Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1991 11 Spenna í algleymingi Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Brian Morre: Lygi þagnarinnar Þýðandi: Haraidur Bernharðs- son Utg: Úrvalsbækur — Frjáls fjöl- miðlun 1991 John Sandford: Leikreglur Þýðandi: Sigurður Hreiðar Útg. Úrvalsbækur — Frjáls fjöl- miðlun 1991 Útgáfan Úrvalsbækur hefur nú sent frá sér fjórar spennusögur í kiljubúningi og það hlýtur að sýna að markaður er fyrir slíkt. Ein- hverra hluta vegna hefur farist fyr- ir að skrifa um þessar bækur og er nú ráð að gera bragarbót. Spennu-og afþreyingarsögur getur oft og einatt verið hið besta lesefni og fáir sveija af sér að þeir líti ekki í slíkar bækur öðru hveiju enda hafa þær á sinn hátt ótvírætt gildi þó fæstar flokkist beinlínis undir bókmenntaverk. Ýmsir merk- is höfundar hafa lagt sig eftir að skrifa afþreyingar- eða spennubæk- ur, nærtækt er að nefna Simenon, John Le Carré og Graham Greene. Bækurnar tvær „Lygi þagnar- innar“ og „Leikreglur“ hafa ýmsa kosti góðrar spennusögu. Góð og sannfærandi „plott“ og þær vinda sig hugnanlega áfram. I Lygi þagn- arinnar er sögusviðið Norður- írland. Michael Dillon hefur skömmu síðar ákveðið að hjónaband hans og Moiru sé búið að vera og hann er ástfanginn af stúlkunni Andreu. Þá gerist það að IRA-menn ráðast inn á heimili þeirra og Moira er tekin í gíslingu gegn því að Mich- ael aðstoði við verk sem þeir hafa á pijónunum. Ef hann gerir lögreglu viðvart hlýtur hann að stofna lffi Moiru- í voða og ef hann gerir það ekki er líf fjölda annarra í húfi. Höfundurinn gerir Michael Dillon nokkuð skýran fyrir lesanda og tog- streitan verður nálæg og harla ágeng. Niðurlag sögunnar er að sumu leyti óvænt, miskunnarlaust og rökrétt. Til þýðingarinnar hefði mátt vanda betur. , Leikreglur er gerólík bók, hrárri og mergjaðri. Þar segir frá geðveik- um manni sem myrðir stúlkur og velur þær eftir ákveðnum reglum, myrðir eftir ákveðnum reglum og hefur ummerkin alltaf eftir settum reglum líka. Til að fást við málið er leitað til Lucasar Davenport sem er lúnkinn náungi, kvensamur og hress og enginn súperlögga. Það er rétt leið hjá höfundinum að koma með nafn morðingjans strax, lesandi velkist ekki í vafa en spenningurinn beinist að því hvort Lucas finni leiðina til hans. Sem hann gerir vitanlega að lokum en nokkrum fleiri morðum síðar. Það eru gallar á morðingjanum hvað það snertir að ég áttaði mig ekki á hvort hann hafði allt í einu orðið veikur og lagst í manndráp eða hvort þessi fýsn hafði lengi blundað í honum og ef svo var hvað hleypti skriðunni af stað. Því hann er svo langt leiddur að eftir nokkra daga án dráps er hann orðinn frið- laus. Sagan stendur þó fyrir sínu og er spennandi og læsileg og heldur athygli og forvitni til enda. Kvöldstund með Davíð Oddssyni á Hótel Selfossi föstudaginn 12. apríi Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu. FRELSI OG MAN N ÚÐ Kosninganefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Góðan daginn! r ^ SMÁÍBÚÐAHVERFI - LAUST FLJÓTLEGA Endaraðhús 220 fm v/Ásgarð. Hús og íb. í mjög góðu standi m.a. nýtt gler og þak. Suðurgarður. Áhv. 1,3 millj. ÁLFTAMÝRI - 4RA HERB. + BÍLSKÚR Vorum að fá ca 100 fm endaíb. á 3. hæð ásamt bílsk. íb. í góðu standi. Nýl. parket. Góð sameign. Verð 7,9 millj. SÓLHEIMAR - 3JA Góð ca 86 fm vel staðsett íb. í iyftubl. Fráb. útsýni. Húsvörður. Umsjón á sameign innifalin í hússjóð. Góð eign. Verð 6,6 millj. EYJABAKKI - 3JA-4RA Björt og góð ca 81 fm íb. ásamt 12 fm herb. í sam- eign. Steinflísar á gólfum. Suðursvalir. Ekkert áhv. Verð 6,6 millj. HAGAMELUR Falleg ca 65 fm lítið niðurgr. kjíb. Sérinng. Mikið end- urn. Parket. Flísal. bað. Áhv. veðd. ca 3,2 millj. Laus fljótl. Verð 5,4 millj. LAUGATEIGUR - 2JA Vorum að fá ca 70 fm íb. m/sérinng. Lítið niðurgr. Verð 4,8 millj. MÁNAGATA - EINSTAKLÍB. Snyrtil., samþ. einstaklíþ. ca 32 fm á góðum stað í Norðurmýri. Ekkert áhv. Verð 3,3 millj. Metsölublaó á hverjum degi! Landssamtökin Öryrkjabandalag Þroskahjálp íslands MÁLÞING haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi föstu- daginn 12. apríl frá kl. 13.00 til 17.00 af Landssam- tökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi íslands. Fundarstjóri verður Sigríður Ingimarsdóttir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Dagskrá: Föstud. 12. apríl. Kl. 13.00-13.10 Málþingið sett: Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður- Landssamtakanna Þroskahjálpar. Kl. 13.10-13.20 Einföld framsetning á vönduðu máli: Árni Böðvarsson. Kl. 13.20-13.30 Innlegg frá útvarpsráði: Inga Jóna Þórðardóttir. Kl. 13.30-13.40 Frá Háskóla íslands: Sigrún Stefánsdóttir. Kl. 13.40-13.50 Frá stöð 2: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kl. 13.50-14.00 Frá blindum og sjónskertum: Ragnar R. Magnússon. Kl. 14.00-14.10 Frá heyrnarlausum: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir. Kl. 14.10-14.20 Innlegg umræðuhóps þroskaheftra. Kl. 14.20-14.30 Frá Námsgagnastofnun: Sylvfa Guðmundsdóttir. Kl. 14.30-14.40 Upplestur úr verkum Iðunnar Steins- dóttur, Kristínar Steinsdóttur og Pét- urs Gunnarssonar. Kl. 14.40-15.00 Kaffihlé. Kl. 15.00-15.30 Frá dagblöðum: Árni Bergmann. Sigurdór Sigurdórsson. Styrmir Gunnarsson. Kl. 15.30-16.50 Almennar umræður og fyrirspurnir. Kl. 16.50-17.00 Málþingi slitið: Arnþór Helgason, formaður Öryrkja- bandalags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.