Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 2
P.
2 C
reei iwji ,s auoAau^viua QisAjaKUoaoM
~ MÖRG UNBLÁÐIÐ ‘SÚNNUDÁGUR~2r JUNr 1991
I - ' ■ ■ ~
■ uðmundur Arason er
I vöipulegur maður á
I velli eins og fyrrum
I hnefaleikakappa sæm-
ir og einhvern veginn
finnst mér það koma
heim og saman við ímyndina að
hann skuli flytja inn þungavöru,
smíðajárn í tonnatali. Hann hefur
komið sér upp stöndugu fyrirtæki
á því sviði, en það er ekki fyrirtæk-
ið sem slíkt sem vekur áhuga okk-
ar, þótt vissulega mætti margt
gott um það segja, heldur sú starf-
semi sem stunduð er í hliðarsal á
skrifstofuloftinu, en þar hefur
Guðmundur komið sér upp æfinga-
aðstöðu í hnefaleikum. Hann varð
fúslega við beiðni okkar um að rifja
upp sögu þessarar íþróttar, sem
fyrir löngu hefur verið aflögð sem
keppnisgrein hér á landi.
Þrisvar
sleginn niður
„Ég fór að æfa
hnefaleika fyrir
tilviljun og raun-
ar án
nokkurn
an
ági
Alfreð Elíasson,
fyrrum flugstjóri
og forstjóri Loft-
leiða, vorum
bræður á Braga-
götunni og miklir
mátar. Eitt sinn,
líklega sumarið
1935, þegar við
vorum 14 og 15
ára, vorum við á
gangi skammt
frá Dómkirkj-
unni er að okkur
veittust galsafengnir, ungir menn,
aðeins í kippnum, og þessir menn
vildu tefja för okkar af einhveijum
ástæðum. Við reyndum að sjálf-
sögðu að halda áfram en þá skipti
engum togum að ég var sleginn
niður þrisvar sinnum og Alfreð
hafði enga burði til að rétta mér
hjálparhönd enda vorum við báðir
hálfgerðir strákkettlingar í saman-
burði við þessa menn. Líklega
myndi þetta vera skráð sem líkam-
legt ofbeldi í dagbók lögreglunnar
núna, en við létum þó vera að
kæra þetta heldur ákváðum að
læra hnefaleika til að geta varið
okkur næst þégar á okkur yrði
ráðist.
Við vissum nú líka vel hveijir
þessir menn voru og í og með var
ætlunin sú að jafna um þá þegar
við hefðum burði til og værum
útlærðir sem hnefaleikarar. En við
komumst fljótlega yfir þann hefnd-
arhug sem við bárum í bijósti til
þeirra, enda var okkur kennt að
nota ekki íþróttina til líkamsmeið-
inga. Það varð því aldrei neitt úr
að við Alfreð svöruðum fyrir okkur
með þessum hætti.
Við létum skrá okkur í hnefa-
leikadeild Ármanns um haustið, en
Alfreð var ekki lengi,_ég held að
hann hafí hætt 1937. Ég hef aftur
á móti haldið áfram allt fram á
þennan dag. Þegar við Alfreð hóf-
um að læra hnefaleika haustið
1935 var mikill áhugi fyrir íþrótt-
inni og nemendur margir. Aðal-
kennari var Rögnvald Kjellevold,
norskur klæðskeri, sem starfaði
hjá Álafossi. Hann var vel þekktur
hnefaleikari í Noregi á þessum
árum, en auk hans voru þeir Guð-
jón Mýrdal og Sveinn Sveinsson
aðstoðarkennarar.
Kjellevold verður mér alltaf
minnisstæður fyrir þann sérstaka
stíl sem hann hafði. Hann var lít-
ill maður vexti, en mjög snöggur
í hreyfingum og í hringnum var
hann allur á iði, frá höfði og niður
í tær. Hann hélt sig vanalega nokk-
uð frá mótstöðumanninum, þeytt-
ist um allan hringinn, og svo komu
höggin eldsnöggt. Ég minnist líka
Guðjóns með sinn hreina, fágaða
Guðmundur leggur til atlögu við boltann einbeittur á svip.
