Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
Einar Þórir Stein-
Ærsson - Minning
Fæddur 10. október 1916
Dáinn 19. apríl 1991
Ó, Drottinn geym mitt megn og mál,
minn líkamskraft og veika sál,
húsið mitt og heimkynnið,
holla vini, og gef mér þá
glaða og heila aftur að sjá.
(S. Jónsson)
Kveðjustundir eru alltaf sárar.
Þær eru sárar vegna minninganna.
^ Góðar minningar eru það sem mað-
^ur geymir með sér og kallar fram
þegar manni líður vel og þegar eitt-
hvað bjátar á. Með afa átti ég mik-
ið af góðum minningum sem oft
komu okkur til að brosa en í dag
valda þær sorg og söknuði. Einar
afi verður lagður til hinstu hvílu í
dag. Það er sárt að sjá eftir jafn
góðum og örlátum manni og hann
var. Það sem sefar þó sorgina er
að vita að hann er nú hjá góðu
fólki, laus við allar þjáningar. Afi
var mikill maður, hann umvafði
mig ástúð sinni og umhyggju og
hann fegraði lífið. Hann var atorku-
maður, fullur af krafti. Þegar ég
nú hugsa til baka og rifja upp stund-
»-ir okkar saman koma öll þau ótal
mörgu ferðalög sem við fórum sam-
an fyrst í hugann. Þegar afi var
yngri keyrði hann rútu vestur á firði
og þangað sótti hugur hans á hveiju
vori eftir að hann hætti að hafa
akstur að atvinnu sinni. Ferðirnar
eftir krækióttum fjallvegum Vest-
fjarða með honum voru ófáar. Afi
naut þess ekki síður en við börnin
að slá upp tjaldinu og koma þar
fyrir ljósum og hitunartækjum.
Hann átti marga vini og kunningja
^íyrir vestan á ferðum okkar stóð
og alls staðar var afa tekið opnum
örmum. Ég hélt að afi þekkti alla
á Vestfjörðunum og það var montið
barn sem sagði frá sumarfríinu sínu
með afa, í sveitina þar sem hann
þekkti alla.
Það var líka gott að fara með
afa í beijamó. Litlum börnum finnst
ekki gaman að tína ber í fötu, vilja
heldur setja þau beint í munninn
en þeim finnst líka leiðinlegt að
koma tómhent heim og það vissi
afi og laumaði að okkur beijum til
að bjarga stoltinu. Einar afi var
mikil barnagæla. Börnin fundu
þetta því þau þurftu ekki nema
rétt að líta á hann og voru svo
^i'omin í fangið á honum. Öfundin
gerði oft vart við sig ef maður varð
ekki fyrstur í kjöltuna hans en það
var óþarfí því hjá afa var pláss fyr-
ir alla. Eftir að við urðum full stór
hópur til að komast í kjöltuna var
alltaf gott að geta hjúfrað sig upp
að honum og fengið smá stroku
niður kinnnina. Það voru fleiri en
börnin sem iöðuðust að afa, dýrin
þekktu hann líka þegar þau sáu
hann og hann var mikiil dýravinur.
Einar afi átti sér eitt áhugamál sem
tók öllu öðru fram síðustu ár hans
þó hann fengi alltof stuttan tíma
til að sinna því. Það var hestamenn-
skan og hún Toppa sem hann sá
ekki sólina fyrir. Afi var rétt að
byija að temja hana og sögurnar
af þeim viðureignum fengu okkur
til að gráta af hlátri. Afi og Toppa
voru nefnilega jafn þijósk og oft
voru þau ekki alveg sammála um
ferðatilhögun en afi fann alltaf
skýringu á því hvers vegna Toppa
fór ekki alveg að óskum hans.
Einar afi hafði óbilandi áhuga á
því hvað börnin, barnabörnin og
barnabarnabörnin höfðu fyrir
stafni. Síðustu daga sína var hann
með hugann allan hjá þeim, hvort
þau væru ekki byijuð að undirbúa
prófín, hvort þau væru búin að fá
sumaivinnu og hvernig þeim vegn-
aði. Honum sárnaði að geta ekki
séð yngstu barnabarnabörnin og fá
ekki að fylgjast með þeim stækka
og þroskast. Afi fylgdist með okkur
öllum þó hópurinn væri orðinn stór
og sífellt nýir að bætast við hann.
