Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 35
Bílaleigur Budgetá íslandi verslanir Framleiðsla Fyrirtæki reer JM4A .os huoa<hjw3T3í gtsajszudhom tS TVIURGUNBlAÐrÐ^MlÐJUDÁUUR 30. 'APRíriððl ~ 35 Morgunblaðið/Sverrir FUIMDUR —— Fulltrúar nokkurra sænskra hótela og veitingastaða funduðu hér á landi í síðustu viku um stofnun fyrirtækis um beinan innflutning á íslenskum afurðum. STOÐTÆKJASMIÐIR — Eigendur Stoðar hf. stoðtækja- fræðingarnir Guðmundur R. Magnússon, Órn Ólafsson, Sveinn Finn- bogason og Atli S. Ingvarsson. ALLT í MÚRVERKIÐ B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Starfssvið Stoðar hf. er smíði á gervilimum, spelkum, sjúkraskóm og hjálpartækjum og sala og þjón- usta á gervibrjóstum og umbúð- um. UfTT-U1 : Ikea ímik- illisókná ' Bandaríkja- markaði ERLENDAR verslanakeðjur hafa oft alið með sér þann draum að hasla sér völl á Bandaríkjainark- aði en öll sú saga einkennist af brostnum vonum. Bresku fyrir- tækin Laura Ashley og Sock Shop liöfðu ekkert nema fyrirhöfn og fjárútlát upp úr krafsinu og þann- ig gekk það líka fyrir sig hjá Marks & Spencer, sem þó vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og keypti upp bandaríska verslana- samsteypu, Brooks Brothers. Það eru þó til fyrirtæki, sem hafa náð fótfestu vestra, til dæmis Benet- ton og Body Shop, og nú virðist sem eitt enn sé að bætast í hópinn, sænska húsgagnafyrirtækið Ikea. Fyrir nokkrum vikum opnaði það sjö- undu verslunina í Bandaríkjunum, á Long Island, en á síðasta ári tóku tvær til starfa, í Kaliforníu og í New Jersey. Er áætlað, að sú áttunda verði opnuð skammt frá Los Angeles á næsta ári. Forráðamenn Ikea segja, að salan hafi aukist um 30% á ári í Banda- ríkjunum og muni líklega ná 250 milljónum dollara í ár. Vaxtarbrodd- urinn er því hvergi meiri hvað fyrir- tækið varðar og það þrátt fyrir efna- hagslegan samdrátt og mjög erfiða tíma í húsgagnasölu. Sérstaða Ikea felst hins vegar í lágu verði og góðri hönnun. Innréttingar og annað fyrirkomu- lag og raunar sjálfír verslunarhættir Ikea eru dálítið út af fyrir sig en þeim hefur verið tekið mjög vel vestra. Göran Carstedt, forstjóri Ikea í Bandaríkjunum, er líka bjartsýnn: „Það eru 18 milljónir manna í New York, meira en samanlögð íbúatala Svíþjóðar, Noregs og Finnlands,“ sagði hann og bætti síðan við bros- andi, að í Kalifomíu væru þeir 24 milljónir. Á undanförnum árum hafa orð- ið umtalsverðar breytingar í smíði stoðtækja m.a. vegna notkunar nýrra efna, og jafnframt hefur notkun hjálpartækja til fatlaðra og til endurhæfingar aukist. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýir tímar kalli þannig á aukna sérhæfingu án þess að per- sónulega þjónusta skerðist. Með fjölgun menntaðara stoð- tækjasmiða mun Stoð geta veitt viðskiptavinum betri þjónustu, m.a. vegna meiri sérhæfingar, að því er forsvarsmenn fyrirtækisins segja. Vegna breytingarinnar verði betri nýting á tækjum og aðstöðu sem aftur leiði til hag- kvæmari reksturs. Hjá Stoð hf. starfa nú auk stoð- tækjafræðinganna ijögurra, einn sjúkraskósmiður og sex sérmennt- aðir og þjálfaðir aðstoðarmenn í gerð stoðtækja, ásamt sölu- og skrifstofufólki. Fyrirtækið er með starfsemi sína í Læknamiðstöðinni Domus Medica og að Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, auk móttöku á Akureyri í Endurhæfingarstöðinni Bjargi tvisvar í mánuði. Stoð- tækjafræðingarnir sinna einnig sjúkra- og endurhæfingarstofnun- um og meðferðarheimilum. ' ' Aðalfundur Félags málmiðnaðarfyrirtækja fer fram laugardaginn 4. maí 1991 á Hótel Sögu - A sal og hefst kl. 9.