Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 7
Hafsteinn og Þorgeir bróðir hans með hausinn af spjótfiskinum, sem Hafsteinn veiddi sér til matar. Hafsteinn á mat til að minnsta kosti eins árs, enda fór hann vel útbúinn í hnattsiglinguna. Sokkar og önnur plögg voru hengd til þerris í rekkverkinu. Hafsteinn er ógiftur og barnlaus og segir reyndar að það sé ekki fyr- ir fjölskyldumenn að fara í siglingu eins og hann á nú að baki. „Eg hef aldrei tekið á mig þá ábyrgð að stofna fjölskyldu. Ég hef alla tíð verið í störfum, sem ekki eru bjóð- andi konu og börnum. Ef ég hefði búið áfram á íslandi hefði ég haldið áfram að berjast við kerfið og 60 feta skútu hefði ég örugglega ekki smíðað í hjáverkum á Islandi. Þar er hugsunarhátturinn allt annar en hér í Noregi, hraðinn og stressið meira." Hafsteinn er stakur reglumaður á vín og tóbak. „Tóbak hef ég aldrei þurft og sem ungur maður fann ég út, að ég væri nógu vitlaus án þess að setja áfengi inn fyrir mínar varir.“ Notaði 50 lítra af hráolíu allan hringinn Hafsteinn undirbjó sig af kost- gæfni fyrir hnattsiglinguna. Hann las sér vel til um veður og aðstæður á leiðinni sem hann ætlaði sér að sigla og keypti mat sem átti að duga til tveggja ára útiveru. Hann keypti kjöt og ávexti í dósum, þurrmeti eins og kex og brauðmat og mik- ið af rúsínum og ávaxtasafa svo það helsta sé nefnt. Samtals kostuðu matföng- in 330 þúsund krónur íslenzkar og þar sem ferðin tók „aðeins" um átta mánuði á Hafsteinn mat- föng til meira en eins árs. Þó Hafsteinn keypti kost til tveggja ára reiknaði hann með að ferðin sjálf gæti tekið um eitt ár, um- frambirðgðirnar voru til að tryggja að vistir væru nógar ef hann lenti í miklum töf- um eða erfiðleik- um í því einskis manns landi, sem siglingin sunnan við Astralíu og Nýja Sjáland raunverulega er. Öryggisins vegna keypti hann líka um 1.000 lítra af hrá- olíu á vélina, en notaði hana eins lítið og framast var kostur. Nánast aðeins inn og út úr höfnum í Englandi og Noregi og við björgunina við Hornhöfða. Olíueyðslan var því með ólíkindum lítil, aðeins um 50 lítrar allan túr- inn. Raforku fékk Hafsteinn að mestu með því að nota litla vind- myllu og sólarrafhlöðu sem hann hafði um borð. 30 dagar urðu bara einn áfangi Meðalhraði Eldingar á hnattsigl- ingunni var rúmlega 100 mílur á sólarhring og best fannst Hafsteini að sigla á um 6 mílna hraða. Blaða- maður gerir sér í hugarlund að í hnattsiglingu reki hvert ævintýrið annað, en hvernig lýsir Hafsteinn ferðalaginu. „Það er alítaf eitthvað til að horfa fram til. Þegar ég fór frá Noregi og sigldi niður Norðursjóinn var ég þegar farinnn að huga að næsta áfanga. Fljótlega fór ég að hugsa öðru vísi heldur en daglaunamaður í landi. Ég skipti leiðinni upp í áfanga og 30 daga sigling á milli punkta varð alls ekki eins og heill mánuður f landi. Bara 30 dagar og einn áfang- inn enn að baki. Lífið um borð fellur í fastar skorð- ur. Þú spáir í kort og veður, eldar mat, heldur dagbók og tekur fréttir norska útvarpsins á ákveðnum tíma. Ef þú missir af einum fréttatíma nærðu bara þeim næsta. Ef allt er í lagi er ekki svo mikið að gera, en svo þarf að skipta um stög, huga að vélinni og sauma segl, en einn gangur af seglum gaf sig í ferðinni. I