Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 1
64 SIÐUR B 96. tbl. 79, árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovéskur flugræningi: Fljúgið til Reykjavíkur! Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR öryggisverðir afvopn- uðu í gær mann á Domodedovo- flugvelli í Moskvu en hann hafði reynt að snúa flugvél í innanlands- flugi til Reykjavíkur. Maðurinn er sagður þrítugur og frá borg- inni Barnaul, sunnan við Novosíb- írsk í Síberíu. Ræninginn krafðist þess að bætt yrði eldsneyti á vélina í Moskvu og henni flogið til Hamborgar en þaðan til Reykjavíkur. Er vélin var færð til á vellinum réðust verðirnir inn í hana og yfirbuguðu manninn. Undanfama mánuði hafa flugrán verið mjög tíð í Sovétríkjunum og vilja ræningjarnir yfirleitt komast úr landi. Japan: Fjórðungur- inn drepur sig á vinnu Tókíó. The Daily Telegraph. FJÓRÐUNGUR starfsmanna í helstu fyrirtækjum Japans er líklegur til að verða bráð- kvaddur vegna of mikils vinnuálags, samkvæmt niður- stöðum nýrrar könnunar sem birtar voru í gær. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa lengi rætt sín á milli um dauðsföll af völdum of mikillar vinnu en það eru ekki nema um tvö ár síðan fjölmiðlar tóku að gefa þessu vandamáli gaum. Umræðan hefur leitt til þess að æ fleiri ekkjur, sem misst hafa eiginmenn sína af þessum sök- um, krefjast bóta. Lögfræðingar hafa veitt fjöl- skyldum fómarlambanna aðstoð með símaþjónustu og áætla að 30.000 manns deyi árlega af völdum of mikils vinnuálags. Flestir þeirra fá hjartaáfall eða heilablóðfall eftir mikla yflr- vinnu í langan tíma og undir miklu álagi. • • Orvilnun ílrak Reuter Kúveiskir hermenn skutu viðvörunarskotum upp í loftið á öryggissvæðinu við landamæri íraks og Kúveits í gær er uppþot brutust þar út á meðal ir- askra flóttamanna, sem flykktust í örvæntingu sinni að rútum er fluttu um 300 íraka til Kúveitborgar. Þaðan fóru þeir heppnu með flugvél til írans. Á myndinni situr írösk kona með barn í kjöltu sinni og grætur sáran eftir að hafa misst af síðustu rútunni. Sjá „Bandaríkjamenn ætla ...“ á bls. 26. Efnahagsóreiðan í Sovétríkjunum: Borís Jeltsín reynir að stöðva námaverkföll Moskvu. Rcuter, Thc Daily Tclegraph. BORÍS Jeltsín, ieiðtogi Rúss- lands, hóf í gærkvöldi að ræða við kolanámamenn í Novokúz- netsk á Kuzbass-svæðinu í Síb- eríu með það að markmiði að bundinn verði endi á tveggja mánaða verkföll. Á fundi með sex hundruð verkamönnum lagði hann áherslu á að þeir myndu sjálfir taka ákvörðun í málinu en hann vildi útskýra stefnu sína. Hann hyggst einnig ávarpa fund námamanna 1. maí. Stjórnmálaskýrendur álíta að Jeltsín taki gífurlega áhættu með ferð sinni. Takist honum Náttúruhamfarir í Sovétríkjunum: Mikið tjón af völdum landskjálfta í Georgíu Moskvu. Reuter. ^ ^ ÖFLUGUR landskjálfti, sem mældist 7,0 stig á Richters-kvarða, reið yfir Kákasus-lýðveldið Georgíu í suðurhluta Sovétríkjanna í gær. Að minnsta kosti 24 biðu bana og mikið tjón varð á byggingum. Jarðskjálftinn varð laust eftir klukkan níu í gærmorgun að ísl. tíma. Fimm tímum síðar kom annar skjálfti, sem varð þess valdandi að rúður brotnuðu í höfuðborg Georgíu, Tbilisi, og næst stærstu borg lýðveldisins, Kutaisi. íbúar gamalla bygginga urðu skelfingu lostnir og streymdu út á göturnar. Talsmaður georgíska þingsins sagði að 24 hið minnsta hefðu beð- ið bana og mikið tjón hefði orðið á byggingum. „Náttúruhamfarirnar urðu í fjallahéruðum og það tekur langan tíma að komast að því hversu margir fórust,“ sagði hann. Embættismaður í borginni Zesta- foni sagði að átta manns hefðu beðið bana þar