Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 41

Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 41 kunningjunum sem uppeldisbróður sinn. Einar var tvíkvæntur. Fyrra hjónabandið stóð stutt og ég veit fátt um það. En mér finnst minning mín um Einar hefjst um það leyti sem Ella, Elínborg Gísladóttir, varð lífsförunautur hans. Samband þeirra alla tíð var þannig að varla var nefnt nafn annars þannig að nafn hins fylgdi ekki með. Mér er þannig farið að ég er fjarska ónýtur að rækja frænd- semi, móti betri fyrirætlun. Þeim mun meira þykir mér um vert þeg- ar frændfólk nennir að rækja frændsemi við mig. Það gerðu þau JSinar og Ella. Alltaf var jafn ánægjulegt þegar þau renndu i hlað og'gáfu sér tíma til að staldra við dálitla stund og spjalla, alltaf hlýrra á eftir. Mér er ánægja að minnast þess nú að ég skyldi þó drífa mig til að endurgjalda þetta í ofurlitlu og heimsækja þau á liðnu hausti, meðan Einar var enn hress og líkur sjálfum sér. Þá áttum við hjónin indæla kvöldstund hjá Ellu og Ein- ari, og fengum meðal annars að sjá myndir frá skemmtiferð sumarsins, sem varð raunar dálítið söguleg. Þetta var í sjálfu sér táknrænt, því Einar var alla tíð duglegur að ferðast og ekki dró Ella úr því. Þau voru sennilega meðal þeirra fyrstu hér á landi sem eignuðust tjald- vagn. Hann notaðu þau alla tíð vel til lengri og skemmri ferða og höfðu bæði unun af ferðalögum og úti- veru. Áður áttu þau um tíma sumar- bústað í landi Úlfarsfells í Mosfells- sveit, ekki langt frá Fellsmúla, þar sem foreldrar Ellu bjuggu um hríð eftir að þau fórú af heimaslóðum í Arnarnesi við Dýrafjörð. Þar að auki varð það hlutskipti Einars að starfa að ferðamálum, beint eða óbeint. Þegar ég man fyrst eftir honum vann hann hjá bílaverkstæði Ræsis hf. Síðar ók hann um tíma hjá Guðmundi Jónas- syni og varð þannig einn af frum- herjum óbyggðaferða á bílum; Páll Arason fjallagarpur hefur til að mynda í bók sinni minnst Einars sem dugandi öræfabílstjóra og góðs samferðamanns. Hjá Dala-Brandi ók Einar lengi og síðar Vestfjarða- leið; um skeið var hann bflstjóri hjá Landsímanum. Síðustu starfsárin vann hann á verkstæði Sveins Eg- ilssonar hf. í Reykjavík og hætti raunar ekki fyrr en sjötugur — hefði sennilega haldið áfram lengur hefði hann ekki veikst hastarlega skömmu eftir sjötugsafmælið, þó hann næði sér furðanlega eftir þau veikindi. Einar var einstök barnagæla. Börn löðuðust að honum og ég man varla eftir öðrum manni betri eða þolinmóðari við börn. Sjálfur eign- aðist hann tvö börn með fyrri konu sinni en þijú með hinni síðari. Hon- um var alla tíð mjög umhugað um börnin sín, og ekki síður barnabörn- in eftir að þau komu til skjalanna. Þeirra er nú skarð fyrir skildi, þeg- ar afí er ekki lengur til. En minning- in lifir og það er gott að eiga góðar minningar um ljúfan dreng. NÚ þegar Einar Þórir er fluttur síðasta spölinn vill svo til að ég get ekki fylgt honum nema í huganum. En þessar línur eiga að flytja þakk- læti frá mér og mínum fyrir kynni af góðum dreng, og þá kveðju sem hvort sem er verður ekki skilað héðan af nema í huganum. Ellu og börnunum biðjum við blessunar. Siggi Hreiðar Ótal minningar koma upp í huga minn þegar ég sest niður og reyni að skrifa nokkur fátækleg orð um elskulegan tengdaföður sem lést eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm þann 19. apríl síðastliðinn. Það fyrsta sem mér dettur í hug er brosið hans tengdapabba og hlýj- an sem geislaði frá honum. Þegar ég kom inn í hans fjöl- skyldu tók hann mér strax opnum örmum og gaf mér það traust sem að ég þurfti svo mikið á að halda í kynnum mínum við hið nýja. Eg minnist hve hann brosti blítt þegar við sátum andspænis hvort öðru í kirkjunni á brúðkaupsdaginn minn og allar þær samverustundir sem við áttum saman hvort sem um er að ræða jól, afmæli eða önn- ur mannamót, alltaf var sama hlýj- an frá honum til mín og minna. í okkar síðasta Ijölskylduferða- lagi sl. sumar hittumst við í Ás- byrgi, í yndislegu veðri sem var til- valið til göngutúra. Hve allt var hljótt við lindina í botni byrgisins, hve allt var fagurt, aðeins flugur sem suðuðu og örfáir fuglar sem sungu. Það var yndis- legt að hluta á þögnina og hljóð náttúrunnar. Hvern gat grunað þá að upphafið að endalokunum var sennilega hafið, lífsins