Guðmundur Arason á hátindi
ferils sins sem hnefaleikamaður.
Morgunblaðið/KGA
Þorkell Magnússon við boltann og Guðmundur að sippa.
vinstri handar stíl, hreinasta „klas-
sík“, og Sveins með sinn lifandi
stfl, fjölbreyttan og brögðóttan.“
Upphaf hnefaleika
hjá Ármanni
„Haustið 1926 hófst kennsla í
hnefaleikum hjá Ármanni. Fyrsti
kennarinn var Peter Wigelund, en
hann sýndi hnefaleika í Iðnó,
ásamt þremur nemendum sínum,
þeim Sveini G. Sveinssyni, Lárusi
Jónssyni og Ólafi Pálssyni, í sept-
ember það ár og var það fyrsta
opinbera hnefaleikasýningin hér á
landi. Ármenningar héldu hins
vegar fyrsta hnefaleikamótið sem
haldið var hér, vorið 1928. Keppn-
in fór fram í Gamla bíói og voru
keppendur tólf talsins, allir úr Ár-
manni, en þeir voru Karl Jónsson,
Guðmundur Sigurðsson, Þórður
Jónsson, Jón Kristjánsson, Þor-
valdur Guðmundsson, Guðjón
Mýrdal, Guðmundur Bjarnleifsson,
Ólafur Pálsson, Sveinn Sveinsson,
Pétur Thomsen, Óskar Þórðarson
og Ólafur Ólafsson. Hringdómari
var Jóhannes Jósefsson og utan-
hringdómarar þeir Eiríkur Beck
og Reidar Sörensen. Ármenningar
héldu svo annað hnefaleikamót í
Gamla bíói árið eftir, en 1930 lögð-
ust hnefaleikar niður um tíma hjá
félaginu þegar Peter Wigelund
fluttist til Keflavíkur. Þá var eng-
inn til að taka við kennslunni af
honum og æfingar hættu þá um
nokkurra ára skeið.
Keppnimar og hnefaleikasýn-
ingarnar höfðu þó vakið áhuga
margra á því að íþróttasamband
íslands tæki hnefaleika á stefnu-
skrá sína. Einn af þessum áhuga-
mönnum var Kjartan Þorvarðar-
son, síðar forstjóri Sundhallarinn-
ar, en hann bar fram tillögu þess
efnis á þingi ISI 1933, sem var
samþykkt. Ári síðar þýddi Kjartan
reglur Alþjóða hnefaleikasam-
bandsins og voru þær gefnar út
af ÍSÍ. Með tilkomu þeirra hófust
æfíngar að nýju hjá Ármanni og
varð þá Rögnvald Kjellevold aðal-
kennari.
Fyrsta hnefaleikasýningin sem
haldin var þann vetur sem ég hóf
æfíngar hjá Ármanni var í tilefni
af afmæli félagsins hinn 14. jan-
úar. Síðar um veturinn sýndum við
svo á Selfossi og Stokkseyri og
um vorið í Keflavík og á Akra-
nesi. Um sumarið 1936 var svo
haldið fyrsta íslandsmeistaramótið
í hnefaleikum. Mótið var haldið á
Melavellinum og þar var smíðaður
stór upphækkaður pallur til að
keppa á. Á þetta fyrsta meistara-
mót stilltu Ármenningar þannig
upp: Í fluguvigt Alfreð Elíasson, í
fjaðurvigt Guðmundur Arason, í
léttvigt Guðjón Mýrdal, í veltivigt
Sveinn G. Sveinsson, í millivigt
Luðvik Nordgulen og í léttþunga-
vigt Óskar Þórðarson.
