Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Minning: * AuðurHelga Osk- arsdóttir Fædd 26. mars 1931 Dáin 22. apríl 1991 Þann 26. mars 1931 fæddist þeim læknishjónum, Guðrúnu Sveinsdótt- ur og Óskari Þórðarsyni, að Ásvalla- götu 10, Reykjavík, óskabamið sitt, lítil dóttir, bláeygð og gullinhærð, lifandi eftirmynd föður síns eins og sagt var. Læknishjónin voru bæði af þessum gömlu þjóðlegu heimilum komin, þar sem virðing fyrir heilbrigðu starfí, mannkostum og dyggðum sat í önd- vegi. Guðrún var yngst 5 bama Guð- bjargar Jónsdóttur frá Hóli og Sveins Jónatanssonar, bónda og útgerðar- manns á Hrauni á Skaga. Systkini hennar voru María Jóhanna, giftist Jóni Sveinssyni, bónda á Þangskála og eignuðust þau 9 böm; Jón Sigurð- ur, er fór ungur til Vesturheims; Steinn Leó, oddviti og hreppstjóri á Hrauni, kvæntist frændkonu sinni, Guðrúnu Kristmundsdóttur og eign- uðust þau 11 böm; næstyngstur var Sveinn Mikael, bóndi á Tjöm á Stapa, hann kvæntist einnig frændkonu sinni, Guðbjörgu Kristmundsdóttur og eignuðust þau 9 böm. Óskar læknir var einnig yngstur 5 barna, þ.e. prófastshjónanna að Söndum í Dýrafirði, þeirra Maríu ísaksdóttur og séra Þórðar Ólafsson- ar, er var hinn mesti sæmdarmaður, heill og sannur í kenningu sinni og baráttumaður fyrir betri siðum og fegurra manniífí. Systkini Óskars, er til aldurs náðu, voru Katrín er Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 - Minning giftist Steini Ágústi, búfræðingi í Flatey á Breiðafirði, eignuðust þau eina dóttur og fósturson; Vilborg Björg er giftist Valdimar Guðmunds- syni, prentara í Reykjavík og eignuð- ust 2 syni; Sesselja er giftist Oskari Árnasyni, stýrimanni í Reykjavík og eignuðust þau 3 börn er upp kom- ust; Sigurður, söngstjóri og tónskáld, er kvæntist Áslaugu Sveinsdóttur og eignuðust þau 2 böm er dóu á barns- aldri. Frændgarður þeirra hjóna, og þó sérstaklega húsmóðurinnar, var því æði mikill, og þar við bættust vina- hópar þeirra beggja, sem heimilið að Öldugötu 17 ætíð stóð opið, því gestrisni þeirra var einlæg og alúðleg og ekkert var sjálfsagðara en ætt- ingjar og vinir söfnuðust þangað við öll möguleg tækifæri. Hjónaband þeirra var einkar far- sælt, hann hávaxinn, ljós yfirlitum, hýrleitur og fríður sýnum og allra manna prúðastur í framgöngu, og hún fríðleikskona og með afbrigðum glæsileg í allri framkomu, og þau voru sannarlega hvert öðm samboðin um drenglund og höfðingsskap í hvívetna. Guðrún og Óskar giftust 19. júní 1928, og síðar um sumarið fóm þau til Vínarborgar þar sem Óskar sér- hæfði sig í barnalækningum. Að námi loknu komu þau heim til starfa, Alþingishátíðarvorið 1930, og um vorið 1931 festu þau sér framtíðar- húsnæði að Öldugötu 17 og fluttust þangað í maí með nýfæddu dóttur sína. Síðar um sumarið bættist í fjöl- skylduna, sá er þetta skrifar, fyrir- hjónabandsbam Guðrúnar á tíunda ári, er fram að þessu hafí verið í fóstri í Danmörku frá fæðingu. Um haustið var óskabamið skírt Auður Helga, en Helga var nafn fóstm minnar, sem var mér mjög kær, og þóttist ég því eiga meir en lítið í litlu systur minni, auk þess sem hún lét sér vel líka, að ég hjalaði við hana á jóskri dönsku, sem enginn annar virtist skilja í þessum litla skrýtna bæ, þar sem allir töluðu óskiljanlegt mál er þeir nefndu íslensku. Minningamar um unglingsár mín og æskuár Auðar eru bjartar og hugljúfar, þrátt fyrir kreppu og al- menna fátækt fyrirstríðsáranna og ógnir og erfíðleika stríðsáranna, er við tóku í lok áratugarins. Við