Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991
Gísli Benjamíns-
son - Minning
Fyrir um það bii 43 árum eða svo
byrjaði ég sem unglingur að snattast
og síðar leysa af í sumarfríum í
Smjörlíkinu — Afgreiðslu Smjörlíkis-
gerðanna og S.L.A. eins og fyrirtæk-
ið hét þá.
Þá, eins og nú, var hér hörkulið,
valinn maður í hveiju rúmi, mikið
um að vera og fjör í öllum deildum.
Stói’veldin niðri, Einar Þórðarson,
Bjarni Bjarnason og Einar Hjörleifs-
son, voru mjög ólíkir, höfðu ólíkan
stjórnunarstíl, eins og það heitir víst
á nútímamáli, en þeir höfðu þó eitt
sameiginlegt einkenni, brennandi
áhuga á vinnunni og að það, sem
gera þyrfti, skyldi gert og það strax.
Maður fór að sjálfsögðu varlega í
að nálgast stórveldin og hallaði sér
fremur að þeim, sem yngri voru.
Ég tók strax eftir ungum, frískum
manni í verksmiðjunni, röskum, hvik-
um á fæti og sí og æ á fullu, en
jafnan með spaugsyrði á vörum, enda
alltaf líf og fjör og hlátrasköll í kring-
um hann, bæði á gólfmu og á kaffi-
stofunni.
En, ég tók líka eftir því að þegar
þessi ungi maður sagði eitthvað um
vinnuna eða vinnutilhögun, að ég
tali nú ekki um einhveijar endurbæt-
ur á framleiðslunni, þá hlustuðu stór-
veldin þijú og fóru oftar en ekki að
ráðum hans.
Þetta var Gísli Benjamínsson.
Þarna kynntumst við fyrst. Hann
fullþroska karlmaður í blóma lífsins
og ég óharðnaður unglingur. Og
þessi kynni, sem þarna var stofnað
til, rofnuðu aldrei, fyrr en nú, þegar
hann var kallaður burtu yfir móðuna
miklu.
Þessum gömlu yfirmönnum
mínum hefur fækkað óðfluga, en ég
held að engan hafi órað fyrir því að
Gísli, svona eldhress og hraustur sem
hann var, yrði tekinn svona snemma
frá okkur.
Þó Gísli ynni hér ekki nema í nokk-
ur ár og það fyrir mörgum áratug-
um, litum við alltaf á hann sem einn
okkar og kom þar margt til.
Hann leit alltaf inn þegar hann
átti leið framhjá og var því eins og
heimagangur hérna og hér hitti hann
lífsförunaut sinn, Rósu, sem aldrei
brást honum og sem annaðist hann
með stakri umhyggjusemi og hlúði
að honum sem best hún gat, meðan
ógnvaldurinn var að vinna á honum.
Rósa vinnur hér enn af sama kappi
og fyrr og ég held ég fari rétt með
að árshátíðin í mars síðastliðnum var
fyrsta sameiginlega skemmtun
starfsfólksins, sem þau Gísli mættu
ekki á, síðan 1948.
Gísli var feiknalegur áhlaupamað-
ur til vinnu og bæði útsjónarsamur
svo af bar og ósérhlífinn. Afköstum
hans kynntist ég enn á ný af eigin
raun fyrir nokkrum árum, þegar ég
var handlangari hjá honum heima
hjá mér og það var á kvöldin, þegar
hann var búinn að vera tíu klukku-
stundir í múrverki.
Hann var líka einn af þeim fáu,
sem hljóta þá náðargjöf að allt lék
í höndunum á honum, pensill, múr-
skeið, hamar, sög, rörtöng, pípur og
plötur, plankar, flísar og veggfóður
beygðu sig fyrir vilja og höndum
Gísla.
Gísli var bráðvel gefinn, léttur í
lund og skemmtilegur, stríðinn nokk-
uð eins og vera ber, en alltaf þannig
að ekki sveið undan og engum sárn-
aði.
Minningarnar um áratuga
ánægjuleg samskipti, ýmis uppá-
tæki, sem enn er ekki hægt að segja
frá á prenti og trúnaði, sem aldrei
bar skugga á, streyma fram á skiln-
aðarstundu sem þesari og þá óskar
maður þess að geta fært klukkuna
aftur um nokkur ár, helst áratugi.
Við minnumst góðs drengs með
söknuði og þakklæti fyrir samfylgd-
ina og biðjum góðan Guð að styrkja
þig Rósa og börnin, bamabömin og
aðra aðstandendur í þeim erfiða tíma
saknaðar og tómleika sem í hönd fer.
Davíð Sch. Thorsteinsson
Mér þykir verst að ég gat ekki
kvatt afa áður en hann fór.
Ég gerði mér ekki grein fyrir því
að hann færi svona fljótt, og mig
hefði mikið langað til að sjá hann í
hinsta sinn, halda í hönd hans og
kveðja.
Ég vildi líka óska að við hefðum
hist oftar, en þess óska víst allir eft-
ir á þegar ekki meiri tími er til.
Afi var alltaf tilbúinn að koma og
flísaleggja, múra, hlaða glerveggi,
eða hvað sem var fyrir okkur systkin-
in, kom alltaf þegar við báðum hann
og hjálpaði okkur að standsetja híbýli
okkar og ég veit að það veitti honum
gleði og ánægju að gera það. Við
kynntumst honum betur á þessum
samverustundum.