í auglýsingu frá mótstjórninni
var þessu þó öllu breytt af ýmsum
ástæðum og var ég til dæmis lát-
inn keppa í léttvigt, á móti Hallg-
rími Helgasyni, en ekki í fjaður-
vigt, sem mér bar samkvæmt regl-
um um þyngd. Hallgrímur var hins
vegar í léttvigt, en vildi ekki keppa
á móti Guðjóni Mýrdal. Guðjón
fékk því engan kappleik, en ég lét
tilleiðast að keppa í léttvigt til að
missa ekki af kappleik. Að vísu
var mór úthlutað meistarapeningi
fyrir fjaðurvigtina, en ég hafði tak-
markaða ánægju af þeirri verð-
launaveitingu þar sem enginn
keppni fór fram í vigtinni. En nið-
urröðunin riðlaðist hjá fleiri kepp-
endum og urðu talsverð leiðindi
út af þessu. Mótinu var því frestað
um tvo daga til að bræða saman
sárin. í blöðunum var það þó látið
heita svo að mótinu væri frestað
vegna bleytu fyrri daginn, en
vegna kulda þann síðari.
En þrátt fyrir þessa uppákomu
náði þetta fýrsta íslandsmeistara-
mót tilgangi sínum að því leyti að
vera skemmtilegt og vekja mikla
athygli. í blöðum
bæjarins var farið
lofsamlegum orðum
um mótið o g einkum
voru menn hrifnir
af leikni Sveins
Sveinssonar. Hafði
Morgunblaðið til
dæmis orð á því að
ungir menn ættu að
taka hann sér til
fýrirmyndar.
Veturinn á eftir
æfðum við Ármenn-
ingar mjög vel með
þátttöku á næsta
.Islandsmóti í huga,
en úr því móti varð
ekki. Ármann var
eina félagið sem
sendi keppendur til
þátttöku og olli það
okkur talsverðum
vonbrigðum að fá
enga keppni. Það
eina markverða sem
gerðist þennan vet-
ur var að við sýnd-
um hnefaleika í til-
efni 25 ára afmælis
ÍSÍ. Þetta verkefna-
leysi og skortur á
keppni virkaði letj-
andi á menn. Þann-
ig misstu kenn-
ararnir áhugann og
hættu að mæta og
fýlgdu margir nem-
endur fordæmi
þeirra. Það kom iðu-
lega fyrir að ég
mætti einn á æfing-
ar, en ég lét það
ekki á mig fá og
æfði mjög vel þrátt
fýrir það. í febrúar
1939 var haldið upp
á 50 ára afmæli Ármanns með
íþróttasýningum og eitt af sýning-
aratriðunum voru hnefaleikar.
Fyrst sýndu þeir Rögnvald Kjelle-
vold og Ludvik Nordgulen og síðan
ég og Halldór Björnsson úr KR.
Ég man að sýning okkar Halldórs
þróaðist eiginlega upp 1 kappleik
fremur en sýningu og mig minnir
að sýningargestir, sem flestir voru
Ármenningar, hafí mátt vel við þá
viðureign una.
Fjölda manns vísaö írá
Um haustið 1939 var ég boðað-
ur á fund þeirra Jens Guðbjörns-
sonar og Jóns Þorsteinssonar og
vildu þeir fá mig til að taka að
mér hnefaleikakennsluna fyrir Ár-
mann. Ég var tregur til, enda
fannst mér ég bæði of ungur og
reynslulaus til að taka þetta starf
að mér. Auk þess þótt mér súrt í
broti að þurfa þá að hætta sjálfur
æfíngum og keppni, sem var óhjá-
kvæmilegt. Hins vegar rann mér
til rifja sá losarabragur sem verið
hafði á kennslunni hjá félaginu og
sló því til og með stuðningi þess-
ara tveggja ágætu forystumanna,
Jens Guðbjömssonar og Jóns Þor-
steinssonar, tókst að byggja upp
innan Ármanns fjölmennan hnefa-
leikaflokk, sem á næstu árum átti
eftir að koma fram fyrir hönd fé-
SJÁ BLS. 4.
Nokkrir æfingafélaganna í Skútuvoginum, frá vinstri: Ari Guðmundsson, Guðmundur Arason, Björn
Eyþórsson og Sigurður Eyjólfsson.