Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 7

Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 7
7 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR_ 3Q. APRÍL 1991 ______UL‘. J i _ _ _ '_u.ii.w_ _ i_ - iiLA .UJ.'i'i AUGLVSING BERÐU EIGIN HAG FYRIR BRJÓSTI-BARNIÐ NÝTUR ÞESS! Kalkþörf bamshafandi kvenna og brjóstmæðra er meiri en annarra einstaklinga. Þær þurfa að sjá bömum sínum og sjálfum sér fyrir nægu kalki í fæðunni og til að nýta það til fullnustu þarf einnig að neyta D-vítamín- ríkrar fæðu. (Lýsi og feitur fiskur t.d. lúða og lax). D-vítamín er nauðsynlegt fyrir upptöku kalksins í meltingarveginum. MORGUNVERÐUR allur innmatur, dökkt kjöt, blaðgrænmeti, gróft brauð, fiskur og kartöflur. Eftirlæti ,jám“frúarinnar. Fyrir 4 600 g lambalifur salt pipar . 40 g smjör 2 meðalstór epli 1 dl sjóðandi vatn 8 sneiðar óðalsostur (150 g) paprika. Hreinsið og þerrið lifrina. Skerið hana í u.þ.b. llá-2 cm þykkar sneiðar. Kryddið með salti og pipar. Brúnið sneiðarnar á báðum hliðum í smjöri og raðið á smurt eldfast fat. Afhýðið eplin, hreinsið kjarnann úr og skerið í þykkar sneiðar. Steikið á báðum hliðum í smjörinu. Leggið eplin ofan á lifrina. Hellið vatninu á pönnuna og látið suðuna koma upp. Hellið soðinu yfir lifrina. Leggið ostsneið ofan á hverja lifrarsneið. Bakið við 225°C í 8-12 mín, eða þar til osturinn er fallega gulbrúnn. Berið fram með bökuðum kartöflum, köldu smjöri og hrásalati. Ostur er gjöfulli á kalk en nokkur önnur fæðutegund. Úrkölkun er mun algengari hjá konum en körlum og hefst oftast nær eftir að fertugsaldri er náð. Orsakirnar eru einkum þrjár: Skortur á kynhormónum, skortur á kalki í fæðu og hreyfingarleysi. Með kalkríkri og D-vítamínauðugri fæðu, góðri hreyfingu og útivist, getið þið haldið beinum ykkar „ungum“ lengur. Borðið ost og hreyfið ykkur duglega - daglega. 1 ábœtisskeið lýsi 1 glas mjólk gróft ristað brauð með þykkum ostsneiðum 2 dl ab-mjólk með trefjaríkri kornblöndu te eða kaffi. HÁDEGISVERÐUR Grænmetissalat með osti og eplum Fyrir 2 1 litið salathöfuð 1 bolli soðin hrísgrjón 1 epli í bitum 2 harðsoðin egg 100 g maís 100 g gúrka í bitum 70 g ostur: brauðostur, Gouda eða Maríbó í bitum 25 g gráðaostur. Sósa: H2 dl matarolia, kryddedik eftir smekk, salatkrydd, sítrónusafi. Blandið saman grænmeti, hrfsgrjónum, epli og ostum í skál. Hrærið sósuefnunum saman og hellið yfir. Blandið varlega saman. Skreytið með eggjabátum og berið fram með grófu brauði. Með þessu er gott að drekka bæði undanrennu og/eða te. OSTAGOTT UM EFURMIÐDAGINN Þegar vinir og fjölskylda líta inn til að skoða nýja einstaklinginn er gott að eiga 2-3 tegundir af osti, t.d. Brie eða Camembert, gráðaost og einhvem fastan ost. Með þessum ostum er gott að hafa vínber, epli og/eða perur, ósætt kex og gróft brauð. Munið að láta ostana standa utan kælis í minnst klukkustund áður en þið berið þá fram. Þannig nýtur bragðið sín mun betur. AIIKAKflO? Oftar en ekki bæta konur á sig nokkrum aukakflóum á meðgöngutímanum sem þær vilja gjaman losna við sem fyrst eftir fæðingu. Slíkt er bæði sjálfsagt og eðlilegt en það verður að gerast á skynsamlegan hátt. í staðinn fyrir kaffi og kökur um eftirmiðdaginn er t.d. alveg tilvalið að fá sér te, án sykurs, hrökkbrauð og ríflegan skammt af kotasælu með ananas. Kotasælan er magur ostur og er saðsöm og holl, bæði fyrir móður og barn. Einnig má benda á léttost, sem er magur smurostur, einstaklega kalkríkur. (í 100 g eru 700 mg af kalki.) * Ahugafélög um bijóstagjöf vilja stu&la að réttu fæðuvali „þín vegna og bamsins" KVÖLDVERÐUR Það er fleira en kalkið sem barnshafandi konur og brjóst- mæður þurfa að hyggja að. Járn- _ skortur er t.d. mjög algengur hjá | barnshafandi konum og brjóst- | mæðrum. Járnrík fæða er m.a. 3 MUNDU EFTIR 05T1NUM Hann byggir upp AUK/SlA k9d21-503

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.