Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannssori, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Ný viðreisn Að öllu óbreyttu tekur ný við- reisnarstjóm við völdum í dag. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt var myndun nýrr- ar ríkisstjórnar að vísu ekki end- anlega lokið en hins vegar engin merki um hindranir í vegi þess, að ráðuneyti Davíðs Oddssonar taki við stjórnartaumunum síðdegis. Myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks er merkur atburður á vettvangi íslenzkra stjórnmála. Samstjórn þessara tveggja flokka sat við völd f tólf ár frá 1959 til 1971 og markaði þátta- skil í þjóðlífi okkar á margan veg. Það var bezt heppnaða stjómarsamstarf í sögu lýðveld- isi'ns. Miklar vonir eru bundnar við samstarf þessara tveggja flokka nú. Eins og jafnan, þegar ný ríkis- stjóm er mynduð, verða uppi mismunandi sjónarmið um skipt- ingu ráðuneyta milli flokka. En þegar niðurstaða er fengin ein- beita menn sér að þeim verkefn- um, sem við blasa. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur komu sér saman um jafnan ráðherra- fjölda. Á það ber að líta, sem útrétta hönd af hálfu Sjálfstæð- isflokksins, sem hefur á að skipa 26 þingmönnum á Alþingi en Alþýðuflokkurinn 10 þingmönn- um. Mörgum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins mun þykja þetta býsna langt gengið til móts við Alþýðuflokkinn. Á hitt er að líta, að slíkt jafnræði er líklegt til þess að skapa traust á milli samstarfsflokkanna, þeg- ar til lengri tíma er litið. Þess vegna var það áreiðanlega hyggilegt af þingflokki Sjálf- stæðismanna að fallast á óskir Alþýðuflokksins um þetta efni. Að öðru leyti vekur skipting ráðuneyta á milli flokkanna eng- ar sérstakar spurningar. Aug- ljóst er, að sjávarútvegsráðu- neytið er margfalt mikilvægara ráðuneyti nú en nokkru sinni fyrr. Sjávarútvegsráðherra í hinni nýju ríkisstjórn mun hafa forystu um endurskoðun fisk- veiðistefnunnar á næstu misser- um. Sú endurskoðun hlýtur að byggjast annars vegar á því, að gera eignarréttarákvæði núver- andi laga virkari, eins og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur rætt um og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, ítrekaði og tók undir í opinberum yfirlýsingum í gær og hins vegar á stefnu- mörkun, sem felur í sér viðun- andi málamiðlun gagnvart sjáv- arútveginum. Af þessum sökum er skipan í þetta embætti óvenju vandasöm og mikilvægt, að sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem tekur að sér þetta ráðu- neyti, hafi ekki bundið sig um of við eina lausn fremur en aðra; sem sagt, að hann sé frjáls og óháður hagsmunaaðilum. Næstu mánuðir verða hinni nýju ríkisstjórn erfiðir. Hún þarf þegar í stað að takast á við gífur- legan vanda í ríkisfjármálum, sem Ólafur Ragnar Grímsson skilur eftir sig. Lausn á þeim vanda er ein helzta forsendan fyrir því að takast megi að end- urnýja þjóðarsátt með einum eða öðrum hætti. Jafnframt má bú- ast við, að Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag efni til upp- hlaups gegn hinni nýju ríkis- stjóm og svífist einskis í tilraun- um til þess að gera henni erfið- ara fyrir en ella að leysa vanda- söm verkefni. Forystumenn þessara tveggja flokka hafa á undanförnum misserum gert kröfu til annarra um ábyrgð en það má ganga út frá því sem vísu, að þeir sjálfir muni ekki sýna þá ábyrgð í verki, alla vega ekki forystumenn Alþýðubanda- lagsins, sem bersýnilega mega ekki til þess hugsa að standa upp úr ráðherrastólunum, sem þeir missa í dag. Mestu skiptir í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks að traust skapist á milli forystumanna flokkanna. Slíkt traust er undirstaða góðs sam- starfs þeirra í milli. Stuðnings- menn flokkanna geta átt rnikinn þátt í að skapa það traust og viðhalda því með því að láta tog- streitu um minni háttar mál liggja á milli hluta. Augljóst