Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 43

Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991 43 Minning: * __________ Oskar Bergsson Fæddur 16. október 1910 Dáinn 15. apríl 1991 Þann 30. júní 1933 þegar við, nýbrautskráðir stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, gengum niður Skólabrúna með hvítu kollana, andaði að okkur blæ af sól og sumri. Það var ljúfsæl þakkar- og kveðjustund. Ferfalt húrra. Þakkir fyrir mikið og dijúgt veganesti til langferðar, sem við hugðumst eiga fyrir höndum. Og húsin gömlu við Lækjargötu tóku undir fagnaðarsönginn, Gaudeamus igitur juvenes dum sumus. Já, gleðj- umst meðan ung erum. Einn í þessum glaðværa hópi ungmenna var semídúxinn, Óskar Bergsson. Hann var fæddur í Reykjavík hinn 16. október 1910. Voru foreldrar hans þau hjónin Bergur Bárðarson frá Skógum und- ir Eyjaijöllum og Guðbjörg Sveins- dóttir frá Ytri-Sólheimum í Myrdal. Óskar settist í 4. bekk Mennta- skólans haustið 1930 að loknu gagnfræðaprófi um vorið. Þá tengd- ust vinabönd milli hans og okkar sambekkinganna, sem héldust óslit- in ævilangt, þótt samfundum fækk- aði með dögum og árum. Eftir stúd- entspróf tók Óskar próf ýforspjails- vísindum við Háskóla íslands og lauk þar með glæsilegum námsferli mikils mannsefnis, sem heims- kreppan þá átti drýgstan þátt í. Óskar sinnti margvíslegum störf- um á lífsleiðinni. Hann var um ára- bil hjá Sláturfélagi Suðurlands sem skrifstofumaður, einnig lengi hjá Ti-yggingastofnun ríkisins og síðar starfsmaður á Hagstofu Islands. Hann vann mikið við þýðingar úr erlendum málum, t.d. fyrir hið kunna tímarit Úrval. Óskar var mjög hæfur starfs- maður hvar sem hann lagði hönd að, enda góðum gáfum gæddur og lipur í umgengni allri. Hann hafði hlýtt viðmót og aðlaðandi auk þess að vera drengur hinn besti til orðs og æðis. Aðal hans var þó sérstæð þekk- ing á íslenskri tungu og virðing fyrir henni, og sýndi það sig ljósast í þelmjúkri meðferð móðurmálsins, handbragði öllu og áferð á því, sem hann ritaði fyrr og síðar. Árið 1936, þann 31. maí, kvænt- ist Óskar Sigríði Eggertsdóttur, hinni vænstu konu, sem var honum ómetanlegur lífsförunautur. Hún var mikilhæf kona, umhyggjusöm húsmóðir, eðlishlý og þolinmóð, vel gefin og fáguð. Þau eignuðust 2 börn, Elsu Hildi, sem gift er Jóni Björgvinssyni framkvæmdastjóra og Eggert borgardómara, sem kvæntur er Rögnu Hall. Eiginkonu sína, Sigríði, missti Óskar þann 29. mars 1979, 69 ára, eftir 43ja ára hjónaband. Þá dró mikinn dökkva yfir hús og heimili að Bragagötu 24, þar sem áður stóð bernsku- og æsku- heimili Óskars og síðar þeirra hjón- anna og barna þeirra. Sá skuggi máðist aldrei út síðar. Óskar var að eðlisfari fremur hlédrægur, tilfínningaríkur og við- kvæmur. Hann hlaut þau örlög að fara mjög einn í lífi sínu, einkum hin seinustu ár. Við sem álengdar stöndum, vitum í raun svo lítið um vegfarandann, það sem leynist í djúpi sálar, það sem bærist hið innra með honum, því að „hjartað eitt þekkir þjáning sína og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér“. Enn er mér í fersku minni bekkj- arförin okkar um Snæfellsnes vorið 1932 með Pálma Hannessyni. Ef til vill enn ljósari í minningunni fyrir það, að um hana ritaði Öskar bókarkorn, einskonar dagbók eða ferðasögu. Lokaáfangann fórum við með varðskipi frá Arnarstapa til Reykjavíkur. Um ferðaiokin segir Óskar: „Nú nálgumst við Reykjavík óðfluga. Turnar og þök rísa upp úr móð- unni, hærra og hærra. Klukkan er 12 á hádegi, hinn 13. júní leggur skipið að hafnarbakkanum. Fimmtabekkjarförin 1932 er að enda komin. Við göngum upp í skóla áður en við skiljum. Síðstu sporin í þessari för eru létt sem þau fyrstu. Enn einu sinni hrópum við ferfalt húrra. í þetta sinn er það hvorki gjald fyrir mat né drykk. Það er gjald okkar til lífs og gleði, til regns og sólar, til allrar þeirra afla, sem gera okkur bekkjarförina um Snæfellsnes ógleytnanlega." Óskar Bergsson andaðist að heimili sínu þann 15. þ.m. Nú er nökkvinn annar og fylgdarliðið ei hið sama, framandi strönd fyrir stafni, vafinn sólgliti vonanna í trú á skaparann, hann sem við eigum mest að gjalda, hann sem ræður fyrir sólu og regni, hann sem fagn- ar hveiju sínu barni, sem að leiðar- lokum ber að garði hjá honum. Laus við viðjar heimsins gengur nú horfinn vinur léttum sporum á fagnaðarfund til móts við föðurinn, sem beðið hefur hans í hlaðinu heima. Guð veri með honum og ástvinum hans. Þakkir og kveðjur frá samstúd- entunum 15, sem eftir lifa af þeim 39 sem voru árið 1933. Gríniur Grímsson Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans! BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar624631 / 624699 SUZUKI SUZUKI UMBOÐIÐ H/F Skútahrauni 15, S 65-17-25 Núergamaníbaði i Barninu líSur vel í babi með Nivea fljótandi baðsápu ! sem er mild og viðheldur náttúrulegum eiginleikum barnshúðarinnar. Sýrustig pH5. * NIVEA J.S. Heigoson, simi 91-685152

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.