Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 47 Valgerður Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 7. september 1906 Dáin 21. apríl 1991 Amma okkar, Valgerður Guð- mundsdóttir, er látin. Hún lést í Borgarspítalanum eftir erfið veik- indi síðustu mánuðina. Amma Vala, eins og við bræðurn- ir kölluðum hana, fæddist í Reykja- vík 7. september 1906. Hún var elsta barn hjónanna Kristínar Þórð- ardóttur, ættaðri af Hvalfjarð- arströnd Og Guðmundar Sæmunds- sonar úr Kjósinni. Alls urðu systkin- in fimm og er nú aðeins yngsta systirin á lífi. Góð efni í upphafi entust ekki fjölskyldunni, og var oft þröngt í búi í uppvextinum, en samheldni systkinanna og gott heilsufar skap- aði hamingjuríka æsku. Föst skóla- ganga ömmu náði litlu lengra en til barnaskólans, en af áhuga reyndi hún þó að bæta meiru við. Hún var mjög handlagin og náði góðum tök- um á handavinnu af margvíslegu tagi. Ýmis störf stundaði hún á yngri árum, en húsmóðurstörfin urðu að- alævistarfið eftir að amma giftist afa, Kristni Valdimarssyni, 12. maí 1928. Hjónaband þeirra var ein- staklega farsælt og samheldnin mikil. Vitnaði hún oft til afa við okkur bræðurna, en hann lést fyrir nær aldarfjórðungi. Lengst af bjuggu þau á Ásvallagötunni, en tvo mánuði vantaði upp á að afi gæti flutt á Reynimelinn, þar sem þau reistu hús ásamt einkasyni sín- um og föður okkar. í þessu húsi, þar sem amma bjó á neðri hæðinni, ólumst við bræð- urnir upp. Hún var vakin og sofin yfír velferð okkar og passaði okkur þegar á þurfti að halda. Sérstaklega Fæddur 28. mars 1891 Dáinn 23. apríl 1991 Óvíða finnst á íslandi fjölskrúð- ugri og fegurri staður en Þingvalla- sveit — og er vatnið sjálft ekki sísta djásnið. Á þessum árstíma, þegar vetur konungur er á förum og vor- blíðan að færast yfir, er fallegt um að litast á Ölfusvatni í Grafningi. Þannig var það eflaust einnig fyrir réttum 100 árum, þegar Sæmundur Gíslason, föðurbróðir okkar, leit þar fyrst dagsins ljós. Sæmundur fæddist 28. mars 1891. Foreldrar hans voru Gísli Þórðarson og Guðlaug Þorsteins- dóttir, sem þá bjuggu á Ölfusvatni. Gísli var soniir hjónanna Þórðar Gíslasonar og Sigríðar Gísladóttur, er bjuggu á Úlfljótsvatni. Guðlaug var dóttir hjónanna Þorsteins Þor- steinssonar í Tungu og Sigríðar Þorgilsdóttir. Albróðir Sæmundar var Guðmundur, kennari og síðar skólastjóri, fæddur á Ölfusvatni árið 1900. Hálfbróðir þeirra, sam- feðra, var Þórður, fæddur árið 1877. Sæmundur stundaði búskap og almenn sveitastörf fram til ársins 1944, er hann flutti til Hafnarfjarð- ar ásamt móður sinni og bjó hann þar alla tíð síðan, lengst af við störf hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Sam- býliskona Sæmundar frá árinu 1952 var Aðalheiður Ólafsdóttir. Einkenndist sambúð þeirra af gagn- kvæmri ástúð og umhyggju. Aðal- heiður dvelst nú á Sólvangi. Hafa þau Sæmundur notið þar einstak- lega góðrar aðhlynningar, sem vert er að þakka. Þegar Sæmundur hélt upp á 100 ára afmæli sitt á skírdag með vinum og vandamönnum og starfsfólki Sólvangs var bjart yfir honum, þar sem hann sat spariklæddur við gluggann í sólskininu. Svo til fram var henni umhugað um að fræða okkur. Fyrst var það sögu- og vísna- lestur, en strax og hægt var að ná einhverjum árangri var bandprjónn- inn tekinn fram og hófst þá lestrar- kennslan. Síðar tók við kvæðalær- dómur og jafnvel vísnagerð, en einnig var oft spilað á spil eða tek- ið til við aðra dægrastyttingu. Aldr- ei skorti þolinmæði eða hvatningu, svo sem þegar við áttum að fara í spilatíma. Aldrei vorum við einir í húsinu, þótt pabbi og mamma væru í vinnu eða brygðu sér af bæ. Við nutum þess í ríkum mæli að eiga ömmu af gamla skólanum og ekki var að heyra annað en að hún væri ánægð með sitt hlutskipti. Amma var jafnlynd, vinaföst og vinamörg og til hennar komu marg- ir vinir og ættingjar. Þótt hún væri hæglát var hún stundum ótrúlega fljót að kynnast nýju fólki og með- al vinanna voru sumir, sem höfðu á árum áður leigt hjá henni á Ás- vallagötunni, þegar fólk bjó þrengra og samskiptin voru að því leyti nánari. Garðinn sinn ræktaði hún af sömu natni og vináttuna og vorum við bræðurnir þar bæði áhorfendur og þátttakendur. En svo brugðum við okkur með henni í búðir eða í strætó niður í bæ. Hversdagsleikinn getur verið ævintýralegur fyrir unga drengi. Amma fylgdist vel með fréttum og umræðum, en