Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 45
indum Auðar var mikil, sannur kær-
leikur sem Meistarinn boðaði. Auður
sagði oft við mig: „Ég bið guð að
láta mig fara á undan, án Möllu get
ég ekki lifað."
Ég veit að Auður hefði viljað
þakka ölljj starfsfólkinu á Landspíta-
lanum fyrir frábæra umönnun. Ég
votta Bent, bróður hennar og allri
hans Ijölskyidu, einnig Möllu og öðr-
um ættingjum, mína dýpstu samúð.
Með Auði Óskarsdóttur er gengin
góð og mæt kona sem ég bið Guðs
blessunar í fullri vissu þess að hinir
dánu eru ekki horfnir að fullu, þeir
eru aðeins komnir á undan.
Elín Hjálmsdóttir
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir(magnast, þijóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn læknar - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(Sig. Kr, Pétursson)
Löngu og hrikalegu dauðastríði
er lokið og því lauk með þeim eina
hætti, sem öllum er til þekktu, létti
við. í nær tvo áratugi hefur Auður
Óskarsdóttir háð sitt stríð og aldrei
bognaði hún, alltaf barðist hún með
þeirri bjartsýni og kjarki sem ein-
kenndu þessa frábæru konu.
Ekki veit ég nákvæmlega um það
hvenær Auður kenndi þessa sjúk-
dóms, er að lokum dró hana til
dauða, en það hygg ég að hafi verið
fyrir um 20 árum. Það voru margir
læknar, sem reyndu allt það, er
hægt var til þess að ráða bót á meini
hennar, en allt án árangurs. Líkams-
þrek hennar og þróttur þvarr og um
langan tíma gekk hún við tvær hækj-
ur og það var henni óskapleg
áreynsla að komast heim til sín á
þriðju hæð í húsi við Kaplaskjólsveg.
Auður þráði heitt að komast í íbúð,
sem þægilegri væri hvað aðgang
snerti, og þá íbúð fékk hún, en það
var þá um seinan. Hún var lögzt sína
hinztu legu, en frá sjúkrabeð sínum
hafði hún stjórn á öllu, sem hægt
var, og hún fékk þó að koma í íbúð-
ina, en aðeins sem gestur.
Ekki er hægt að skrifa svo um
Auði að ei sé minnst á þá stórkost-
legu hjálparhellu sem frænka henn-
ar, María Sveinsdóttir, var henni allt
frá fyrstu tíð. Það er ólýsanlegt
hversu mikil stoð og stytta María
var Auði. Á hveijum einasta degi í
banalegu Auðar fór María til hennar
á sjúkrahúsið og sat hjá henni og
hún var hjá Auði er öllu lauk.
Það get ég talið til eins mesta
happs að sl. fjörutíu ár hefur Auður
verið einn allra besti heimilisvinur
okkar hjóna og helgaðist það af því
að hún og kona mín voru skólasystur
í Kvennaskólanum í Reykjavík og
þeim stöllum var ekki gjarnt að ijúfa
þau bönd vináttu og tryggðar, er þær
ungar bundust. Saumaklúbbar og
afmælisveislur verða mér alltaf
minnisstæðar vegna þess glæsibrág-
ar er á þeim var og kannski ekki
síður þeirrar hjartahlýju er til staðar
var. Áð vísu ber að taka það fram,
að ég sat ekki til borðs með þeim í
saumaklúbbum, heldur kom ég á
eftir og til þeses var séð að ég fengi
allt það besta sem búið hafði verið til.
Reisn sinni og höfðingsskap hélt
Auður allt til hinztu stundar. Þegar
leið að sextugsafmæli Auðar þann
26. marz si. og hún lá helsjúk á
sjúkrahúsi, hvarflaði aldrei neitt ann-
að að henni en að halda upp á afmæ-
lið og það skyldi gjört af þeim glæsi-
brag, sem ætíð einkenndi hana, en
þá þvarr henni sá litli máttur er eft-
ir var og óminni seig á hana, sem
ei hvarf þær vikur er hún átti ólifað-
ar og það finnst mér hörmulegt að
henni heppnaðist ekki að halda sitt
síðasta gestaboð.