gegnum Kyrrabeltið við Afríku var ég 14 daga og fór þá ekki nema 30-40 mílur á sólarhring. Þarna var blankalogn lengstum, en svo allt í einu gerði hitabeltisstorm, sem stóð yfírleitt í um 15 mínútur. Maður sá strókinn koma meðan bjart var á daginn og gat undirbúið sig fyrir hvellinn. A nóttunni vissi maður hins vegar ekkert fyrr en skotið kom og báturinn lá allt í einu kylliflatur. Þetta voru slík veður að óhugsandi var að nota þau til að sigla. Þarna var ég að dóla mér í heilan mánuð og hagaði mér eins og frum- maðurinn þennan tíma. Leyfði mér að vera nakinn um borð, enda ekki skip að sjá dögum saman. Einn dag- inn veitti ég torfu spjótfíska athygli og náði að húkka einn á pilk, meira en tveggja metra flykki. Ég steikti hann og reyndi að borða, en viður- kenni að ég er lélegur kokkur og fiskurinn, sem þó líktist meira kjöti en físki, var hreinlega vondur. Það segir þó meira um mig en hráefnið. Aldrei hræddur, aldrei einmana Góðrarvonarhöfða hafði ég heilar 200 mílur fyrir norðan mig þegar ég fór þar fyrir. Vindur var mjög hagstæður og ég notaði hann til að fara niður á 40.-43. gráðu og sigldi á þeim breiddargráðum til Nýja Sjálands. Fyrir Horn fór ég síðan á 56. gráðu. Það er .mikilvægt að vera sæmilega klár í siglinga- fræðum og án aðstoðar sigl- ingatækja og gervihnatta hefði þetta verið erfíð- ara. Við Suður- skautslandið var misvísunin til dæmis heilar 50 gráður. Langt suður af Góðrarvonar- höfða hreppti ég fárviðri og þegar veðrinu slotaði kom í ljós að framstagið hafði gefíð sig. Ég lensaði því og á rólegri siglingu fór ég upp í mastrið með ör- yggisól um mig miðjan og gat gert við til bráða- birgða.“ — Aldrei hræddur? „Til hvers? Ég þekki sjálfan mig og bátinn og við treystuni hvor öðrum. Ég viðurkenni að það gekk talsvert á þegar ég var þarna uppi í mastrinu 22 metrum ofan við bátinn og sveiflaðist á bæði borð yfir öldutoppunum langt út fyrir skipið." — Aldrei einmana? „Aldrei.“ Hafsteinn hafði með sér þijá ganga af stögum til að skipta um ef vírar gæfu sig, en 18 þræðir eru í hveijum vír. Fyrst þegar hann varð var við að einn þráður hafði gefíð sig í aðalstögunum skipti hann um þau öll. Hann ákvað aðeins að spara þau er hann næst varð var við að þræðir voru farnir að slitna og skipti ekki um fyrr en fjórir þræðir voru farnir. Enn sparaði hann er næsta áhlaup gerði og nú var ekki skipt um stög fyrr en sex þræðir voru farnir í stögunum. Loks varð hann að grípa til staganna, sem hann hafði skipt út með einn þráð slitinn og þegar upp var staðið hafði hann notað alla víra þrisvar sinnum. Ekki dugði það til því á endanum notað- ist hann við víra úr rekkverkinu um borð. Við Azoreyjar voru allir vírar uppumir. Á stundum hugleiddi hann að gefast upp þar sem skortur var orðinn á stögum og ekki mátti mik- ið bjáta á til að hann lenti í erfiðleik- um. Þá hugsaði hann sem svo, að ef hann kæmist næsta áfanga gæti hann séð til. Þegar það gekk fram- lengdi hann ferðina um einn áfang- ann enn þar til takmarkinu var náð. í Southampton fékk hann nýja víra og telst því hafa lokið hnattsigl- ingunni við bauju utan við South- ampton því þar fékk hann aðstoð. Yfír Norðursjóinn treysti hann sér ekki með trosnuð og slitin stög. Löngu fyrr, eða norðan við