Nú er vorið komið aftur og það
er bara tæpt ár síðan við kvöddum
Hermann afa í síðasta sinn. Hjarta
okkar er þungt af hinni miklu sorg
en við vitum að Einar afi er í góðum
höndum hjá Hermanni afa sem hef-
ur tekið vel á móti vini sínum og
saman munu þeir fylgjst með okkur
þangað til við hittumst aftur.
Við biðjum góðan guð að styrkja
Ömmu-EIlu í hennar miklu sorg.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug
þinn og sjá, að þú grætur vegna þess sem
var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Minningin um góðan mann mun
lifa í hjörtum okkar og huga. Hafi
Einar afi þökk fyrir allt og allt.
Elín, Hermann, Steindór,
Adda og Birkir Freyr.
Einar Þórir Steindórsson var
fæddur í Reykjavík 9. október 1916
sonur hjónanna Guðrúnar Guðna-
dóttur frá Keldum í Mosfellssveit
og Steindórs Björnssonar frá Gröf
í sömu sveit, og var fjórða barn
þeirra hjóna af alls níu systkinum.
Einar Þórir hét nöfnum móðurafa
míns og ömmu og vorum við reynd-
ar þrír sem það sama Einars nafn
báru, en við Éinar Þórir vorum jafn-
framt bræðrasynir og nánir frænd-
ur og vinir alla tíð reyndar vaxand-
andi vinir eftir því sem árin liðu
og áramunur okkar svo sem hvarf
í tímans rás.
Við leiðarlok er margs að minn-
ast og minningabrotin lengri og
skemmri hrannast upp. Mörg hver
og enda flest frá sameiginlegum
ánægju- og gleðistundum en önnur
frá þeim augnablikum þegar alvara
lífsins og sorgir sameiginlegs sökn-
uðar kvaddi dyra. í hvoru tveggja
tilfella var gott að þekkja nafna
eiga hann að og vera samvistum
við hann, því að hann var bæði
hjartahlýr vinur og gleðinnar mað-
ur.
Hann var á ferð sl. sumar norður
Strandir með konu sinni á leið til
æskustöðva hennar. Þegar beygt
var fyrir einn múlann og niður hall-
ann með næsta firði kom stór olíu-
flutningabíll á móti og það sem
verra og óvæntar var að skyndilega
var skarð langt inn í veginn ómerkt
og djúpt og ekkert rúm til að mæt-
ast.
Við þessar kringumstæður án
umhugsunarfrests kalla fýrstu
venjulegu viðbrögðin á að stöðva
strax og reyna að sveigja niður í
hallann, en nafni minn brást öðru-
vísi við því að á sekúndubroti ákveð-
ur hann að renna bíl sínum utan í
stóra bílinn og hægja ferðina um
leið svo mikið sem framast mátti.
Þetta tókst furðu vel og án hætt-
ulegra áfalla en eftir á mátti sjá
að allt annað hefði næsta örugglega
kostað þau hjónin lífið eða alvarlega
slösun auk eyðileggingar farartæk-
is þeirra.
Ökkur sem þekktum feril nafna
míns sem Iangferðabílstjóra í ára-
raðir kom þetta ekki á óvart, honum
hafði sjaldan hlekkst á en oft þurft
á verulegu snarræði og kjarki að
halda við stundum býsna erfiðar
aðstæður á oft erfiðum ferðum og
við langan vinnudag.
Við urðum heldur ekkert hissa
meðreiðarsveinar hans í útreiðatúr-
um síðustu ára sem vissum hvert
átak það var eftir sjúkdómsáfall
fyrir allmörgum árum að byija hest-
amennsku á ný og sáum gömlu
srierpuna sýna sig með óbuguðum
kjarki og yfirvegun við ásetu
gammviljugra hesta og við tamn-
ingar lítt taminna.
Við minnumst líka lengri og
skemmri reiðtúra og ferða á ýmsum
tímum við margvíslegar aðstæður
og uppákomur, þar fór víllaus ferða-
félagi glaðbeittur og bjartsýnn,
áræðinn en þó varkár og umhyggju-
samur um ferðafélagana sérstak-
lega þá sem yngir voru og óreynd-
ari.
Réttra níu ára varð nafni minn
fyrir þeirri sorg að missa móður
sína, sem hann ekki aðeins iinni
mjög heldur og líktist mjög að út-
liti og geðslagi eftir því sem fólk
henni vel kunnugt hefur sagt mér
og sjá má af myndum.
