Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991
—
(TíT
VAKORT
Eftirlýst
4507 4500
4543 3700
4543 3700
4548 9000
4548 9000
4929 541
kort nr.:
0005 3774
0000 2678
0005 1246
0021 2540
0031 6002
675 316
kort úr umferð og sendið VISA islandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
3 visa á
VISA ISLAND
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk
Sfmi 91-671700
VAKORTALISTI
Dags.30.04.l99l.NR.33
5414 8300
5414 8300
5414 8300
5414 8300
5414 8300
5414 8301
5414 8301
1192 2209
1486 2105
1564 8107
2013 1107
2675 9125
0314 8218
0342 5103
Ofangreind kort eru vákorl
sem takaberúrumferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF.
Ármúla28,
108 Revkiavík, sími 685499
Akranes
Islandsbanki í
nýtt húsnæði
Akranesi.
UTIBU Islandsbanka á Akranesi
hefur flutt starfsemi sína í nj'Tt
og rúmgott húsnæði við Kirkju-
braut 40, en það bjó áður við
afar þröngar aðstæður, sem liáði
orðið yfirgripsmikilli starfsemi
útibúsins mjög.
í hinum nýju húsakynnum er
hinsvegar afar rúmgott og innrétt-
ingar og aðkoma öll hin glæsileg-
asta. Þar verður hægt að bjóða við-
skiptavinum bankans betri aðstöðu
til að ræða sín mál og fá ráðgjöf
varðandi alla almenna fjármála-
þjónustu. Þá hefur verið settur upp
hraðbanki við útibúið og er hann
sá fyrsti sinnar tegundar á Akra-
nesi. í hraðbankanum er hægt að
fá almenna þjónustu svo sem að
leggja inn og taka út peninga, milli-
færa, skoða stöðu reikninga og
greiða reikninga og gíróseðla.
í tilefni af opnun hins nýja útibús
var gestum og gangandi boðið upp
á veitingar á opnunardaginn og
ýmislegt gert til að gleðja yngstu
kynslóðina. Þá notaði yfirstjórn
bankans tilefnið til að taka á móti
gestum og færa tvennum félaga-
samtökum á Akranesi stórgjafir;
Björgunarsveitinni Hjálpinni og
Tónlistarfélagi Akraness. Það var
Viðskipta-
oghag-
fræðingar
funda
AÐALFUNDUR Félags við-
skipta- og hagfræðinga verður
haldinn mánudaginn 6. apríl nk.
Fundurinn hefst kl. 16.00 í Þing-
holti í Hótel Holti.
Á fundinum verða venjuleg aðal-
fundarstörf. Þá mun Björn Björns-
son, bankastjóri hjá íslandsbanka,
halda erindi um banka á 10. ára-
tugnum þar sem hann fjallar m.a.
um sameiningu rekstrar og breyt-
ingar í Islandsbanka.
Brynjólfur Bjarnason formaður
bankaráðs sem afhenti forsvars-
mönnum félaganna gjafirnar.
Útibússtjóri bankans á Akranesi
er Ingveldur Valdimarsdóttir og
ásamt henni starfa fimm manns við
útibúið.
- J.G.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
UTIBU — Brynjólfur Bjarnason fyrrv. formaður bankaráðs ís-
landsbanka ásamt Heiðari Sveinssyni frá Hjálpinni og Lárusi Sighvats-
syni og Jensínu Valdimarsdóttur frá Tónlistarfélaginu, sem veittu
höfðinglegum gjöfum frá bankanum móttöku.
Fyrirtæki
Hagnaður Landsbréfa 8,5
milljónir á fyrsta starfsári
HAGNAÐUR Landsbréfa hf. á
fyrsta starfsári fyrirtækisins í
fyrra varð 8,5 milljónir króna.
A árinu var Iagður grunnur að
þremur helstu viðskiptasviðum
Landsbréfa sem eru verðbréfa-
miðlun, rekstur og stjórnun
sjóða og fjárvarsla. Heildarvelt-
an á árinu nam tæpum 17 millj-
örðum króna. Eigið fé í árslok
var 57,2 milljónir og heildar-
eignir námu alls 236,9 milljón-
um króna.
