Morgunblaðið - 26.05.1991, Síða 21
- - - -áoi&i$röiiiÖö
H9
Brynhildur S. Einars-
dóttir - Minning
Fædd 5. apríl 1915
Dáin 15. maí 1991
Það er tregt tungu að hræra,
þegar sannir hollvinir hverfa okkur.
Þegar nálgaðist Hvítasunnuhátíð
lauk góð vinkona, Brynhildur Svala
Einarsdóttir, þungri og erfiðri veg-
ferð þessa lífs, og barðist við ofur-
efli, sem ekki varð sigrað.
Að Svölu stóðu sterkir stofnar,
þrekmenni til allra lífsrauna. Glæsi-
mennska og reisn einkenndi hennar
fólk. Sjálf bar Svala þessi sterku
skapgerðareinkenni með fágaðri
hógværð. Þó er einn þáttur sem
þéttastur var ofinn. Tónlistin, sem
var svo sterkur þáttur í lífi fjölskyld-
unnar, að hún varð eins konar fjör-
egg hennar. Gegnum þá list lágu
leiðir okkar Svölu saman, og varð
úr vinátta og skilningur til æviloka.
Sjálf bjó Svala og hennar fólk
alla tíð á Skálholtsstíg 2. Steinsnar
þaðan var sú eina tónlistarhöll, sem
byggð hefir verið yfir tónlist á okk-
ar landi, eða Hljómskálinn, sem við
nemendur kölluðum „Tónó við
Tjörnina". Leiðin var stutt en fjöl-
farin, stutt var milli skólans og
heimilis Svölu. Móðir hennar var
síveitandi, gestum og gangandi og
nutu margir góðs af, enda var hún
sönn „Dama“. Um þetta leyti var
Svala nýgift Sveinbirni Þorsteins-
syni, bráðmúsikölskum manni, með
undur fagra söngrödd og mjög list-
rænn í huga og höndum. Þau eign-
uðust 6 börn, tvö þau elstu misstu
þau ung. En fjórar dætur eiga þau
ogeru bamabörnin orðin 7, gullmol-
ar og gleðigjafar.
Elsta dóttirin Kristín er tón-
menntakennari og sér auk þess um
skipulag tónleikahalds sem er mikið
vandaverk. Guðrún er fornleifa-
fræðingur búsett í Bretlandi og
gefur deginum í dag vitneskju um
það sem var, og rennir stoðum und-
ir það sem við byggjum á í dag.
Unnur er lágfiðluleikari og býr í
Þýskalandi, og mun vera ein sú
færasta í þeirri grein þótt víða
væri leitað, enda eftirsótt af úrvals-
hópum.
Ég tilfæri hér smá atvik, sem er
mér minnisstætt. Svölu barst
snælda með lágfiðlusónötu eftir
Brahms leikna af Unni. Góðvinir
mættu á Skálholtsstíg 2. Þvílíkur
tónn og túlkun. Það glitraði tár á
hvarmi, og í lokin var löng þögn
og stór „fermata“. Svo magnþrung-
ið var augnablikið. Helga tvíbura-
systir Unnar átti alltaf hlýjan selló-
tón og hafa ýmsir notið tilsagnar
hennar í sellóleik. Svala mín var
aldrei málgefin en orðvör og áreið-
anleg. Eitt sinn barst talið að þeim
harmi að missa tvö fyrstu börnin,
ég hafði einmitt þreifað á þeirri
reynslu að missa tvö böm. Við
þögðum lengi en létum Lacrimosa
Mozarts hljóma inn í þögnina. Hann
sagði okkur allt, svona er tónlistin
græðir og mildar, við skildum hvor
aðra án orða. Lífið hefir sín tök á
okkar lífsferli og oft er okkur of-
raun að hemja hann. Mér kemur í
hug ljóð sem rúmar sanna lífsspeki.
Sorgin reisir hallir í hafdjúpi augna þinna
hafdjúpi hreinu og bláu, meðan hljóðlátt þú,
grætur
útlæg verður gleðin, sem áður þar bjó.
Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur.
Hannes Pétursson.
Allt á sinn tíma gleði og sorg,
með Sveinbirni tek ég af alhug þátt
í harmi hans og allra hans barna.
Hann var sá virkisveggur er vel við
studdi. Laufeyju sendi ég hjartans
samhug. Sá undirleikur sem ég
heyri enn, er dillandi hláturinn
hennar Guðnýjar (Bobbu) okkar
allra, sem ávallt gladdi mest á gleði-
stundum. Hjartans kveðjur.
Unnur Arnórsdóttir
Nylátin er hér í Reykjavík frú
Brynhildur Svala Einarsdóttir til
heimilis á Skálholtsstíg 2 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
hjónin Kristín Einarsdóttir og Einar
Þorsteinsson, kaupmaður. Eftir
barnaskólanámið fór hún í Tónlist-
arskóla Reykjavíkur og lauk þaðan
prófi.
Eftir námið vann hún á skrif-
stofu Sjóvátryggingafélags íslands.
Hún giftist Sveinbirni Þorsteinssyni
frá Hurðarbaki í Reykholtsdal á
jólunum árið 1939.
Þau eignuðust 4 dætur sem upp
komust en þær eru: Kristín kennari
sem búsett er í Reykjavík. Guðrún
fornleifafræðingur sem búsett er í
London og er hún gift Robert
Boyse. Þau eiga tvær dætur, þær'
Brynhildi og Steinunni.
Yngstar eru tvíburarnir Helga
og Unnur. Helga býr í Reykjavík
og er gift Jakobi Hallgrímssyni og
eru börn þeirra tvö: Einar og Lauf-
ey-
Unnur fiðluleikari er búsett í
Banberg í Þýskalandi, maður henn-
ar heitir Georg Klutch og eiga þau
þijú börn: Sveinbjörn, Jóhannes og
Ónnu.
Af dætrum þeirra Kristínar og
Einars kaupmanns er nú aðeins ein
á lífi, Laufey. Við sendum henni
innilegar samúðarkveðjur. Svala
var mjög heilsteypt kona. Hún var
hæglát, prúð og hafði yndi af tón-
list. Hún tók oft börn í tónlistar-
kennslu.
Svala var félagi í Thorvaldsensfé-
laginu, og spilaði hún oft á fundum
félagsins. Einnig vann hún af mik-
illi samviskusemi skyldustörf sín
fyrir félagið, hæglát og prúð að
venju. Thorvaldsenskonur hugsa
með hlýju til eiginmanns hennar,
barna hennar og systur, og þakka
henni af alhug margra ára samveru.
F.h. Thorvaldsensfélagsins
Unnur Schram Ágústsdóttir
+
Eiginkona min,
SIGRÍÐUR SVAVA VALFELLS,
andaðist aðfaranótt laugardagsins 25. maí.
Stefán J. Björnsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma
KLARA SVEINSDÓTTIR,
Melbrún,
Fáskrúðsfirði,
lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 24. maí sl.
Þórunn Ingólfsdóttir, Ástþór Guðnason,
Margeir Ingólfsson, Elsa Guðsteinsdóttir,
Gyða Ingólfsdóttir, Sveinn R. Eiðsson,
Stefanía Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær sonur okkar og bróðir,
GUÐJÓN GUÐJÓNSSON,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 28. maí
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Fjórðungssjúkrahús-
ið á Akureyri.
Guðjón Pálsson, Kristjana Marteinsdóttir
og systkini hins látna.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
SVEINN H. VALDEMARSSON
stýrimaður,
Heiðarbæ 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 27. maí
kl. 13.30.
Elisabet Jónsdóttir,
Sólveig Sveinsdóttir, Benedikt Þ. Ólafsson,
Valdemar Sveinsson,
Ingi Geir Sveinsson, Særún H. Ragnarsdóttir,
Berglind Sveinsóttir,
Haukur Sveinsson,
Hinrik J. Þórisson,
Kristín Þórisdóttir, Vincent Newman
og barnabörn.