Auður Helga Óskarsdóttir fæddist
26. marz 1931, dóttir heiðurshjón-
anna Guðrúnar Sveinsdóttur og
Óskars Þórðarsonar læknis. Þar ólst
hún upp í skjóli góðra foreldra, þar
var frændgarður mikill og sterkur
og samhentur svo sem vera ber.
Auður lauk prófi frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík 1949. Þar var fall-
egur og glaður hópur ungra stúlkna,
er þá gekk út í sól og vor. Auður er
sú þriðja, er af þeim hópi fellur, en
þær sem eftir lifa sakna hennar sárt.
Auður hóf störf hjá Ríkisútvarpinu
ung að árum og þar vann hún meðan
kraftar entust. Hún var um tíma
auglýsingastjóri Sjónvarpsins og
rocr jiíþlv.08 nunAGUianií araAJSMyaaoM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.JUDAGUIL 30: APRÍL1991
gekk þá ríkt eftir að málfar á auglýs-
ingum væri þannig að það félli við
þjóðtungu okkar.
Það leiddi af sjálfu sér að Auður
eignaðist marga góða vini hjá
Ríkisútvarpinu, því að hún ávann sér
hylli allra er henni kynntust. Þetta
var mjög eðlilegt, því að hún vakti
athygli hvar sem hún kom fyrir feg-
urð, glæsilegt útlit og svo var hjarta-
hlýjan og góða viðmótið sem geislaði
frá henni.
Mér verður það ætíð minnisstætt,
er við hjónin heimsóttum hana á
sjúkrahúsið sl. haust, er Ríkisútvarp-
ið átti 60 ára afmælið. Hún Ijómaði
af gleði og þakklæti vegna þess að
Markús Örn Antonsson, útvarps-
stjóri, hafði þá á afmælisdegi út-
varpsins, sent henni fagra gjöf og
kort sem á var ritað faileg kveðja
frá samstarfsfólki. Þar sannaðist að
orð skáldkonungs okkar, Einars
Benediktssonar, eru sönn:
Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Hún sagði „mikið gleður það mig
að það man eftir mér fólkið".
Én hver getur gleymt Auði?
Eins og ég gat um var Auður einn
allra besti heimilisvinur okkar hjón-
anna og vinátta hennar náði auðvitað
líka til barna okkar, svo og til barna-
barna. Við minnumst þess æ með
þakklæti, að Auður, þá orðin afar
sjúk, kom til okkar upp á þriðju hæð
til þess að líta á það hvernig Hildur
dóttir okkar og Jónas, maður henn-
ar, höfðu komið sér fyrir. Þetta gjörði
hún af kærleika miklu meira en
mætti, því þá studdist hún við tvær
hækjur. Hún fylgdist líka ávallt með
af athygli námi og starfi Ólafs, son-
ar okkar, og svo þegar dóttir okkar
eignaðist börn sín, var það ævinlega
það fyrsta sem hún spurði um er við
heimsóttum hana hvernig litla fólkið
á Hagamelnum hefði það. Þannig var
Auður, hún var ávallt fundvís og
minnug þess góða.
Þegar nú Auður er kvödd þökkum
við Erla henni af hjarta alla hennar
vináttu og tryggð við okkur, sem
aldrei verður metin sem vert er. Á
vináttu hennar og okkar bar aldrei
skugga, þar verður minningin heið •
og tær.
Þegar þessu mikla dauðastríði
Auðar er lokið, hvarflar hugur að
því hve stór og sterk hún var í þraut-
um sínum, ávallt hafði hún á reiðum
höndum gamanyrði hversu sárþjáð
sem hún var.