Azoreyj- ar hafði hann þó farið yfír alla lengdarbaugana og hafði því í raun lokið hnattsiglingunni þar. Hafsteinn reyndi að forðast álag á mastur, segl og stög. Hann miðaði við að sigla á sem næst sex mílna hraða og ef hraðinn nálgaðrst 10 mílur fækkaði hann einfaldlega segl- um til að minnka álagið. Hann viður- kennir þó að í Suðurhafinu hafi hann mest siglt á 18 mílna ferð svo söng í rð og reiða. Talið er að um 100 siglarar hafí lagt upp í ferð í kringum hnöttinn eins og Hafsteinn. Markmið þeirra allra hefur verið að sigrast á þess- ari erfiðu raun án þess að fara nokk- urn tímann í land og án þess að þiggja nokkurn tímann aðstoð. „Non-stop“ kalla siglarar svona ferðir. Fæstum hefur tekizt þetta ætlunarverk sitt, margir hafa hætt, aðrir þegið aðstoð eða farið í land. Til margra hefur ekkert spurzt frá því að þeir þeir lögðu af stað. Samkvæmt upplýsingum frá Eng- landi telja „sigurvegararnir" um tvo tugi manna. Hafsteinn er í þeim hópi. Hann hafði aðeins þrisvar sinn- um samband við norsk flutningaskip og bað skipveija um að koma skila- boðum til ættingja um að ekkert amaði að um borð í Eldingunni. Sá fyrsti sem sigldi einn síns liðs kringum hnöttinn án hjálpar og án þess að taka land var Englendingur- inn Robin Cnox Johnston árin 1968-69. Síðan sigldu aðeins örfáir Bretar þessa leið á næstu 20 árum, en 1989-90 náðu 14 Frakkar þessum árangri í heimskeppni siglinga- manna („Globe Challenge Race“). Samkvæmt upplýsingum Sir Peter Johnson í Lymington í Englandi, sem er sérfræðingur um siglingar og hefur skrifað margar bækur um efnið, á Frakkinn Titouan Lamazou metið í hnattsiglingu af þessum toga, og er það 109 dagar. Haf- steinn er því ekki aðeins fyrstur Norðurlandabúa til að sigla þessa leið, heldur eini maðurinn utan Eng- lands og Frakklands. Loksins tókst mér að ná þeim Bein samskipti við annað fólk í hnattsiglingu eru einfaldlega ekki viðurkennd af siglingamönnum nema um björgunarstörf sé að ræða. Þetta ákvæði gæti hafa verið samið beinlínis fyrir Hafstein Jóhannsson, sem veitti þýzku fólki aðstoð á eftir- minnilegan hátt. „Ég leitaði vars inni á vogi norðan við Hornhöfða þar sem útlit var fyr- ir vitlaust veður og loftvogin hafði fallið hressilega. Þetta var í byijun febrúar og vélin hafði aðeins losnað hjá mér í hristingnum og eitt stag gefíð sig þannig að ég þurfti að dytta að ýmsu um borð. Þarna hitti ég þýzk hjón, sem höfðu verið í sigl- ingum á 24 feta skútu í sex ár. Þegar veðrið skall á urðu þau fyrir því óhappi að missa legufærin og fengu auk þess tóg í skrúfu bátsins. Þau rak stjómlaust út úr voginum og stefndu á grynningar fyrir utan. Veðrið var orðið ofboðslegt, en ekki var um annað að ræða en að fara á eftir þeim. Ég sigldi hvað eftir annað fram hjá þeim og veit ekki hve oft ég reyndi að kasta til þeirra kaðli. Ég þurfti að stýra skútunni og forðast grynningarnar sjálfur. Loksins tókst mér að ná þeim í tog og koma þeim í var á ný, en það mátti ekki tæpara standa. Ég sá ekki bát Þjóðveijanna fyrir hvítfyss- andi öldunum þegar ég sigldi inn á voginn aftur. Það var stórkostleg tilviljun að vera þarna nákvæmlega á þessu augnabliki og geta hjálpað þessu fólki.