Næstu árin var hann mikið á
vegum föðursystkina sinna mest
hjá Helgu föðursystur sinni og
manni hennar Hreiðari á Engi og
í Þormóðsdal í Mosfellssveit og leit
enda alltaf á þau sem aðra foreldra
sína. Einnig hjá föðurbróður sínum,
föður mínum og voru enda með
þeim öllum Helgu og Hreiðari og
foreldrum mínum annarsvegar og
Einari hinsvegar miklir kærleikar
alla tíð og nutum við þess óspart
yngri frændsystkin hans af báðum
bæjum. Sama má reyndar segja um
marga frændur hans því að nafni
var bæði vel að sér um ættfræði
og sérstaklega frændrækinn.
En Einar fór snemma að vinna
fyrir sér og stóð síðan á eigin fótum
fórst vel enda kom fljótt í ljós hve
hann var góður verkmaður, hand-
laginn og einstaklega nostursamur
og nettur um allan frágang á vinnu-
Laredo* M/T Laredo* LTL M+S*PLUS Steeler* Ralley*GTS
UNIROYAL
Hjólbarðar fyrir þá sem gera kröfur
— Einstök mýkt í akstri.
- Hljóðlátir. - Ótrúleg ending.
— Frábært grip við allar aástæSur.
NYTT! Frábær vöru- og sendibíladekk í flestum stærðum
SÖLUAÐILAR: GUMMIVINNUSTOFAN HF.
og umboðsaðilar um allt land
RETTARHALSI 2
SKIPHOLTI 35
stað og við hvert verkefni.
Lengst af hefur hann stundað
bifreiðaakstur, fólks- og vörubif-
reiða en þó lengst langferðabifreiða
en jafnframt unnið við bifvélavið-
gerðir á vetrum og eingöngu við
viðgerðirnar síðstu árin en réttinda
bifvélavirkja aflaði hann sér á full-
orðinsárum.
Nafni minn var á hæð réttur
meðalmaður sinnar kynslóðar, lið-
lega vaxinn og mjög vel að manni,
svo sem sjá mátti alla tíð, hann var
glaðlyndur og góðlyndur þó fastur
fyrir og einarður þyrfti á því að
halda og óáreitinn að fyrra bragði.
Hann kunni vel að meta góða frá-
sögn og kunni einnig vel með góða
sögu að fara en var óvenjulega
frómur maður í orði. Hann var
söngmaður góður, og undi sér vel
við góða músík og bóklestur.
Tvítugur að aldri kvæntist hann
Sigrúnu I. Guðnadóttur úr Reykja-
vík. Þeirra börn urðu Gunnar Helgi
og Guðrún. Þau Sigríður skildu
fáum árum síðar.
Árið 1944 kvæntist Einar aftur
glæsilegri mannkostakonu Elín-
borgu Gísladóttur ættaðri úr Dýra-
firði. Þeirra börn urðu Sigrún Björk,
Þórlaug Erla og Höskuldur Hauk-
ur, allt hið vænsta fólk enda var
nafni minn stoltur af börnunum sín-
um öllum, barnabörnum og barna-
barnabörnum og gat enda verið
það, og eins og hann fylgdist vel
með þeim öllum og hélt við þau
góðu sambandi sýndu þau honum
sérstaka ræktarsemi sem ég veit
að hann mat mikils.
Þau Elínborg bjuggu lengi í sam-
býli við Steindór föður Einars á
Sölvhólsgötu 10 en byggðu síðar
íbúð að Álftamýri 56 og bjuggu þar
síðan. Þau voru höfðingar heim að
sækja og aufúsugestir vina sinna,
samhent en þó sjálfstæðir einstakl-
ingar bæði tvö.
Ég býst ekki við að við frændur
hefðum þótt líkir menn, en við átt-
um mörg minni saman og minning-
ar og enda sama lífsreynsla ungra
manna sem við búskap störfuðu
fyrir 40-60 árum úr hestamennsku
og smalamennsku og við fjárrag
og af sendiferðum og verkefnum
sem þessu tengdust og fleiru.
Okkur leiddist því aldrei saman
og við áttum auðvelt með að finna
sameiginlegan tón og skemmtan
eins þótt sameiginlegar tómstundir
snérust um vinnu eða aðra slíka
athafnasemi.
Nú verða ekki lengur gerðar
áætlanir um ferðalög í byggð eða
óbyggð, um ný og efnileg hestefni
né um viðhald og endurbætur á
aðstöðu hestamanna, en kannski
verða á síðari vegferð grænar
grundir og sprækir klárar, ný verk-
efni og önnur lífsfylling. Til þeirra
funda er að hlakka.
Einar Þór Steindórsson lést á
Landkotsspítala 19. apríl sl. eftir
all langa og stranga sjúkdómslegu
sem kona hans og börn reyndu að
gera honum sem bærilegasta af
umhyggju og kærleika. Honum
fylgja einlægar kveðjur og fyrir-
bænir.
