Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 68
■í VZterkur og k_/ hagkvæmur auglýsingamióill! FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. nmsii 1 IjtB.l.Hl l|i| Morgunblaðið/Arni Sæberg Guðmundur Guðmundsson, Erró, við Korpúlfsstaði, þar sem safni verka hans verður komið fyrir. Errósafn á Korpúlfsstöðum: 18 stórar myndir bætast í safnið Listamaðurinn Erró hefur lokið við tólf stórar myndir, sem hann ætlar að gefa Listasafni Reykjavíkur, til viðbótar við verk- in sem hann gaf borginni haustið 1989. Myndirnar eru 5x2‘/2 metri á stærð. í samtali við Morgunblaðið sagði Erró að efni myndanna væri saga nútímalistar. Þá hyggst hann einnig mála sex stórar myndir til viðbótar, auk þess að stækka upp nokkrar eldri myndir. Erró gaf Reykjavíkurborg 2.000 verk haustið 1989, sem spanna nánast allan feril hans, allt frá æsku. Meðal verkanna eru 232 olíumálverk, 406 vatnslitá- og þekjulitamyndir, 146 grafík- myndir og um 1.200 teikningar. Erró hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og kynnt sér aðstæður á Korpúlfsstöðum, þar sem safni verka hans verður kom- ið fyrir. Hann sagði að sér litist mjög vel á húsið og möguleikar þess væru nánast óþijótandi. Hann vinnur stóru myndirnar sérstaklega með húsið í huga. Með Erró í íslandsförinni núna var'kunningi hans, franskur arki- tekt. „Hann sér ótal möguleika hér, enda er húsið stórkostlegt,“ sagði Erró. „Það er gaman að velta fyrir sér hugmyndum hans. Mér er sjálfum mikið í mun að tengja saman listina og íslensku náttúruna. Esjan blasir við frá Korpúlfsstöðum og ég vil gjarnan að það útsýni fái að njóta sín sem best.“ Gunnar Kvaran, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sagði að ekki væri ákveðið hvort haldin verður opin eða lokuð samkeppni arkitekta um breytingarnar á Korpúlfsstöðum. „Undanfarið hefur allt lauslegt verið rifið út úr húsinu, svo nú er hægt að gera sér enn betur grein fyrir því en áður hvaða möguleika húsið býður upp á,“ sagði Gunnar. Islandsbanki: Lífeyrissjóð- ur verslunar- manna stærst- ur hluthafa LÍFEYRISSJÓÐUR Verslunar- manna er orðinn stærsti hluthafi Islandsbanka eftir að sjóðurinn festi kaup á um helmingi hluta- bréfa Verkamannafélagsins Dags- brúnar í Eignarhaldsfélaginu Al- þýðubankinn hf. Dagsbrún seldi sem kunnugt er hlutabréf sín sl. mánudag í eignar- haldsfélaginu sem voru að nafnvirði 35 milljónir króna. Þessi hlutur sam- svaraði um 4,8%_af iilutafé félagsins eða 1,42% í íslandsbanka. Eign lífeyrissjóðsins í eignarhaldsfélögum bankans samsvaraði áður um 9,08% hlutafjárins í íslandsbanka en hefur nú hækkað í í 9,8% samanborið við 9,58% hlut Fiskveiðasjóðs. Lífeyrissjóður Verslunarmanna er nú stærsti hluthafi í Eignarhaldsfé- laginu Verslunarbankinn með 15,4% hlutafjár, annar stærstur í Eignar- haldsfélaginu Alþýðubankinn með 8,3% og þriðji stærstur í Eignar- haldsfélaginu Iðnaðarbankinn með 6,9%. Auk lífeyrissjóðsins átti verð- bréfafyrirtækið Handsal hf. eitt af hæstu tilboðunum og keypti hluta- bréf af Dagsbrún að nafnvirði 10 milljónir, fyrir hönd eins af viðskipta- vinum fyrirtækisins. Almenni hlutabréfasjóðurinn hf. sem er í vörslu Pjárfestingarfélagsins keypti hlutabréf í eignarhaldsfélag- inu fyrir um 5 milljónir króna en einnig mun Sjúkrasjóður verkstjóra hafa keypt fyrir um 2 milljónir sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Eignarhaldsfélag Eimskipafélags- ins, Burðarás hf., er þriðji stærsti hluthafi íslandsbanka en fyrirtækið er annar stærsti hluthafinn í bæði eignarhaldsfélögum Iðnaðarbanka og Verslunarbanka. I því fyrrnefnda er hlutur Burðaráss um 6,9% og er hann óbreyttur frá fyrra ári. í því síðarnefnda er hluturinn 11,8% og