Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1991 Flísar VeggS 1280.- Gólfflísar iqnn frákr. l£öU.- Gólfspartl oonn 25 kg. frákr. £ðUU.' Flísalím nnn 25 kg. frá kr. UUU.~ 940.- Parket frá kr. Parketlím GOnn 25 kg. kr. DðUU.- Vandaðar vörur á betra verði. Nýborg; Skútuvogi 4, sími 82470 Um biblíuþýðingar Fer inn á lang flest heimili landsins! Bókmenntir Sigurjón Björnsson Biblíuþýðingar í sögu og sam- tíð. Ritröð Guðfræðistofnunar. Studia Theologica Islandica 4. Rit- stjóri: Gunnlaugur A. Jónsson. Háskóli Islands. Guðfræðistofnun. Reykjavík 1990, 252 bls. Auk inngangsorða ritstjórans eru í þessari bók ellefu ritgerðir og tveir ritdómar. Allar nema ein fjalla rit- gerðir þessar beint eða óbeint um efni viðkomandi þýðingum á Bibl- íunni á íslensku. Undantekningin er grein Jónasar Gíslasonar, „Engill sendur frá himnum!" Svipmyndir úr lífi Ebenezer Hendersons. Það er einkar hugljúf og fræðandi frásögn af lífi og starfi þessa sérstæða trú- boða sem hingað kom snemma á 19. öld hlaðinn Biblíum og Nýja testa- mentum í nýrri þýðingu (1813). Hann ferðaðist vítt um land við mik- inn fögnuð landsmanna og lagði á sig miklar þolraunir. Ámi Bergur Sigurbjömsson ritar um apókrýfu bækur Gamla testa- mentisins. Ritgerð hans er í mörgum greinum ítarleg og vönduð. Apókrýfu bækurnar eru settar í sögulegt sam- hengi við aðra ritningartexta og höf- undur sýnir hvemig þær byggja brú á milli Gamla og Nýja testamentis- ins. Lestur þeirra gerir þannig margt í Nýja testamentinu auðskildara. Apókrýfar bækur eru nokkrar: Sír- aksbók, Speki Salómons, Makkabe- abækur, Tobitsbók, Júdítarbók, Barúksbók, Bréf Jeremía og sjálfsagt fleiri. Þær fylgdu Biblíunni íslensku allt til ársins 1859, en í næstu útg- áfu (1866) voru þær teknar burt og hefur því ekki verið breytt síðan. Hins vegar er nú unnið að nýrri þýð- ingu þeirra og verða þær teknar í næstu útgáfu sem ráðgert er að verði árið 2000. Baldur Pálsson ritar mjög fróðlega grein um Orðstöðulykil að Biblíunni, útgáfu frá 1981 (Biblían frá A til Ö). Skýrir hann frá þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í að koma texta Biblíunnar frá 1981 á tölvu og hvern- ig orðstöðulykill er gerður. Skilst mér að undirbúningi að útgáfu sé langt komið. Guðrún Kvaran skrifar skemmti- lega grein um Biblíuþýðingar og ís- lenskt mál. Þar rekur hún sögu bibl- íuútgáfanna frá 1841, 1866, 1908 og 1912 og sýnir með textadæmum í hverju munurinn á málfari er helst fólginn. Gunnlaugur A. Jónsson ritar greinina Þýðingarstarf Haralds Ní- elssonar og upphaf „biblíugagnrýni“ á íslandi. Haraldur þýddi lang- stærsta hluta Gamla testamentisins úr hebresku og vann að því í tíu ár (1897-1907). Gerð er ítarleg grein fyrir starfi Haraldar, en mikili hluti greinarinnar fjallar um þær viðtökur sem þýðingin fékk (1908), en þær voru mjög misjafnar. Urðu af þessu nokkur deiluskrif. Blandaðist þetta mikið inn í umræður um „nýju guð- fræðina" og spíritisma. Er þetta ver- ulega fróðlegur lestur. Jón Sveinbjörnsson á hér merka ritgerð sem nefnist Ný viðhorf við biblíuþýðingar. Þar er reifaður þáttur biblíuþýðinga í ritskýringu ritningar- innar og hvernig