er, að efnislegur ágreiningur flokk- anna er óverulegur og hefur aldrei verið minni. Þar er í raun um að ræða blæbrigði en ekki grundvallaratriði, ef Sjálfstæðis- flokkurinn verður trúr yfirlýs- ingum formanns síns í sjávarút- vegsmálum. Að öðru leyti verður velgengni þessarar ríkisstjómar undir því komin, að hún vinni að framgangi þeirra málefna, sem flokkarnir hafa komið sér saman um að leggja áherzlu á. Þar er ekki um.að ræða langan loforðalista. Hins vegar eru mál- in veigameiri en oftast áður. Sjálfstæðismenn hafa forystu í tveimur þessara mikilvægu mála, þ.e. niðurskurði ríkisum- svifa og skattabreytingum svo og mótun nýrrar fiskveiðistefnu. Alþýðuflokkurinn hefur á sinni hendi forræði EFTA-EB-samn- inga og lok samningagerðar um byggingu nýs álvers. Að þessu leyti er því líka jafnræði með flokkunum. Ráðuneyti Davíðs Oddssonar, sem tekur við völd- um í dag, fylgja góðar óskir um velgengni og farsæld þjóðinni til handa. STJORNARMYNDUN SJALFSTÆÐISFLOKKS OG ALÞYÐUFLOKKS Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að Ioknum fundi þeirra í gær. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Ætlunin að færa stjórn- arfarið í frjálsræðisátt DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir með nýrri ríkis- stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sé ætlunin að færa stjórnar- far hér á landi í frjálsræðisátt, í því trausti að það skapi þjóðinni betri kjör þegar fram í sækir. „Stjórnarmyndunin hefur gengið mjög vel fyrir sig. Það hefur náðst mjög gott samband milli mín og formanns Alþýðuflokksins á fáum dögum. Við höfum fundið það, að það hefur mátt treysta orðum hvors annars út í hörgul. Við höfum auð- vitað slegið af eins og gengur, en ég tel að báðir flokkar hafi sýnt sanngirni og það ætti að verða góð- ur grunnur fyrir flokkana að starfa á,“ sagði Davíð Oddsson í gær- kvöldi. Hann sagði að ætlunin væri að færa stjórnarfarið hér á landi í ftjálsræðisátt, eins og gert hefði verið hvarvetna í Evrópu á undan- förnum árum, nema hér á landi. „Við viljum notfæra okkur þá eiginleika sem gagnast best ftjálsu atvinnulífi í því trausti að það skapi okkur betri sameiginlegar tekjur þegar fram í sækir, betri aðstæður og betri kjör. Það er þó enginn vafí á að sá mikli og stjórnlausi halli í ríkisútgjöldum, sem við blasir, gerir þetta markmið erfiðara og verður því fyrsta verkið sem þarf að taka á,“ sagði Davíð. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar er stutt, en Davíð sagði að unn- ið hefðu verið ýmisleg gögn til við- bótar henni, sem ekki hefðu verið staðfest af flokkunum en væru til vitnis um það með hvaða hætti menn vildu vinna. Einna lengst var tekist á um sjáv- arútvegsráðuneytið þegar ráðu- neytunum var skipt milli flokkanna. Davíð Oddsson sagði að hann hefði fyrir sitt leyti treyst Alþýðuflokkn- um fyrir því ráðuneyti, og staðfesti að hann hefði rætt þá hugmynd í þingflokki sínum. Mikil andstaða var hins vegar gegn því í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, en yfir- lýst stefna Alþýðuflokksins er að taka upp leigugjald í áföngum fyrir aflakvóta. „Ég held að Alþýðuflokkurinn myndi fara með löndum í þeim efn- um. Hins vegar höfum við ákveðið að skipa sameiginlega nefnd, þar sem unnið verði mjög ákveðið og markvisst innan þessa málaflokks, og viljum taka tillit til allra sjónar- miða þar. Við viljum líka fastsetja núverandi 1. grein laga um fisk- veiðistjórnun um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnnar. En okkar landsfundur hafnaði á sínum tíma veiðileyfaleigu þannig að það verður einn af þeim þáttum sem verður skoðaður með öðrum þáttum við endurskoðun málsins,“ sagði Davíð Oddsson. Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir koma á fund flokksstjórnar Alþýðuflokksins í gærkvöldi. Ný ríkissljóm Alþýðu- flokks og- Sjálfstæðisflokks mynduð á fjómm dögimi FORMENN Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks náðu í gær samkomulagi um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar þessara flokka og skiptingu ráðu- neyta. Þá voru tæpir fjórir sólarhringar liðnir síðan Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk formlegt umboð til stjórnarmyndun- ar. Gert er ráð fyrir að ný ríkissljórn taki við völdum á ríkisráðsfundi klukkan 14 i dag. Davíð Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins hittust tvívegis í Viðey um helgina og fóru yfir stefnuyfirlýs- ingu væntanlegrar ríkisstjórnar og skiptingu ráðherraembætta. Jafn- framt störfuðu starfshópar um ríkis- ijármál, sjávarútvegsmál, húsnæðis- og félagsmál og málefni á vorþingi, sem kalla á saman 13. maí. Snemma lá fyrir samkomulag um að fimm ráðherrar yrðu frá hvorum flokki, og að forsætisráðuneyti kæmi í hlut Sjálfstæðisflokks og utanríkis- ráðuneyti í hlut Alþýðuflokks. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag kröfu um að sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneyti kæmu í hlut flokksins, og um þau embætti toguðust formennirnir aðal- lega á, eins og þeir orðuðu það sjálf- ir í samtölum við fréttamenn. Ýmsar útgáfur af embættaskipt- ingu voru ræddar. Á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst klukkan 10 í gærmorgun, viðraði Davíð Oddsson hugmynd um emb- ættaskiptinu sem þar sem sjávarút- vegsráðuneytið kæmi í hlut Alþýðu- flokks, en mikil andstaða kom fram í þingflokknum gegn því að láta sjáv- arútvegsmálin af hendi. Engin form- leg samþykkt var gerð, en Davíð Oddsson fékk umboð til að ganga endanlega frá stjórnarmynduninni með hliðsjón af þeim skoðunum sem komu fram á fundinum. Davíð og Jón Baldvin hittust tveir á borgarstjóraskrifstofu Davíðs klukkan 13.30 og sátu á fundi í tvo tíma. Þar komust þeir að endanlegu Stj órnar skrárbr eyt- ingar fyrir vorþing STEFNT er að því að Alþingi verði kallað saman 13. maí næstkom- andi til að fjalla um sljórnarskrárbreytingarnar, sem samþykktar voru fyrir þinglausnir í vor. Jafnframt er stefnt að því að þingið samþykki ný þingskaparlög, kosið verði í þær nefndir og ráð, sem frestað var að kjósa i fyrir þinglausnir, auk þess sem gert er ráð fyrir að fram fari almenn stjórnmálaumræða um stefnu nýrrar ríkis- stjórnar. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að stefnt sé að því að afgreiða stjórnarskrárbreytingarnar, sem samþykktar voru fyrr í vor, á þing- inu í maí. Til þess að stjórnarskrár- breytingar öðlist gildi þarf að sam- þykkja þær á tveimur þingum og þurfa alþingiskosningar að fara fram á milli. Helsta nýmælið, sem felst í stjómarskrárbreytingunum, er að deildaskipting Alþingis verður aflögð, nái þær fram að ganga. Ólafur segir að í ljósi þessa verði einnig að samþykkja ný þingskap- arlög í vor. Að sögn Ólafs G. Einarssonar munu einnig fara fram kosningar í þær nefndir og ráð, sem frestað var við þinglausnir í vor. Þá sé gert ráð fyrir að fram fari almenn stjórnmálaumræða um stefnu nýrr- ar ríkisstjórnar. Ólafur segir að vafalaust verði reynt að ná sam- komulagi milli stjórnar og stjórnar- andstöðu um að þingið í maí verði stutt. samkomulagi um stefnuyfirlýsingu væntanlegrar ríkisstjórnar, og ráðu- neytaskiptingu. í því fólst að for- sæti, hagstofa, fjármál, dóms- og kirkjumál, sjávarútvegsmál, land- búnaðar, samgöngumál og mennta- mál kæmu í hlut Sjálfstæðisflokks- ins, en utanríkismál, iðnaðar- og viðskiptamál, félagsmál, heilbrigðis- mál og umhverfismál kæmu í hlut Alþýðuflokks. Þá kæmi formennska í fjárveitinganefnd í hlut Alþýðu- flokks og embætti forseta Alþingis og formennska í utanríkismálanefnd í hlut Sjálfstæðisflokks. Eftir fund formannanna sagði Davíð Oddsson við fréttamenn, að ný stjórn ætti að geta tekið við eftir hádegi daginn eftir (í dag). Hann sagði m.a. að í samkomulagi flokk- anna fælist að búvörusamningurinn