Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 25
íiaAjgnuÐsto:
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
25
Evrðpumarkaöshyggjan
Hagsmuníf og vaikost* tsíancía
Heimsklúbburinn:
EVROPUMARKAÐSHYGGJAN
HAGSMUNIR OG VALKOSTIR ÍSLANDS
Eftir dr. Hannes Jónsson,
fv. sendiherra
Kynnið ykkur allar hliðar Evrópumarkaðsmálanna í traustu, óháðu og að-
gengilegu heimildarriti. Höfundur gerir sannsýna heildarúttekt á hagsmunum
Islands í gömlu Evrópu 18 nýlenduríkja og í stærri heimi 170 ríkja. Yfirgrips-
mikið efni sett fram á lipru máli og í myndum, myndritum, teikningum og
töflum svo lesandi geti sjálfur sannreynt hvort gróði eða tap, sjálfstæði eða
fullveldisafsal fylgi aðild að Efnahagssvæði Evrópu og EB. Ómissandi inn-
legg í Evrópumarkaðsumræðuna. 118 bls. kilja. Fæst hjá flestum bóksölum
og útgefanda.
Verð kr. 1.000,- Pöntunarsími (91)75352.
I BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR
Pósthólf 9168 - 109 Revkiavik - Slmi 7535?
Stjórn NEMA, talið frá vinstri: Bárður Tryggvason, Inga Sólnes,
formaður, Guðmundur Arnaldsson, Ólöf Pálsdóttir, ritari, Aðalsteinn
Steinþórsson, gjaldkeri, Bergþóra Einarsdóttir og Kristjana Guð-
mundsdóttir. Á myndina vantar Helga Hjálmsson og Kristínu Steins-
dóttur.
Vorfagnaður NEMA
HINN árlegi vorfagnaður Nem- maður og skáld (stúdent ’81) og
endasambands Menntaskólans á Steinunn Jóhannesdóttir leikkona
Akureyri verður haldinn á Hótel og rithöfundur (stúdent ’67). Reyn-
Borg föstudaginn 3. maí kl. 19. ir Jónasson tónlistarmaður (stúdent
’53) stjórnar fjöldasöng og hljóm-
Ræðumenn kvöidsins verða Sig- sveit Ingimars Eydals leikur fyrir
mundur Ernir Rúnarsson frétta- dansi.
Erindi um
S-Afríku
INGÓLFUR Guðbrandsson ræðir
um Afríku, kynnir heimsreisu
þangað í nóvember og sýnir
myndir á kynningu Heimsklúbbs-
ins á Hótel Sögu á morgun, mið-
vikudag.
í frétt frá Heimsklúbbnum segir,
að sökum fjölbreytni sinnar og feg-
urðar sé Suður-Afríka oft kynnt
með orðunum „Heill heimur í einu
landi“. Verðlag þar sé einstaklega
lágt og því sé spáð að landið verði
í framtíðinni eitt helsta ferða-
mannaland heims. Fyrst og fremst
sé það óskaland náttúruskoðandans
og ljósmyndarans, en þar séu líka
spennandi borgir og fagrar bað-
strendur, auk þess sem það sé gós-
enland sælkera.
Kynning Ingólfs Guðbrandssonar
á Suður-Afríuku hefst klukkan 16
á morgun í Ársal Hótel Sögu og
er aðgangur ókev.pis.
(Ur fréttatilkynningu)
Fyrirlestur um
kennslufræði
PRÓFESSOR Erik Wallin heldur
fyrirlestur við Kennaraháskóla
Islands í stofu B-201 fimmtudag-
inn 2. maí kl. 16.00. Heiti fyrir-
lestrarins er: Kennslufræði -
Hvorki fugl né fiskur? Þáttur
kennslufræði í kennaramenntun
og skólastarfi. Fyrirlesturinn er
öllum opinn.
Erik Wallin dvelur hér á tandi
dagana 1.-8. maí. Hann er prófessor
við Uppsalaháskóla í Svíþjóð og
staddur hér til að skoða framhalds-
skóla. Hann hefur mikla reynslu af
skólamálaumræðu og þróun skóla-
mála síðustu áratugi í heimalandi
sínu. Auk þess hefur hann stjórnað
mörgum rannsóknarverkefnum er
tengjast ólíkum sviðum skólastarfs.
