Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991
ÞJÓÐLEG 'tíHBUSt/Afhœrju
reyktu þeir hass?
Grískur tregi
í tekedes Samtímateikning Thanassis Spyropoulos.
og helst var hana að fínna á knæp-
um í Pireus, sem minntu á tyrkn-
eskar krár, þar sem menn komu
saman, reyktu. hass og komust í
algleymistrega. Rebetikolag er
gjarnan viðstöðulaus spuni sem
byggir á ákveðnu grunnstefi. Áttu
flytjendur til að týnast í spuna og
áhrifamikið er að heyra upptökur
svonefndra aman-söngva, þar sem
söngvarinn beitir ótrúlegum radd-
fimleikum til að túlka algert von-
leysi og uppgjöf. Þegar tilfínningin
bugar hann, getur hann vart annað
en stynja vegna örlaga sinna.
Til eru af rebetikotónlist all-
margar upptökur, sem margar eru
teknar upp í Bandaríkjunum, en
þangað fluttust margir flóttamann-
ana, og hefur útgáfa á rebetiko
aukist til muna á seinni árum.
Rebetiko varð að lokum vinsæl tón-
list í Grikklandi á sjötta áratugn-
um, þó sú rebetikotónlist sem náði
hylli almennings hafí verið öllu
meinlausari og fágaðri en sú sem
tíðkaðist á knæpum Pireus, og
grísk alþýðutónlist í dag er að
miklu mótuð af rebetiko.
Best er að kynna sér rebetiko
með plötum á við Greek-Oriental
Songs and Dances (Folklyric), en
Ocora-fyrirtækið franska hefur
gefið út á geisladisk fyrirtaks plötu,
Hommage á Tsitanis, með einum
fremsta bouzoukíleikara Grikkja,
Vassilis Tsitanis, þar sem hann
leikur ýmist gamla slagara eða
spinnur út frá stefjum og tilfinn-
ingu. Einnig hefur Ocora gefíð út
plötuna Chansons des fumeries et
des prisons, þar sem tríó ungra
tónlistarmanna endurvekur ýmsa
söngva um hassbúllur, tekedes, og
fangelsi, sem rebetes þekktu vel til.
GRÍSK tónlist er vel kynnt á Vesturlöndum og þekkja líklega flest-
ir tónsmíðar Mikis Teodorakis og margir Iannis Xenakis. Tónlist á
sér langa sögu í Grikklandi, eins og að líkum lætur með svo gamal
menningarríki, en í aldanna rás hefur hún breyst fyrir áhrif að
utan, enda voldugir og oft ágengir nágrannar til austurs.
Snemma á þriðja áratugnum
urðu afdrifaríkar breytingar á
högum grískumælandi íbúa tyrkn-
esku borganna Izmir (Smymu) og
Miklagarðs. Rúm milljón manna
oBBBBBaa flúði til Grikkiand
í kjölfar stríðs
Grikkja og
Tyrkja og það
átti eftir að hafa
úrslitaáhrif á þá
grísku tónlist
sem við þekkjum
eftir Arna f (jag
Matthíasson Efnahags-
ástand í Grikklandi var neð lakara
móti þegar hinir fjölmörgu flótta-
menn streymdu til landsins á árun-
um 1922 og 1923. Stór hluti þeirra
settist að í Pireus, hafnarborg
Aþenu. Þar mynduðust sterkir
menningarkimar með tilheyrandi
frávikseinkennum og glæpaklíkurn.
Tónlist flóttamannana var mjög
tyrkneskuskotin, en tyrknesk tón-
list var ekki síður undir sterkum
grískum áhrifum frá örófi og einn-
ig af persneskri tónlist og arabískri.
Á jaðar grísks samfélags var hópur
manna sem hélt í gömul gildi frá
Tyrklandi og uppá tónlist þá sem
þeir tóku með sér. Þeir kölluðust
rebetes og tónlist þeirra rebetiko
eða zebetiko.
Tónlistin var þrungin tilfínningu
og trega og hafa sumir viljað nefna
hana „grískan blús“. Víst má það
til sanns vegar færa að textum
svipar oft til blústexta bandarískra
blökkumanna, og í tónlistinni er
einhver tilfinning sameiginleg, þó
erfítt sé að tilgreina það nánar.
Kjörhljóðfæri voru í upphafi fíðla,
santúrí, klarinet og úd, en síðar
bættust við bouzoukí, baglamá,
sem var vinsælt hljóðfæri vegna
þess hve auðvelt var að stinga því
inn á sig, og gítar. Bouzoukí átti
síðar eftir að verða nánast ráðandi
í rebetikotónlist.
Rebetikotónlist þótti ófín, eins
og tónlist menningarkima yfírleitt,
Bouzouk-
ísnillingur
Vassilis
Tsitanis á
yngri árum.
ÐJASS/t?röur klassísk stórsveitarsveifla
í Borgarleikhúsinu í dag?
Stórsveitarsveifla
FYRSTA klassíska stórsveit djasssögunnar var stofnuð af Fletcher
Hendserson árið 1922 í New York. Margir snillingar blésu með
honum, s.s. Louis Armstrong, Rex Steward, Coleman Hawkins og
Benny Carter. Helsti útseljari hans var Don Rcdman, sem seinna
stofnaði eigin stórsveit. í kjölfarið spruttu upp fjölmargar magnað-
ar stórsveitir í New York — en fremst þeirra allra var sveit Duke
Ellingtons.
