Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 27

Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 27 Reuter Diego Maradona leiddur milli lögreglustöðva í Buenos Aires af óeinkennisklæddum lögregluþjóni. Maradona viðurkenndi fíkniefna neyslu Buenos Aires. Reuter. ARGENTÍNSKI knattspyrnu- maðurinn Diego Maradona var látinn laus gegn trygg- ingu á sunnudag eftir að hafa viðurkennt fyrir dómara í Buenos Aires að hann hefði neytt fíkniefna og gefið öðr- um. Maradona var handtekinn á föstudag ásamt tveimur vinum sínum í íbúð í útborg Buenos Aires. Að sögn lögreglu var hann undir áhrifum kókaíns. Þegar hann hafði viðurkennt brot sitt var hann látinn laus gegn trygg- ingu sem nam að jafnvirði 1,2 milljónir króna. Egyptar gagnrýna aukna busetu gyðinga a hernumdu svæðunum: Israelar sagðir tefla til- lögum Bakers í tvísýnu Deilur í ísraelsstjórn milli Shamirs og Levys Kairó, Washington, Jerúsalem, París, Damaskus. Reuter. EGYPSKA utanríkisráðuneytið sakaði í gær stjórnvöld í ísrael um að stefna friðartilraunum í Mið-Austurlöndum í voða með því að leyfa æ fleiri gyðingum að seljast að á hernumdu svæðunum þar sem Palestínumenn búa. Ja- mes Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tókst fyrir skömmu að fá Egypta til að lýsa stuðningi við svæðisbundna ráð- stefnu deiluaðila þar sem reynt yrði að bæta sambúð arabaþjóða og Israela. Yitzhak Sliamir, for- sætisráðherra Israels, hafnaði á sunnudag samkomulagi utanríkis- ráðherra síns, Davíðs Levys, og Bakers um fastaráðstefnu og er ljóst að ágreiningur er í stjórn- inni um málið. Arabaríki hafa ávallt krafist þess að friðarráðstefna yrði alþjóðleg og haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna en Egyptar og fleiri arabaþjóðir hafa dregið nokkuð i land með þá kröfu. Sýrlendingar hafa þó hvergi hvikað þrátt fyrir langa fundi Bakers með Hafez al-Assad Sýrlandsforseta að undanfömu. Mestu skiptir að Sham- ir, er veitir forystu samsteypustjórn Likud-flokksins með fulltrúum nok- kurra lítilla, óbilgjarnra hægri- flokka, óttast klofning ef hann gangi að tillögum Bakers. Shamir bar því við á sunnudag að með tillögum um viðvarandi ráð- Davíð Levy stefnu gæti farið svo að kröfum ísra- ela um beinar viðræður þeirra við nágrannaríkin; Egyptaland, Jórd- aníu og Sýrland, yrði drepið á dreif. Hann sagði arabaríki taka undir hugmyndir Bakers í von um að geta þannig komist hjá beinum viðræðum við ísraela sem óttast að ráðstefnan endi með því að stefna þeirra verði fordæmd. Eftir að hafa rætt málin við Shamir sagði Levy að hann hefði allan tímann haft fullt samráð við forsætisráðherrann og gaf í skyn að Shamir hefði snúist hugur á síð- ustu stundu. Levy sagðist myndu halda' áfram á sömu braut og taldi Israela hafa náð meiri árangri með Yitzhak Shamir friðartilraunum Bakers en nokkru sinni fyrr. Robert Dole, einn af áhrifamestu öldungardeilarþingmönnum repú- blikana í Bandaríkjunum, sagði á sunnudag að færi svo að deiluaðilar í Mið-Austurlöndum neituðu a<5 setj- ast að samningaborði gætu Banda- ríkin neyðst til að endurskoða aðstoð sína við löndin. Er Baker yfirgaf ísrael á föstudag gaf hann í skyn að það væru einkum ísraelar sem stæðu í vegi fyrir samkomulagi um friðarráðstefnu. Fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna við Israela nemur um þrem milljörðum dollara (180.000 milljónum ÍSK) á ári. Sendiherra framkvæmdastjórnar EB á íslandi og Noregi um EES-viðræðurnar: Síðustu kílómetrar maraþon- hlaupsins ætíð hinir erfiðustu ANEURIN Rhys Huglies, sendiherra framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins (EB) á íslandi og í Noregi, sem aðsetur hefur í Osló, segist vera sæmilega