(Úr fréttatílkynuingii)
Sýningum á
Pétri Gaut
fer fækkandi
SÝNINGUM Þjóðleikhússins á
Pétri Gaut fer nú fækkandi. Fjór-
ar sýningar eru eftir og verða þær
2., 4., 10. og 14. maí. í fréttatil-
kynningu frá Þjóðleikhúsinu kem-
ur fram, að lofsamlegum orðurn
hafi verið farið um sýninguna í
norskum og sænskum blöðum.
í fréttatilkynningunni er vitnað í
dóma hinna erlendu blaða og er þar
sérstaklega fjallað um frammistöðu
Arnars Jónssonar í hlutverki Péturs
Gauts, Þórhildar Þorleifsdóttur, leik-
stjóra og Sigurjóns Jóhannssonar,
höfundar leikmyndar. Einnig er vikið
að tónlist Hjálmars H. Ragnarsson-
ar, sem sögð er einföld, en fögur og
frumleg.
Mikill fjöldi viðstaddur opnun
sýningar á verkum Yoko Ono
Á föstudagskvöldið hitti Yoko Ono nokkra íslenska listamenn á
Kjarvalsstöðum og fékk þá fjóra þeirra til að teikna eftir skugga
sínum á vegg. Hér er það Harpa Björnsdóttir sem stýrir pennan-
um.
Davíð Oddsson borgarsljóri hélt Yoko Ono og fylgdarmönnum
hennar hóf á laugardagskvöldið. Þá var fylgst með rokksýningu
á Hótel íslandi. Á myndinni sést Yoko silja milli borgarstjórahjón-
anna, Davíðs og Ástríðar Thorarensen.
Um fimmtán hundruð gestir
sóttu opnun sýningar á verk-
um eftir Yoko Ono og aðra
Fluxuslistamenn á Kjarvals-
stöðum á laugardaginn, og er
það mesti fjöldi sem hefur
verið viðstaddur opnun á veg-
um Listasafna Reykjavíkur.
Alls sóttu um tvö þúsund
manns sýninguna þann dag og
svipaður fjöldi á sunnudag.
Gunnar B. Kvaran forstöðu-
maður flutti ávarp við opnun-
ina og Hulda Valtýsdóttir
formaður menningarmála-
nefndar opnaði sýninguna
formlega. Þá ávarpaði Yoko
Ono einnig gesti stuttlega,
bauð þá velkomna og þakkaði
fyrir móttökurnar.
Sýningarnar hafa vakið mikla
athygli, enda um margt
skemmtilegar, og voru þeir ófáir
gestimir sem lögðu leið sína á
Kjarvalsstaði um helgina. Yoko
Ono, sem kom til landsins til að
vera viðstödd opnun sýningar-
innar, hefur haft í mörgu að
snúast undanfarna daga. Á
föstudagskvöldið hitti hún
nokkra listamenn á Kjarvalsstöð-
um, við það tækifæri fékk hún
fjóra þeirra til að teikna eftir
skugga sínum á vegg, og áritaði
Morgunblaðið/Einar Falur
Við opnun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum á laugardag. Frá vinstri eru: Hulda Valtýsdóttir, formað-
ur menningarmálanefndar Reykjavíkur, Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður Listasafna Reykjavík-
ur, Ina Blom og Jon Hendrics, sem önnuðust uppsetningu sýningarinnar, og Yoko Ono.
hún teikninguna síðan með við-
komandi listamanni. Þá braut
hún austurlenskan vasa og bauð
gestum að taka sér brot og
mæltist til þess að hópurinn hitt-
ist aftur að tíu árum liðnum og
setti vasann aftur saman. A
laugardagskvöldið bauð borgar-
stjórinn, Davíð Oddsson, Yoko
til samsætis og á sunnudag var
farið í skoðunarferð um Suður-
iand, og meðal annars gróður-
sett tré i Vinaskógi. í gær héldu
Yoko og fylgdarlið í Bláa lónið
og skoðuðu listasöfn.