systkinin urðu því miður ekki fleiri, en söknuðum þess lítt, því ævinlega voru einn eða fleiri ungling- ar, systkinabörn þeirra hjóna, til lengri eða skemmri dvalar á heimil- inu í menntunar- og atvinnuleit eins •• J«Xtl . Kmi&scyi wxca 'SS* Heimilispappír • Þéttar rúllur • Þykkur pappír • Falleg mynstur og þá var títt, og öll hafa þau haldið órofatryggð við okkur sem alsystkin væm. Vegna nálega 10 ára aldursmunar varð það hlutverk mitt að „passa“ litlu systur annað kastið, og var það vandalaust því hún bar óbilandi traust til mín allt frá fyrstu kynnum. Upp úr áramótum 1943/44, eftir tæplega 13 ára samvist, fór ég til náms í Ameríku og var þá þessu hlutverki lokið, því er ég kom aftur frá námi með eiginkonu og barn var Auður orðin „dama“ á 17. ári í Kvennaskólanum í Reykjavík og á 19. ári sínu hélt hún bróðurdóttur sinni, Súsan Auði, undir skírn haus- tið 1950. Að loknu námi í Kvennaskólanum 1949 tók hún til starfa hjá Ríkisút- varpinu, þar sem hún hafði starfað lausráðin undanfarin sumur á inn- heimtudeild og gerðist hún fastráðin gjaldkeri og fulltrúi 1949 til 1966, var reyndar „settur innheimtustjóri" tvö síðustu árin. Á þessum árum tók hún sér stutt hlé frá störfum og lauk prófí frá Den Sukrske Husmoder- skole í Kaupmannahöfn 1954, sem þá var mjög í tísku hjá gjafvaxta Reykjavíkurdætrum. Er íslenska sjónvarpið tók til starfa var hún valin til námsdvalar í Dublin, til þess að kynna sér auglýs- ingar í sjónvarpi hjá írska sjónvarp- inu, og tók að því loknu við ævi- starfí sínu sem auglýsingastjóri Sjón- varpsins frá 1966. Ríkisútvarpið og Sjónvarpið varð Auði kjörinn vinnu- staður. Starfsfólkið allt tók henni strax vel, og allir urðu henni bestu vinir og kunningjar, er vildu allt fyr- ir hana gera. Félagslífíð var þar ávallt með afbrigðum skemmtilegt. Þetta varð henni ómetanlegur styrk- ur alla tíð, sem hún fékk aldrei nóg- samlega þakkað. Eins og að líkindum lætur knýtt- ust órofa vinátta við skólasystkini bæðí í Landakoti og Kvennaskóla svo ekki sé minnst á öll frændsystkinin sem fyrr eru nefnd. Auður var mjög félagslynd og kunni betur en flestir að taka virkan þátt í gleði og sorg annarra. Árið 1972 gekk hún í Odd- fellowreglu Rebekkusystra, Berg- þóru nr. 1, og reyndist það henni mikið gæfuspor, því vinátta og sann- ur kærleikur þeirra systra var henni ómetanlegur er tímar liðu, og var hún þeim öllum innilega þakklát. Auður var fyrst og fremst eftirlæt- isbam, ekki bara foreldra sinna, heldur einnig þeirra mörgu frænd- systkina er dvöldust lengur eða skemur á þessu gestkvæma heimili á uppvaxtarárum hennar. Faðir hennar sá ekki sólina fyrir henni og var það vissulega gagnkvæmt og var mjög kært með þeim feðginum, og hún var sannfærð um að hann væri besti pabbi í heimi - ekki dreg ég það í efa, því slíkur reyndist hann mér. Þótt Óskar væri bæði karlmann- legur og hraustlegur að sjá, var heilsa hans lengstum ótraust, en hann sinnti því lítt og lét sem ekkert væri, þótt vafalaust hafí hann oft verið þjáður. Sumarið 1958 ágerðist heilsuleysi hans og um haustið varð hann að leggjast á Landspítalann. Legan var stutt en ströng og hann lést 25. september, löngu fyrir aldur fram, á 62. aldursári. Hér varð það skarð, sem aldrei var fyllt og þær mæðgur báru þess aldrei bætur, og margir voru þeir er töldu sig mikils hafa misst. Mjög varð nú kært með BlSr?tofa Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opi6 öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. þeim mæðgum