkir geta
á engan hátt ráðið við þennan vanda
og það er skylda umheimsins að
koma flóttafólkinu til hjálpar,"
sagði Edmund Cain, sem stjórnar
hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna í
Norður-írak. Hann sagði að aðeins
38 milljónir dala hefðu safnast eftir
að Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eft-
ir 175 milljónum dala til að geta
komið flóttamönnum vegna stríðs-
ins fyrir botni Persaflóa til hjálpar.
Af þessum 38 milljónum hefðu
Tyrkir aðeins fengið 4,2 milljónir
dala, en skerfur annarra nágranna-
ríkja íraks - írans, Sýrlands og
Jórdaníu - hefði verið alltof mikill.
A sama tíma og stjórnmálamenn
í hinum ýmsu höfuðborgum heims
ræddu hvort stofna ætti griðasvæði
fyrir Kúrda varaði franskur læknir,
Marcel Roux, sem kom í gær frá
norðurhlutá íraks, við því að frest-
urinn til að bjarga flóttamönnunum
væri um það bil að renna út. „Á
hverri klukkustund, sem við notum
til að ræða málið, deyja um þúsund
flóttamenn á fjöllum íraks,“ sagði
Roux, sem starfar fyrir alþjóðlegu
læknasamtökin Læknar án landa-
mæra (Medecins sans Frontiers).
Hann sagði að meiri hætta væri á
dauðsföllum vegna hungurs og vos-
búðar en af völdum farsótta.
Þorp Kúrda lögð í rúst
Læknirinn sagði að flóttafólkið
hefði hraðað sér svo mikið úr þorp-
unum að það hefði ekki tekið með
sér nóg af matvælum og fatnaði.
„Það eru engin þorp lengur í norð-
urhéruðum Iraks, þau hafa verið
sprengd í loft upp. Það eina sem
Kúrdarnir geta gert er að flýja til
fjalla,“ sagði hann. Hann sýndi
fréttamönnum myndir, sem hann
tók á myndband, af börum er höfðu
brunnið illa á andlitinu. Hann
kvaðst telja að eldsprengjur hefðu
valdið þessum meiðslum.
Mohammd Mehdi Saleh, viðskipt-
aráðherra íraks, hvatti írösku flótt-
amennina til að snúa aftur til heim-
kynna sinna. Hann sagði að í undir-
búningi væri að senda matvæli og
önnur hjálpargögn til norðurhluta
íraks. „Það er nóg til af matvælum
handa öllum,“ sagði í yfirlýsingu
frá ráðherranum, sem íraska frétta-
stofan INA sendi út. írösk stjórn-
völd buðust til þess á föstudag að
veita flóttamönnunum sakarupp-
gjöf en leiðtogar Kúrda lýstu tilboð-
inu sem „viðbjóðslegum brandara“.
Fréttaritari Reuters kvaðst hafa
séð íraska menn grafa lík þriggja
barna í flóttamannabúðum við land-
amæri íraks og Tyrklands. „Ég hef
grafið fleiri en tíu börn á tveimur
dögum. Við ráðum ekki við þetta
lengur," sagði einn þeirra.
Farsóttir í Bagdad og
Suður-írak
Bandarísku læknarnir Jack Geig-
er, forseti Lækna fyrir mannrétt-
indum, og Jonathan Five, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, sögðu
að hungursneyð og farsóttir breidd-
ust ört út í Bagdad og suðurhluta
íraks. Þeir fóru í fimm daga heim-
sókn til borganna Karbala, Najaf,
Hilla og Bagdad og sögðu að um
sjö af hundraði allra barna á sjúkra-
húsum borganna létust af völdum
niðurgangssjúkdóma og vessa-
þurrðar. Starfsemi sjúkrahúsa væri
í lamasessi vegna skorts á raf-
magni, vatni, lyfjum og hjúkruna-
rbúnaði.
hvatningu til þess að ljúka gerð
friðarsáttmála," sagði Kaifu á
fundi með helstu áhrifamönnum
í stjórnarflokknum. Japanir hafa
neitað að ljúka friðarsamningum
eða yfirleitt að íhuga efnahags-
aðstoð við Sovétmenn fyrr en
þeir hefðu skilað eyjunum fjórum
sem Rauði herinn hertók á síð-
ustu dögum seinna stríðsins.
Eyjarnar umdeildu em
Habomai, Shikotan, Kunashiri og
Etorofu. Sovésk stjórnvöld hafa
til þessa skírskotað til leynilegs
samkomulags á Jöltu-ráðstefn-
unni og sagt það veita þeim yfirr-
áð á Kúrileyjum og þar á meðal
á eyjunum fjórum. Japanir hafa
hins vegar haldið því fram að
þær séu ekki og hafi aldrei verið
hluti af Kúrileyjum sem þeir af-
söluðu sér tilkalli til í San Franc-
isco-sáttmálanum 1951.
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sem fer með
formleg yfirráð á eyjunum af
hálfu Sovétríkjanna, sagði í við-
tali við sovéskt blað í vikunni að
Gorbatsjov væri tilbúinn til að
viðurkenna formlega að ríkin tvö
deildu um eyjarnar, en hingað
til hafa sovésk stjórnvöld aldrei
ljáð máls á því. Neitaði hann því
að Sovétmenn myndu reyna að
„selja“ Japönum eyjarnar og vís-
aði á bug að Japanir hefðu gert
sovéska utanríkisráðherranum
tilboð af því tagi er hann heim-
sótti Tókýó í mars til að undirbúa
heimsókn Gorbatsjovs. Japanskir
embættismenn hafa þó ýjað að
því við fréttamenn, að þarlend
stjórnvöld væru reiðubúin að
bjóða Sovétmönnum efnahagsað-
stoð til þess að greiða fyrir samn-
ingum um eyjarnar.
