Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 17
Alan Ball, hjá Rokki f.f. að fylla kofann með því einu að fá útlenska menn á sviðið. Komið út úr skápnum Af einhverri ástæðu virðast hljóm- sveitir í þyngri kantinum einkum fá náð fyrir eyrum íslenskra tónleika- gesta, enda þótt slík tónlist sé afar lítið leikin af útvarpsstöðvunum og seljist sjaldnast í metupplagi í hljóm- plötuverslunum. Er líkt og fólk þori ekki að koma úr felum fyrr en stór- stimin koma til landsins í eigin per- sónu. Sennilegasta skýringin er sú að þungarokksveitir eru þekktar fyrir líflegri sviðsframkomu en gengur og gerist, að fólk telji sig fá pening- anna virði, en ekki einungis tónlist- arflutning, sem eins gæti verið leik- in af segulbandi ef undan er skilin nærvera flytjendanna. Þungarokkstónleikar em enda þekktir fyrir kynstur af ljósum, reyk- sprengjur og annað það, sem flestum fínnst tilheyra á „alvöm“ rokktón- leikum. Sumir nefna einnig að þunga- rokksunnendur séu ákafari í aðdáun sinni en aðrir tónlistarunnendur og láti sig því aldrei vanta, en ekki sé unnt að reiða sig eins á hollustu annarra poppáhugamanna. í því samhengi er bent á hvernig nýjar þungarokksplötur seljast. Þær selj- ast einatt mjög vel fyrstu vikurnar en mun minna þegar frá líður. Aðrar greinar tónlistar seljast hins vegar mun jafnar. Markaðsrannsóknir er- lendis benda einnig til þess að þungarokksunnendur séu öðmm til- búnari til þess að reyna fyrir sér með nýjar hljómsveitir, svo framar- lega sem þær eru innan þungarokks- geirans. Hvað sem þessum skýringum líður tala tölurnar sínu máli, en tónleikar erlendra þungarokksveita hafa borið af öðmm hvað aðsókn áhrærir. Skipulagning og fyrirhyggja mikilvægust Alan Ball er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Rokks h/f, sem stend- ur fyrir rokkhátíðinni hinn 16. júní nk. Hann var spurður hvort það væri ekki áhættusamt fyrirtæki _að flytja erlendar hljómsveitir til ís- lands. „Öllum fyrirtækjum fylgir vita- skuld áhætta, en það er rétt að í þessum bransa er mikið lagt undir, áhættuþættimir eru margir og það má svo að segja ekkert bera út af. Og menn hafa svo sem reynsluna af því hér á íslandi, því hljómkerfi hafa ekki alltaf staðið undir vænt- ingum, öryggismálum hefur stund- um verið ábótavant, hljómsveitar- menn hafa veikst á síðustu stundu og svo hafa misvandaðir menn verið í spilinu. Yið teljum okkur hins vegar hafa lært af fenginni reynslu — bæði okkar eigin og annarra — og erum sannfærðir um að það sé vel hægt að láta svona dæmi ganga upp. Það sem mestu skiptir er góð skipulagn- ing og fyrirhyggja — það verður allt að ganga eins og smurð vél og það þarf ávallt að gera ráð fyrir því að hið versta kunni að gerast." Hvernig þá? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991 Spike, sönsvaii Qnirekiys: Vna að ákeyrendur skemmti sér jatnvel ns við SPIKE VAR auðheyrilega í svefnrofunum eftir síðnætursamkvæmi þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í Los Angeles. Þegar hann heyrði hvaðan var hringt var hann þó íljótur að taka við sér. „í fyrsta lagi förum við sömu leið og öll önnur fyrirtæki, við tryggjum okkur gegn áföllum. Við höfum tek- ið út tryggingu hjá Lloyd’s, þannig að okkur verður bættur hugsanlegur skaði vegna forfalla hljómsveita eða hljómsveitarmeðlima, ónýtra tækja eða hvers þess, sem kann að spilla hátíðinni. Okkur tókst meira að segja að tryggja okkur gegn rign- ingu! Þannig hafa áheyrendur líka tryggingu fyrir því að þeir fái pen- inganna virði eða að minnsta kosti endurgreiðslu ef illa fer. Við höfum líka tryggt völlinn fyrir hugsanleg- um skemmdum. í öðru lagi höfum við reynt að gera allar varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að til útborgun- ar þurfi að koma hjá Lloyd’s. Hljóm- kerfi leigjum við ásamt sex tækni- mönnum frá fremsta fyrirtæki á þessu sviði á Bretlandi; til þess að veija völlinn skemmdum keyptum við sama efni og notað er til þess að klæða Wembley þegar tónleikar eru haldnir þar og svona mætti lengi telja. í þriðja lagi höfum við lagt mikið kapp á að fá aðeins hið hæfasta fólk í lið með okkur, bæði starfsmenn, ráðgjafa og erlenda sérfræðinga. Við fengum t.d. Gary Marx, fram- kvæmdastjóra Dio, til þess að stjórna 48 manna teymi, sem gengur frá sviðinu. Við hefðum getað staðið í því sjálfir, en Gary er einfaldiega fagmaður á þessu sviði.