Á sínu fyrsta starfsári annaðist
Landsbréf hf. ýmis útboð verð-
bréfa fyrir Landsbankann og aðra
aðila ásamt því að vera viðskipta-
vaki húsbréfa á Verðbréfaþingi
Islands. Landsbréf hóf skráningu
hlutabréfa 14 hlutafélaga á árinu.
Þá bauð fyrirtækið upp á alhliða
þjónustu í erlendum verðbréfavið-
skiptum í kjölfar þess að stjórn-
völd heimiluðu þá Islendingum í
fyrsta sinn að fjárfesta í slíkum
bréfum. í nóvember hófst þannig
formlegt samstarf Landsbréfa við
breska verðbréfafyrirtækið Barc-
lays de Zoete Wedd Ltd.
Landsbréf stóð á síðasta ári
fyrir stofnun þriggja sjóða sem eru
í umsjá fyrirtækisins. Þar er um
að ræða Landssjóð hf., íslenska
hlutabréfasjóðinn hf. og íslenska
lífeyrissjóðinn sem hóf starfsemi
sína undir lok ársins. Landssjóður
er verðbréfasjóður sem starfar í 7
deildum og voru heildareignir hans
um síðustu áramót 615 milljónir
krónur. Heildareignir íslenska
hlutabréfasjóðsins hf. námu þá
199 milljónum króna.
Á aðalfundi Landsbréfa var
ákveðið að greiða 10% arð af hlut-
afé félagsins. Á síðasta ári var
starfsmannaQöldi að meðaltali 14
og fjölgaði á árinu úr 4 í 21.
rnMffll.lJllf
Orkudrykkurinn
Breakthrough fram-
leiddur hér á landi
FYRIRTÆKIÐ Sól hf. og dóttur-
fyrirtæki þess, Islenskt bergvatn
hf., hafa í samvinnu við fyrirtæk-
ið Hreysti hf. og Weider Intern-
ational hafið framleiðslu á orku-
drykknum Breakthrough til út-
flutnings. Fyrsti farmurinn fór
vestur um haf til Kanada og
Kaliforníu í Bandaríkjunum í
byrjun síðustu viku.
Breakthrough er vel þekktur
drykkur, sérstaklega meðal íþrótta-
fólks, eftir því sem segir í fréttatil-
kynningu frá íslensku bergvatni hf.
Þegar Weider International ákvað
að markaðssetja orkudrykk var leit-
að eftir öllum nýjustu upplýsingum
sem tengjast bruna líkamans á kol-
vetnum. Eftir áralangar rannsóknir
var niðurstaðan orkudrykkurinn
Breakthrouh sein inniheldur frúkt-
ósa o g pólý glúkósa ásamt nauðsyn-
legum steinefnum sem tapast með
svita. Drykkurinn kom fyrst á
markað árið 1987 og hlaut þá viður-
kenningu sem besta nýjungin á
stórri matvælasýningu í Banda-
ríkjunum.
Fyrir tveimur árum voru fulltrúar
frá Weider á ferð á íslandi og kom
þá fyrst til tals að framleiða orku-
drykkinn hér á landi. í fréttatil-
kynningunni segir að menn hafi
hrifist af gæðum íslenska vatnsins,
auk þess sem þeir voru ánægðir
með framleiðsluaðferðir Sólar hf.
og nýstárlegar umbúðir sem fyrir-
tækið framleiðir, þ.e. glæru dósirn-
ar með állokunum. Breakthrough
er flutt út í slíkum dósum líkt og
Svala vatnið og Seltzer drykkirnir
frá íslensku bergvatni hf. Til að
byija með verður Breakthrough
markaðssett í Kanada og Kali-
forníu, en mikill áhugi er fyrir
markaðssetningu í Evrópu.
stærðum
•tækja, allt frá smáfyrirtækjum með tvo
[vuskjái upp í stóra vinnustaði þar sem
hundruð notenda eru tengd ===== =
samtímis við tölvuna.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLlÐ 24 REVKJAVlK SlMI 697700
PC-Byrjendanámskeið
Notkun tölva byggist á þekkingu og fœrni. Þér býðst
nú 60 tíma vandað nám á sérstaklega góðum kjörum.
Ritvinnsla
Töflureiknir
Stýrikerfið
Tölvuskóii íslands
Sími: 67 14 66, opiö til kl. 22