Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 16
ieei Tí 0 i6~cr .2 HUí UOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991 ísland komast Eitrið, SIátrið, Kórdrengirnir, Skotsveinarnir, Þruman og Eiki Hauks á leiðinni til landsins Quireboys og Poison, t.h. eftir Andrés Magnússon. Daginn fyrir 17. júní verða haldnir mögnuðustu tónleikar, sem hérlend- is hafa verið haldnir frá árdögum. Reyndar hafa verið haldnir tónleik- ar með fleiri hljómsveitum og á stærra svæði, en til stendur að sex erlendar hljómsveitir troði upp auk einnar íslenskrar og það er eins- dæmi. Á þessarri tónleikahátíð, sem haldin verður á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði, leika bandarísku sveitirnar Poison, Slaughter og Bullet- boys, bresku sveitirnar Quireboys og Thunder, norska sveitin Artch með Eirík Hauksson í broddi fylkingar og íslenska sveitin GCD, hljómsveit Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar. Undanfarin ár hefur það færst mjög í vöxt, að erlendar hljómsveitir komi hingað til tónleikahalds, en áður voru var slíkt fátítt, að undanskildu framtaki Listahátíðar Reylqavíkur á tveggja ára fresti. Hvað er að breytast, sem gerir það að verkuin að ísland er að komast á kortið hjá helstu rokkurum heimsins? |eimsfrægar jokkhljómsveitir hafa rekist hingað til íslands öðru hveiju og jafn- an taka tónlistarþyrstir og gestrisnir íslendjngar þeim með kostum og kynj- um. Á meðan bítlið var og hét ærðu Swinging Blue Jeans og Kinks íslensk- an æskulýð og á eftir sigldu Badfinger og Man. Eftir að menn fóru að safna hári af al- vöru komu Led Zeppelin og Deep Purple hing- að. Svo kom ekki múkk fyrr en Stranglers birtust og annar hver vinur greinarhöfundar stofnaði hljómsveit í kjölfarið. Næstir voru Clash en svo dofnaði aftur yfir mönnum, nema menn nenni að nefna til sögunnar minni spá- menn á borð við Human League og Smokie. En Eyjólfur hresstist og hingað komu A-Ha og Europe og Meat Loaf og Kiss. Reyndar kom Statús Quo líka en þeir voru svo að segja einir á tónleikunum. Hið sama má segja um Cock Robin, svo ekki var einhlítt að tækist i kortii H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.