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður fjallað um eftirtalda málaflokka: - Mannvirkjagerð - Kælitækni - Vélar og tæki - Viðgerðarþjónustu - Iðnlánasjóð í hádegisverðarhléi ávarpar Friðrik Sophus- son fundinn og gerir stutta grein fyrir stefnu flokks síns í iðnaðarmálum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. V_________________________________________/ BÍLALEIGAN Gullfoss sf. hefur undirritað sérleyfissamning við Budget Rent A Car í Englandi. Af þessu tilefni opnar Gullfoss bílaleigu undir merkjum Bud- get í ,nýju húsnæði að Dalvegi 20 í Kópavogi. Helsti ávinningur Gullfoss með samstarfi við Budget er að sögn Sigurðar Magnússonar eins eigan- dans, að fyrirtækið fær aðgang að reynslu og söluneti Budget. ís- lendingum gefist nú kostur á að leigja bifreiðir hjá Budget erlendis, þar sem rúmelga 3600 skrifstofur séu í 140 löndum. Auk þess segir hann að samstarfið hafi í för með sér aukna nýtingu bílanna og svigrúm til bættrar þjónustu. Bílaflotinn hafi verið aukinn og sé nú boðið upp á flestar stærðir bíla, allt frá litlum fólksbílum upp í stóra, aflmikla, fjórhjóladrifna jeppa. Einnig verði til útleigu tjald- vagnar og farsímar. Eigendur Gullfoss auk Sigurðar eru Magnús Sch. Thorsteinsson og Vilhjálmur Sigurðsson, sem allir starfa hjá fyrirtækinu. Skrifstofu- stjóri hefur verið ráðinn Kristbjörn Torfason. Sænskir veitingamenn íhuga bein- an innflutning íslenskra afurða HÉR Á landi eru nú staddir fulltrúar nokkurra sænskra hótela og matsölustaða, sem eru að kanna möguleika á beinum innflutningi á íslenskum afurð- um fyrir fyrirtæki sín. Athygli þeirra beinist einkum að vörum eins og Viking-bjór, vatni, villi- silungi og lambakjöti. Svíarnir, sem hér eru staddir, standa að rekstri veitingastaða af ýmsu tagi og munu þeir hafa í huga að stofna fyrirtæki um bein- an innflutning á íslenskum afurð- Sérfræðingum fjölgar hjá Stoð STOÐTÆKJASMIÐJAN Stoð hf. hefur innan sinna raða fjóra af sex starfandi stoðtækjasmið- um á landinu eftir að Atli S. Ingvarsson ig Guðmundur R. Magnússon gerðust meðeigend- ur að fyrirtækinu um siðustu áramót. Stofnendur fyrirtækis- ins voru stoðtækjafræðingarnir Sveinn Finnbogason og Örn Ólafsson, en Stoð hf. er níu ára gamalt fyrirtæki. um, ef af verður. Þeir eru hingað komnir þar sem þeir telja að með því að bjóða upp á íslenskar afurð- ir megi mæta óskum gesta um nýja og fjölbreyttari rétti á mat- seðlum veitingahúsa sinna. ísland sé einnig hreint land í hugum neyt- enda og megi því höfða til þeirra, sem áhuga hafi á umhverfísvemd, með því að bjóða upp á íslenskar afurðir. Áhugi Svíanna beinist, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins, einkum að því að flytja inn vörur á borð við ferskan fisk og nýtt lambakjöt, en ekki frystar vörur. Ennfremur munu þeir hafa hug á að kaupa Viking-bjór, sem þeir telja fyllilega sambærilegan við þann, sem er á boðstólum í Svíþjóð. 1. MAÍ KAFFI Í MÍR Kaffisala verður að venju 1. maí í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10. Húsið opnað kl. 14.00. Glæsi- legt hlaðborð. Hlutavelta. Kvikmyndasýningar. Lítió inn. MÍR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.