hefur aukist frá síðasta ári úr 9,8%. Sjá nánar á bls. 1B. Endurskipulagningu fjárhags Þorgeirs og Ellerts hf. lokið: Nýir hluthafar leggja fram 60 milljónir kr. Fjölga þarf járniðnaðarmönnum TEKIST hefur samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu á skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi. Nýir hluthafar koma inn í fyrirtækið með tæplega 60 milljóna kr. hlutafé og skammtímaskuldum við heistu lánardrottna, meðal annars Landsbanka íslands, verður breytt í lán til lengri tíma. Að sögn Guðjóns Guðmunds- sonar skrifstofustjóra fyrirtækisins sem unnið hefur að endurskipu- lagningunni, eru næg verkefni hjá fyrirtækinu og verða ráðnir fleiri járniðnaðarmenn nú þegar mál fyrirtækisins hafa komist á hreint. Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ell- ert hf. hefur átt í fjárhagserfiðleik- um. Greiðslustöðvun sem fyrirtækið fékk í júní á síðasta ári rann út í nóvember og fasteignir þess hafa margsinnis verið auglýstar til sölu á nauðungaruppboði. Fjölda starfs- manna var sagt upp og fækkaði starfsfólki úr 120 í um 70. í lok október var skipaður starfshópur til að endurskipuleggja fjárhaginn. í honum eru menn skipaðir af stjórn fyrirtækisins, Byggðastofnun, Landsbankanum, ráðuneytum og Akraneskaupstað. Samkomulag um endurskipulagninguna tókst í gær. Akraneskaupstaður leggur fram stærsta hlut nýrra hluthafa, 25 millj- ónir kr. Fjöldi fyriitækja og einstakl- inga leggur einnig fram hlutafé, meðal annars mörg fyrirtæki sem Þorgeir og Ellert hf. eiga viðskipti við, starfsmenn, starfsmannafélagið 0g Sveinafélag málmiðnaðarmanna. Meðai hluthafanna er Sjóvá- Almennar tryggingar hf. og öll stærstu útgerðarfyrirtækin á Akra- nesi. Núverandi eigendur Þorgeirs og Ellerts hf. verða minnihlutaeig- endur en að sögn Guðjóns Guð- mundssonar hefur ekki verið gengið frá því hver hlutur þeirra verður. Guðjón sagði ánægjulegt að tekist hefði að koma fyrirtækinu á réttan kjöl aftur og menn væru bjartsýnir á framtíðina. íslenzkir tómatar í búðir FYRSTA sending af íslenzkum tómötum er nú komin í verzlan- ir. Að sögn Níelsar Marteins- sonar hjá Sölufélagi garðyrkju- manna er aðeins um lítið magn að ræða í byijun. Heildsöluverð frá Sölufélaginu er 440 krónur kílóið og er algengt smásöluverð í verzlunum 710 krónur. Verðið mun lækka með auknu framboði. í Hvammsvík er hægt að veiða á stöng og leika golf. Lögreglufélag býð- ur hæst í Hvammsvík AKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við Lögreglufélag Reykjavíkur um kaup á jörðunum Hvammi og Hvammsvik í Kjós, en þær eru eign þrotabús fiskeldisfyrirtækisins Laxalóns hf. Að sögn Jóhannesar Sigurðssonar, búsljóra þrotabúsins, bauð Lögreglufélag Reykjavíkur 39 milljónir króna í jarðirnar. Þær eru samtals um 600 hektarar að stærð, og þar er mcðal annars golfvöllur og aðstaða til stangveiði. Jóhannes sagði í samtali við Morg- unblaðið að fjórir aðilar hefðu gert tilboð í jarðirnar Hvamm og Hvammsvík, en fleiri hefðu sýnt áhuga. Hann sagði að sala á eignun- um hefði verið ákveðin í samráði við veðhafa á þeim, en fslandsbanki og Reykvísk endurtrygging voru með stærstu kröfurnar ásamt Ferðamála- sjóði. Fjallað verður um það á félags- fundi í Lögreglufélagi Reykjavikur á næstunni hvort gengið verður til samnmga um kaupin a grundvelli þeirra viðræðna sem átt hafa sér stað. v Jóhannes sagði að starfandi fisk- eldisfyrirtæki hefði gert tilboð um kaup á fiski í fiskeldisstöðinni Fiska- lóni í Ölfusi, sem er í eigu þrotabús- ins, og jafnframt um leigu á eldis- stöðinni frá 1. maí næstkomandi. Aðallega er silungur í Fiskalóni, en einnig er þar nokkuð af eldislaxi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.