var þó ekki upp- numin af hraða nútímans. En hún lét þróunina þó ekki fram hjá sér fara og tók að ferðast eftir miðja öldina. Þar á meðal langa ferð með afa, ferðir með systur sinni, margar ferðir með pabba og mömmu og nokkrar með gamla fólkinu á sólar- strönd. á síðasta dag hafði hann fótavist. Langri ævi er nú lokið. Sæmundur var einstakt prúð- menni og ljúfmennska einkenndi framkomu hans. Samt vissum við að hann var fastur fyrir í skoðun- um, m.a. á þjóðmálum, og hvikaði aldrei frá þeim. Hann var fróður um margt, ekki síst ömefni í sveit sinni, og íslendingasögur voru hon- um frá unga aldri hugleiknar. Sæmundur upplifði margt á langri ævi. Hann sá þjóð sína sækja fram frá fátækt til velmegunar. Sjálfur lagði hann gjörva hönd á plóginn, en hann vann störf sín í kyrrþey eins og þúsundir annarra íslendinga og gerði ekki miklar kröfur. Saga Sæmundar er hundrað ára saga íslensku þjóðarinnar. Af þeirri sögu getum við mikið lært. Amma fylgdist grannt með bygg- ingaráformum Samtaka aldraðra og hugsaði sér að eyða ævikvöldinu í þjónustuíbúð, þegar heilsan færi að gefa sig. Því keypti hún sér íbúð í Bólstaðarhlíð 41, en langaði að komast aftur í Vesturbæinn og þeg- ar samtökin reistu stórhýsi við Áfla- granda 40 flutti hún þangað. Amma átti þó sinn fasta sess á Reynimeln- um eftir sem áður. Á Aflagrandanum bjó hún vel um sig, en góðu dögunum fækk- aði. Heilsan tók að bresta. Að vísu hafði amma orðið fyrirýmsum áföll- um á lífsleiðinni, en alltaf náð heils- unni aftur, enda skorti ekki vilja- styrkinn. En nú var henni brugðið. í hönd fór erfiður tími. Seinustu jól voi-u hennar síðustu með okkur en þá tók spítalavistin við. Þegar við nú kveðjum ömmu Völu þökkum við henni innilega alla hjálpina og ástúðina í okkar garð, sem við höf- um notið í svo ríkum mæli og biðj- um henni guðsblessunar. Kristinn og Stefán Ingi Við kveðjum elskulegan föður- bróður og biðjum Guð að blessa minningu hans. Guðlaug Edda og Inga Lára Guðmundsdætur. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, KRISTÓLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Baldursgötu 26, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 10.30. Jarðsett verður í Setbergskirkjugarði sama dag. Pétur H. Karlsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför RAGNARS RUNÓLFSSONAR, Bólstað, Guð þlessi ykkur öll. Eyrarbakka. Lilja Sigurðardóttir, Emil Ragnarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Sæmundur Gísla- son - Minning + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA ÞORSTEINSDÓTTIR, Þverholti 2, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 26. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Zóphanías Baldvinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÓLAFSSON, Langholtsvegi 18, er lést 20. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 13.30. Ágústa Jónsdóttir, Jón B. Kjartansson, Jóhann Ó. Kjartansson, Erla S. Kjartansdóttir, Kristján Þórarinsson, Brynja Kjartansdóttir, Oddur Kjartansson og dótturbörn. + Útför INGU SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Efstalandi 4, sem lést þann 19. apríl, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 30. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag vangefinna. Sverrir Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Svanhildur L. Gunnarsdóttir, Gunnar H. Gunnarsson, Inga K. Gunnarsdóttir, John Henrikson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir minn, SVEINN PÁLSSON fyrrverandi menntaskólakennari, andaðist 18. apríl. Útför hans hefur verið gerð í kyrrþey. Helena Pálsdóttir, Páll Sveinsson, Kári Pétur Sveinsson, Frans Jósef Sveinsson, Gunnar Páll Sveinsson, Karl Ágúst Sveinsson, Páll Pálsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU EIRNÝ SIGURJÓNSDÓTTUR (GÚNDU), Gránufélagsgötu 53, Akureyri. Sérstakar þakkir til læknis og starfsfólks sjúkradeildar A, Hjúkr- unarheimilinu Hlíð. Þórey Stefánsdóttir, Rafn Stefánsson, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA ÓLAFSSONAR bakarameistara. Sérstakar þakkir færum við Samtökum bakara, Landssambandi iðnaðarmanna og Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir að heiðra minningu hans. Kristín Einarsdóttir, Anna Gísladóttir, Einar Ó. Gíslason, Friðgerður Samúelsdóttir, Erlingur Gíslason, Brynja Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.