Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 34
!
34 C
£---‘af~
ÆSKUMYNDIN...
ERAFÞÓRARNIÞÓRARINSSYNI, FRAMKVÆMDASTJÓRA VSÍ
ÚR MYNDASAFNINU
Ólafur K. Magnússon
Bmðfyndur
íbemsku
„Hann var uppátektarsamur í bernsku og mikiil
fyrir sér. Það er alveg óhætt að segja það,“
sagði Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, kennari,
um bróður sinn Þórarin. Soffía Benjamínsdóttir
kennari hans í Oldugötuskólanum sagði að fyrst
kæmi upp í hugann að hann hefði verið bráðlynd-
ur. „En mér fannst hann hreinn og beinn. Okk-
ur kom ágætlega saman og mynduðust góð
tengsl milli okkar. En hann átti til að reiðast
ilia, það var ógurlega mikið skap í honum.“
Þórarinn V.
Þórarinsson
Þórarinn fæddist í Reykjavík
25. júní 1954 og foreldrar
hans voru Klara Hallgrímsdóttir,
húsmóðir, og Þórarinn Hallgríms-
son, aðstoðarmaður í prentsmiðju
Þjóðviljans. Þórarinn á tvö syst-
kini, honum töluvert eldri, Ragn-
hildi Rósu sem áður er vitnað til
og Jóhann. Hann ólst upp í vestur-
bænum og gekk í Öldugötuskóla
og var í Melaskóla í 11 og 12 ára
bekkjum. Auður Eydal var kenn-
ari hans þar. „Ég man eftir honum
sem afskaplega námfúsum dreng
og hann viídi gera allt vel, jákvæð-
ur og mjög samviskusamur. Hann
var nokkuð fullorðinslegur í fasi
og enginn sláttur á honum eins
og oft er með stráka á þessum
aldri.“ Hann var í sex sumur í
sveit hjá frændfólki á Laugum í
Hrunamannahreppi og undi sér
þar vel. Eftir veru í Hagaskóla,
en þar tók hann mikinn þátt í fé-
lagslífi og var um hríð formaður
skólafélagsins og síðan lá leið í
MR. Hann varð stúdent 1975, og
lauk háskólaprófi fimm árum
seinna.
Ólafur Sigurðsson, bóndi á
Svínafelli í Öræfum, og Þórarinn
eru bernskuvinir. Þeir voru ná-
grannar og jafnaldra og Ólafur
sagði þeir héldu sambandi þó
lengra væri á milli nú. „Við vorum
báðir dálítið stjórnsamir og því
slettist stundum upp á vinskapinn
en það jafnaðist fljótt,“ sagði Ólaf-
ur. „A þessum árum sem við vor-
um að alast upp í Skjólunum og
þar í grennd voru stór flæmi
óbyggð svo við höfðum gott at-
hafnasvæði. Við vorum oftast þrír
saman, Halldór Kolbeinsson hét
sá þriðji. Við vorum í stöðugum
rannsóknarleiðöngrum, lékum
okkur á gömlu öskuhaugunum þó
við mættum það ekki en það var
mikil freisting að huga að fjársjóð-
um þar. Ég kannast ekki við að
hann hafi verið bráðlyndur svo
væri til baga; við vorum góðir vin-
ir og hafí hann verið það tók ég
ekki eftir því. Hann var alltaf
kallaður Viðar í gamla daga svo
ég áttaði mig ekki á því í byijun
þegar Þórarinn V. Þórarinsson fór
að láta að sér kveða að þetta
væri vinur minn Viðar. Við fórum
í þessa dæmigerðu 'strákaleiki en
ég minnist þess ekki að hann
væri mikið gefinn fyrir boltaleiki.
Hann hefur aldrei verið neinn
íþróttamaður. Við vorum þó á
skautum á vetrum og við dunduð-
um við að smíða okkur jai'ðbyrgi
og héldum þar marga leynifundi.
Hann hafði foringjahæfileika
snemma og var hugkvæmur og
ákaflega góður vinur og tryggur,"
sagði Ölafur bóndi á Svínafelli.
Glæsiflugvélin
Gullfaxi
Hinn 8. júlí 1948 urðu þáttaskil
í flugsögu íslendinga en þá
kom til landsins fyrsta Skymaster
flugvél Flugfélags Islands. Snemma
í júní það ár hafði Örn
Ó. Johnson, þáverandi
framkvæmdastjóri Flug-
félagsins, farið vestur
um haf ásamt þeim Jó-
hannesi R. Snorrasyni
og Jóhanni Gíslasyni og
gengið frá flugvélakaup-
unum í Dallas í Texas.
Vélinni var síðan flogið
til New York þar sem settir voru í
hana nýir hreyflaiyog hún máluð í
litum Flugfélags Islands. I New
York voru einnig ráðnir tveir banda-
rískir flugstjórar til þess að fljúga
vélinni fyrst um sinn og annast
þjálfun íslenskra flugmanna. Sam-
tíma heimildir geta þéss að þetta
hafi verið fullkomnasta flugvél, sem
íslendingar höfðu eignast fram til
þess tíma, fjögurra hreyfla, 5.800
hestöfl, með rúm fyrir 38 farþega.
Áhöfn hennar skipuðu 7
menn. Þegar vélin kom
til Reykjavíkur var tekið
á móti henni með mikilli
viðhöfn og allar flugvél-
ar Flugfélagsins sendar
til móts við hana og
komu þær síðan inn til
Reykjavíkurflugvallar í
„skrúðflugi“ eins og það
var kallað. Vélinni var gefíð nafnið
Gullfaxi, sem síðan fylgdi „flagg-
skipi“_ Flugfélags íslands langa
hríð. í myndasafni Ólafs K. Magn-
ússonar má fínna fjölmargar mynd-
ir sem tengjast þessum glæsilega
farkosti og eru hér birtar þijár
þeirra.