ný viðhorf í þýðing- arfræðum, einkum málvísindum, bókmenntafræðum og félagsfræð- um, hafa leitt ti! endurskoðunar á hefðbundnum aðferðum í ritskýr- ingu. Þetta er afar vönduð grein rit- uð af miklum lærdómi og reynslu af þýðingarstarfi. Mér virðist Jón Syeinbjömsson vera brautryðjandi á sínu sviði hér á landi. Önnur lærdómsritgerð er eftir Sig- urð Örn Steingrímsson og nefnist hún úr hebresku á íslensku. Þessi AÐALFUNDUR Olíuverzlunar íslands hf. 1991 y m Aðalfundur Olíuverzlupar íslands hf. verður haldinn föstudaginn 26. apríl í Súlnasal HÓTEL SÖGU, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 13.gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, frá og með 19. apríl. Aðgöngumiðar og fundarboð verða send þeim hluthöfum, sem eru á skrá þann 11. apríl, í ábyrgðarpósti þann 12. apríl. Þeim, sern kaupa hlutabréf eftir 11. apríl eða vita að kaup þeirra hafi ekki verið tilkynnt til félagsins, er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins, Héðinsgötu 10, Reykjavík. ritgerð er ekki síður athyglisverð. Má þar koma ófróðum íeikmanni vemlega á óvart hversu geysierfið vandamál er við að etja við þýðingar úr hebresku og hversu margt hlýtur að' orka tvímælis. Stefán Karlsson ritar greinina Drottinleg bæn á móðurmáli. Þar tekur höfundur sér fyrir hendur að gefa yfirlit yfir og ræða allar útgáf- ur og handritatexta sem heimildir eru til um af Faðirvorinu frá kaþólsk- um tíma og í öllum prentuðum biblíu- útgáfum. Samanburður hans er mjög ítarlegur eins og vænta mátti og geysifróðiegur. Svavar Sigmundsson gerir mál- farslegan samanburð á tveimur bibl- íuþýðingum í greininni Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827. Mikill fjöldi samanburðardæma er leiddur fram og mismunurinn rædd- ur. Þórir Óskarsson ritar um Nýja testamentisþýðingu Odds Gott- skálkssonar, Sundurgreinilegar tungur. Um mál og stíl Nýja testa- mentis Odds Gottskálkssonar. Þar segir hann bæði kost og löst á þýð- ingunni. Er þessi úttekt með því besta sem ég hef lesið um þetta efni. Lokaritgerðin, Eru þýðingar vís- indi?, er eftir Þóri Kr. Þórðarson. Grein hans er allt í senn heimspeki- leg, málvísindaleg og sagnfræðileg. Hún er afar vel rituð og auðfundið að höfundur hefur frábært vald á Gunnlaugur A. Jónsson efni sínu og tekst að gæða það dýpt og lífi. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið þessa merku bók í hendur. Hún fræddi mig stórum og opnaði sjón- hring sem áður var lokaður. Hún gerði mér betur ljóst en áður hversu miklu hlutverki íslenskar biblíuþýð- ingar hafa gegnt í málfarsþróun og málrækt þjóðarinnar, hver vandi þeim er á höndum sem við þýðingar fást og hversu nauðsynlegt er að sífelld endurskoðun fari fram. Sérs- taklega er ánægjulegt til þess að vita hversu ágætt og náið samstarf hefur tekist milli málvísindamanna og guðfræðinga um þetta efni. Af því má mikils vænta, einkum þegar saman fer tækninotkun og traustur lærdómur. Margir mega bíða næstu útgáfu biblíunnar (sem mun inni- halda apókrýfu bækurnar) með mik- illi eftirvæntingu og tilhlökkun. Ull og grafík Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Það hefur tekið