vongóður um að það takist að ljúka samninga- viðræðunum um Evrópskt efnahagssvæði (EES) í sumar eins og stefnt hefur verið að. „Síðustu kílómetrar maraþonhlaups eru hins vegar alltaf erfiðastir og mörg flókin vandamál eru enn óleyst. Ég er enn bjartsýnn en myndi þó ekki leggja fé undir,“ segir Aneurin Hughes. Sendiráð framkvæmdastjórnarinnar í Osló tók til starfa árið 1987 og hefur Hughes verið sendiherra frá upphafi. Hughes sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann reyndi að koma nokkrum sinnum á ári til íslands. Hann hefði metið það sem svo að það hefði lítið upp á sig að koma hingað í miðri kosningabaráttu en nú væri aftur á móti mjög hentug- - ur tími. „Mér fannst viðeigandi að kanna andrúmsloftið eftir kosning- arnar og ræða við ráðamenn um þau vandamál sem nú eru uppi í EES-viðræðunum.“ Hann sagðist aðspurður ekki meta það sem svo að kosningaúr- slitin væru líkleg til að stuðla að stefnubreytingu af hálfu íslendinga gagnvart Evrópu en Evrópumálin yrðu þó líklega mjög til umræðu næstu misserin. Um stöðuna í EES-viðræðunum sagði hann að nú væri verið að leita leiða til að höggva á hnútinn í viðræðunum. Einnig væri fylgst mjög náið með þeim væringum sem ættu sér stað í Sviss og Finnlandi þessa dagana. Svo gæti farið að Svisslendingar sæktu um aðild og umræðan um það atriði væri líkleg til að færast mjög í aukana í Finn- landi. Það myndi síðan þrýsta á Norðmenn að hraða ákvarðanatöku um málið. Þegar Hughes var spurður hvaða áhrif hann teldi það hafa á samn- ingaviðræðurnar um Evrópskt efnahagssvæði ef svo færi að flest öll ríkin í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFfA) myndu sækja um eða væru í í þann mund að fara að sækja um aðild að EB sagði hann að gagnvart EB myndi það litlu breyta. A margan hátt væri verið að semja um sambærilega hluti í EES-viðræðunum og samið yrði um í aðildarviðræðum. Þá væri líka ljóst að umfangsmikil fjölgun aðildarríkja EB væri ekkert sem myndi gerast á einni nóttu. Það að EFTA-ríki sæktu um aðild hefði líklega mun meiri áhrif innan EFTA en EB þar sem það þrýsti mjög á önnur ríki um að taka ákvörðun. Um þá hugsanlegu stöðu að ís- land stæði í framtíðinni eitt núver- andi aðildarríkja EFTA utan EB sagði Hughes að ef EES-viðræð- urnar færu farsællega myndi það þýða að íslendingar væru með samning sem fæli í sér frjálsan aðgang að Evrópumarkaði með afurðir sínar. íslendingar þyrftu hins vegar síðan að meta málið út frá öðru en þröngum viðskiptaleg- um hagsmunum og spyija sig hvort að þeir vildu standa fyrir utan þá þróun í átt til sameiningar sem nú ætti sér stað í Evrópu. „Þetta er pólitísk spurning sem íslendingar verða að gera upp við sig. Við erum ekki trúboðar sem hvetjum þjóðir til þess að koma til okkar. Það er nóg af öðrum stórum vandamálum sem við erum að fást við s.s. hvern- ig eigi að bregðast við stöðunni í Mið-Austurlöndum, hvernig eigi að Morgunblaðið/Sverrir Aneurin Rhys Hughes tryggja lýðræðið í Austur-Evrópu og hvemig eigi að leysa þær deilur sem eru uppi innan GATT. Þetta eru allt gífurlega flókin vandamál og því ekki efst á dagskrá í Bruxel- les að reyna að fá EFTA-ríkin til að sækja um aðild,“ sagði sendiher- rann. Um sérkröfur Islendinga varð- andi sjávarútveg sagði Hughes að íslendingar hefðu gert mjög skil- merkilega grein fyrir þeim. Öllum væri ljós sérstaða íslands vegna þess hversu háð landið væri sjávar- útvegi. Hins vegar hefði ekki enn tekist að sannfæra öll aðildarríki EB um réttmæti J)ess að gengið yrði að sérkröfum Islendinga. Væri nú reynt að finna lausn á því vanda- máli, til dæmis hvort að hægt yrði að ná samkomulagi um að landbún- aðarafurðir frá