yrði tekinn til endurskoðunar, en Alþýðuflokkurinn hafði krafist þess að allt að 4 milljarðar yrðu skornir af fyrirhuguðum ríkisútgjöldum sem sá samningur hefur í för með sér. Davíð sagði að búvörusamningur- inn bæri lögfræðilegar skyldur gagnvart bændasamtökunum, en í honum væru þó Ijölmörg ákvæði, sem væntanlegir stjórnarflokkar vildu láta skoða nánar. „Miðað við þau tíðindi á hinum svarta degi ríkis- fjármála, sem menn sáu í morgun, þá er af mörgu að taka í þeim efn- um,“ sagði Davíð, og vísaði þar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um fyr- irsjáanlegan 12,2 milljarða halla á ríkissjóði, og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Davíð sagði aðspurður að þetta þýddi að skattalækkanir yrðu tor- sóttari. Til þess þyrfti að vinda ofan af ríkisútgjöldum og skuldasöfnun og það gæti tekið lengri tíma í þessu ljósi. En ennþá væri vilji til að vinna að því án þess að hækka skattana. „Þess vegna var nauðsynlegt að okkar sérfræðingar færu nákvæm- lega ofan í þessi mál. Og við höfum mikinn hugmyndabanka þar, þótt það komi ekki fram í stjórnarstefnu- yfírlýsingunni sjálfri,“ sagði Davíð. Hann ræddi síðan einslega við alla þingmenn flokksins til að und- irbúa ráðherraskipan Sjálfstæðis- flokksins, sem verður ákveðin í dag á þingflokksfundi sem hefst klukkan 8.30. Þingflokksfundur Alþýðu- flokksins hófst klukkan 16 í gær og stóð í tvo tíma, en var frestað með- an Jón Baldvin Hannibalsson ræddi einslega við alla þingmenn flokksins. Klukkan 21.30 hófust fundir í flokksráði Sjálfstæðisflokks, og flokksstjórn Alþýðuflokks. Davíð Oddsson á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Stefnuyfírlýsing ríkisstjórnarinnar HÉR FER á eftir stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, en formenn flokkanna staðfesta hana með undirskrift sinni í Viðey í dag: Ríkisstjórnin hyggst ijúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu, sem skili sér í bættum lífskjörum. Ríkisstjórnin vill tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og sáttargjörð um sanngjörn kjör, m.a. með aðgerðum í skatta- og félags- málum. Ríkisstjórnin stefnir að opnun og eflingu íslensks samfélags m.a. með afnámi einokun- ar og hafta í atvinnulífi og viðskiptum, með aukinni samkeppni á markaði í þágu neyt- enda og löggjöf gegn einokun og hringa- myndun. Besta leiðin til að varðveita sjálfstæði þjóðarinnar er að örva efnahagslegar fram- farir, án verðbólgu og án ofnýtingar náttúru- auðlinda. Setja þarf almennar leikreglur um samskipti fólks og fyrirtækja og ryðja mis- munun úr vegi. Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: 1. Með sáttargjörð um sanngjörn kjör, þannig að auknar þjóðartekjur skili sér í bættum lífskjörum m.a. með aðgerðum í skatta- og félagsmálum, sem koma hinum tekjulægstu og barnafjölskyldum að gagni. 2. Með mótun sjávarútvegsstefnu, sem nær jafnt til veiða og vinnslu, hamlar gegn of- veiði, eflir fiskmarkaði, treystir byggð og stuðlar að hagræðingu. Og þar sem stjórn- skipuleg staða sameignarákvæðis laga um stjórn fiskveiða er tryggð. 3. Með mótun landbúnaðarstefnu er hafi að leiðarljósi lægra verð til neytenda, bætta samkeppnisstöðu bænda, lægri ríkisútgjöld og gróðurvernd. Þetta felur m.a. í sér breyt- ingar á vinnslu- og dreifingarkerfi landbún- aðarvara í framhaldi af endurskoðun búvöru- samnings. 4. Með því að ljúka samningum um álver á Keilisnesi og áætlun um frekari nýtingu orkulinda landsins. 5. Með því að kanna vandlega hvernig stuðla megi að auknum stöðugleika í efna- hagslífinu með tengingu íslensku krónunnar við evrópska myntkerfið. 