er þær leituðu stuðn- ings hvor hjá annarri í sorg sinni og söknuði. Það varð því mikið áfall fyrir Auði er mamma lést, eftir skamma en erfiða legu á Landakotss- pítala 18. ágúst 1967, á 76. aldurs- ári sínu. Hún vissi vel að hveiju dró, gekk frá öllum málum sínum og dó sátt við tilveruna og þakkaði Guði hamingjuríkt líf. Nú voru þær Auður og Malla orðn- ar tvær einar eftir á Öldugötu 17. Malla, þ.e. María Sveinsdóttir, bróð- urdóttir mömmu, kom á Öldugötuna haustið 1932, þá 16 ára unglingur í leit að menntun og atvinnu, flentist og var nú búin að þjóna heimilinu nálega samfleytt í 35 ár. Eftir talsverðar bollaleggingar, varð það úr að ég, með konu og sex böm, tæki við Öldugötunni en Auður fengi sér íbúð við hæfí og þær Malla byggju þar saman fyrst um sinn. Haustið 1968 flytja þær í íbúð Auðar á Kaplaskjólsvegi 27, og kunnu strax vel við sig og undu síðan vel hag sínum á nýja heimilinu. Sumarið 1968, áður en flutt var, slóst Auður í för með okkur hjónum og tveimur elstu dætrum okkar á 17. og 18. ári f kynnisferð til Banda- ríkjanna og ferðuðumst þá víða. Á öllum gististöðum var ég af hag- kvæmnisástæðum ævinlega fjölskyl- dufaðir á ferð með eiginkonu og þremur dætrum. Auði fannst það stórkostlegt, að enginn efaðist um að hún væri svona ung, þótt komin væri á fertugsaldur. Vissulega segir þetta meir en lítið um unglegt og frísklegt útlit hennar í þá daga. En hvað varð um riddarann hugum prýdda? Þau ævintýri sem mér var trúað fyrir eru að sjálfsögðu ekki til frásagnar, en svo fór að hún festi aldrei ráð sitt og er það miður, en bróðurbörn hennar nutu blíðlyndis hennar og barngæsku í þeim mun ríkari mæli eins og vænta mátti. Bar nú lengi vel engan annan skugga á, en er Auður var komin á miðjan fímmta áratuginn fór heilsu hennar að hraka. Torkennilegur sjúkdómur fór að heija á ósjálfráða taugakerfíð og ágerðist því meir sem leið á áratuginn. Skömmu fyrir fimmtugsafmælið hennar 26. mars 1981, fékk hún fyrir tilstilli Árna Kristinssonar, læknis, stillanlegan gangráð til að örva hjartsláttinn, og var það henni mikil hjálp um sinn. En þessi lævísi sjúkdómur eirði engu og olli bæði magaveiki, meltingar- truflunum, taugarótarbólgu og vöð- varýmum, og tók þar eitt við af öðru í endalausum vítahring, svo hægt og bítandi saxaðist á alla hreyfiorku hennar, þótt allt væri reynt til að vinna bug á sjúkleika þessum. Haus- tið 1989 var svo komið að hún gekk við tvær hækjur og varð þá fyrir því óláni að detta, er önnur hækjan skrikaði til í hálku, og braut hún þá vinstri lærlegginn. Þróttleysi hennar olli því að komið var fram á vor áður en greri um heilt. Hún ákvað því að taka sér sumarfríið snemma og leita sér hressingar og endurhæf- ingar í Danmörku, en nota síðari hluta sumars til að undirbúa flutning í nýju íbúðina sína, er afhenda átti fullbúna um haustið. í bréfí frá Kaupmannahöfn segir hún fríið dá- samlegt og hún sé orðin svo dugleg agð ganga, hafí gengið „Strikið" á enda og þegið heimboð upp á 6. hæð í lyftulausu húsi. Daginn fyrir heim- ferðina datt hún enn á ný og braut aftur sama legginn. Nálega 3 vikum síðar, er læknar á Sundby-hostpial töldu óhætt, var hún flutt heim á bæklunardeild Landspítalans 23. júlí 1990. Það var langt liðið á október er hún gat loks farið að stíga í fót- inn á ný. Eitt sinn er hún var að æfa sig í göngugrind, leið snögglega yfír hana svo hún datt og sneri veika fótinn undir sér og braut þá bæði fótlegg og sköflung. Það var komið að jólum áður en hún gat