Tekið í spil á leiðinni frá London. ívar Guðmundsson þáverandi blaða-
maður á Morgunblaðinu (til vinstri) og Björgvin Schram stórkaup-
maður, en myndin er líklega tekin um 1950. Af myndinni að dæma
hefur verið rúmgott í farþegarýminu og borð á milli sæta.
A
SUNNUDAGSSPORTIÐ
Seglbrettasiglingar
„Ég hef stundað margar íþróttagreinar, en seglbrettasiglingar er
sú alskemmtilegasta," segir Hrafnkell Sigtryggsson, 25 ára hressileg-
ur Reykvíkingur. Hann hefur stundað seglbrettasiglingar í um það
bil átta ár.
Alls eru um 200 aðilar skráðir í
Seglbrettasamband ísland en
þeir eru mun fleiri sem stunda íþrótt-
ina hér á landi, að ekki sé minnst á
þá sem bregða sér á seglbretti í sum-
arleyfum í só!arlöndum.„Ég kynntist
íþróttinni fyrst hér á landi í gegnum
skíðakennara sem fékk þá ágætu
hugmynd að setja á stofn seglbrett-
skóla hér á sumrin," segir Hrafnkell.
„ísland er kjörinn staður til að
stunda þessa íþrótt, því við höfum
sjó á alla kanta og vindarnir eru
mjög fjörugir," segir Hrafnkell og
bætir við að stofnkostnaður sé frá
30 til 60 þúsund krónum, „en þegar
maður er búinn að koma sér upp
búnaði kostar ekkert að sigla!"
Hrafnkell segir að seglbrettasigl-
ingar séu stundaðar allt frá apríl fram
í október og sumir fari jafnvel á bretti
á veturna. „I fyrstu leggjum við
áherslu á að storka hvorki veðri né
vindum og allir sem fara á bretti eru
í einhvers konar flotvesti. Við leggj-
um áherslu á að fólk sigli eingöngu
í vindi sem blæs að landinu,' eftir því
sem kunnáttan eykst, er hins vegar
fátt sem stöðvar okkur.“
Varðandi kennslu sagði Hrafnkell
að í sumar yrði starfræktur seglbrett-
askóli í Nauthólsvík á vegum Skáta-
búðarinnar.
Þannig
þýdir...
Veturliði
Guðnason fyrir
sjónvarp
„Mér finnst best að þýða á kvöldin þegar hugsana-
- apparatið er koinið í gang. Morgnarnir finnast
mér betur fallnir til að vinna með höndunum, til
dæmis í garðinum eða eitthvað þess háttar,“ seg-
ir Veturliði, en hann hefur um árabil þýtt úr
þýsku, ensku og dönsku fyrir Ríkissjónvarpið.
Ríkissjónvarpið hefur enga fastráðna þýðendur,
við vinnum þetta heima hjá okkur og ráðum
vinnutímanum þar af leiðandi sjálf,“ segir Veturliði.
Meðal vinsæls sjónvarpsefnis sem hann hefur þýtt
eru Derrick og Matador.
„Við fáum yfirleitt handrit og myndirnar fáum við
á VHS-myndböndum,“ segir Veturliði. „Ég byija á
að horfa á myndina og tek þá hljóðið upp um leið á
segulband. Að því loknu sest ég við tölvuna mína,
hlusta á segulbandið, hef handritið til hliðsjónar og
byrja að þýða. Sjónvarpsþýðingar eru frábrugnar
öðrum þýðingum að því leyti að textinn verður að
vera stuttur. Þetta er þess vegna meira textagerð
en þýðing, því hugsunin verður að komast til skila í
stuttu og einföldu máli.“
Veturliði segir að í þætti eins og Derrick séu að
meðaltali um 500 textar. Hver texti er aldrei lengri
en tvær línur á sjónvarpsskjánum. Hann segist vera
tvo daga að þýða einn Derrick-þátt, en segir að mis-
langan tíma taki að þýða sjónvarpsefni.
„Þegar íslenski textinq er tilbúinn fer ég með tölvu-
Veturliði að störfum. „Textinn verður að vera stuttur.
Þetta er þess vegna meira textagerð en þýðing," segir hann.
disklinginn niður í sjónvarpshús þar sem ég horfí
aftur á myndina og stimpla inn tímasetningar, það
er að segja, á hvaða tímapunkti myndarinnar texti
á að birtast á skjánum. Til skamms tíma þurftu þýð-
endur að vera viðstaddir útsendingar og sjá til þess
að réttur texti kæmi á réttum stað í myndinni. Tækn-
inni hefur fleygt fram og sparað sjónvarpinu stórfé,
en því miður hafa þýðendur ekki notið góðs af því í
launum. Stöð 2 greiddi lægri laun fyrir þýðingar
þegar hún hóf göngu sína en Ríkissjónvarpið. RUV
lækkaði laun okkar í kjölfarið á þeim forsendum að
þetta væri markaðsverð. Ég er ósáttur við það og
finnst kjör okkar afar slæm.“
— Þú ætlar þá kannski að skipta um vinnu?
„Alls ekki. Mér finnst þetta skemmtileg vinna, hún
á mjög vel við mig og það er ágætt að vinna fyrir
sjónvarpið. Eini gallinn eru launin.“