Aíslandi hafa stórsveitir sjaldan
spilað nema við hátíðleg
tækifæri. Björn R. Einarsson og
Kristján Kristjánsson stjórnuðu
stórsveitum og hér starfaði Big
band ’81 ogjStór-
sveit FÍH. Ýmsir
tónlistarskólar og
lúðrasveitir hafa
haft stórsveitir á
sínum vegum og
um tíma rak
Ríkisútvarpið
stórsveit, fyrstu
og einu atvinnu-
stórsveit landsins. Því miður er sú
sveit fyrir bí í bili en á Útvarps-
djasshátíðinni í fyrra stjórnuðu
Jukka Linkola og Gugge Hedrenius
samnorrænni stórsveit í Borgar-
leikhúsinu og í dag verður ævintýr-
ið endurtekið á sama stað á RÚ-
REK-hátíðinni. Að þessu sinni
verða sveitirnar tvær, hefðbundin
stórsveit, sem Norðmaðurinn Per
Husby stjórnar og Karin Krog
syngur með, og svo frumskógar-
sveit sem danski gítaristinn Pierre
Dörge stjórnar — hljómsveit hans
er New Jungle Orchestra sem er
ein vinsælasta stórsveit djassins í
hinum óhefðbundnari stíl.
Frumskógurinn hefur gjarnan
tengst djassinum, enda rekja höf-
uðsnillingar hans ættir sínar til
Afríku. Þegar Duke Ellington lék
á Cotton Club í Harlem var tónlist
hans gjarnan kennd við frumskóg-
inn þegar strákarnir urruðu sem
mest í gjallarhornin. I Classics-út-
gáfunni frönsku má fínna fjóra
diska með Duke Ellington sem
spanna tímabilið frá 1924 til 1929.
A þeim fyrsta (1924-19É7) má
finna ýmis lög sem erfitt hefur
verið að nálgast, en hinir geymda
upptökur frá RCA og Columbiu,
sem finna má í heildarútgáfum
þeirra Ellington. Ellington-bandið
var alltaf hörku djassband og dans-
og dægurlögin sjaldnast hljóðrituð.
Slíkt verður ekki sagt um Don
Redman-bandið. Á diskunum
tveimur er spanna árin 1931-1936,
eru margir heldur klénir söngvarar
þó djasskornin glói þar innanum.
Sá fyrri er þó ómissandi öllum big-
bandunnendum, því þar eru meist-
arverk á borð við Chant 'of the
Weed og Shakin’ the African.
Þegar hlustað er á heildarútgáf-
ur stórsveita djassins á mjllistríðs-
árunum verður alltaf að hafa það
í huga að þetta voru ekki bara
djasshljómsveitir — heldur einnig
danshljómsveitir. Á því lifðu menn
jafnt í New York og Reykjavík —
jafnt Don Redman og Björn R.
Einarsson. Úrvalsútgáfur gefa ekki
rétta mynd af daglegu amstri
hljómsveitanna. Þar eru bara perl-
urnar.
Á Classic-diskunum má finna
stórsveitir Cab Calloways frá Cott-
on Club-árunum, Benny Carters
jafnt í Bandaríkjunum og Evrópu,
Fletchers Hendersons eftir að Lou-
is yfirgaf hann, Earl Hines áður
en hann fór að hljóðrita fyrir RCA,
Chick Webbs undir eigin nafni og
Ellu Fitzgeralds, Benny Moten í
Kansas City og svo eru fjórir disk-
ar með helstu stórsveit er sú borg
gat af sér: Count Basie-sveitinni.
Basie-diskarnir spanna árin 1936-
1940 — og er þetta allt efni sem
Decca og CBS hafa gefið út.
Það blandast fáum hugur um
að Duke Ellington og Count Basie
hafa stjórnað mögnuðustu stór-
sveitum djasssögunnar. Þó var ein
sveit sem keppti við þá á millistríðs-
árunum. Hljómsveit Jimmie Lunce-
fords. Hann byijaði með sveitina
1926 og stjórnaði henni til dauða-
dags 1947. Þetta var hörkuband
og höfuðútsetjari Sy Oljver. Hann
blés líka yndislega í trompet, sér í
lagi með dempara. Þarna blés einn
helsti altósaxafónleikari djassins,
Willíe Smith, og aðalbásúnuleikar-
inn var Trummy Young, sem lengi
lék með stjörnusveit Louis Arm-
strongs. Syeiflan var alltaf heit hjá
Lunceford-bandinu. Aldrei spilaði
það of hratt og svo kölluðust málm-
blásaramir og saxafónieikaramir á
eins og þeir væm í góðri negra-
messu. Diskarnir með Lunceford
eru frá 1930-1939 og ekkert djass-
safn má vera Lunceford-laust.
Lýkur hér að segja frá stórsveit-
um á Classic-diskunum og hittumst
heil í Borgarleikhúsinu í stórsveit-
arveislu RÚREK.
eftir Vernharð
Linnet