“ Á siglingunni hreppti Hafsteinn 15 sinnum storm, en samkvæmt skilgreiningu er það meira en 9 vind- stig eða 44 hnútar. Fárvirðri er 12 vindstig eða 64 hnútar og meira. I einu slíku óveðri, suður af Ástralíu, lagðist báturinn á hliðina svo mastr- ið nam við sjóinn, en Eldingin sann- aði hæfni sína og var komin á réttan kjöl sekúndum síðar. í þessum látum gaf rammgert rekkverkið sig á stjórnborða. „Þegar veðrið var sem verst var ég niðri og lét sjálfstýringuna sjá um siglinguna. Það var skárra held- ur en að ég væri á kafi í sjóum uppi á dekki eða farinn fyrir borð.“ Þrisvar sinnum kafaði Hafsteinn í siglingunni til að skafa botngróður af bátnum. Þetta var sérstaklega slæmt í Þanghafinu og Indlands- hafí, heilu flekkirnir sem tók daga að sigla í gegnum, og einu sinni var gróðurinn kominn fyrir hraðamælis- nemann svo hann virkaði ekki.“ Eins og sagði í upphafi styttu ýmis dýr sjávarins Hafsteini stundir, en þau voru þó vægast sagt misjöfn. „Hvali sá ég langa hluta leiðarinn- ar, lifandi tignarleg dýr, sem gaman var að fylgjast með, en einnig dauð og illa lyktandi 20-30 tonna flykki, sem voru stórhættuleg litlum báti. Höfrungarnir voru bráðskemmtileg- ir er þeir léku listir sínar og mér líkaði vel við risastórar sæskjaldbök- umar. Þær ala allan sinn aldur í sjónum og eru ekkert að flýta sér, þannig að ég á margt sameiginlegt með þeim. Hákarlar eltu oft bátinn og það frussaði uggvænlega i sjón- um þegar bakugginn skar yfirborðið. Mér var hins vegar alveg sama um djöflaskötuna, sem fylgdi í kjölfarið um tíma, en sú getur orðið stór.“ Svona ferðalag ætti að banna Þegar Hafsteinn er spurður að því á bryggjunni í Egersund hvað hafí verið eftirminnilegast hefur hann ekki um það mörg orð. Segir aðeins að hann horfí aldrei til baka, nú sé þessari ferð lokið. Hann hafi unnið þessa glímu. Hann viti nú að hann geti siglt kringum hnöttinn og báturinn sem hajin smíðaði sjálfur hafí staðist átökin. Lífíð sé hins veg- ar stöðug áskorun og nú taki eitt- hvað annað við. „Ég er búinn að sanna að það er hægt fyrir lítt njenntaðan mann að hugsa og smíða bát upp á eigin spýt- ur. Að það er hægt fyrir mann með pungapróf að sigia samkvæmt sigl- ingafræðum hringinn í kringum hnöttinn. Að það er hægt fyrir venju- legan daglaunamann að fjármagna ' svona ferð án þess að hafa sérstakan fjárhagslegan bakhjarl. Slíkt vildi ég ekki því þá hefði ég tapað frels- inUj sem er mér svo dýrmætt. Ég segi þó hiklaust að svona ferðalag ætti að banna. Það getur enginn maður staðið nauðsynlegt útkikk 24 tíma á sólarhring og þó ég geti tæpast keyrt nokkum niður, sem gerir sér erindi á þessar slóðir, þá geta stóru flutningaskipin auð- veldlega siglt á bát eins og Eldingu í svartamyrkri án þess að verða þess vör. Þá hefði sá hinn sami, algjör- lega saklaús, haft líf á samvizkunni og það er ekki sanngjarnt að koma nokkrum manni í þá stöðu. Ég var hins vegar heppinn. Það koma ekki allir heim aftur.“ Viðtal: Ágúst Ingi Jónsson. Myndir: Olafur K. Magnússon. 2. A"/ /a3J ____________ tjóy §C_------------------------- Q£. ý&Oa? , ■ .__________________ Ji?— i J2 .A}OaL • í<ÍL>7 corok&c .__ T Þannig færði Hafsteinn í dagbók- ina og eins og sjá m á lýsir hann á látlausan hátt björgunarafrek- inu fyrir norðan Hornhöfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.