Stjórnmálaskýrendur sögðu í
gær, að erfiðleikar Gorbatsjovs
heima fyrir gerðu það að verk-
um, að hann gæti ekki komið
heim úr Japansferðinni öðru vísi
en að vera með umtalsverða
efnahagsaðstoð í vasanum og
pólitískan sigur á vettvangi utan-
ríkismála.
Tillaga um griðasvæði fyrir Kúrda í norðurhluta íraks:
Bandaríkjamenn óttast
að Irak kunni að sundrast
Lundúnuin, Nikosíu, Teheran. Reuter, The Daily Telegraph.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær ætla að halda
áfram að beita sér af fullum krafti fyrir því að tillaga hans um
griðasvæði fyrir kúrdíska flóttamenn í norðurhluta íraks undir vernd
Sameinuðu þjóðanna næði fram að ganga. Marlin Fitzwater, talsmað-
ur Bandaríkjaforseta, sagði hættu á að tillagan leiddi til þess að
írak myndi skiptast í tvö ríki en talsmenn bresku stjórnarinnar vís-
uðu því á bug að bandarísk stjórnvöld hefðu tekið hugmyndinui-
falega.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði að tillagan
kynni að brjóta í bága við þá stefnu
Bandaríkjastjórnar að koma í veg
fyrir að Irak sundraðist. „Tillagan
gæti stuðlað að ýmsum vandamál-
um í þá veru,“ sagði hann og
bætti við að forgangsverkefnið
væri að veita írösku flóttamönn-
unum þá neyðaraðstoð sem
þyrfti til að afstýra frekari hör-
mungum. Aðrir embættismenn í
Washington kváðust ekki hafa tekið
afstöðu í málinu. Nokkrir þeirra
sögðu að breyta þyrfti ýmsum atrið-
um tillögunnar áður en hægt yrði
að bera hana undir atkvæði í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, hefur einnig látið í ljós
efasemdir um tillöguna og varað
við því að hún kynni að stefna sjálf-
stæði íraks í hættu og stuðla að
því að stríð brytist út að nýju við
Persaflóa. Talsmenn bresku stjórn-
arinnar vísuðu því þó á bug að
hætta væri á að ekkert yrði úr til-
lögunni. „Bandaríkjamenn hafa
veitt tillögunni stuðning. Þeim er
eins og okkur mjög í mun að þessu
nauðstadda fólki verði komið til
hjálpar.“
„Við höldum áfram að beita okk-
ur af fullum krafti í þessu máli,“
sagði James Baker er hann ræddi
stuttlega við blaðamenn í gær. For-
sætisráðherrann hefur sent bréf til
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta,
Lis Pengs, forsætisráðherra Kína,
og de Cuellars til að skýra tillögu
sína. Sovétmenn og Kínveijar eru
taldir sjá ýmsa annmarka á henni.
Nokkrir breskir embættismenn
hafa sagt að griðasvæðið kunni að
verða fyrsti áfanginn að sjálfstjórn
Kúrda. Þeir lögðu þó einnig áherslu
á að ekki væri stefnt að því að
skipta írak. Tillagan hefði fyrst og
fremst verið lögð fram vegna mann-
úðarsjónarmiða.
Sameinuðu þjóðirnar skipuðu í
þær Belgann Eric Suy, fyrrum
embættismann stofnunarinnar, sem
'formann nefndar er senda á til norð-
urhluta íraks til að kanna aðstæður
kúrdísku flóttamannanna þár. Sir
David Hanney, sendiherra Bret-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum,
sagði að ýmsir fulltrúar í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna vonuðust
til þess að för sendinefndar Samein-
uðu þjóðanna og neyðaraðstoð
hjálparstofnana yrði til þess að
bæta ástandið.
Útvarpið í Teheran kvartaði yfir
því að í tillögu Breta um griða-
svæði fyrir Kúrda í norðurhluta ír-
aks væri ekkert tillit tekið til neyð-
ar íraskra shíta frá suðurhlutanum
sem flúið hafa til írans. Tillagan
gæti verið liður í „pólitísku sam-
særi“ og myndi ekki binda enda á
þjáningar írösku þjóðarinnar, held-
ur skapa mikla óvissu um framtíð
hénnar.
■ ISLAMABAD - Najibullah,
forseti Afganistan, hefur heitið því
að ríkisstjórn hans muni endur-
heimta borgina Khost, í austur-
hluta landsins skammt frá landa-
mærunum að Pakistan, úr höndum
uppreisnarmanna sem tóku hana
herskildi 31. mars sl. eftir tveggja
vikna harða bardaga. Margar skær-
uliðahreyfingar, sem átt hafa í stríði
við yfirvöld í Afganistan sl. 12 ár,
hafa bækistöðvar sínar í Pakistan.
Khost hefur þann tíma lengst af
verið í höndum uppreisnarmanna.
■ STOKKHÓLMI - Sænska
ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja
tæplega 60 milljörðum ÍSK til
baráttu gegn atvinnuleysi í
landinu. Markmiðið er að fækka
atvinnulausum í landinu um 40.000
með því að bjóða upp á verkmennt-
un og hvetja fyrirtæki til þess að
senda fastráðið starfsfólk sitt í
verkþjálfun og ráða nýútskrifað
skólafólk til starfa á meðan.
■ PALM BEACH - Joseph
Terlizzese, lögreglustjóri í Palm
Beach í Flórída segist í viðtali við
dagblaðið Miami Herald í gær vera
99% öruggur um að kynferðis-
glæpur hafi verið framinn í húsi
Kennedy-fjölskyldunnar 30. mars
sl. Terlizzese segir að lögreglurann-
sókn muni ljúka fyrir næstu mán-