Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 17

Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 17 Ný ljóðabók eftir Þórarin Eldjárn BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér ljóðabókina Hin há- fleyga moldvarpa eftir Þórarin Eidjárn. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „í þessari nýju bók leitar Þórarinn Eldjárn eins og oft áður fanga í hversdagsmyndum og gefur þeim nýtt og óvænt gildi handan hvers- dagsins. Ljóð sín yrkir hann að' þessu sinni á frjálsu formi, yrkir á persónulegan hátt um líf sitt og reynslu, og ögrar sjálfum sér og samtíð sinni á gráglettinn — stund- um sársaukafullan hátt. Tungumál- ið er tæki Þórarins til að vekja spurn eða óvæntar hugrenningar, en um leið kærasta yrkisefni hans, hvort sem hugað er að máttleysi þess eða möguleikum." Hin háfleyga moldvarpa er 48 bls. Valgarður Gunnarsson listmál- Þórarinn Eldjárn ari málaði kápumynd. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Einleikstónleikar Bryn- dísar Höllu Gylfadóttur BRYNDÍS Halla Gylfadóttir heldur einleikstónleika á vegum Musica Nova í Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 20.30. Á efnisskránni eru fjögur íslensk einleiksverk fyrir selló; Eter eftir Hauk Tómasson, Dal regno del sil- enzio (Úr þagnarheimi) eftir Atla Heimi Sveinsson, Flakk eftir Hróðmar Inga Sigurbjömsson og Spuni II eftir Guðmund Hafsteins- son, en hún frumflutti það verk þann 25. apríl sl. Bryndís Halla Gylfadóttir er fædd árið 1964. Hún stundaði nám í sellóleik hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan einleikaraprófi árið 1984. Framhaldsnám stundaði hún við New England Conservatory í Boston þar sem kennarar hennar voru Colin Carr og Laurence Lesser og lauk hún þaðan mastersprófi árið 1989. Veturinn 1989-1990 dvaldi Bryndís í Amsterdam og stundaði nám við Sweelinck Con- servatorium. Bryndís hefur komið fram á tón- leikum á íslandi, í Hollandi, Svíþjóð, Jón Hilmar Alfreðsson sið að bíða innlendu þjónustunnar. Af þessu má ráða að fé vantar ekki til innlendrar glasafrjóvgunar og hana má að fullu fjármagna með greiðslum, a) frá TR sem þó væru mun lægri en nú renna til útlanda og b) einstaklinganna sjálfra, en þær greiðslur yrðu langtum lægri en nemur útlögðum ferðakostnaði nú. Með þessu móti yrði snurðulaus rekstur best tryggður. En er það ekki ranglátt að krefja Bryndís Halla Gylfadóttir, selló- leikari. Kanada og Bandaríkjunum og var einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands í sellókonserti Schumanns í desember sl. Bryndís starfar nú sem fyrsti sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit íslands. (Frcttatilkynning) um einstaklingana greiðslu fyrir þessa tegund læknishjálpar um- fram aðrar? Slíkri spurningu er vandsvarað, en spytja má á móti hvort það sé réttlætanlegt að sam- eiginlegur sjúkrasjóður lands- manna greiði fyrir þessa starfsemi að fullu, á meðn hann hrekkur ekki til fyrir brýnustu læknis- og líknarverkefnum. Þá má benda á að ófijósemi skerðir ekki tekjuöflun á sama hátt og sjúkdómar oft gera, að um tvo vinnandi einstaklinga er að ræða sem ómegð íþyngir ekki. Þess gerast þó dæmi að hjón hafi ekki efni á þessari meðferð, án þess að samhliða fari vanhæfi til að ala önn fyrir bami, en slík til- felli eru ekki mörg og þar fer vel á félagslegri velferð, til dæmis með fullri greiðslu af'hálfu TR. Hér hefur verið gerð grein fyrir tillögu til fjármögnunar við rekstur glasafijóvgunar. Inntak þeirrar til- lögu er að starfsemin keppi ekki við hefðbundna sjúkraþjónustu um naumt skammtaða fjármuni. Til- gangurinn er að tryggja hnökra- lausan rekstur og framþróun á sviði ófijósemislækninga. í víðari skilningi má líta á þetta sem lítið skref í þeirri endurskoðun sem nú fer fram innan heilbrigðis- kerfisins og miðar að því að tryggja aukið fjármagn á komandi árum, jafnhliða hagræðingu og sparnaði. Höfundur er læknir á Landspítalnnum. "etta er óneitanlega óvenjulegur og nýstárlegur bíll, - APPLAUSE frá Daihatsu. Hann sameinar ótal kosti sem nútíma bíleigandi krefst: Undurgóð fjöðrun ásamt sítengdu aldrifi eða framhjóladrifi valda því að hann liggur einstaklega vel og er því mun öruggari í akstri. Kraftmikil, sparneytin vél, vökvastýri og ótrúlega mikið rými fyrir farþega og farangur gera hann ólýsanlega þægilegan, beinlínis skemmtilegan. En þetta eru bara orð, við getum haldið lengi áfram. Þú verður einfaldlega að prófa, þar liggur sannleikurinn. □AIHATSU APPLAUSE - prófaðu bara! |AÐ 100.000 KMj Applause með framhjóladrifi kostarfrá kr. 929.000 stgr. á götuna. Applause með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.245.000 stgr. á götuna. FAXAFENI 8 • SÍMI 91 -68 58 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.