og margir orðið fyr- ir meiðslum. „Meira en helmingur bygginga í borginni eyðilagðist eða skemmdist,“ sagði hann. Ekki var hægt að ná fjarskipta- sambandi við afskekkta bæi á skjálftasvæðinu og þyrlur voru sendar þangað með hjálpargögn. Björgunarsveit fór á svæðið frá nágrannalýðveidinu Armeníu og önnur var á leiðinni þangað frá Evrópu. Yfirmaður Sovésku jarðfræði- stofnunarinnar í Moskvu sagði að upptök fyrri skjálftans hefðu verið um 70 km frá Kutaisi og 30 km frá Tskhinvali, höfuðstað héraðsins Suður-Ossetíu. Rúmlega 25.000 manns biðu bana í jarðskjálfta, sem reið yflr Armeníu í desember 1988 og mældist 6,9 stig á Richter. að telja námamönnum hughvarf styrkir hann mjög stöðu sína en mistakist honum gæti valda- ferillinn verið á enda. Aðstoðarmenn Jeltsíns segja að hann hafi þegar greint fulltrúum námamanna frá aðalatriðum þeirra tilslakana sem sæst hafi verið á er hann samdi við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta fyrir skömmu. Meðal annars yrðu bein afskipti kommúnistaflokksins af málefnum námamanna aflögð og stjórnvöldum í Rússlandi falin yfir- stjórn þeirra. Áður hefur komið fram að Gorbatsjov hét því að ýmsar óvinsælar verðhækkanir yrðu felldar úr gildi, fijálsum kosningum flýtt og aukin réttindi einstakra lýðvelda tryggð. Á móti kemur að í yfirlýsingu leiðtoganna eru verkföll námamanna sögð „ólíðandi" og rætt um að koma á „sterkri stjórn“ í vissum atvinnu- greinum. Þessi hluti samkomu- lagsins hefur vakið reiði margra stuðningsmanna Jeltsíns er brigsla honum um svik. Helstu samtök andstæðinga kommúnista, Lýðræðislegt Rúss- land, ákváðu á sunnudag að Jelts- ín yrði forsetaframbjóðandi sam- takanna í Rússlandi 12. júní þótt hann væri harðlega gagnrýndur fyrir meinta undanlátssemi gagn- vart Gorbatsjov. Heimsmeistarinn í skák, Garríj Kasparov, er einn Finnland: Miðflokkur- inn ljær máls á EB-aðild Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. MIÐFLOKKURINN í Finnlandi, flokkur Eskos Ahos forsætisráð- herra, samþykkti á sunnudag ályktun, þar sem flokkurinn ljær í fyrsta skipti máls á aðild Finna að Evrópubandalaginu (EB). Miðflokkurinn, sem nýtur eink- um stuðnings í dreifbýlinu, hefur til þessa hafnað algjörlega frekari þátttöku Finna í samstarfi Vestur- Evrópuríkja. í ályktun flokksins frá því á sunnudag, aðeins tveimur dögum frá valdatöku stjórnar Eskos Ahos, segir hins vegar að Finnar þurfi að velta fyrir sér kostum og göllum hugsanlegrar aðildar að EB. Þó beri fyrst að ljúka samningavið- ræðum EB og Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) um evrópskt efnahagssvæði. Pertti Paasio, formaður finnskra jafnaðarmanna, sem eru í stjórnar- andstöðu, lýsti því hins vegar yfir á laugardag að Finnar ættu að sækja um fulla aðild að EB. Paasio var utanríkisráðherra í stjórninni, sem fór frá á föstudag, og hefur ekki áður tekið afstöðu með EB. Reuter Frá fundi um 15.000 stuðnings- manna Borís Jeltsíns, leiðtoga Rússlands, í Moskvu í gær er þeir fögnuðu forsetaframboði hans 12. júní. af liðsmönnum samtakanna. Hann telur að rússneski forsetinn hafi orðið fyrir miklum áhrifum af kuldalegum móttökum í ferð sinni til Vestur-Evrópuríkja fyrir skömmu, e.t.v. hafi hann þess vegna tekið upp samstarf við Sov- étleiðtogann. Er Jeltsín heimsótti þing Evrópubandalagsins var hann skammaður ótæpilega fyrir andstöðu sína við Gorbatsjov. „Vesturlandabúar eru enn of hrifnir af Gorbatsjov," sagði Kasp- arov. „Þeir draga enn dám af svart-hvítum hugsunarhætti kalda stríðsins og það tekur sinn tíma að breyta honum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.