Auður fæddist að vori til, hún var
ætíð vorsins barn og nú deyr hún inn
í vorið, þegar sól hækkar og náttúr-
an færist í skrúða sinn.
Veri minning um Auði í raun lofi
betri.
Halldór Ólafsson
Sú fregn barst mér sl. mánudag
að æskuvinkona mín, Auður, væri
dáin. Að vísu voru þetta ekki óvænt
tíðindi því ég hafði heimsótt Auði
fyrir örfáum dögum og þá duldist
engum að hveiju færi en engu að
síður setur mann hljóðan við þessa
harmafregn. Hér er látin æskuvin-
kona og vinátta hennar svo samofin
æskuminningum mínum.
Auður Helga Óskarsdóttir var
fædd 26. mars 1931, dóttir hjónanna
Guðrúnar Sveinsdóttur og Óskars
Þórðarsonar, læknis í Reykjavík.
Auður ólst upp á einstöku rausnar-
og myndarheimili að Öldugötu 17.
Óskar, faðir hennar, var sonur síra
Þórðar Ólafssonar, prests og Maríu
ísaksdóttur að Söndum í Dýrafirði,
en Guðrún, móðir Auðar, var ættuð
úr Skagafirði, dóttir hjónanna Guð-
bjargar Jónsdóttur og Sveins Jónat-
anssonar, bónda á Hrauni á Skaga.
Var heimilið á Öldugötu 17 oft mjög
fjölmennt, systkinin Auður og Bent
og margar frænkur Guðrúnar sem
áttu þar heimili lengri og styttri tíma.
María, Malla, bróðurdóttir Guðrúnar,
var ein þeirra. Hún kom á heimili
Guðrúnar og Óskars árið 1934 og
átti þar heimili síðan.
Fyrstu minningar mínar tengjast
einmitt Auði en eldri systir mín,
Svana, var upphaflega besta vinkona
Auðar en ég, litla systir, fékk að
vera með og við áttum sannarlega
hamingjuríka æskudaga. Við geng-
um allar í Landakotsskólann og tún-
in, sem þá voru á Landakotshæð-
inni, vona leikvöllur okkar. Eitt sem
mér gleymist seint var hvað Óskar
og Guðrún tóku okkur systrunum
vel. Óskar, sem var starfandi barna-
læknir, átti bíl á þessum árum en
þá var bílaeign ekki eins algeng og
seinna varð. Sennilega hafa fáir bílar
verið eins vel nýttir. Það voru ófá
skipti sem við fengum að sitja í eins
og við kölluðum það. Einnig minnist
ég ferða í sumarbústað þeirra á Di-
granesi sem var nýbyggður þegar
hernám Breta hófst hér vorið 1940.
En bernskuárin iiðu. Auður og Svana
systir mín, gengu í Kvennaskólann
en ég í Menntaskólann. Þá skildu
leiðir um tíma en seinna endurnýjuð-
um við vináttu okkar og hélst það
alla tíð. Að námi loknu hóf Auður
störf á auglýsingadeild Ríkisútvaips-
ins og auglýsingastjóri Sjónvarpsins
var hún um árabil.
Heimilið á Öldugötu 17 var ein-
stakt. Óskar læknir var sérstakur
heimilisfaðir og þau hjónin samhent
um að skapa gleði og stemmningu
við hin ýmsu tækifæri enda var vina-
hópurinn stór. Minningar um
ánægjustundir flykkjast fram. Jóla-
boð hjá Auði þar sem heimilisfólkið
og gestir gengu kringum jólatréð og
sungu eða farið var í samkvæmis-
leiki.
Það voru einmitt bestu eiginleikar
þeirra hjóna sem Auður tók í arf,
glæsileika, gestrisni og reisn. Önnur
minning er fyrsta utanlandsferðin.