Mér fannst afi Gísli alltaf svolítið
stríðinn, en alltaf glaður og skemmti-
legur. Hann var sívinnandi, alltaf
hjálpandi hinum og þessum, það átti
ekki við hann að sitja aðgerðalaus,
alltaf glaður við vinnu sína og naut
þess að sjá árangur hennar. Móðir
mín er haldin sama dugnaðinum,
einnig Dagný og Helga, og við Láru-
börn stærum okkur stundum af því
að við höfum erft dugnaðinn og
vinnugleðina frá, og við erum mjög
stolt af því að hafa átt þvílíkan dugn-
aðarfork fyrir afa og okkur öllum
gott fordæmi og veganesti í framt-
íðinni.
Ég hef reynt að gráta sem minnst.
Þeir segja það sem vita að það sé
verra. Það er best fyrir alla að sætta
sig við orðinn hlut. Helst hefði ég
viljað að afi yrði lengur á meðal
okkar en ég veit að honum líður vel
þar sem hann er, nú laus. við kvalir
og sjúkdóm, og eflaust getur hann
fylgst með okkur að ofan.
Guð geymi afa, hann var góður
maður, gerði sitt gagn hér á jörð.
Ég hlakka til að hitta hann þegar
minn tími kemur.
Guðlaug
Á morgun, mánudag, fer fram
útför Gísla Benjamínssonar, múrara,
tengdaföður míns, og langar mig að
minnast hans nokkrum orðum. Gísli
fæddist í Reykjavík 21. júní 1922.
Foreidrar hans voru hjónin Benj-
amín Gíslason, skipstjóri og stein-
smiður, og Margrét Sveinbjörnsdótt-
ir, búsett í Reykjavík.
Atvikin höguðu því svo að kona
mín, Dagný Olafía, og systur henn-
ar, Lára Margrét, gift Halldóri J.
Guðmundssyni, og Helga Jenný, gift
Sigurgeiri Siguijónssyni, dætur Gísla
heitins af fyrra hjónabandi, höfðu
lítil tækifæri til að kynnast föður
sínum með þeim hætti sem hefðbund-
inn er. Þær voru aðeins börn að_ aldri
þegar móðir þeirra, Guðlaug Ólafs-
dóttir, og Gísli skildu.
Með árunum jukust samskiptin,
ekki síst að frumkvæði elstu dóttur-
innar, Láru, og tel ég að sú þróun
hafí orðið' þeim systrum og honum
mikils virði. Gísli var dagfarsprúður
maður, lágvaxinn og grannur. Lét
ekki mikið yfir sér, fyrr en menn sáu
hann taka til hendi.
Einhver fyrstu kynni mín af Gísla
fólust í samtölum við gamlan vinnu-
félaga hans í múraraiðninni. Brást
það varla, þegar fundum okkar bar
saman, að hann léti í ljós einlæga
aðdáun á þessum einstaka manni,
sem Gísli tengdafaðir minn væri.
Gísla taldi hann feiknalega verklag-
inn og ókvíðinn til vinnu. Öll hans
verk væru mjög vel unnin og af rösk-
leika. Hann hefði drifið alla áfram
og haldið uppi góðum anda á vinnu-
stað. Gísli hefði verið ráðvandur og
heiðarlegur í samskiptum.
Á sínum yngri árum spilaði Gísli
knattspyrnu með Fram og varð Is-
landsmeistari með þeim árin 1946
og 1947. Hann þótti snöggur með
boltann.
Seinni kona Gísla var Ragnheiður
Rósa Eðvaldsdóttir, glæsileg kona
og sköruleg. Börn þeirra eru Eðvald
Einar, kvæntur Sigrúnu Jóhanns-
dóttur, og Andrea Ingibjörg, gift
Ólafi Jóhannessyni.
Ég bið Gísla heitnum Guðs bless-
unar.
Börnunum og Rósu votta ég sam-
hug minn.
Ragnar Tómasson
Á morgun verður til moldar borinn
tengdafaðir minn, Gísli Benjamíns-
son.
Hann var fæddur í Reykjavík 21.
júní 1922 en þar ól hann aldur sinn:
Einn af fimm börnum hjónanna Benj-
Dalur til framtíðar
Sajamklputíí
Lóðaúthlutanir í Kópavogi
Kópavogskaupstaður auglýsir eftirtaldar lóðir lausar til umsóknar
1. Raðhúsalóðir í Kópavogsdal
(austan íþróttavallar).
Um er að ræða 53 lóðir fyrir
tveggja hæða raðhús eða raðhús
með portbyggðu risi, til ein-
staklinga og/eða byggingaraðila.
Áætlaður grunnflötur allt að
130m2. Gert er ráð fyrir að hefja
megi byggingar- framkvæmdir í
ágúst 1991.
2. Lóðir fyrir 9 raðhús og 3 sam-
býlishús (þrjár hæðir) með 43
íbúðum sem verða byggingar-
hæfar í ágúst 1991.
3. Lóðir fyrir einbýlishús, parhús,
raðhús og sambylishús í Digranes-
hlíðum, byggingarhæfar í ágúst
1991
4. Sjávarlóð við Huldubraut,
byggingarhæf nú þegar.
Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar, svo og umsóknareyðublöð
liggja frammi á tæknideild Kópavogskaupstaðar að Fannborg 2, 3. hæð. Opið kl.
9:00 til 15:00. Umsóknum skal skila á sama stað fyrir 19. júní 1991.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
i