6. Með uppskurði á ríkisijármálum í því skyni að stöðva hallarekstur, skuldasöfnun og útgjaldaþenslu og stuðla þannig að lækk- un raunvaxta. Eitt meginverkefni ríkisstjórn- arinnar á kjörtímabilinu verður að lækka ríkisútgjöld, breyta ríkisfyrirtækjum í hluta- félög, heQ'a sölu þeirra, þar sem samkeppni verður við komið, breyta þjónustustofnunum í sjálfstæðar stofnanir, sem taki í auknum mæli gjöld fyrir veitta þjónustu. Verkefni í ríkisrekstri verði boðin út. 7. Með lækkun ríkisútgjalda verði búið í haginn fyrir að jafnvægi náist í ríkisrekstri, án hækkunar skattbyrði. Stefnt skal að lækkun skatta, þegar tekist hefur að hemja vöxt ríkisútgjalda umfram vöxt þjóðartekna. Skattlagning fyrirtækja og neysla verði sam- ræmd því sem gerist með samkeppnisþjóð- um. Samræmd verði skattlagning eigna og eignatekna. 8. Með því að treysta hvort tveggja í senn, sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum, og upp- byggingu félagslegra íbúða. Húsbréfakerfið verði fest í sessi og jafnvægi komið á á húsbréfamarkaði með því að draga úr óhóf- legri lánsfjárþörf ríkisins. Fjárhagsstaða opinberu byggingarsjóðanna verði styrkt. Húsaleigulög verði endurskoðuð, og framboð aukið á leiguhúsnæði og aðstoð veitt til að draga úr húsnæðiskostnaði leigjenda. Bankakerfið verði nýtt til að færa þjónuStu við íbúðakaupendur nær þeim í heimabyggð. Fylgt verði eftir áætlun um bætta húsnæðis- aðstöðu og þjónustu við aldraða og fatlaða. 9. Með aðgerðum í atvinnu- og samgöngu- málum verði þjónustu- og vaxtarsvæði á landsbyggðinni styrkt. Dregið verður úr miðstýringu og forræði eigin mála flutt í heimabyggð. Unnið verður að sameiningu sveitarfélaga í samstarfi við þau. Lífskjör verða jöfnuð m.a. með lækkun húshitunar- kostnaðar þar sem hann er hæstur. 10. Með því að styðja einstaklinga og félög í baráttu gegn landeyðingu og fyrir gróður- vemd. Lög verða sett um eignarhald á orku- lindum og almenningum og um afnotarétt almennings. Ríkisstjórnin mun taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi um mengunarvarnir og verndun lífríkis sjávar. 11. Með því að allir landsmenn njóti sam- bærilegra lífeyrisréttinda og valfrelsis í lífeyrismálum, og iðgjaldagreiðslur hvetji til einstaklingsbundins sparnaðar. 12. Með því að tryggja öllum tækifæri til menntunar við sitt hæfi til þess að búa æsku landsins undir fjölbreytt framtíðarstörf. Dregið verði úr miðstýringu í skólakerfinu og áhersla lögð á starfs- og endurmenntun. Ríkisstjórnin mun efla rannsóknir og vísinda- starfsemi og greinar, sem byggjast á hug- viti og hátækni. 13. Með því að styrkja forvarna- og fræðslu- starf í heilbrigðismálum, sem og varnir gegn vímuefnum og umferðarslysum. Ríkisstjórn- in mun vinna að endurskipulagningu á starf- semi sjúkrahúsa og lyfjadreifingu og auka sjálfstæði heilsugæslu- og sjúkrastofnana. 14. Með því að endurskoða núgildandi kosn- ingalög í þeim tilgangi að tryggja jafnræði með kjósendum og auka áhrif þeirra á það, hverjir veljist til þingsetu. 15. Með því að semja um þátttöku íslend- inga í Evrópska efnahagssvæðinu (EES), til þess að tryggja hindrunarlausan aðgang sjávarafurða að Evrópumörkuðum. Ekki kemur til greina að gefa eftir forræði yfir íslenskri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir aðgang að mörkuðum. 16. Með því að íslendingar verði á fordóma- lausan hátt þátttakendur I hinni miklu um- sköpun í átt til frelsis, sem nú setur svip sinn á þróun stjórnmála í Evrópu. Öryggi íslands verður áfram best borgið með þátt- töku íslendinga i varnarsamtökum vest- rænna lýðræðisríkja og varnarsamstarfí við Bandaríki Norður-Ameríku. Jafnframt legg- ur ríkisstjórnin áherslu á þátttöku íslands í norrænu samstarfí og í starfí Sameinuðu þjóðanna og Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu Evrópuþjóða. í framhaldi af þessari stefnuyfírlýsingu mun ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks láta undirbúa starfsáætlun þar sem ítarleg grein verður gerð fyrir þeim verkum sem ríkisstjórnin ætlar að ljúka á kjörtímabil- inu. Starfsáætlunin verður lögð fyrir Alþingi í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.