Við fórum þijár saman, Dúna Þor-
kels, Auður og ég. Það voru glaðar
og hressar stelpur sem upplifðum
„útlönd" í þessari ferð. Sigling með
Gullfossi til Kaupmannahafnar og
síðan ferðin til Amsterdam og París-
ar er ógleymanleg. í heimsókn í
Kaupmannahöfn og allri ferðinni var
Auður hrókur alls fagnaðar eins og
henni var vandi. Hafa ævintýri þess-
arar ferðar oft verið rifjuð upp á
góðum stundum.
Fyrstu búskaparár mín bjuggum
við hjónin á Ægisgötunni, bernsku-
stöðvum mínum, í næsta nágrenni
við heimili Auðar. Þá og alla tíð síðan
var Auður mikill aufúsugestur á tylli-
dögum fjölskyldu minnar. Eftir lát
Guðrúnar og Óskars fluttu Auður
og Malla, frænka hennar, á Kapla-
skjólsveg og þar stofnaði Auður sitt
glæsi- og rausnarheimili og verða
veislur og saumaklúbbar hennar okk-
ur vinkonunum minnisstæðar svo og
allar samverustundir okkar.
Auður átti 60 ára afmæli 26.
mars en þar sem ég var á förum til
útlanda lét ég verða af að heim-
sækja hana á Landspítalann áður en
ég fór og ennþá einu sinni lifði ég
reisn hennar þar sem hún sat um-
kringd vinum og ættingjum en fár-
sjúk. Síðasti fundur okkar Auðar var
svo fyrir örfáum dögum en þá var
hún á gjörgæslu en Malla frænka
hennar dvaldi hjá henni uns yfir lauk.
Auður er horfin en minningin um
góða vinkonu lifir.
Sigrún Magnúsdóttir
Með fáeinum orðum langar mig
að kveðja kæran vin og vinnufélaga,
Auði Óskarsdóttur, sem unnið hefur
hjá Ríkisútvarpinu um áratuga skeið.
Auður var kornung þegar hún hóf
störf og vann hún fyrstu árin á Inn-
heimtudeild, en frá stofnun Sjón-
varpsins vann hún sem auglýsinga-
stjóri þess, þar til að auglýsingadeild-
irnar sameinuðust þegar flutt var í
Utvarpshúsið við Efstaleiti.
Auður var sérstakur persónuleiki,
hún hafði mikla reisn og útgeislun
og var glæsileg og falleg kona, var
vinur vina sinna og gaf mikið af sér
til þeirra sem henni þótti vænt um,
hún var vinmörg og hennar nánustu
börn, börnin hans Bent, bróður henn-
ar, áttu þar góða og gjafmilda
frænku.
Auður hafði ekki gengið heil til
skógar sl. 15 ár en reyndi ávallt að
stunda vinnu sína og lét lítið á veik-
indum sínum bera. Það er sárt til
þess að hugsa að Auði skyidi ekki
auðnast að fá að dvelja í íbúð sinni,
sem hún og Malla frænka ætluðu
að eyða ævidögum sínum, en margt
fer öðruvísi en við ætlum. Það þykir
ekki hár aldur nú á tímum að ná 60
árum, en af þeim var hún starfsmað-
ur Ríkisútvarpsins rúm 40 ár.
Þegar við sem unnum með henni
seinustu árin, fengum andlátsfregn
hennar, söfnuðumst við saman í at-
hvarfi okkar, kveiktum á kertum og
minntumst hennar með hlýhug og
virðingu.
Ég votta aðstandendum hennar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Auðar Óskars-
dóttur.
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Auður Oskarsdóttir, fyrrverandi
auglýsingastjóri Sjónvarpsins, verð-
ur jarðsungin í dag. Ég kynntist
Auði fyrst fyrir fimm árum þegar
ég tók við sem auglýsingastjóri sam-
eiginlegrar auglýsingadeildar RUV.
Þá var Auður að minnka við sig vinnu
vegna langvarandi veikinda. Þrátt
fyrir erfið veikindi starfaði hún hjá
okkur á auglýsingadeild RÚV hluta
úr degi allt til síðastliðins sumars.
