Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAÖUR H. APRÍL 1991 13 Morgunblaðið/KGA Birgir Þórhallsson tekur við fjölmiðlabikarnum úr hendi Kristínar Ferðamálaráð Harður árekstur í Ölfusi: Þrír fluttir á slysadeild MJOG harður árekstur varð skömmu fyrir klukkan sjö í fyrra kvöld á vegamótum Olfusvegar og Þrengslavegar. Þar rákust saman tveir fólksbílar og allir sem í þeim voru, þrír að tölu, voru fluttir á slysadeild, en voru . ekki í lífshættu að sögn lögi'eglu. Annar bíllinn var að koma frá Hveragerði, en hinn frá Reykjavík á leið til Þorlákshafnar. Við árekst- urinn kviknaði í öðrum bílnum-og brann hann. Báðir bílarnir eru gjör- ónýtir að sögn lögreglu á Selfossi. Bílarnir voru af Fiat og Subaru gerðum. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna efþið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. Islands: Sólarfilma hlaut fjölmiðla- bikarinn SÓLARFILMA hlaut fjölmiðla- bikar Ferðamálarðas fyrir árið 1990 fyrir öfluga landkynningu síðastliðin þrjátíu ár. Sólarfílma var stofnsett árið 1961 af þeim Birgi Þórhallssyni og Snorra Snorrasyni. Á þessum tíma var lítið sem ekkert til af myndefni til landkynningar en það átti eftir að breytast vegna ötuls starfs þeirra félaga. Þeir hafa gefið út mikinn fjölda póstkorta og litskyggna auk þess sem þeir hafa gefið út myndskreytt bréfsefni og staðið fyrir endurgerð gamalla ljósmynda. Þá hefur fyrir- tækið staðið fyrir kynningu á ís- lenskum þjóðbúningum. Krístín Halldórsdóttir formaður ferðamálaráðs sagði við afhendingu viðurkenningarinnar að um hálf milljón póstkorta frá Sólarfilmu seldust árlega og „með hæfilegu ímyndunarafli má reikna út að ár- lega sjái nokkrar milljónir manna myndir frá Islandi á póstkorti frá Sólarfilmu.“ -----*-*-*--- Framboðs- fundur um umhverfismál ÍSLANDSNEFND norræna um- hverfisársins stendur fyrir opnum fundi í kvöld, fimmtudaginn 11. apríl, með frambjóðendum úr Reykjavík um umhverfismál. Fundurinn verður í sal Norræna hússins og hefst kl. 20.00. Fram- bjóðendur gera stutta grein fyrir stefnu sinni og síns flokks í um- hverfismálum, svara fyrirspurn- um úr sal og frá hver öðrum. Framsögumenn af hálfu flokk- anna verða: A-listi, Magnús Jónsson, veðurfræðingur, B-listi, Hermann Sveinbjörnsson, umhverfishagfræð- ingur, D-listi, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður, F-listi, Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, G-listi, Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, H- listi, Tómas Gunnarsson, lögfræðing- ur, V-listi, Sigrún Helgadóttir, um- hverfisfræðingur, Þ-listi, Áshildur Jónsdóttir, markaðsfræðingur, frá Grænu framboði, Jón Tryggvi Sveinsson. Fundarstjóri verður Ingvi Þor- steinsson náttúrufræðingur. Um helgina verða umhverfismál ennfremur á dagskrá í Norræna hús- inu þegar Líffræðifélagið heldur ráð- stefnu um villt íslensk spendýr. þar verða lærðar og leikar umræður um rannsóknir á hvölum, selum, ref, mink o.fl. Ráðstefnan er öllum opin og hefst kl. 13.00 á föstudag 12. apríl og lýkur með móttöku í boði sjávarútvegsráðuneytisins kl. 18.00 laugardaginn 13. apríl. Polarn&Pyret kveri' og barnafataverslun þar sem gœði eru í hdvegum höfð. KRINGLUNNI 8-10, SÍMI 681822 Gallabuxur í stœrð 100-170 sm. Verð kr. 2.900,- Marglitur bolur úr 100% bómull ístœrð 130-170 sm. Verð kr. 3.390,- Marglit úlpa í stœrð 130-170 sm. Verð kr. 4.900,- Fjólubláar bómullarbuxur í stœrð 100-170 sm. Verðfrá kr. 3.190,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.