Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 55
55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
Sumarsala á listaverkum:
Leikskólarnir á Sauð-
árkróki fagna sumri
Sauðárkróki.
í TILEFNI af komu sumars, buðu leikskólarnir á Sauðárkróki, Glað-
heimar og Furukot, til sölusýningar á verkum nemenda sinna. Var
sýningin haldin í húsnæði Gagnfræðaskólans á sumardaginn fyrsta
og stóð frá kl. 13-15.
Aðsókn var mjög góð og sögðu
forstöðukonur leikskólanna, Helga
Sigurbjörnsdóttir í Glaðheimum og
LindaiHlín Sigurbjörnsdóttir í Furu-
koti, að_ þessi sölusýning sem nú
er haldin í fyrsta sinn, verði
tvímælalaust árviss viðburður, enda
hefðu allir sem komu lýst sérstakri
ánægju með þetta og mikið af
myndverkunum hefði selst.
Gestir þessa tvo tíma sem sýning-
in stóð, voru á milli 3 og 4 hundruð
og á meðan hinir fullorðnu skoðuðu
myndirnar og fengu sér kaffisopa,
lék yngri kynslóðin sér í þrauta-
brautum sem komið var upp á opnu
svæði við hlið sýningaraðstöðunnar.
Þá voru þar einnig ýmis áhöld
til allskonar listsköpunar, og voru
verkin sem unnin voru hengd upp
jafnharðan.
Þær Helga og Linda Hlín sögðu
að vérkin sem seld voi-u hefðu kost-
að frá kr. 50-200 og mundu þeir
peningar sem með þessu móti söfn-
uðust verða notaðir til kaupa á
ýmsum þeim tækjum til leikskól-
anna sem ekki yrðu keyptir fyrir
það fé sem skólarnir hefðu á fjár-
hagsáætlun.
- BB.
Skrúðgangan í Stykkisliólmi á sumardaginn fyrsta.
Stykkishólmur:
Morgunblaðið/Árni Helgason
Kuldalegt á sumardagimi fyrsta
Stykkishólmi.
ÞAÐ VAR ekki beinlínis sumarlegt eða góðlegt um að litast þegar
Hólmarar komu út á fimmtudag og varla að menn myndu eftir að
óska hver öðrum gleðilegs sumars. Frostið yfir 3 stig, kuldagjóstur
lagði af hafinu og beit kinnarnar. Fjöllin að handan hvít oní rætur og
blessaðar tijágreinarnar skjálfandi og berar. Skrúðgarðurinn var held-
ur dapur í bragði og ekki hægt að segja að hann biði með brosandi
útréttan faðminn.
Sumardagurinn fyrsti var að venju
haldinn hátíðlegur hér í Stykkis-
hólmi. Safnast var saman niður við
höfnina kl. 10.30 þar sem böm og
foreldrar gengu í skrúðgöngu með
íslenska fánann í fararbroddi um
Austurgötu og Skúlagötu til kirkju
og var engan kulda að sjá í fasi fólks-
ins. Þarna voru allar árgerðir af
fólki, allt frá börnum í barnavagni,
sem mættu vel, og í aldraða borgara.
í kirkjunni var svo fjölskyldumessa
25 hús í Reykjavík friðuð
AÐ TILLÖGU Húsfriðunar-
nefndar hefur menntamálaráð-
herra, með samþykki borgar-
ráðs, ákveðið að friða 25 hús-
eignir í Reykjavík. Þá hefur ráð-
herra að tillögu nefndarinnar'
ákveðið að friða Gamla íbúðarhú-
sið í Ögri, Norður- ísafjarðar-
sýslu. Tekur friðunin til alls húss-
ins, utan sem innan.
Friðun fimm húseigna í
Reykjavík nær lengar en til friðun-
ar að utan og eru það húsin við
Austurstræti 9, þar sem loftskreyt-
ing á 1. hæð er einnig friðuð, Aust-
urstræti 11, en þar eru upprunaleg:
ar innréttingar einnig friðaðar. í
Austurstræti 16, nær friðunin einn-
ig til innréttinga í apóteki og í stiga-
gangur að sunnan. Pósthússtræti
2, er friðað að utan og að auki af-
greiðslusalur á 2. hæð. Þá er Vonar-
stræti 3, Iðnó friðað að innra skipu-
lagi.
Húseignir sem eingöngu eru frið-
aðar að utan eru, Pósthússtræti 3,
og 5, Hafnarstræti 1 til 3 og Hafn-
arstræti 16, Kirkjutorg 6, Lækjar-
gata 10 og Aðalstræti 16.
Við Tjarnargötu eru húseignirnar
númer 18, 22, 24, 26, 28, og 32
friðaðar að utan og Skálholtsstígur
1, 6 og 7. Einnig Öldugata 23,
Túngata 18, Landakotsskóli við
Túngötu og Skólavörðustígur 35.
þar sem sóknarpresturinn, séra Gísli
Kolbeins, predikaði og kirkjukórinn
söng.
Eftir hádegi voru svo ýmsar íþrótt-
ir eins og venjulegt er enda hafa
íþróttir færst í aukana við tilkomu
þessa góða íþróttahúss sem nú er
hér risið.
Nú þegar þessi vetur kveður er
ómögulegt að segja annað en hann
hafi farið mildum höndum um okk-,
ur. Það hefur ekki oft verið ófært
um Kerlingaskarðið og Vegagerðin
sloppið merkilega vel við snjómokst-
urinn. En einkennilegt hefur veðrið
verið. Skipst svo oft á kulda og
hlýju, rigningu og snjó og oft ekki
langt á milli. Fréttaritari hefur t.d.
aðeins einu sinni eftir áramót þurft
að moka frá bílskúrnum sínum og
eru það tíðindi út af fyrir sig.
En nú eru allir að búa sig undir
ferðamannabransann. Hótelið
stífpantað, Eyjaferðir eins, og far-
fuglaheimilið svo nokkuð sé nefnt4
og gildir nú að afpantanir verði ekki
margar. Það fer því að verða aðalat-
vinnuvegur okkar um stimarið að
horfa til ferðamanna og er ekki nema
gott eitt um það að segja, svo langt
sem það nær. . .
- Arni
Reykhólasveit:
Nýtt merki
fyrir Reyk-
hólahrepp
Miðhúsum, Reykhólasveit.
HREPPSNEFND Reykhóla-
hrepps hefur valið hreppn-
um merki, eftir mikla sam-
keppni. Þátttakendur í
keppninni skiptu mörgum
tugum.
Veitt voru þrenn vejðlaun
og hlaut 1. verðlaun Ásberg
Hlynur Sigurgeirsson, Hjöllum
í Patreksfirði, 2. verðlaun
hlutu saman Jóhannes B. Jó-
hannsson, Höfða, Akureyri, og
Magnús Jónsson, Tjarnarlandi
8, Akureyri. Einnig hlaut verð-
laun Magnús B. Óskarsson,
Drápuhlíð 24, Reykjavík, og
Nemendaráð Reykhólaskóla,
en fjöldi nemenda sendi teikn-
ingar í keppnina.
- Sveinn
LANG ÓDYRASTA PYLSAN
Nú eru Búrfellspylsurnar á sértilboði og kosta
einungis 474 kr. kg. Það býður enginn ódýrari pylsur.
Lækkaðu matarreikning fjölskyldunnar og kauptu
Búrfellspylsur á sértilboði.