Miðjarðarhafslönd- unum fengju fijálsari aðgang að íslenska markaðinum eða skiptingu sameiginlegra fiskistofna. „Eg nefni þetta sem dæmi um það sem verið er að stinga upp á til að fá menn upp úr skotgröfunum. Ef báðum aðilum er mikið í mun að ná samkomulagi er nauðsynlegt að menn noti ímyndunaraflið til að leysa deilumál." Þegar hann var spurður hvort kröfur Norðmanna um að einnig verði tekið tillit til þeirra sérhags- muna vegna sjávarútvegs torveld- uðu íslendingum að ná fram sínum kröfum sagðist hann ekki telja að sú væri raunin þó að hann hefði orðið var við að margir á Islandi teldu svo vera. Sum svæði í norður- hluta Noregs, sem Frans Andriess- en, sem fer með utanríkismál innan framkvæmdastjórnar EB, heim- sótti fyrir skömmu, væru vissulega álíka háð sjávarútvegi og ísland. Ætti þetta sérstaklega við um Finnmörk. Þegar á heildina væri litið væri hlutfall sjávarútvegs af þjóðarframleiðslu hins vegar ein- ungis 6% í Noregi. Eins og áður sagði er Hughes sendiherra fyrir Noreg og ísland. Hann segist meta stöðuna í Noregi gagnvart EB þannig að ríkisstjóm- in þar vildi komast hjá því að það sama gerðist og við þjóðaratkvæða- greiðsluna um EB-aðild árið 1972 en það hefur stundum verið sagt að aldrei hafi Noregur verið nær borgarastyijöld en þá. Gro-Harlem Brundtland, forsætisráðherra, færi varlega í málið og líklega yrði það tekið fyrir á landsfundi Verka- mannaflokksins á næsta ári. Gæti svo farið að EB-aðild yrði kosn- ingainál í þingkosningum 1992 og að formjeg umsókn yrði lögð fram 1993. Hinn nýji formaður Hægri- flokksins vildi hins vegar hraða þessari þróun enn frekar og þrýst- ingur vegna aðildarumsókna ann- arra EFTA-ríkja gæti einnig leitt til þess. ■ MIAMI - Geimferjan Discovery stefnir út í geim frá skotpalli í Kennedy-geimferða- miðstöðinni í Flórída á sunnu- dag, í upphafi 40. ferðar bandarískrar geimfeiju. Bilun kom í gær fram í tveimur segul- bandstækjum sem ætlað er að geyma rann- sóknargögn og kann það að leiða til þess að geimfararnir geti ekki sinnt öllum þeim rann- sóknarverkefnum sem ætlunin var að framkvæma. í ferðinni er ætlunin að gera flóknari rannsóknir en í nokkurri hinna, aðallega tengdar svo- nefndri geimvarnaáætlun. ■ LONDON - John Major forsætisráðherra Bretlands nýtur mikilla persónulegra vin- sælda samkvæmt könnunum sem birtust um helgina en það nýtist flokki hans, íhalds- flokknum, takmarkað því fylgi hans er mjög svipað fylgi Verk- amannaflokksins. Fjórir fjöl- miðlar birtu sína skoðanakönn- unina hver og samkvæmt þeim er persónufylgi Majors 59-68%. ■ STOKKHÓLMI - Nýtt lýðræði, nýr flokkur sem stofnaður var fyrir hálfu ári í Svíþjóð og hefur það að megin markmiði að lækka skatta og fækka stöðumælavörðum, kann að hafa mikil áhrif á úrslit þing- kosninga þar í landi í septemb- er. Samkvæmt könnun sem birtist um helgina er hann orð- inn fjórði stærsti flokkur landsins með 9,1% fylgi. Sam- kvæmt könnuninni hrynur fylgi af Jafnaðarmanna- flokknum en það mælist 28,7% Fylgi Hægriflokksins mældist 23,0% og Fijálslyndra 11,3%. ■ LONDON - Anna Bretaprinsessa neitaði sér um hádegisverð af tillitsemi við 27 milljónir sveltandi manna í Afr- íkuríkjunum Súdan, Eþíópíu, Líberíu, Sómalíu, Angólu, Malawi og Mózambík. Hvatti prinsessa landsmenn sína til þess að gera hið sama og sagði að þeir fjármunir sem hún hefði sparað með því að sleppa há- degismatnum nægðu til þess að gefa 450 manns eina máltíð í afrísku sveitaþorpi. Honda 91 Civic Sedan 16 ventla Verð frá kr.1.050 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. W HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SlMI 689900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.