“ Eins og Alan sagði þarf allt að ganga eins og smurð vél til þess að hljómleikar af þessarri stærðargráðu gangi upp. Þó svo að hátíðin standi ekki nema í einn dag liggur þriggja mánaða þrotlaus vinna að baki. Og umfangið er mun meira en margur kynni að hyggja. Það er ekki nóg að fá hingað erlenda hljómsveit og sitja svo telja peninga. Starflð sem liggur að baki einum tónleikum er gífurlegt, eins og ætti að liggja í augum uppi þegar búist er við 10- 12.000 manns á svæðið. Það þarf að hafa sambönd til þess að komast í tæri við hljómsveitimar, útvega ijármagn, semja við hljómsveitirnar, skipuleggja kynningu, gera blaða-, útvarps- og sjónvarpsauglýsingar og kaupa birtingu á þeim, láta teikna sviðið, gera tækniteikningar fyrir ljós- og hljómkerfi, útvega kerfin, ganga frá tryggingum, prenta miða, setja á stofn sölukerfi, gera ferða- áætlanir, bóka hóteliými og mat fyrir mannskapinn, ráða öryggis- verði, undirbúa brunavarnir og læknisaðstöðu, ganga frá veitinga- sölu á svæðinu, halda bókhald, borga skatta og skyldur og svo væri hægt að telja áfram lengi enn. Peningarnir Eitt er það öðru fremur, sem menn hafa helst sett fyrir sig varð- andi innflutning á erlendum hljóm- sveitum, en það er kostnaðurinn. Alan segir það rétt að miklir pening- ar séu í spilinu, en að mönnum hætti til þess að ofætla þóknun hljómsveitanna og vanætla annan kostnað. „Auðvitað kosta hljómsveitirnar sitt, en af heildarfjárhagsáætluninni er þa,ð þó ekki jafnmikið og ætla mætti. Að hluta til er það vegna þess að rekstarkostnaðurinn er mjög hár og fer nær allur í laun og kaup á þjónustu, en sáralítið í fjárfest- ingu, sem kynni að nýtast síðar. En það skiptir líka máli, að tónlistar- menn gera sér alveg grein fyrir því að það þýðir ekki að óska eftir sömu upphæð í Reykjavík og Lundúnum. Til dæmis höfum við gert samning við Julio Iglesias um að koma hing- að seinna á árinu, og hann var mjög hófsamur í samningunum eftir að honum varð ljóst að hér eru yfirleitt ekki fleiri en 3-5.000 manns á tón- leikum af þessu tagi.“ Hver er meðalþóknun fyrir tón- leika á íslandi? „Það er engin meðalþóknun til, en það er alveg reynandi að bjóða hljómsveit, sem ekki er komin á toppinn enn, að koma hingað fyrir 3 milljónir króna. Þá er miðað við að tónleikagestir séu 3-5.000 og að hijómsveitin beri engan kostnað af ferðinni." Við bjóðum meira en peninga En stórstjörnurnar, taka þær ekki mun meira fyrir? Eg hlakka mikið til að koma aftur til íslands. Við skemmt- um okkur mjög vel síðast þeg- ar við komum og ætlum ekki að hafa Qörið minna núna. Við uppgötvuðum að þrátt fyrir nafnið er Island meiriháttar staður tíl þess að skemmta sér.“ Ykkur hef- ur þá líkað næturlífið vel? „Jújú, en fyrst og fremst voru það nú tón- leikamir sem voru frábærir. Æðislegir áheyrendur, sem voru með á nótunum og kunnu að láta ánægju sína í ljós.