Við Jóhanna biðjum Elínborgu
og öllum ástvinum Einars Þóris
Guðs blessunar.
Einar Birnir
Einar er kominn á leiðarenda.
Hann var leystur frá þessum heimi
á sjötugasta og fimmta aldursári.
Söknuðurinn framkallar minningar
líkt og myndir af liðnum atburðum,
en ein er þó skýrust: minningin um
glaðlegt andlit frænda míns, brún,
sindrandi augun og hlýjan, dillandi
hlátur.
Foreldrar Einars voru Guðrún
Guðnadóttir frá Keldum í Mosfells-
sveit og Steindór Björnsson sem
kenndi sig við Gröf í sömu sveit.
Einar var ekki orðinn tíu ára þegar
Guðrún féll frá, og upp frá því
dvaldi hann oft langdvölum hjá for-
eldrum mínum, Helgu, systur
Steindórs, og Hreiðari Gottskálks-
syni. I raun fannst mér hann líta á
þau sem aðra foreldra sína og þann-
ig reyndist hann þeim.
Samskiptin við Einar og Ellu
voru mikil meðan foreldrar mínir
lifðu. Þau voru dugleg að koma í
heimsókn og boðin og búin að leggja
fram hjálparhönd þegar þess var
þörf, og þegar hún móðir mín nefndi
Einar Þóri leyndi sér ekki að hún
þóttist eiga nokkuð í honum. Hann
brást heldur ekki. Um það gæti ég
nefnt mýmörg dæmi, en eitt er mér
kannski efst í minni af því að allt
í kringum það var í senn svo trega-
fullt og spennandi: það var þegar
Einar hjálpaði okkur að flytja er
Reykjavíkurborg tók samastað okk-
ar eignarnámi, Engi í Mosfellssveit,
móðurarfinn hennar mömmu á
bökkum Lambhagaár.
Einar átti líka ófá sporin og ófá
handtökin að hjálpa foreldrum mín-
um að koma sér fyrir á nýbýlinu
sem þau reistu þá úr landi Lága-
fells og nefndu Hulduhóla eftir hól-
unum í kring. Þá var ég ungur að
árum og lítið lið í mér; samt tók
Einar mig undir arminn mörgum
árum seinna þar sem við hittumst
á mannamóti og kynnti mig fyrir
Hóhnfnður M. Jóhanns-
dóttir — Minning
Fædd 5. maí 1933
Dáin 21. apríl 1991
í lífinu er fátt víst nema dauð-
inn. Hann býr með okkur allar
stundir. Samt kemur hann sífellt á
óvart.
Elskuleg eiginkona mín og móðir
okkar sem hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða, er nú látin. Langt
um aldur fram, tæplega fimmtíu
og átta ára gömul.
Hún var fædd á Skaga, A-Húna-
vatnssýslu á bænum Ósi. Foreldrar
hennar voru: Jóhann Jósepsson, f.
21.1.1892, d. 29.4.1980, Rebekka
Guðmundsdóttir, f. 21.8.1895, d.
30.9.1959, og var hún yngst af níu
systkinum. Núlifandi systkini eru
Friðgeir, Kristinn, Valdimar og
Ragnheiður.
Arið 1939 fluttist hún með móð-
ur sinni suður til Hafnarfjarðar, þá
sex ára gömul. Höfðu þá foreldrar
hennar slitið samvistum. Eignaðist
hún þá fósturföður sem hét Sigurð-
ur M. Sigurðsson, f. 7.12.1894, d.
13.5.1966, sem gekk henni í föður-
stað. I Hafnarfirði átti móðir okkar
sín uppvaxtarár. Árið 1952 fluttist
hún síðan með eiginmanni sínum
Sigurði Runólfssyni vestur til Hell-
issands og eignuðust þau fimm
börn saman, áður átti hún dreng,
Sigurberg Gröndal Ragnarsson.
Saman áttu þau: Hafdísi Guð-
björgu, Sæbjörn, Víking, Runólf
Óðinn og Herdísi. Barnabörn henn-
ar eru fjögur, og var hún heima-
vinnandi húsmóðir á barnmörgu
heimili, jafnframt sem hún starfaði
við sjávarútveg með eiginmanni sín-
um. Þótt mikil vinna og erfiði hafi
legið í hennar höndum, þá skorti
aldrei móðurástina og umhyggjuna
til okkar bamanna. Oft á kvöldin