Heilsudagur í Gerðubergi Breiðholti
Litsjónvarpstæki
KR. 23.950,- stgr.
20" m/flarst.
Kr. 33.950,- stgr.
5 ára ábyrgð
á myndlampa
VÖNDUÐ VERSLUN
Mlpi,
FÁKAFEN 11 — SIMI 688005 i
+
Bróðir okkar og frændi,
OTTÓ J. GUNNLAUGSSON
listmálari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. mai
kl. 15.00.
Jón Gunnlaugsson, Þórhalla Gunnlaugsdóttir,
Börkur Karlsson, Gunnlaugur Guðmundsson,
Oktavía Guðmundsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lækjargötu 10,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
28. maí kl. 13.30.
Guðmundur Þorgeirsson,
Guðmundur E. Guðmundsson,
Elísabet Guðmundsdóttir, ísidór Hermannsson,
Gústaf Sæmundsson, Erla Eiríksdóttir,
Laufey Messína, L. Messina,
Gunnar Engilbertsson, Amfrfður Richardsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bílaleigubílar á íslandi
og í 140 öðrum löndum á mjög hagstæðu verði.
Ri iHnof
UUUUJSl
rent a car *** sími 91-641255
Miðvikudaginn 29 maí:
Heilsufæði í kaffiteríunni
allan daginn.
Heilsuveisla kl. 19.00
Fullgildur kvöldverður á
aðeins kr. 400,-.
-Grennbrauð frá Þrem
fálkum, Smiðjuvegi 4-E.
-Sojakjötréttur frá
Eðalvörum.
-Heilsumeðlæti frá Faxafelli.
Fyrirlesturkl. 20.00
Fjallað um matarfíkn og
GR0NN- námskeiðið kynnt.
Samskipti og sjálfsskoðun
kl. 21.00-23.00
Erfið og krefjandi vinna
fyrir þá sem vilja horfast í
augu við matarfiknina eins
og hún raunverulega er.
...../
Bakaríið ÞRÍR FÁLKAR
Smiðjuvegi 4-E hefur
fengið einkaleyfi til að
baka Gronnbrauð á stór-
Reykjavíkursvæðinu
ásamt Björnsbakaríi í
vesturbænum.
Brauðin fást í öllum
Hagkaups- og Nóatúns-
verslunum.
GR0NN-NÁMSKEIÐ verður
haldið í Mannræktinni
Vesturgötu 16 helgina 1.-2.
júníkl. 9.00-17.00.
Ef þú vilt takast á við
matarfíkn þína og ert
tilbúin/n að stíga skrefi
lengra en þú þorir, þá ert
þú velkomin/n hver sem
þyngd þín er.
Þetta námskeið byrjar í
raun með samskipta-
vinnunni í Gerðubergi.
Það er erfitt og krefjandi en
fyllilega þess virði. Stígðu
fyrsta skrefið og hringdu
núna að degi eða kvöldi.
Axel Guðmundsson
leiðbeinandi hjá
Mannræktinni s. 625717.
MANNÚÐ & MENIMING
Sumarnámskeið fyrir börn
í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,
Eskifirði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og
Akureyri.
LEIKUR - NÁM - STARF
Dagskrá námskeiðanna byggist á blöndu af gamni
og alvöru. Grundvallarmarkmið Rauða krossins eru
túlkuð í leik og starfi. Kennd skyndihjálp fyrir börn
og fyrirbygging slysa, fjallað um samskipti fólks, vin-
áttu, ólíka menningarheima, umhverfismál, farið í
gróðursetningarferð og vettvangsferðir.
Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 8-10 ára og
standa yfir í eina og tvær vikur frá kl. 9.00-16.00.
Upplýsingar og skráning i síma 91-2 67 22 á skrif-
stofutíma.
Ungmennahreyfing Rauða kross íslands.
Rauði kross íslands