klukka var farin að tifa hraðar og hraðar. Það er ekki langt síðan ég heim- sótti hann á sjúkrahúsið, þá allt í einu fannst mér ég vera að upplifa það aftur þegar faðir minn lést, fyrir tæpum tveimur árum, úr sama sjúkdómi. Sama baráttan, sama þjáningin og sama vonleysið. Mér er minnisstæð setning sem hann sagði við mig þegar hann lá helsjúkur á spítalanum „það hefur alltaf verið svo gott á milli okkar“. Það hefur svo sannarlega verið það, við gátum talað saman. Hann tengdapabbi var ötull við að sýna barnabörnunum sínum hlýju og ástúð og ekki fóru börnin mín varhluta af því, ég veit að þau Sigfús, Hlynur og Helga eiga eftir að sakna afa síns mikið. Þegar ég hugsa til baka held ég að tengdafaðir minn hafi haft alla þá kosti sem góður tengdafaðir getur haft til að bera, hann var tryggur, hlutlaus en umfram allt traustur og vissi ég alltaf af honum í fjarlægð því hann var alltaf tilbú- inn að rétta fram hjálparhönd. Þær voru ekki svo fáar ferðirnar sem hann fór að sækja litlu dóttur mína Helgu á leikskólann, meðan ég var í skóla og frétti ég það að tengdapabbi hefði verið orðinn ansi vinsæll hjá hinum börnunum á eftir að allt var komið í ró og kyrrð og ljúffengur maturinn mallaði í pottunum, beið hún við gluggann eftir að ljósið myndi ijúfa myrkrið úti á hafinu og bátur þeirra kæmi í land. Þau flutti svo suður til Reykjavík- ur árið 1978 í Asparfell 12. Hún var skoðanaföst og alltaf tilbúin að veija þann sem minna mátti sín. Aldrei kvartaði hún undan hlut- skipti sínu í lífinu og virtist alltaf geta miðlað gleði, jafnvel þegar veikindin höfðu gagntekið hana alla. Minnug var hún með eindæm- um og fylgdist vel með öllu, þolin- mæði hennar og skilningur ein- kenndu hana, og alltaf var stutt í glaða og hláturmilda brosið hennar. Henni fannst gaman að glettast og gera að gamni sínu. Tryggari og trúari vin var vart hægt að hugsa sér, og við vitum að ljós Guðs vernd- ar sálu hennar, og í okkar sálum er hún alltaf hjá okkur. Kallið er kotnið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Sigurður Runólfsson, börn og barnabörn. deildinni því það geislaði alltaf af honum hlýjan, og börn hændust ósjálfrátt að honum. Ég er sannfærð um að í veikind- um sínum saknaði hann þess að geta ekki sótt hana á leikskólann, því helsjúkur og þjáður en þó von- góður sagði hann við hana: „Helga mín, bráðum getur afi farið að sækja þig aftur á leikskólann þinn.“ Þegar ég skrifa þessar línur fyll- ist ég söknuðu og tómleika og ósjálfrátt kemur þessi setning upp í huga mér: „Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Mér er hugsað til þess hvað við stöndum öll berskjölduð fyrir dauðanum, þrátt fyrir öll þau læknavísindi sem í kringum okkur eru. Ég veit að börnin mín eru mér hjartanlega sammála, við munum öll hugsa um hann sem góðan, ástríkan tengdaföður og afa sem öllum vildi vel, en hefur nú fengið hvíldina eilífu, eða eins og Helga litla sagði: „Einar afi er farinn til Guðs, hann er búinn að hitta Ólaf afa og þeir sitja í stórum stólurn og þeir eru ánægðir." Saklaus en falleg hugsun og eflaust að fleiri hafi þessa ímynd í huga sér. Að lokum kveð ég elsku- legan tengdaföður og afa sem við munum ávallt sakna, minningin um hann mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigríður Olafsdóttir , FEIN SYNING Fimmtudag og föstudag, 2. og 3. maí frá kl. 13:00-18:00. Ýmsar nýjungar kynntar, m.a. hin nýja stórkostlega raf- aðrar slípivélar. Komið og kynnistgæðum handverkfæranna frá FEIN Kaffi og meðlæti. NÁKVÆMNI OG ÖRYGGI RAFMAGNS HANDVERKFÆRI hlöðuvél og HÖGGBORAR - LOFTHÖGGSVÉLAR SKRÚFVÉLAR - TOPPLYKLAVÉLAR BORVÉLAR fyrir allskonar sérsmíöi. HLEÐSLUVÉLAR Skrúfa og bora, handhægar og öflugar. Einstök hönnun. SLÍPIVÉLAR til slípunar á járni eða stáli, snúningshraöi 800 til 45000 Vmín. Margar stæröir og geröir. JÁRNJARNABORVÉL meö rafsegulfestingu. Borstærö upp í 52 mm. Kjarnaborar í úrvali. STEINKJARNABORVÉLAR Sterkar handhægar með eða án sogfestingu. Borstandur stillanlegur halli. Borstærö upp í 250 mm. Kjarnaborar frá 18-250 mm. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Snarvirki hf. - Djúpavogi RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVER HF===== SlMI 91-82415-82117 ■ TELEFAX 1-680215 ■ SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.