“ Hvað verður á dagskránni á tón- leikahátíðinni hér? Sama efni og síðast eða eitthvað nýtt? „Þegar við komum síðast vorum við á endasprettinum á 16 mánaða langri tónleikaför. Við fórum í dá- Eg er mjög spenntur fyrir þessu. Þegar við fréttum að okkur byðist þetta ákváðum við strax að kýla á þetta, þrátt fyrir að við þyrftum að ráðstafa frídegi í það. Miðað við allt, sem ég hef heyrt um ísland lítur þetta dæmi mjög vel út. Ætti að geta verið geggjaður pakki. Trommarinn í Quireboys sagði mér frá tónleikunum þeirra í fyira og hann var í skýjunum., Nú eigið þið þijár plötur að baki og ef maður hlustar til dæm- is á I Want Action af fyrstu plöt- unni og Something to Believe in af þeirri síðustu, er langur vegur þar á milli. Eins voruð þið með tonn af farða framan í ykkur þá, en ekki núna. „Þetta eru bara tvö ólík lög og ekki hægt að bera þau saman frek- ar en epli og appelsínur. En þetta með farðann ... Þetta er ein af þessum spumingum, sem er sífellt verið að spyija okkur. Ég veit eiginlega ekki hvernig á að svara henni öðru vísi en svo að stíll manna breytist. Menn safna skeggi og raka það af sér, konur lita hárið rautt í ár og ljóst hið næsta." En hvernig myndir þú lýsa tón- list ykkar núna? „Þetta er rokk.“ Það er fremur almennt svar... „Einmitt! Þetta er rokk og þó svo að það sé fremur víðtæk skil- greining, þá kann ég enga betri. Innan rokksins rúmast náttúru- lega þúsund stefnur. Joe Satriani leikur rokk og hið sama má seg)a um Motley Crue. En hvað á maður gott fri eftir það og erum núna komnir með sand af nýju efni, sem verður á næstu plötu. Við förum reyndar ekki í stúdíó fyrr en seinna í sumar, svo platan kemur ekki út fyrr en undir jól. En íslendingar verða fyrstir til þess að heyra nýja efnið okkar. Sumt af því heyra þeir meira að segja á undan útgef- andanum! En auðvitað verðum við líka með lög af síðustu plötu.“ Þið ættuð að vera vel hvfldir... „Ekki spuming! Ég — og þetta á við um hina strákana líka — get ekki beðið eftir því að komast á sviðið aftur. Og miðað við hvemig okkur gekk síðast þegar við vomm á íslandi get ég ekki ímyndað mér neinn betri stað til þess að fara af stað aftur. Ég vona bara að ís- lensku áheyrendumir muni skemmta sér jafnvel og við gerðum síðast." Einhver skilaboð til íslenskra aðdáenda? „Já, segðu öllum fallegu stelpun- um, sem við hittum síðast, að við séum á leiðinni!" að ganga langt í skilgreiningarár- áttunni? Ég gæti sagt að við spil- uðum þungt rokk með melódísku ívafi, en þó væri þar til staðar bíbop-stuð o.s.frv.... en þá er maður líka kominn út í tóma vit- leysu. Þess vegna segi ég bara: Þetta er rokk“ Þú neitar því samt ekki að þið emð fremur í léttari kantinum? „Neeei... Mér fínnst alveg nóg mikið framboð af hljómsveitum, sem velta sér upp úr dranga og myrkraverkum, en aftur á móti fínnst mér aldrei nógu mikið af gleðirokki. Auðvitað gæti ég talið upp fjöldann allan af lögum með okkur, sem em ekki beinlínis partí- músík, en megnið er fjörugt í meira lagi.“ Nú hafíð þið orð á ykkur fyrir að vera samkvæmisljón hin mestu. Er lífíð vín, víf og söngur? „Það er ömggt að þetta þrennt skiptir miklu máli! En jújú, við höfum gaman af að skemmta okk- ur og ^llt það. En sífellt tal um að rokkarar njóti sérstakrar hylli kvenna... ég veit ekki. Það er rétt svo langt sem það nær, en það á lika við um flest fólk í sviðs- ljósinu. íþróttastjörnur, stjórn- málamenn og leikarar eiga allir sínar „grúppíur". Einhverra hluta vegna hafa þeir bara ekki fyrir því að skýra frá því. En þetta er svo sjálfsagður hluti af rokkara- ímyndinni að þeir svara hiklaust ,Jú, blessaður vertu, ég lagði tvær dömur í gærkvöldi' o.s.frv.“ Þið hafið lítinn tíma til slíks á íslandi... „Já, því miður. Það em aðrir tónleikar strax daginn eftir. En við verðum nýkomnir úr stuttu fríi, þannig að við verðum í topp- formi. Burtséð frá því sem kann að gerast utan sviðsins, get ég lofað því að við eigum eftir að gera allt vitlaust á tónleikunum. Rikki Rnckett, trumbuleikari Pnisnn: Gerum allt vitlaust! MORGUNBLAÐINU VAR upplagt að hringja í tiltekið hótel í Nevada á tilteknum tíma, biðja um herbergi 243 og óska eftir að fá að tala við hr. Itches. Hr. Itches bauð blaðamanni dús og vildi endilega láta kalla sig