listakonuna Krístím Jónsdóttur frá Munka- þverá drjúgan tíma að þroska list- gáfu sína, því að hún fer sér hægt og vinnubrögð hennar ein- kennast af stóískri ró og yfirveg- un. Hún er þannig upplagt dæmi um að ekki er hægt að hólfa list- ina eftir lífaldri, jafn misjafnt og það er hvernig hlutimir þróast hjá hinum einstöku listamönnum. Hjá sumum er það ótvíræður ávinningur að þroskast seint opg hér er Kristín sömuleiðis gott dæmi, því að hún mætir sterkari til Ieiks með hverri sýningu. Þann- ig er óhætt að segja að sýning hennar í Listasafni ASI þessa dagana og fram að næstu helgi sé hápunkturinn á ferli hennar. Ýmsum mun vafalítið minnis- stæð sýning Kristínar á sama stað fyrir þremur árum, sem var þá hennar fyrsta einkasýning á höf- uðborgarsvæðinu, þótt hún hafi unnið að list sinni að meira og minna leyti frá því á byijun sjötta áratugarins! Það var sterk sýning sem at- hygli vakti og vel var skrifað um. Kristín hefur þó tekið þátt í fjölda samsýninga og einkum hef- ur hún verið virk á sýningarvett- vangi frá árinu 1980, og hafa myndir hennar oftar en ekki vak- ið drjúga athygli. Listakonan vinnur á sinn sér- staka hátt í tækni sem hún hefur þróað á undangengnum árum og er í kjama sínum mjög gömul. Er það í samræmi við vinnubrögð margra núlistamanna, sem leita aftur í fortíðina að tæknibrögðum sem þeir geti svo endurnýjað og því eldri og sjaldgæfari sem tækn- in er þeim forvitnilegri er hún í augum þeirra. Jafnvel akademísk tækni sem menn fussuðu að fyrir nokkrum áratugum er komin aft- ur, en fyrir margt í nýjum búningi. Tæknin byggist á þæfðri ull sem gerandinn býr til flóka úr og mótar á margvíslegan hátt. Þar næst beitir hún ýmsum grafískum aðferðum og notar þá blek, vax og olíukrít auk þess sem hún þræðir bambusstöngum í gegnum sum verkin. Kristín Jónsdóttir listakona. Þessari aðferð að vinna með flóka, en í öðrum búningi og þétt- ari, kynntist ég fyrst í verkum Joseph Beuys á Dokumenta í Kassel árið 1968, og minntist þá á hana og listamanninn hér í blað- inu, enda orkaði efniskenndin og vinnuferlið sterkt á mig. Auk þess sem Kristín vinnur í jafn náttúrulegt efni og ull, þá eru henni íslenskir jarðlitimir hugstæðir, sem kemur einkar vel fram á þessari sýningu t.d. í myndunum Jörð I, II og III og raunar fleiri myndum. Það er ekki aðeins það, að margt verkanna á sýningunni minna í gerð sinni á okkar fornu handrit, að þau hafa yfir sér sterka þjóðlega skírskotun, heldur einnig í senn litir og útfærsla og þó er þetta allt með mjög nútíma- legu sniði. Ekki eru mikil átök merkjanleg í verkunum, en þeim meiri undir- alda í tíma og rými og þetta munu vísast einmitt þau vinnu- brögð sem henta listakonunni best. Stærsta verkið á sýningunni, sem nefnist Janúar 1991, og er að sjálfsögðu gert á þeim mán- uði, verður að teljast hápunktur sýningarinnar, en fleiri verk vekja óskipta athygli, svo sem „Bók tímans“ (2), „Vonarland“ (7), „Bókfell" (8), „Vængjað myrkur“ (18) og „Næturflug“ (19). Þetta er allt í senn sterk sýning og óvenjuleg og er ástæða til að óska listakonunni til hamingju með árangurinn..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.