komist um í hjólastól og nýju íbúðina sína leit hún ekki augum fyrr en eftir ára- mót. En mikið var hún þá glöð og ánægð. Draumaíbúðin beið hennar og nú varð það keppikefli að komast í endurhæfíngu á Reykjalund og síðan heim hið allra fyrsta. Það átti að fagna þessum áfanga og tímamótum með veglegri móttöku á nýja heimilinu á sextugsafmæli hennar 26. mars sl. Hún var með allan hugann við undirbúninginn og hlakkaði svo mikið til að taka á móti gestum sínum, en á síðustu stundu varð að fresta öllum veislu- höldum, er heilsan enn á ný brást henni og varð mjög erfítt um andar- dráttinn. Hún var í skyndi flutt á gjörgæslu og sett í öndunarvél. Voru nú öll tiltæk ráð reynd, en ósjálfráða taugakerfið var nú alveg að gefa sig og líkamsorkan fjaraði smám saman út á næstu vikum. Þann 22. apríl sl. fékk hún loks hvíldina eftir nálega 15 ára þrotlausa baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Margir eru þeir sem Auður vildi þakka samfylgdina, öll frændsystkin, skóla- og starfsfélajgar, og þá sérs- taklega starfsfólk Utvarps og Sjón- varps, er reyndist henni svo vel, svo og stúkusystur og allir vinir og kunn- ingjar er of langt er upp að telja. En svo er það hún Malla, sem eins og Auður hafði oft á orði „hefur stjanað við mig alla mina ævi og aldrei vikið frá mér er þörfin var mest“. Slíkt er ekki hægt að launa og þakka sem skyldi, en verður geymt og aldrei gleymt. Að lokum færi ég læknum og hjúk- runarliði Landspítalans innilegar þakkir fyrir umönnun og hugulsemi í veikindum hennar. Bent Scheving Thorsteinsson Elsku Auður mín er dáin. Það er erfítt að sætta sig við þá staðreynd, en ég samgleðst henni að losna úr slíkum fjötrum sem líkami hennar var orðinn reyrður í. Auður byijaði að starfa hjá Utvarpinu sem ungling- ur að sumrinu og vann þar alla tíð síðan. Við urðum strax vinkonur er ég hóf þar störf. Þá var Útvarpið í Landsímahúsinu við Austurvöll í litlu húsnæði. Þröngt var setið en mikið var það gott fólk sem vann þar. Margar eru minningarnar um afmæl- in, ferðalögin og árshátíðirnar allt sem við upplifðum saman, þessi fá- menni hópur sem starfaði hjá út- varpi landsmanna. Ekki átti Auður síst þátt í að allt varð svona skemmti- legt. Ekki voru kynni okkar löng er ég var komin heim á Öldugötu 17 til foreldra hennar Guðrúnar Sveins- dóttur og Óskars Þórðarsonar lækn- is. Þar var mikil hjartahlýja og kær- leikur sem umvafði vini Áuðar, sem enginn getur gleymt. Þegar Auði var falið að verða fyrsti auglýsingastjóri Sjónvarpsins fannst mér mín tilvera breytast við að hún flytti inn á Laugaveg. Allt var tengt Auði, fara saman í kaffi, verða samferða úr vinnunni o.fl. Auður fór nokkra mán- uði til írlands að læra áður en sjón- varp hófst og mörg bréf voru skrifuð á meðan. Á heimili Auðar og Möllu var mjög gestkvæmt og gestrisni mikil. Þegar Auður talaði um bróðurböm sín fannst mér alltaf eins og hún væri að tala um bömin sín, umhyggjan var slík. Ég vissi alltaf að Auður var vel gerð manneskja, þvílíkt hugrekki og kjarkur í svo langvarandi og þung- bærum veikindum. Hvernig hún horfðist í augu við veruleikann öll þessi ár. Það er mikill lærdómur að fylgjast með því svo náið sem ég hefi gert. Við töluðum svo oft um hvað biði okkar er við fæmm héðan af jörðinni. Ég veit að Auðar bíður svo fallegt og gott. Hún var svo sann- ur vinur og gaf svo mikið af sjálfri sér, alltaf að hugsa um velferð ann- arra. Umhyggja Möllu frænku í veik-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.