Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 29 frjálsan aðgang að mörkuðum fyrir sjávarafurðir, án þess að fallast á fiskveiðiheimildir í staðinn. Um þetta hafa stjórnarflokkarnir verið sammála. Um þetta hefur tekist bærileg samstaða með þjóðinni. Aðseins Kvennalistinn, og Hjörleif- ur í Alþýðubandalaginu, eru á móti. Það hefur komið í minn hlut ásamt með forsætisráðherra að út- skýra fyrir þingi og þjóð, að samn- ingarnir um EES séu allt annars eðlis en aðild að EB. í samningun- um um EES er nýting fiskimiða og orkulinda ekki einu sinni á samn- ingssviðinu. Þar er ekki um að ræða framsal á vaidi frá Alþingi né ríkisstjórn til yfírþjóðlegs valds. Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar er ekki að selja landið, þótt hjáróma raddir í Alþýðubandalagi og Kvennalista hafi svo sem heyrst um slík landráðabrigsl. En hveiju á þjóðin að trúa þegar forsætisráðherrann rýkur alit í eiriu upp með andfælum og boðar þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild að EB eftir nokkra daga? Hvað á þessi hræðsluáróður að þýða? Er ekki hætt við að þjóðin fyllist efasemdum um stefnu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar í málinu? Að með þessum orðum*sé sáð fræjum tor- tryggni og efasemda um að samn- ' ingarnir um EES séu einhvers kon- ar bakdyraleið að EB? Að verið sé að draga þjóðina á asnaeyrunum inn í EB — og þess vegna þurfi að leggja þetta fyrir þjóðina strax? Spyr sá sem ekki veit. Eg spyr: Hvað vakir fyrir forsæt- isráðherra að vekja með þessum hætti upp deilur og togstreitu með þjóðinni um brýn hagsmunamál, þegar samstöðu er þörf? Er ekki þarna verið að leika sér að eldi? Hræðsluáróður Leyfist mér að minna á, að Fram- sóknarflokkurinn sat hjá, þegar ís- land sótti um inngöngu í Fríverslun- arsamtök Evrópu, EFTA, árið 1970. AB var auðvitað á móti. Talsmenn beggja þessara flokka höfðu þá uppi stór orð um að þetta væri fyrsta skrefið í innlimun íslands í hið nýja Evrópustórveldi. Að um væri að ræða framsal landsréttinda, að verið væri að farga sjálfstæðinu. Þetta var hræðsluáróður. Hann reyndist gjörsamlega tilefnislaus. Þessi orð eru best gleymd og graf- in. Sömu sögu er að segja um Akur- eyrarsamþykkt forsætisráðherra. Við skulum gleyma henni. Kosning- arnar 20. apríl snúast nefnilega um það, hversu vel kjósendur kunni að meta þann árangur, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur náð í efnahagsmálum. Og hvaða flokkum sé best treystandi til þess, á grundvelli reynslunnar á liðnu kjörtímabili, að bæta lífskjör þjóðar- innar, m.a. með árangursríkum samningum um tollfijálsan aðgang að Evrópumarkaði fyrir okkar út- flutningsafurðir. Hvers vegna að vekja upp pólitískan draugagang, hræðsluáróur gegn ímynduðum óvinum, fyrir kosningar? Er það til þess að draga athygli kjósenda frá aðalatriðunum? , ✓ HJÓL I ÁRSINS 1991 Nýlego vor TREK fjollohjól kosið h/ól ársins 1991 of bondorísko hjólotímoritinu „Mountain & City Biking" vegno ollsherjor vöndunor, frábærro oksturseiginleika og verðlags sem er jpoð gott að betri koup er vort hægt oð gero í olvöru fjallohjóli. TREK fjollahjól eru einstoklego folleg og sterkleg, enda jbroutreynd við erfiðustu skilyrði, jofnt til fjollo sem á molbiki. Komdu og prófaðu eitt í dag, sjón er sögu ríkari. '■ £ fA;# fa f .f 'm , diW fMmj ÞÚKEMSTÁ TOPPINN Á TREK ÁB1TR4SO SENDUM I POSTKRÖFU Reidhjolaverslunin UM LAND ALLT RAÐGREIÐSLUR SPITALASTIG 8 VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661 SKEIFUNNI 1 1 VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891 Höfundur er formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra. II /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.