Það var án efa erfitt fyrir hana að
þurfa að hætta fullri vinnu á besta
aldri, en yfir því kvartaði hún aldr-
ei. Hún kom ætíð glöð til vinnu og
við hin vissum af kynnum við hana
að hamingjan gat haldist þrátt fyrir
erfið veikindi. Auður starfaði allan
sinn starfsferil hjá Ríkisútvarpinu,
alls rúmlega 40 ár. Fyrst starfaði
hún á innheimtudeild og var um tíma
innheimtustjóri, en þegar Sjónvarpið
tók til starfa 1966 var hún fyrsti
starfsmaður þess og var henni falið
það vandasama hlutverk að stjórna
auglýsingadeild Sjónvarpsins. Auður
fór til írlands að kynna sér rekstur
auglýsingadeildar hjá írska sjónvarp-
inu og sagði mér oft frá þeirri för,
og þar eins og svo víða annars stað-
ar urðu samstarfsmenn hennar góðir
vinir. Oft komu í heimsókn upp á
auglýsingadeild vinkonur sem höfðu
unnið undir stjórn Auðar á liðnum
árum, og það sama má segja um
viðskiptavinina. Margir þeirra hafa
sgat mér að ótrúlegt hafi verið hvern-
ig hægt var að hafa yfirsýn og taka
á móti pöntunum þegar sem mest
var að gera fyrir jólin í sjónvarpsaug-
lýsingum og engrar nútímatölvu-
tækni naut við, og þegar viðskipta-
vinum voru send jólakort fór Auður
út í búð og keypti jólakort og frímerki
fyrir sinn eigin pening. Auði hefði
án efa ekki grunað þegar hún hóf
störf hjá auglýsingadeild Sjónvarps-
ins fyrir 25 árum þvílíkum snjóbolta
hún var að rúlla af stað. Er skemmst
frá því að segja að innan nokkurra
ára var þessi aukabúgrein farin að
vera verulegur tekjuhluti Sjónvarps-
ins, og þegar við sjáum allan þann
hundraða fólks sem vinnur á ein-
hvern hátt við sjónvarpsauglýsingar
verður okkur Ijóst að hið hljóðláta
starf Auðar var ómetanlegt bæði
fyrir Sjónvarpið og þróun auglýs-
ingaiðnaðar á Islandi. Við samstarfs-
fólk á auglýsingadeild RÚV kveðjum
í dag góðan vin og sendum ættingj-
um hennar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Starfsfólk auglýsingadeild-
arRÚV,
Helgi S. Helgason.
Fleiri greinar um Auði
Helgu munu birtast
næstu daga
★ Pitney Bowes
Frímerkjavélar og stlmpilvélar
Vélar til póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Kaupmenn,
innkaupastjórar
SÓL-
GLERAUGU
Ótrúlegt úrval
af dömu-, herra-,
unglinga- og
barnasólgleraugum.
Einnig skíðasólgleraugu.
Frábært verð
HOLLENSKA
VERSLUN ARFÉLAGID
Borgartúni 18
Simi 6188 99 Fax 62 63 55
45
SYLVANIA
HEILDSÖLUDREIFING
Rafkaup
ÁRMÚLA 24, RVÍK.
S í M I : 6 8 1 5 7 4
STERKIR
ÞÆGILEGIR
FALLEGIR
Útsölustaðir:
Fjarðarkaup, Hafnarfirði
Kaupstaður Mjódd, Reykiavík
Mikligarður v/Sund, Reykjavík
Skagaver, Akranesi
Borgarsport, Borgarnesi
Bjarnabúð, Tálknafirði
KEA Vöruhús, Akureyri
Skóbúð Húsavíkur, Húsavík
Verslunarfél. Austurlands,
Egilsstöðum
Vöruhús K.Á./,Selfossi
Samkaup, Keflavík
Útilíf,Glæsibæ, Reykjavík
ÖRKIN 1070-11