Rikky. Rikky var fyrst spurður hvernig hljóm- sveitinni litist á að vera aðalnúmnerið á rokkhátíð á íslandi? C 17 „Þær em nokkru dýrari, en þó ekki svo að það sé vonlaust við að eiga. Það em heldur ekki bara pen- ingamir, sem við erum að bjóða. Yfirleitt reyni ég að „selja“ ísland fyrst og fremst. Það hafa flestir heyrt eitthvað um landið, ekki mik- ið, en nógu mikið til þess að þeir eru forvitnir. Það er þá helst fegurð landsins eða stúlknanna, sem þeir hafa heyrt mikið af látið! •Aðalmarkmiðið hjá mér, er hins vegar að koma því inn hjá rokkurum og umboðsmönnum þeirra, að ísland sé eðlilegur viðkomustaður á leið yfír Atlantshaf. Við höfum kannski ekki mikla peninga að bjóða, en þetta eru tekjur samt og við bætist að nær allir þeir rokkarar, sem hing- að hafa komið, ljúka miklu lofsorði á landið. Þeim fínnst þægilegt að koma hingað. Þeir njóta hreina lofts- ins, sumir hafa rennt fyrir lax, öðr- um fínnst þægilegt að geta gengið um götur án þess að her aðdáenda sé á hælunum, og síðan ber þeim flestum saman um að íslenskir áheyrendur séu fyrsta flokks. Þessi „bransi" er furðulítill og svona lagað spyrst fljótt út.“ Innrás fyrir dyrum? Það má þá eiga von á því að rokk- innrás hefjist á næstu misserum? „Segi það nú kannski ekki, en við erum að reyna að byggja upp alvöra fyrirtæki í hljómleikahaldi. Fram að þessu hafa menn verið að halda eina og eina tónleika með misjöfnum árangri og sjaldnast sömu mennimir tvisvar í röð. Fyrir vikið hafa menn verið að gera sömu mistökin aftur og aftur, sambönd hafa ekki nýst o.s.frv. Vinskapur við Rod MacSwe- en, tónleikaumboðsmann White- snake, og gott orð frá Jimmy Ayr- es, framkvæmdastjóra sömu hljóm- sveitar, erg. t.d. ein helsta forsenda tónleikahátíðarinnar nú í júní. Þetta þýddi að ég gat hringt í Rod og rætt málin í stað þess að skrifa bréf, greiða tryggingafé o.s.frv. o.s.frv. Eg er ekki að segja að án þessara sambanda hefði þetta ekki verið hægt, en það hefði verið mun erfið- ara og kostnaðarsamara. Og ef þessi tónleikahátíð gengur upp verður ennþá auðveldara að fá aðrar hljóm- sveitir hingað." Eins og? „Tanita Tikaram kemur hingað í júlí, Iglesias í haust, við erum búnir að bóka Aerosmith á næsta ári og það er margt annað í athugun. Við vitum t.d. að Metallica og Iron Maid- en hafa báðar áhuga á að koma hing- að. Rod MacSween sér um tónleika- bókanir fyrir íjölda hljómsveita og þær standa okkur allar eða flestar til boða.“ Hvaða bönd em þetta? „Fýrir utan þau, sem ég nefndi áðan, em það t.d. Alarm, Bee Gees, Billy Idol, Bon Jovi, Cheap Trick, Chicago, Cult, Damn Yankees, Diana Ross, Dio, Dolly Parton, Do- obie Brothers, Fleetwood Mac, For- eigner, Georgia Satellites, Hall and Oates, Heart, Helloween, Joni Mitc- hell, Judas Priest, Kinks, Kiss, Li- ving Colour, Nelson, Ozzy Osbourne, Ratt, Rick Astley, River City Pe- ople, Robert Plant, Sisters of Mercy, Skid Row, Tom Petty, Tracy Chap- man, Warrant, Yngwie Malmsteen og ZZ Top. — Og þetta em bara nokkur nöfn ... Nú er ég ekki að segja, að til standi að fá alla þessa karla, en okkur standa þeir að minnsta kosti til boða. Ég held að ytra séu menn að taka við sér og átta sig á þvi að það er markaður norður í Atlantshafi og þó að hann sé ekki stór, skipti hann máli. Velgengni Sykurmolanna skiptir vafalaust líka máli, þvi þá sáu menn að það var eitthvað ger- ast hér og fínnst þess vegna rétt að fylgjast með- hræringum hér. Mér fínnst það segja sína sögu að MTV ætlar að senda hingað myndatökulið til þess að fýlgjast með hátíðinni, erlendir poppblaða- menn hafa boðað komu sína, og það hafa selst miðar til Óslóar, Kaup- mannahafnar og Lundúna." Þannig að ísland er að komast á „Rokk-kortið“? „Ekki nokkur spurning. Og ef vel tekst til þá erum við þar til þess að vera.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.